Morgunblaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNbLáÐIÓ LAUGÁRDÁGUR 1. DESEMBER 1990 Við þjóðveginn Bókmenntir Erlendur Jónsson Hallgrímur Helgason: HELLA. 154 bls. Mál og menning. Reykjavík, 1990. Þjónustustúlkan í söluskálanum við veginn - og þá ekki síður flutn- ingabílstjórinn, töffarinn sá - eru manngerðir sem amerískir höfund- ar hafa löngum gert að söguhetj- um. Nægir í því sambandi að minna á The Wayward Bus eftir Steinbeck. Fáir íslenskir höfundar hafa hins vegar tekið fyrir þess háttar efni. Með hliðsjón af því má segja að höfundur bókar þess- arar bryddi hér upp á nýjung. »Hún er fjórtán og afgreiðir í Söluskálanum þar sem inn streyma af þjóðveginum þýskir túristar, fjölskyldur úr Reykjavík, þéttvaxnir flutningabílstjórar, töf- Armstrong , JM' * NIÐURHENGD LOFT CMC kefíi tyrlr niðurhengd lott, v ur galvaniseruftum málml og eldþollft. CMC karll er auðvett i uppsetningu og mjög sterkt. CMC kerfi er fest meft stíllanlegum upphengjum sem þola allt aft 50 kg þunga. CMC kerfi iMt i mörgum gerftum basfti sýnilegt og falift og verftift er Ótrúlega lágt. CMC kerfi er serstaklegá hannad Hringift eftir fyrir loftplotur frá Armstrong frekari upplýsingum. Þ. ÞQRGRIMSSON & CO Ármúla 29 - Reykavík - sími 38640 farar á fylleríi - og Biggi,« segir í kápuauglýsingu. I sömu auglýs- ingu segir einnig að Hella sé »nýst- árleg skáldsaga um ísland.« Um ísland? Minna má það ekki heita! Því fer auðvitað fjarri að hér sé á ferð alhliða þjóðlífslýsing - ef átt er við það. I raun þvert á móti. Saga þessi gefur aðeins takmarkaða hugmynd um íslenskt þjóðlíf; lýsir mestmegnis því sem blasir við augum unglingsstúlku í söluskála; og þá fyrst og fremst vinnustað hennar, en einnig félög- um og skemmtanalífi; og svo auð- vitað heimili; sem sagt því sem unglingur á hennar reki kynnist nú á dögum, heima og heiman. Höfundur sýnist hafa metnað ærinn. Kannski ætlar hann sér um of. Ekki er hann þó að slá um sig með neinni lífsfílósófíu, því síður með breiðri skáldsögu að hætti gömlu meistaranna. Spakvitring leikur hann ekki heldur og er það lofsvert út af fyrir sig. Það er í sjálfum textanum, stílnum, sem hann lætur að sér kveða. Mikið er í hann lagt, í raun óþarflega mik- ið. Þangað hefur höfundur beint hugvlíi sína. StunfJœn tekst ye!j stundum miður. Höfundur er svo mikill líkingasmiður að hann verð- ur að skreyta jafnvel hversdagsle- gustu málsgrein með samlíkingu: »Bílstjóramir fyllast af kaffí eins og díselvélar af olíu og hverfa á braut.« Stöku sinnum verður mað- ur að staldra við til að átta sig eins og þegar kallað er »sendinni röddu«. Vilji maður vera yfirmáta já- kvæður og þar að auki háfleygur má svo sem kalla þetta: að bijóta upp merkingu orðanna, reyna á GULLFJOÐRIN Bókmenntir Hallgrímur Helgason þanþol málsins; og þar fram eftir götunum. En þetta getur líka reynt á þolinmæði lesandans. Svo kann að fara að maður gleymi söguhetjunni en taki þess í stað að rýna í textann sem meginat- riði, markmið í sjálfu sér. Vil ég hvergi þræta fyrir að stílflækjurn- ar hafi stundum farið fyrir bijóst- ið á undirrituðum. Svona framan af að minnsta kosti. En hvað er bað sem ekki venst? Að lokum skyldí ég nokkurn veginn sáttur við höfund og verk. Fyrir kemur líka að höfundi tekst betur upp í myndmálinu, það skal fúslega við- urkennt. Ennfremur greiðist úr frásögninni þegar á líður, svipmót sögupersónanna kemur betur í Ijós undir lokin. Eins og Laxness á árum áður kunngerir höfundur hvar sagan var í letur færð: Siena, New York, Þingeyri, Akureyri, París. Þá veit maður það; hann er sem sé bæði lífsreyndur og forframaður. Sigurður Haukur Guðjónsson Höfundur mynda og texta: Áslaug Jónsdóttir. Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Útgefandi: Mal og menning. Lögmál kólfs klukkunnar, að sveiflast fram og aftur, virðist æði víða eiga hliðstæður. Tökum bók- menntir barna sem dæmi. Það eru ekki mörg ár síðan að fólk með bréf uppá vasann um að það skilji betur en við öll hin, reyndar út í hörgul, hvað barni er hollt að lesa flokkaði ævintýrið sem lægsta stig ritverka. Barni væri óhollt að lifa í draumheimi, það skyldi leitt út á athafnavöll okkar hinna fullorðnu, og því hærra voru bumbur barðar til lofts, af hinum „lærðu“, því aug- ljósar sem strandstöðum mennsk- unnar var lýst. Örbirgð, einstæð- ingsskap, öryggisleysi skyldi bókin boða, ef hún átti að teljast góð. Annað allt var flokkað sem bull, eyðsla á pappír, blekking. Ekki ætla ég að leggja dóm á, hve mörg ungmenni þessi heimska fyllti hrssðslu yið lífið. rændi áttum. Yfir hinu vil ég gleðjast, að gömul gildi, úr reynslusjóði kynslóðanna, eru fleiri og fleiri hafin á stall á ný. Líka ævintýrin, ævintýr í líkingu við þau sem hér fyrrum voru sögð barni á hné eða við rúmstökk. List- in var að þau veittu skemmtan, kölluðu á lestur aftur og aftur, stigu fram í einfaldleik sínum með nýjan og nýjan boðskap, eftir því sem þroski færðist yfir barnið. Að ungum höfundi takist slíkt er fátítt, en svo hefir þó tiltekizt í þessari fyrstu bók Áslaugar Jóns- OPIÐ VIRKA DAGA KL. 10.00 - 18.00 OG LAUGARDAGA 10.00 -17.00 Sérstakt tækifæri fyrir þá sem hafa gaman af að „prútta“. Á þriðja tug ágætra bíla af ýmsum gerðum á skyndimarkaði. TÖLVUVÆDD AFGREiÐSLA OPIÐ FRÁ KL. 10 • 17 í DAG REYNDIR SÖLUMENN - HJÁ OKKUR GANGA KAUPIN HRATT FYRIR SIG ATH! Inngangur frá Laugavegi mm bíiah LAUGAVEGI 174 — SÍMI 695660 AáTH! Þriggja ára ábyrgðar- skirteini (yrlr Mitsubishl bifreiöir glldir frá fyrsta skráningardegi Ii|!alll|!8|ii|lil :l|al:lM :ll :■ Áslaug Jónsdóttir dóttur. Hér er höfundur sem kann til verka, ann barni og skilur það. Lítill fugl finnur í morgunljóman- um gullna fjöður. Slíka gersemi hafði hann aldrei séð fyrr, flýgur í leit þess er hana bar, því slíkum fugli vildi hann kynnast, færa hon- um fjöðrina aftur. Hann heldur til fundar við sér fróðari fugla. Allir dást að gerseminni, sem hann ber í goggi, en enginn hafði gullfuglinn hitt eða heyrt hans getið. Litli fugl- inn gefst þó ekki upp, þenur vængi daginn Iangan, og í kvöláh'unlinu uppsker hann laun erfiðis síns, hitt- ir þann er hann leitaði og kemur fjöðrinni fyrir í væng hans. Ævintýrið segir Áslaug bæði með myndum og orðum. Myndirn- ar, sem hún vann með vatnslitum og klippimyndatækni, eru mjög vel gerðar, bráðskemmtilegar, þrungn- ar lífi listarinnar. Að mínu mati taka þær orðum bókarinnar langt fram, og geri ég þó ekki lítið úr þeim. Snjöll er sú uppsetning að hafa orð og myndir aðskilið, því að það er rétt hjá höfundi, að bæði tjáning- arformin geta staðið óstudd, en líka hitt, að þessi háttur þjálfar barn í lestri myndmáls, lokkar til notkunar eigin orða. Bráðsnjall og til eftir- breytni. Höfundur lætur lesanda eftir að skýra, hvað fyrir honum vakir, sönn ævintýri taka á sig ólíkar myndir, fer eftir hver les. Eg brosti líka er ég sá, að útgefandi og ég lásum tvennt úr sögunni um gullnu íjöðr- ina. Það væri að ræna foreldra og barn skemmtan að gefa hér ein- hveija forskrift um skilning, al- rangt. Prentun og frágangur allur til mikils sóma. Bráðfalleg, eiguleg bók, höfundi og útgefanda til sóma. Kærar þakkir. Hrossarækt: Samkomulag gert um út- gáfu upp- runavottorða SAMKOMULAG hefur tekist milli Félags hrossabænda og Búnaðarfélags íslands um hvem- ig staðið verður að útgáfu uppr- unavottorða, en í september sagði BI einhliða upp samningi frá 1988 um að Félag hrossa- bænda sæi um útgáfuna. Að sögn Jónasar Jónssonar, bún- aðarmálastjóra, mun starfsmaður Félags hrossabænda vinna áfram að því að undirbúa útgáfu uppruna- vottorða, og mun hann hafa aðsetur í Bændahöllinnni frá og með næstu áramótum. Frá og með 1. maí næst- komandi verður síðan skipt um starfsmann og tekur Búnaðarfélag- ið þá við því að stimpla vottorðin og gefa þau út. Þú svalar lestraipörf dagsins ásjöum Moggans!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.