Morgunblaðið - 30.11.1990, Síða 49

Morgunblaðið - 30.11.1990, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990 49 stærstu fjárbænda landsins. Söðlaði síðar yfir í hrossa- og laxveiðibú- skap. Búskapurinn á bökkum Þver- ár var ævintýri líkastur og veitti Kjartani ómælda lífsfyllingu, eftir því sem ég veit bezt. Þar var hann kóngur í ríki sínu, óháður öllum, ftjáls eins og fuglinn fljúgandi. Þar var hann á sínum heimavelli. Jöfnum höndum gegndi Kjartan oft lögfræðistörfum, rak eigin skrif- stofu og var oft tímabundið fulltrúi sýslumanna og fulltrúi sakadóm- araembættisins í Reykjavík. Eftir að bústörfum lauk að mestu, starf- aði hann sem lögfræðingur hjá Skattstofu Reykjavíkur og síðustu starfsár sín sem fulltrúi hjá borgar- fógetaembættinu í Reykjavík. Þetta er starfsævi hans í hnotskurn. Um lögfræðistörf Kjartans er ég r'' ekki dómbær. Jafn glöggskyggn maður sem hann var, hlýtur reynsla hans og þekking að hafa nýtzt hon- um vel í starfi. Eins veit ég, að lög í sjálfu sér, samin af misvitrum lög- fræðingum og samþykkt af ennþá misvitrari alþingismönnum, voru honum aldrei heilög kýr. Til þess var hann alltof mannlegur. Tii þess skynjaði hann hljómkviðu lífsins, mannlega þáttinn á samskiptum einstaklinganna, alltof vel. Eins og sjá má á þessari upptaln- ingu, var æviferill Kjartans óvenju- legur og litríkur. Bóndi og lögfræð- ingur. En það segir ekki söguna alla. Hann var fyrst og fremst menntamaður í þess orðs fyllstu og beztu merkingu, feikn vel lesinn og góður tungumálamaður. Kjartan var maður mikill á velli, vörpulegur og höfðinglegur í fasi, enda höfðingi í sjón og reynd. Hann var bjartur yfirlitum og bauð af sér góðan þokka. Bak við alvarlegt yfir- bragð leyndist létt lund, þótt eðlis- læg hógværð jaðraði stundum við afskiptaleysi. Kjartan var flug- greindur og stálminnugur. Ráða- góður var hann og með eindæmum ráðhollur. Vinum sínum var hann trölltryggur. Hann gat glaðzt með glöðum, en naut sín að öðru jöfnu bezt í heimahúsum innan um ást- vini sína, eiginkonu og börn. Þeim unni hann ósvikið. Leiðir skilja og leiðir liggja sam- an á ný. Eftir áralanga dvöl mína erlendis, fjarri borg minni við sund- in, fjarri gömlu og góðu Grettisgöt- unni, tókum við Kjartan þráðinn upp á ný, sem að vísu hafði aldrei slitnað. Við hittumst og við kvödd- umst og við glöddumst og við hryggðumst. Nú voru æskuárin langt að baki, en vegurinn til þeirra auðrataður, þegar mikið lá við. Villuljós á vegi framtíðarinnar glöptu ekki sýn. I dag drúpi ég hryggur höfði, þó of bjart sé yfir minningunni til að trega. Ég hugsa til eiginkonu hans og barna, svo og annarra ástvina, og óska þeim alls velfarnaðar. Blessuð sé minning vinar míns, Kjartans Jónssonar. Jón P. Ragnarsson pjisrrjpw^ í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI Minning: Jón Bjamason Nú þegar bróðir minn, Jón * Bjarnason frá Haga, hefur kvatt þennan heim, reikar hugurinn ósjálfrátt til liðins tíma. A slíkum stundum verða jafnvel löngu liðin hverdagsleg atvik að dýrmætum fjársjóði minninganna. Ein fyrsta bernskuminning mín er frá leik okkar bræðranna, þar sem ég naut þeirra forréttinda að sitja á pallin- um á „stóra vörubílnum" sem Nonni hafði smíðað og var svo stór að enginn nema þessi stóri bróðir minn ' gat dregið. Nonni var mjög laghent- ur og var þegar á barnsaldri mjög áhugasamur um smíðar og ýmiss konar vélagrúsk og viðgerðir, enda minnist ég þess að sjálfsagt var að byija að gá niður í smíðahús eða út í skemmu, ef maður þurfti að leita hans. Oft var ég að sniglast í kring- um hann þegar hann var að gera við gamla jeppann jafnaldra sinna, enda vildi ég fyrir engan mun missa af „prufutúrnum" upp á Ásinn sem alltáf fylgdi. Ég man líka hve stolt- ur ég var af bróður mínum, sem gat ekið um Hólana með skóla- krakkana, þótt þeir væru ófærir öllum öðrum vegna snjóþyngsla, I uppvextinum var Nonni mjög hraustur og sterkur og gekk að öllum helstu störfum sem fullgildur vinnumaður, löngu fyrr en aldur sagði til um. Fyrir hann hefur eflaust verið ævintýri líkast að fylgjast með vélvæðingu búskapar- ins, því að þótt ekki séu nema 10 ár á milli okkar var það nóg til þess að hann hafði kynnst síðustu dráttarhestunum, sem notaðir voru í Haga. Eftir föður okkar hef ég, að þegar ný vél kom á bæinn var Nonni ekki í rónni fyrr en hann skildi til fulls hvernig einstakir hlut- ar, ósýnilegir sem sýnilegir, virk- uðu. Manni lærðist fljótt að hvort sem um var að ræða bilað leikfang éða bilaða vél var öruggasta lausn- in að „fá Nonna til að líta á þetta“,- eins og það var gjarnan orðað svo hæversklega. Það breytti engu þótt' Nonni flytti til Blönduóss, alltaf var jafn sjálfsagt að koma fram í Haga til að líta á eitt eða annað sem þarfnaðist viðgerðar. Þótt leiðir skildu og dagleg störf okkar væru ólík, urðu þeir ófáir „prufutúrarnir“ af ýmsu tagi sem við fórum saman á seinni árum. Aðalstarf Nonna var að reka vöru- bifreið og var hann alla tíð farsæll bílstjóri. Hann var óragur við að aka við erfiðar aðstæður og lét ekki aðra segja sér fyrir verkum, um hvað væri fært og hvað ekki, ef því var að skipta. Þar sem hann situr við stýrið á „stórum vörubíl" er sú mynd sem ætíð mun standa mér fyrir hugskotssjónum. Fyrir rúmlega ári greindist sá alvarlegi sjúkdómur sem nú hefur lagt bróður minn að velli á miðri leið. í þetta sinn reyndist torfæran ofviða og hann varð að lokum að lúta æðri dómi. Hann tók veikindum sínum af nugrekki og reyndi að lifa sem eðlilegustu lífi milli sjúkrahús- dvalanna, dyggilega studdur af Sig- urbjörgu konu sinni. Þegar við kvöddumst í sumar var engan bil- bug á honum að finna. Hann var fullur bjartsýni og hafði jafnvel á orði að hann myndi heimsækja mig til Kanada. Hvorugan okkar grun- aði að hann yrði svo fljótt kallaður til þeirrar ferðar sem bíður okkar allra. Elsku Sibba, Bjarni og Gummi! Ég og fjölskylda mín biðjum ykkur allrar blessunar í sorg ykkar, megi góðar minningar gera söknuðinn léttbærari. Lárus H. Bjarnason Vegna mistaka við vinnslu þessara kveðjuorða er þau birt- ust í blaðinu, eru þau birt hér aftur. Eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á mistökunum. Og í annarri grein sem birtist samtímis um hinn látna, eftir Bjarna Jónsson, átti að standa að hann hafi verið 10 mánaða er hann fór í fyrstu fjárrekstrar- ferðina með Jóni, sem var faðir hans. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, Skeggjastöðum, Garði, verður jarðsungin frá Útskálakirkju í Garði laugardaginn 1. desem- ber kl. 11.00. Jón Haraldsson, Þórdís Jónsdóttir, Axel Guðmundsson, Hildur Axelsdóttir, Ingvar Jón Gissurarson, Margrét Hallgrímsdóttir, Nicolai Gissur Ingvarsson. t Maðurinn minn og faðir okkar, KJARTAN JÓNSSON lögfræðingur, Selbraut 26, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, föstudaginn 30. nóvem- ber, kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag íslands. Þorbjörg Pétursdóttir, Pétur Kjartansson, Jón Kjartansson, Magnús Kjartansson, Guðmundur Kjartansson, Sigrún Kjartansdóttir, Margrét Kjartansdóttir, Kristján Kjartansson, tengdabörn og barnabörn. t Móðir okkar, GUÐNÝ INGIBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR, Eskihlið 12A, Reykjavík, lést á Vifilsstöðum 28. nóvember. Auður Aðalsteinsdóttir, Ragnheiður Aðalsteinsdóttir, Bessi Aðalsteinsson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MAGNÚSÍNA S. JÓNSDÓTTIR, Droplaugarstöðum, (áður Grettisgötu 83), lést á Dropiaugarstöðum miðvikudaginn 28. nóvember 1990. Gunnar Ó. Engilbertsson, Arnfrfður Richardsdóttir, Erlingur G. Sigurðsson, Pirkko Sartoneva, Ásthildur E. Gunnarsdóttir, Skúli Skúlason, Magnús J. E. Gunnarsson, Magnús O. Erlingsson og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, KRISTÍN HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR, er lést 22. nóvember 1990, verður jarðsungin frá Hvalsneskirkju laugardaginn 1. desember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á SÍBS og Hjartavernd. Einar Júlíusson, Júlíus Helgi Einarsson, Sveinbjörg Eydís Eiriksdóttir, Einar Kristinn Friðriksson, María Vilbogadóttir og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGURLÍNA GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR frá Efri-Miðvik, Aðaldal, Suðurgötu 12, Keflavík, er andaðist á sjúkrahúsi Keflavíkur að morgni laugardagsins 24. nóvember sl., verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 1. desember nk. kl. 14.00. Guðmundur F. Sölvason, Margrét Sölvadóttir, Karitas Sölvadóttir, Hafsteinn Sölvason, Ásta Sölvadóttir, Hilmar R. Sölvason, Sölvi Stefánsson, barnabörn, barnabarnabörn Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Friðrik L. Baldvinsson, Gerald Hásler, Sigríður Oddsdóttir, Hiimar Valdimarsson, Björg Jónsdóttir, Inga Árnadóttir, og barnabarnabarnabörn. t Þökkum samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar föður okkar, HARALDAR ELÍASSONAR múrarameistara, Dalbraut 27. Guð blessi ykkur öll. Skarphéðinn Haraldsson, Helga Guðjónsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Eyrún Óskarsdóttir, Rannveig Haraldsdóttir, Kolbrún Haraldsdóttir, Magnús (var Þorvaldsson, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Vegna jarðarfarar verður verslunin lokuð frá kl. 13.00 t'l 15.00 í dag, föstudaginn 30. nóvember. Grensáskjör, Grensásvegi 46. Lokað í dag, föstudag, milli kl. 13.00 og 14.30 vegna jarðarfarar KJARTANS JÓNSSONAR, lögfræðings. Gullhöllin, Laugavegi49. Lokað Sælgætisgerðin Freyja hf. verður lokuð frá kl. 12.0Q í dag, föstudaginn 30. nóvember, vegna jarðarfarar GUÐMUNDAR JÓNSSONAR. Sælgætisgerðin Freyja hf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.