Morgunblaðið - 01.12.1990, Side 1

Morgunblaðið - 01.12.1990, Side 1
80 SIÐUR B/LESBOK 274. tbl. 78. árg. LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Gorbatsjov af- lýsir Moldovuför Rússneska þingið samþykkir einka- væðingu i landbúnaði í megin atriðum Moskvu.^ Reuter. MIKHAIL Gorbatsjov leiðtogi sovéska kommúnistaflokksins hætti í gær við fyrirhugaða för sína til sovétlýðveldisins Moldovu þar sem þingmenn úr röðum tyrknesku og rússnesku minnihlutanna höfðu hótað að ganga út er hann ávarpaði þing lýðveldisins, að því er Mircea Snegur forseti Moldovu skýrði frá í gær. Gorbatsjov hefur tekið afstöðu með leiðtogum Moldovu í tilraunum þeirra til þess að koma í veg fyrir stofnun sérstakra lýðvelda tyrkn- esku og rússnesku minnihlutana, sem viljað hafa slíta sambandi við yfirvöld í Kíshínjov, höfuðborg Moldovu. Þar í borg finnst leiðtog- um hann þó ekki hafa gengið nógu vel fram og var talið að hann hyggðist bæta stöðu sína gagnvart yfirvöldum lýðveldisins með heim- sókn sinni. Ennfremur hefur Gor- batsjov legið undir ámælum, sérs- taklega á þingi Rússlands, fyrir að leggjast fremur í utanlandsferðir en sinna hinu alvarlega ástandi heima fyrir og er talið að ákvörðun hans um að hætta við ferðina verði síst til að draga úr gagnrýni á hann. Á miðvikudag hætti hann við ferð til Óslóar til þess að taka við friðarverðlaunum Nóbels og sagði þá að ástandið í Sovétríkjun- um krefðist stöðugrar nærveru hans heima fyrir. í gær samþykkti rússneska þing- ið í megin atriðum að lögleiða Norðmenn senda mat Ósló. Reuter. NORSKA stjórnin hefur ákveðið að senda Sovétmönnum matvæli fyrir um 10 milljónir norskra króna, jafnvirði 95 milljóna ÍSK, vegna matarskorts í Sovétríkjun- um. Björn Blokhus talsmaður ut- anríkisráðuneytisins í Ósló sagði að ekki hefði verið ákveðið hvers kon- ar matvæli yrðu send til Sovétríkj- anna þar sem sovésk yfirvöld hefðu ekki svarað fyrirspurnum Norð- manna um hvað þeir helst vildu fá. sjálfseignarstefnu í landbúnaði og kann sú ákvörðun að eiga eftir að leiða til átaka við Gorbatsjov. Hann sagðist í útvarpsviðtali á fimmtu- dag ekki geta samþykkt að bændur ættu þess kost að eignast jarðirnar en samþykkt rússneska þingsins mun hafa það í för með sér. Talið var að íhaldssamir þingmenn myndu gera allt til þess að knýja fram breytingar er myndu þrengja möguleika bænda til að kaupa og selja jarðir áður en frumvarpið kæmi til lokaafgreiðslu. Sjá „Jazov viðurkennir að sov- éski herinn eigi í miklum vanda“ á bls 28. Reuter A ÉG FYRIR ÞEIM! spyr sovéskur námsmaður sig og kafar í vasann til þess að athuga hvort hann eigi fyrir fáeinum eplum sem honum stóðu til boða í annars tómri ríkisverslun í Moskvu í gær. Sovéska öryggislögreglan KGB hefur sett á fót sérstakar sveitir til þess að verja matvælabirgðastöðvar í Sov- étríkjunum. Mun tilgangur þeirra að koma í veg fyrir skemmdarverk og hafa eftirlit með dreifingu matvæla, þ.m.t. matvælum sem berast sem hjálpargögn frá útlöndum. Nýjar tilraunir hefjast til að finna friðsamlega lausn Kúvæt-deilunnar: Bush vill gera lokatUraun með viðræðum við Iraka Washington. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti bauðst í gær til þess að teygja sig enn lengra en áður til þess að finna friðsamlega lausn á stríðsástand- inu við Persaflóa en í fyrradag heimilaði Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna að hervaldi yrði beitt eftir 15. janúar nk. til þess að binda endi á innrás Iraka í Kúvæt hefði Saddam Hussein forseti ekki kvatt heri sína heim áður. Bush bauð írökum að senda Tareq Aziz utanríkisráðherra á sinn fund um miðjan mánuðinn og sagðist reiðubúinn að senda James Baker utanríkisráðherra til viðræðna við Saddam í Bagdad. Ekki til þess að bjóða honum upp á tilslakanir heldur til þess að gera honum grein fýrir kostunum sem írakar stæðu frammi fyrir; heimkvaðningu innrásarhers- ins frá Kúvæt eða stríði. í gær höfðu engin viðbrögð borist frá Bagdad við tilboði Bush. Hingað til hafa Bandaríkjamenn þvertekið fyrir að ræða við íraka og því þykir tilboð Bush markverð- ara. Bush lagði ríka áherslu á að til- boðið jafngilti ekki því að möguleik- ar á hernaðarátökum hefðu minnk- að. Hét hann því að það yrði stutt og árangursríkt stríð ef hann' yrði að velja þann kost til að endur- heimta Kúvæt úr klóm íraka. Og til þess að styrkja hinar fjölþjóðlegu sveitir sem nú eru á Persaflóasvæð- inu hafa Bandaríkjamenn ákveðið að senda 300 herflugvélar til viðbót- ar þeim 1.200 sem þar eru fyrir, að sögn heimilda í bandaríska varnar- málaráðuneytinu. Að fenginni heimilcTÖryggisráðs- ins um að beita hervaldi gegn írak sögðu vestrænir stjórnarerindrekar í gær að á næstu vikum yrði allt gert til þess að freista friðsamlegrar lausnar deilunnar um Kúvæt. Sovétmenn eru reiðubúnir að grípa til „vægðarlausustu" aðgerða sem völ er á hindri írakar sovéska þegna í því að yfirgefa írak, að því er háttsettur sovéskur stjórnarfull- trúi sagði í gær. Baker sagði að settur hefði verið lokafrestur og engin mínúta yrði látin ónotuð til þess að finna pólitíska lausn. Varsjárbandalagið áformaði valdbeitingu gegn Samstöðu erPrag. Reut- UM 45.000 tékkneskir hermenn voru reiðubúnir að ráðast inn í Pólland árið 1981 ásamt hermönnum nokkurra annarra kommún- istaríkja til að aðstoða þarlend stjórnvöld við brjóta á bak aftur andóf Samstöðu, að sögn Forums, vikurits Borgaravettvangs, á fimmtudag. Er Wojciech Jaruzelski hershöfðingi setti herlög 13. desember sannfærðist Leoníd Brezhnev Sovétleiðtogi loks um að kommúnistar hefðu tök á ástandinu og var því hætt við aðgerðina. Að sögn ritsins var skriðdreka- hersveit og fótgönguliðshersveit, búin brynvögnum, skipað að vera í viðbragðsstöðu og byrjað að flytja liðið í átt til pólsku landa- mæranna 6. desember. Hermönn- unum var sagt að um æfingu væri að ræða. Meginhluti innrás- arliðsins átti að vera frá Sovétríkj- unum en auk tékkneska herliðsins átti einnig að senda fáeina her- menn frá Austur-Þýskalandi á vettvang. Forum segir að yfirmönnum tékkneska hersins hafi verið skýrt frá því í lok nóvember aðÝólverj- ar þyrftu á alþjóðlegri aðstoð að halda vegna þess að Samstaða ógnaði sósíalismanum. Núverandi stjórnvöld í Tékkó- slóvakíu hafa enn ekki tjáð sig um frásögn ritsins. Skoðanakannanir í Þýskalandi: Kohl signrstranglegiir Bonn. Reuter. KRISTILEGIR demókratar (CDU), flokkur Helmuts Kohls kanslara. virðist nær öruggur um sigur í þýsku kosningunum á morgun. Skoð- anakannanir Allensbach-stofnunarinnar benda til að CDU og systur- flokkurinn í Bæjaralandi, Kristilega sósíalsambandið (CSU), hljóti samanlagt 42,4% atkvæða en aðalandstæðingurinn, flokkur jafnaðar- manna undir forystu Oskars Lafontaine, hljóti aðeins 33,5%. Samstarfsflokkur Kohls í ríkis- stjórn, Frjálsir demókratar (FDP), sem Hans-Dietrich Genscher ut- anríkisráðherra stýrir, fær 10,7% í könnuninni og þykir ljóst að hann hafi styrkt mjög stöðu sína. Efna- hagur landsins stendur með blóma og stjórnarflokkarnir njóta þess að hafa haft forystu fyrir sameiningu þjóðarinnar í eitt ríki, tæpu ári eft- ir að Berlínarmúrinn féll. Kohl hef- ur baðað sig í ljóma velfarnaðar að undanförnu, m.a. á leiðtogafundi Ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu í París fyrir skemmstu. Ekki skaðar það álit stjórnarflokk- anna að tekist hefur að fá Saddam Hus,sein íraksforseta til að sleppa öllum þýskum gíslum. Sósíalistum, arftökum gamla a-þýska kommúnistaflokksins, er spáð um tvö prósent fylgi á lands- vísu en sé miðað við austurhéruðin ein er hlutfall þeirra í könnunum um 10%. Sjá „Kanslari sameiningarinn- ar ...“ á bls. 28 og „Hvað segir Þýskaland?" á bls. 18-19.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.