Morgunblaðið - 30.11.1990, Side 57

Morgunblaðið - 30.11.1990, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990 5T VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖ5TUDAGS jiUítaaáMSkMBUm, Bankar, hvar er ykkar ábyrgð? Til Velvakanda. I allri þeirri umræðu, sem verið hefur undanfarið um breyttar for- sendur í peningamálum, hefur lítt eðá ekki komið fram þáttur banka í harmsögum einstaklinga í þessu landi. Við, þessi fámenna þjóð, sem hreykjum okkur á hátíðarstundu af sameiginlegri þjóðarsál, þekkj- um næstum hver og einn einhvem, sem farið hefur illa út úr fjármálum á undanförnum mánuðum og árum og getum ekki látið eins og okkur komi þetta ekkert við. Þessi „ein- hver“ er bróðir eða mágkona, vinur eða kunningi, tengdur, skyldur eða kunnugur á einhvern veg í svona smáu samfélagi. Staðreyndin er sú að bankar halda ótrúlega lengi áfram að lána, jafnvel eignalausu og atvinnulausu fólki, ótrúlegar fjárupphæðir, löngu eftir að ljóst er að venjuleg- ar tekjur standa engan veginn undir afborgunum af þeim. Hvers vegna? Ef til vill vegna vorkunn- semi og kunningsskapar. Ef til vill vegna þess að þetta nauðstadda fólk fær betur stæða aðstandendur eða vini til þess að „skrifa upp á“. Það þarf sannarlega að hafa stein- hjarta til þess að neita nánum ættingja um uppáskrift, þegar ekk- ert blasir við annað en að hrekjast allslaus út á götu jafnvel með van- sæl og taugaveikluð börn, sem Látið úti- ljósin loga Blaðburðarfólk fer þess á leit við áskrifendur að þeir Iáti útljósin loga á morgnana núna í skammdeginu. Sérstaklega er þetta brýnt þar sem götulýsingar nýtur lítið eða ekki við tröppur og útidyr. manni þykir vænt um og kemur við. Þá þakkar maður guði fyrir eigin hag og vonar bara að þetta blessist einhvern veginn. En innst inni veit maður vel að þetta er rangt að farið og aðeins til að lengja í hengingarólinni og gjaldþrotið verður bara stærra þegar að því kemur. Ætli bankam- ir lánuðu svo mikið og lengi, ef ' þetta ábyrgðarmannakerfi væri ekki til staðar og fólk fengi aðeins lánað „út á andlitið á sér“? Fólk yrði þá að afla sér lánstrausts með því að standa í skilum í hinum daglega rekstri. Bankamir gætu líka hæglega haft sameiginlegan skuldalista, svo hægt væri að sjá á einums stað hve mikið einstakl- ingurinn skuldaði og hvernig skil væra á þeim lánum. Sannleikurinn er nefnilega sá að fólk berst oft um á hæl og hnakka og margfaldar botnlausar og vonlausar skuldir sínar aðeins vegna þess að því þykir óbærilegt að ábyrgðarmennirnir, sem gerðu því greiða og eru oftar en ekki nánir venslamenn og vinir, lendi í því að verða að greiða þessar skuldir fyrir það oft með miklum áföllnum kostnaði. Það er hreint út sagt óhugnanlegt hve auðvelt er að verða stórskuldugur í þessu neysluþjóðfélagi okkar, þar sem lægstu laun eru ekki í neinu sam- hengi við brýnustu þarfir og okkur öllum til skammar og háðungar. Er nú ekki kominn tími til að bankarnir, næstum einu fyrirtækin sem skila verulegum arði á þessum síðustu og verstu tímum, axli sína ábyrgð og taki þátt í þessum þrengingum fólks, til dæmis með stofnun neyðarsjóðs, sem komi örvæntingarfullum einstaklingum til hjálpar með beinum fjárfram- lögum? Þama yrði ekki um hundr- uðir milljóna að ræða, eins og í HUGLEIÐSLA Ég heiti Ásgrímur Björnssón og stundaði hugleiðslu í fimm mánuði. Síðan byijaði ég að hugleiða allan daginn og gerði það í þijá mánuði í viðbót. Ég náði því að komast í hugljómun þegar ég vildi og aðeins meira en það, eins og t.d. margfalt betri einbeitingu, auknum þroska og breitt skilningarvit sem lýsti sér þannig að ég skynjaði „karma“ meira. Karma þýðir örlög eða forlög. í hindúatrú og búddatrú táknar karma það að allar gjörðir lífvera í tilvistarstigum, sem fylgja hvert á eftir öðru, verði ákvarðandi fyrir örlög lífverunnar í framtíðinni og við endurholdgun. En svona tel ég að karma virki: Karma er lögmál sem gerir það að verkum að hvernig þú lætur öðrum líða mun þér sjálfum líða. Svo fær maður líka suma hegðun til baka í sama formi, eða eins og sagt er, maður uppsker eins og maður sáir. Auk þess tel ég að ég hafi skerpt gáfur mínar og stjórnað myndun hugsana. Það sem ég á við er það að ég hefði ekki öðlast þetta án þess að stunda hugleiðsluna nema e.t.v. gáfur og þroska en ekki ná- lægt því eins mikið og af því að stunda hugleiðslu. Nú ætla ég að segja ykkur hvern- ig þið getið farið að því að stunda hugleiðslu. Sittu í stól og einbeittu þér að einhveiju t.d. eldspýtustokk, sjáðu hann fyrir þér með lokuð augun. Ef hann fer að snúast í huganum haltu honum þá kyrrum eða snúðu honum til baka og losaðu þig við sem flestár hugsanir. Svo er önnur aðferð, hún er þann- ig að þú einbeitir þér að mynd með opin augun og ímyndaðu þér að þú andir að þér ljósi úr myndinni og atvinnurekstrinum heldur lægri upphæðir, sem samt mundu skipta sköpum fyrir til dæmis einstætt foreldri með böm á framfæri, sem einhver fjármálasérfræðingurinn ráðlagði eindregið að kaupa frekar en leigja og nú sér framtíðina sem ókleifan vegg og myndi fara með sængina sína og pilluglas upp á heiði ef það ætti ekki börn, sem engan annan eiga að. Það eru margir í þessari vonlausu aðstöðu og það þarf að hjálpa þeim ekki seinna en strax! Bankamönnum hefur nefnilega ekkert gengið bet- ur en öðrum að átta sig á því hvaða breytingar raunveruleg endur- greiðsla lána hefur í för með sér. Við erum öll að læra en aðlögun tekur tíma. Einnig er lögfræði- og innheimtukostnaður hrein svívirða og þarfnast sannarlega endurskoð- unar. Upplausn heimila og hrakn- ingar bama skipta máli. Eigum við ekki að vera sammála um að ein- staklingar skipti meira máli en dauðir aurar? Ein áhyggjufull Gestaíbúð Vílla Bergshyddan i íbúðin (3 herbergi og eldhús í endurbyggðu 18. aldar húsi) er léð án endurgjalds þeim, sem fást við listir og önnur menningarstörf í Helsingfors, Kaupmannahöfn, Ósló eða Reykjavík, til dvalar um tveggja til fjögurra vikna skeið á tímabilinu 15. apríl til 1. nóv. Umsóknir um dvöl í Villa Bergshyddan, þar sem fram komi tilgangur dvalarinnar og hvaða tíma sé óskað, svo og upplýsingar um um- sækjanda, skal senda til Hásselby slott, Box 520, S-162 15 Vállingby, fyrir 28. febrúar nk. Ekki eru notuð sérstök umsóknareyðublöð. Nánari upplýsingar fást hjá skrifstofu borg- arstjóra, sími 18800. myndin andi á móti þér. Andaðu svo frá þér vanlíðan, þ.e.a.s. ef það er einhver vanlíðan sem hugurinn gerir, inn í myndina. Ég vil meina að menn geti fengið hart líf sem á upptök sín í líkamanum eða um- hverfinu en hugurinn geti magnað það. Ég mæli með hvorri aðferð í tutt- ugu mínútur tvisvar á dag fyrir allt fólk. Svo er hægt að hugleiða meðan maður er að vinna, einfald- lega losa sig við hugsanir á meðan með því að einbeita sér að því sem maður er að gera eða einhveiju öðru. Ég tel að íþróttamenn verði betri í sínu fagi ef þeir stunda hug- leiðslu. Það er ykkar karma að stunda hugleiðslu eða stunda hana ekki. Það er mitt álit að þið verðið full- komnari og ykkur líði betur ef þið gerið það. Eins og Miehael Jackson sem er á móti því að dýr séu drep- in og hegðar sér vel, þar af leið- andi gott karma. Michael sem er búinn að gleyma því hvernig er að fá kvef. Hegðar sér svo vel að hon- um gengur vel og draumar hans rætast. Enda beitir hann engu of- beldi, hann fær útrás fyrir tilfínn- ingar sínar á sviðinu. Það sagði maður við mig sem veit mjög mikið um hvernig karma virkar að ef maður fremur sjál|s- morð, þá hljóti maður slæmt karma. Og þá ekki bara af því hvernig maður lætur öðrum líða heldur líka hvemig maður fer með sjálfan sig. Það sem ég tel að dugi við streitu í n útímaþjóðfélagi er hugleiðsla, jákvæðar staðhæfingar og líföndun. Þ.e.a.s. þú verður að læra að hugsa öðruvísi en þú gerir í streituástandi. Ásgrímur Björnsson — —"i.r1;11 —■——" - ■ ....... 1111 1, ■m.v, !i.;;gl;1 r< --------- ... ........................................... .................................................................. TEG. BERGEN HORNSOFI, 6 SÆTA RAÐGREIÐSLUR 10 MANUÐIR IEURO KREPIT V/LDARK/OR Erum að taka í hús nýja sendíngu af Bergen hornsófum í mörgum lítum og verðíð er hreínt ótrúlegt. Bergen hornsófinn er klæddur með krómsút- uðu anilín-gegnumlítuðu nautsleðrí á öllum slitflötum og með leðurlíki á grínd utanverðri. í púðum er polyester og dacronló. Stærðir: b. 210x1. 265. EKKI MISSA AF ÞESSU Húsgagnaiiöllin REGENT MÖBEL Á ÍSLANPI BÍLDSHÖFÐI 20 112 RKYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.