Morgunblaðið - 30.11.1990, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 30.11.1990, Blaðsíða 59
59 MORGU.NBIAÐIÐ ÍÞRÓTTIR TOSTÚDAGUE 30. NÓVEMBER 19Ö0 ' KNATTSPYRNÁ / KSI Hagnaður ársins 21 milljón HAGNAÐUR á rekstri Knatt- spyrnusambands íslands á síðasta starfsári var um 21 milljón samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, vildi ekki staðfesta töluna í gær, en sagði að reksturinn hefði gengið mjög vel. Reikn- ingar sambandsins verða lagðir fram á ársþinginu, sem • hefst á Hótel Loftleiðum klukkan 17 í dag og lýkur á sunnudag. Eggert sagði að áhersla hefði verið lögð á að bæta fjárhag- inn og það hefði verið gert með ýmsu móti. Við lögðum áherslu á að breyta andliti skrifstofunnar og okkur hefur tekist að gera hana að sterku afli fyrir hreyfínguna, sem þjónar henrii mjög vel. Við réðum Stefán Konráðsson sem fram- kvæmdastjóra og hann ásamt starfsfólki sínu hefur haldið mjög vel á málum. Við höfðum þá stefnu að vera markvissir í markaðssölu meðal annars með því að gera samstarfs- samninga við nokkur stór og sterk fyrirtæki. Þar lögðum við áherslu á að samstarfið væri gagnkvæmt og skilaði sér ekki síður til við- komandi fyrirtækja. Þetta hefur tekist enda vilja fyrirtæki stai-fa með sambandi, sem er vel rekið. Það er beggja hagur. Við vorum lánsamir með mót- herja í Evrópukeppni landsliða, sem gerði okkur mögulegt að gera sjónvarps- og auglýsinga- samninga, sem mörkuðu þátta- skil,. ekki aðeins hjá KSÍ heldur hjá íslenskri íþróttahreyfingu. Þá er jafnframt ijóst að við höfum haft mikið aðhald í öllum rekstri eins og áður var og við höfum fylgst .vel með að staðið væri við alla samninga." Rekstur KSÍ eins og annan-a sérsambanda ÍSÍ hefur gengið í bylgjum og sagði Eggert að nauð- synlegt væri að byggja upp sterk- an varasjóð til að geta mætt áföll- um. „Fyrir tveimur árum var verulegt tap á rekstrinum og árið eftir þurfti mikið þrekvirki til að vinna það upp. Það kostaði niður- skurð á ýmsum sviðum, en með varasjóði eigum við að geta varist baksveiflum.“ Að sögn formannsins verður haldið áfram á sömu braut á næsta starfsári. „Við stefnum hátt og vinnum að framgangi allra máia með áherslu á aðgæslu í útgjöldum. Ef aðhald er ekki fyrir hendi verður æ erfíðara að skera niður.“ Eggert Magnússon ÍÞRjfrmR FOLX ■ ÞÓRÐUR Guðjónsson, semlék 16 deildarleiki með KA á íslands- mótinu í knattspymu í sumar, hefur skipt yfír í ÍA, en þar hefur Guð- jón, faðir hans, tekið við stjórninni. H RUUD Gullit og Frank Rijka- ard skoruðu fyrir Evrópumeistara AC Milan í 2:0 sigri gegn Evrópu- bikarmeisturum Sampdoria í gærkvöldi. AC Milan sigraði þar með í meistarakeppninni, en liðin gerðu 1:1 jafntefli í fyrri leiknum. AC Milan sigraði Barcelona í sömu keppni í fyrra. H PELE lék í 17 ár með Santos í Brasilíu og nú hefur Edinho, sonur hans, sem er 20 ára, fetað í fótspor föður síns. Edinho, sem er markvörður, gerir samning við fé- lagið í dag, en aðalmarkvörður þess er landsliðsmarkvörðurinn Sergio. H READING á í miklum fjárhags- erfiðleikum eins og fleiri ensk knattspyrnufélög og í fyrradag ákvað stjóm félagsins að setja alla leikmenn liðsins á sölulista. 3. deildar lið Bury lék sama leik í gær, eri félagið skuldar um 50 millj- ónir ÍSK. H MICK MiIIs tók í gær við þjálf- arastarfi hjá Coventry og verður undir stjórn félaga síns, Terry Butchers en þetta hafði legið í loft- inu eins og greint hefur verið frá. Félagamir léku saman hjá Ipswich. Frá Bob Hennessy i Englandi H WILLIE Miller, sem er 35 ára og á 65 landsleiki að baki fyrir Skotland, hefur lagt skóna á hill- una vegna hnémeiðsla. Aberdeen leikur fjáröflunarleik fyrir hann á þriðjudag gegn „heimsliðinu“. H EYJÓLFUR Sverrisson verður í byijunarliðinu hjá Stuttgart um næstu helgi ef marka má þýska blaðið Bild. Þar er einnig að finna !■■■■■■ viðtal við Cristoph FráJóni Daum, þjálfara liðs- H. Garöarssyni ins, sem segist vera iÞýskalandi mjög ánægður með Eyjólf. „Við þurf- um leikmenn eins og hann sem kunna að beijast. Hann fer í boltann hvar sem er og það er mikilvægt fyrir liðið,“ sagði Daum. Stuttgart mætir 2. deildar- liðinu Preusen Miinster um næstu helgi í bikarkeppninni. Matthias Sammer leikur ekki með Stuttgart vegna meiðsla og er búist við að Gaudino taki sæti hans. ÚRSLIT Blak 1. deild karla: HK—Þróttur R......0:3 (5:15 13:15 6:16) ■ Einn leikur er í kvöld I 1. deild karla. Völsungur og Víkingur leika á Húsavík kl. 20. KORFUBOLTI / URVALSDEILDIN Morgunblaöið/Einar Falur Astþór Ingason átti góðan leik í gær og hér er hann kominn framhjá Birni Steffensen. KR - Njarðvík 86:90 Laugardalshöllin, úrvalsdeildin í körfuknattleik, ömmtudaginn 29. nóvember 1990. Gangur leiksins: 6:4, 23:16, 25:25, 35:31, 39:43, 48:49, 53:51, 63:53, 66:57, 70:71, 73:83, 78:86, 81:88, 84:88, 84:90, 86:90. Stig KR: Jonathan Bow 19, Matthías Einarsson 17, Páll Kolbeinsson 15, Lárus Ámason 12, Björn Steffensen 10, Axel Nikulásson 9 og Hörður Gauti Gunnarsson 4. Stig Njarðvíkur: Rondey Robinson 34, Teitur Örlygsson 26, Ástþór Ingason 14, Kristinn. Einarsson 6, Hreiðar Hreiðarsson 6 og Friðrik Ragnarsson 2 og ísak Tómasson 2. Dómarar: Kristinn Albertsson og Leifur Garðareson. Höfðu ekki nógu góð tök á leiknum. Áhorfendur: Um 250. Sterk staða Njarðvíkinga Njarðvíkingar styrktu stöðu sína á toppi A-riðils úrvalsdeildarinnar er þeir sigruðu KR-inga í undarlegum en skemmtilegum leik í Laugardals- höllinni. Miðað við að þarna áttust við tvö af bestu liðuni deildarinnar var ótrúlegt að sjá hve margar sendingar fóru forgörðum og á köflum engu líkara en að menn væru að sjá körfubolta i fyrsta sinn. KR hafði Logi lengi vel undirtökin en góður baráttukafli Njarðvíkinga í síðari Bergmann hálfleik lagði grunninn að sigri þeirra. Eiösson „Þetta var barningur, eins og við var að búast í svona leik,“ skritar sagði Friðrik Rúnarsson. „Við höfum staðið okkur vel í síðustu leikjum, einkum ef tekið er mið af því að við byrjuðum rúmum mánuði á eft- ir öðrum liðum. En það er mikið eftir og deildin er gífurlega erfíð.“ Rondey Robinson átti mjög góðan leik með Njarðvíkingum. Hann var sterkur undir körfunni og hitti vel, þrátt fyrir að fá lítin frið. En maðurinn á bakvið sigur Njarðvíkinga var þó Teitur Órlygsson. Hann barðist af miklum krafti allan leikinn og vann vel í vörn og sókn. Ástþór átti einnig góðan leik og greinilegt er að liðið hefur tekið miklum framförum síðustu vikumar. Páll Kolbeinsson lenti í villuvandræðum og án hans er lið KR vart svipur hjá sjón. Jonathan Bow fór útaf með fímm villur þegar sex mínútur voru eftir og þá var leikurinn nánast tapaður. Matthías Einarsson átti góða spretti. Fjöldi Njarðvíkinga var í Höllinni og hvöttu þeir sína menn duglega en þeir fáu KR-ingar sem sáu sér fært að mæta eyddu mestri orku í fúkyrði í garð dómara. Það hefuf aldrei unnið leik. Alfreð Gislason HANDBOLTI „Fer ekki til Dankersen“ -segir Alfreð Gíslason Þýska liðið Dankersen, sem leik- ur í 2. deild, vantar skyttu vinstra megin og hefur haft auga- stað á Alfreð Gíslasyni eins og greint hefur verið frá. Félagð hefur hins vegar ekki talað við Alfreð og hann hefurekki áhuga á að skipta. „Ég hef ekkert heyrt frá félaginu og þó það hefði samband væri það tilgangslaust,“ sagði Alfreð. „Ég er samningsbundinn hér hjá Bid- asoa út keppnistímabilið og nenni hreinlega ekki að hugsa um að fara neitt,“ bætti hann við. KNATTSPYRNA / FRAKKLAND „Fœ launin greidd“ - segirArnór Guðjohnsen vegna fjárhagserfiðleika Bordeaux ÚRVALSDEILDIN A-RIÐILL Fj.leikja u 1 T Mörk Stig NJARÐVÍK 12 9 0 3 089: 944 18 KR 13 8 0 5 056: 020 16 HAUKAR 12 6 O 6 994: 003 12 SNÆFELL 12 2 0 10 902: 061 4 ÍR 12 1 0 11 903: 127 2 B-RIÐILL Fj.leikja U 1 T Mörk Stig TINDASTÓLL 12 ÍBK 12 GRINDAVÍK 13 ÞÓR 12 VALUR 12 10 0 2 194:070 20 9 0 3 172:072 18 9 0 4 132:074 18 4 0 8 127: 108 8 3 0 9 977:067 6 Franska knattspyrnuliðið Bordeaux á við mikla fjár- hagserfiðleika að stríða, en þeir hafa ekki komið niður á Arnóri Guðjohnsen, leikmanni. „Eg fæ launin greidd á réttum tíma og það hefur ekki verið vandamál,“ sagði Arnór við Morg- unblaðið. „Félagið er stórskuld- ugt, en það hefur ekki bitnað á mér ogég veit ekki annað en leik- mennirnir fái almennt greitt það sem þeim ber.“ Arnór sagði sennilegt að borgin tæki skuldir félagsins á sig og síðan yrði stokkað upp í stjórn- inni. „Þetta hefur verið öflugt félag í gegnum árin og ég trúi ekki öðru en að því verði bjargað frá gjaldþroti og það fljótt. Félag- ið hefur verið í fréttum undan- farnar vikur vegna þessara erfið- leika og það hefur haft áhrif á leikmenn og gengi liðsins.“ Arnór tognaði í síðasta leik og taldi ólíklegt að hann yrði með gegn Auxerre um helgina. Hann var ekki löglegur í fyrrakvöld, þegar liðið tapaði 5:0 gegn AS Roma í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða, en hefði mátt leika í næstu um- ferð — sem er of seint.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.