Morgunblaðið - 30.11.1990, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 30.11.1990, Qupperneq 58
58 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990 FELAGSMAL mótin fara fram í stikulaugum og hún verður að gera eins og þjálfar- inn segir. „Hann er þrjóskur, en við sjáum til.“ ÚRSLIT Körfuknattleikur NBA-DEILDIN: Charlotte Hornets—Milwaukee.118:111 (Eftir framlengingu). Golden State Warriors—Cleveland .. 110:108 Detroit Pistons—New York Knicks.. 90: 83 MiamiHeat—New Jersey Nets.... 97: 79 Philadelphia 76ers—Indiana..116:106 Chicago Bulls—Washington.....118: 94- Dallas Mavericks—LA Clippers.107: 88 Utah Jazz—Houston Rockets....103: 92 LA Lakers—San Antonio........ 97: 80 Handknattleikur HEIMSMEISTARAKEPPNI KVENNA: Úrslit í milliriðlum, hálfleikstölur i sviga: Frakkland—Angóla..........24-20 (11-7) Póiland—Kína..............31-17 (19-7) Austurríki—Þýskaland A...24-20 (11-12) Júgóslavía—Suður-Kórea....28-24 (12-9) Svíþjóð—Kanada............21-16 (11-8) Sovétríkin—Búlgaría.....33-23 (15-13) Þýskaland B—Rúmenía........15-15 (9-7) Noregur—Danmörk............20-16 (9-8) Tennis í gær var dregið fyrir úrslitaleik Davis-bik- arsins í tennis milli Bandaríkjanna og Ástr- alíu sem fram fer í St. Petersburg í Flórída. (Bandarísku nöfnin fyrst): Ándre Agassi—Richard Fromberg Michael Chang—Darren Cahill Rick Leach/Jim Pugh—Pat Cash/J. Fitzgerald Andre Agassi—Darren Cahill Michael Chang—Richard Fromberg ■ CARLOS Garcia Cuervo, þjálfari spænska liðsins Sporting Gijon, hefur verið sagt upp vegna lélegs árangurs liðsins í deildar- keppninni. Við stöðu hans tekur Criaco Cano, sem lék áður með félaginu. Cuervo, sem er fyrrum markvörður liðsins, er þriðji þjálfar- inn í spænsku úrvalsdeildinni sem fær að ijúka á tímabilinu. Hinir eru: John Toshack frá Real Madrid og Julio Cardenosa lijá Real Betis í Sevilla. ■ BANDARÍSKA frjálsíþrótta- sambandið hefur ákveðið að halda ekki meistaramót í þeim þremur fylkjum sem ekki halda hátíðlegan Martin Luther King daginn. Þrjú fylki í Bandaríkjunum gefa ekki frí á þessum degi: Arizona, Mont- ana og New Hampshire. Fyrir skömmu var ákveðið að halda úr- slitaleik NFL-deildarinnar ekki í Phoenix, sem er í Arizona, af sömu sökum. ■ NICKFaldo, sem talinn er einn besti kylfingur heims, átt í miklum vændræðum á fyrsta degi opna ástralska meistarmótsins sem fram fer í Sydney. Hann lék á 74 högg- um og þrípúttaði á tveimur síðustu holunum. Hann neitaði að tala við blaðamenn og fór strax á æfinga- flötina. Chris Gray, 22 ára heima- maður sem hefur aðeins keppt sem atvinnumaður í tæpan mánuð, er efstur með 69 högg ásamt Vijay Singli frá Fiji-eyjum. Greg Nor- man er í 3. sæti með 70 högg. ■ MATTHÍAS Sveinsson var kjörinn formaður Skíðafélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins fyrir skömmu. í haust var haldið námskeið f meðferð gönguskíða. Kennari var Agúst Björnsson. Eft- ir áramótin verður haldið námskeið fyrir stökkdómara í Reykjavík. ■ VUJADIN Boskov, þjálfari Sampdoria, verður að fylgjast með liði sínu úr áhorfendapöllunum næsta mánuðinn. Hann var dæmdur í bann af ítalska knattspyrnusam- bandinu fyrir að hrópa ókvæðisorð að leikmönnum og áhorfendum er lið hans sigraði Cremonese í bikar- keppninni í síðustu viku. Boskov er flórði þjálfarinn sem fengið hefur slíkan dóm í vetur. Mól fyrir Ragnheiði Sett á sérstaklega fyrir hana til að ná lágmörkum fyrir HM ÍÞRÚmR FOLK Samkeppni skólabama um æfingagalla Höfundur bestu tillögunnarfær ferð á Smáþjóðaleikana í verðlaun Aíþróttamótum erlendis, þar sem keppt hefur verið í mörg- um greinum eins og á Olympíuleik- um, smáþjóðaleikum og Eyjaleik- um, hefur íslenskt íþróttafólk vakið athygli fyrir að vera í mismunandi æfíngagöllum. Þessu vill Olympíu- nefnd íslands breyta og hefur ákveðið að láta hanna og gera eins æfingagalla fyrir íþróttafólk, sem keppir í nafni þjóðarinnar undir merkjum Ólympíunefndar og íþróttasambands Islands. Efnt hefur verið til samkeppni á meðal barna í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla og segir í verklýsingu að börnin eigi að teikna búning, sem minni á ísland, í fánalitunum, en útfærslan sé þeirra. Unnið verður út frá bestu tillögunni og höfundi hennar boðið með á Spáþjóðaleik- ana í Andorra í maí n.k., en þá verða æfingagallarnir fyrst notaðir. Guðfinnur Ólafsson, formaður búninganefndar ólympíunefndar- innar sagði að uppiýsingar um sam- keppnina hefðu verið sendar til allra myndmenntakennara í grunnskól- um landsins og þeir beðnir um að fylgja málinu eftir. Viðbrögð hefðu verið mjög góð og hefðu þegar borist margar og fjölbreyttar tillög- ur, en skilafrestur er til 15. desemb- er. Gísli Halldórsson, forseti ólympíunefndarinnar, sagði að sér- sambönd hefðu gert sérstaka samn- inga varðandi íþróttafatnað og því hefði samsetningin oft verið mis- munandi. Slíka samninga væri hins vegar ekki hægt að gera í sam- bandi við Ólympíuleika og stefnan væri að öll keppnislið kæmu fram í eins búningum. Því væri efnt til þessarar samkeppni og geit ráð fyrir að æfingagajlarnir verði not- aðir fram yfir Ólympíuleikana í Barcelona 1992. Gísli Halldórsson, Halldór Ein- arsson og Þorvaldur Jónasson eru í dómnefnd og mun úrskurður henn- ar liggja fyrir í janúar, en Ilenson mun framleiða gallana. Höfundar fimm bestu tillagn'anna fá verð- launabúninginn að launum. Þýska blaðinu Stern hefur verið hótað málssókn vegna greinar um lyfjanotkun austur-þýskra íþróttamanna. Blaðið segir að margir að fremstu íþróttamönnum Austur-Þýskalands, s.s. sund- dróttningin Kristin Otto, Ulf Tim- mermann, heimsmethafi í kúluvarpi og Heike Drechsler, Evrópumeistari í kúluvarpi, hafa tekið inn stera sem íþróttayfirvöld útveguðu þeini. Eng- ar sannanir hafa þó komið fram og stendur staðhæfing gegn staðhæf- ingu. „Þetta er tómt kjaftæði og lyg- ar,“ sagði einn þeirra sem nefndir voru í greininni. Torsten Voss, sem er m.a. sagður hafa sett heimsmet unglinga eftir að hafa fengið stóran skammt, segist ætla að fara í mál' við blaðið og krefjasta skaðabóta. Fleiri hafa hótað málssókn. Manfred Höppner, fyrrum að- stoðarforstjóri austur-þýsku íþróttalyfjadeildarinnar, gaf Stern upplýsingar um lyfjanot.kun. Blaðið segist hafa öruggar heimildir, þ.á.m. lista með nöfnum og dag- setningum 20 ár aftur í tímann en Kristin Otto er í hópi fjölmargra austur-þýskra íþróttamanna sem sagðir eru hafa tekið inn stera. ekkert slíkt var að fínna í greininni. Willi Daume, forseti þýsku ólympíunefndarinnar, hefur lofað rannsókn og segir að hið sanna verði að koma fram. „Þetta eru al- varlegar ásakanir og við verðum að komast til botns í málinu áður en við veljum keppendur fyrir Ólympíuleikana í Barcelona 1992.“ Ársþing KSÍ Arsþing Knattspyrriusambands íslands fer fram á Hótel Loft- leiðum um helgina og verður sett kl. 17 í dag. Fyrir þinginu liggja liðlega 30 tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum. Mesta athygli vekur tillaga um félagaskipti, leikmanna- samninga og og afnám áhugamanna- reglna og eins tillaga um breytingar á bikarkeppni KSI. Á þinginu verða tvær ráðstefnur á morgun; sú fyrri -um unglingaknatt- §pyrnu, sem hefst kl. 10, og hin, sem byrjar kl. 14, um mótafyrirkomulag. Annað kvöld verður sameiginlegur kvöldverður á Hótel Sögu, sem er opinn öllum félögum, þó þeir séu ekki þingfulltrúar, en miðar verða seldir á þinginu. Þingslit verða á sunnudag. Um helgina verður sett á sér- stakt sundmót fyrir Ragnheiði Runólfsdóttur í 50 m laug í Ala- bama í Bandaríkjunum og er verið að reyna að fá keppendur frá níu háskólum til að taka þátt. Ástæðan er sú að þetta er eini möguleiki hennar til að ná lágmarkinu í 100 m eða 200 m bringusundi fyrir HM, serh verður í Ástralíu í janúar. Ragnheiður ætlaði að taka þátt í Opna bandaríska meistaramótinu í Indianapolis, sem hefst í dag, en þjálfari hennar vildi ekki sleppa henni vegna stigamóts háskóla, sem bytjaði í gær og lýkur á morgun. „Þetta er betra en ekkert, en samt ekki nógu gott,“ sagði Ragn- heiður aðspurð um málið í gær. „Ég keppi í fimm einstaklingsgreinum og þremur boðsundsgreinum á stigamótinu og verð því ekki eins vel upplögð og ég hefði kosið.“ Ragnheiður er eini íslenski sund- Ragnheiður Runólfsdóttir ætlar að reyna að ná lágmörkunum um helgina. maðurinn, sem á möguleika á að ná lágmarkinu fyrir HM. Hún hefur ekki fengið tækifæri að undanförnu til að keppa í 50 m laug, en háskóla- Morgunblaðið/KGA Ólafur Eiriksson var útnefndur íþróttamaður ársins 1990 úr röðum fatlaðra íþróttamanna og er hér með bikarinn, sem fylgir vegsemdinni. SUND / BANDARIKIN OLYMPIUNEFND IÞROTTAMAÐUR FATLAÐRA LYFJANOTKUN A-Þjóðverjar mótmæla ásökunum Stern: Ólafur Eiríks- sonút- nefndur Olafur Eiríksson, sundmaður, var í gær útnefndur íþrótta- maður ársins 1990 úr röðum fatl- aðra íþróttamanna. Ólafur kom, sá og sigraði á heimsleikum fatiaðra í Hollandi í sumar, en þar hlaut hann gullverð- laun í þremur greinum, 200 m, 400 m og 800 m skriðsundi, og setti heimsmet í öllum í sínum flokki. Á nýárssundmóti ÍF vann hann besta afrek mótsins samkvæmt stiga- og forgjafaútreikningi og hlaut „Sjó- mannabikarinn“. Ólafur er 17 ára, fæddur 29. september 1973, og hóf að æfa sund fyrir sex árum. ENGLAND United gegn Southampton Manchester United, sem slegið hefur út Liverpool og Arsenal, mætir Southampton á útivelli í 8-liða úrslitum ensku bikarbikarkeppninnar í knatt- spyrnu. Dregið var í gær og Chelsea mætir Tottenham, Leeds tekur á móti Aston Villa og Co- ventry mætir Sheffield United eða Derby. Leikið verður 14. janúar. Engar sannanir um lyfjanotkun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.