Morgunblaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 28
„MOlffiUNBbADin LA;UG^VA,G,VH |, HKSKMBKiy 1,990 *£8 Á fjöldafundi í Stuttgart: Kanslari sameiningarinnar lætur ekki kulda stytta kosningaræðuna Stuttgart. Frá Birni Bjarnasyrii blaðamanni Morgunblaðsins. „HELMUT! Helmut!“ hrópuðu fundargestir þegar Helmut Kohl, kanslari Þýskalands og formaður kristilegra demókrata (CDU), birt- ist mannfjöldanum sem hafði komið saman í vetrarkuldanum á aðalt- orginu í miðborg Stuttgart síðdegis á fimmtudag. Kanslarinn lét kuldann ekki hindra sig í að flytja um 45 mínútna ræðu blaðalaust á fundinum. Undir lok hans kom fram, að þar hefðu 10.000 staðið og hlustað. Raunar hlbstuðu ekki allir því að ungir jafnaðarmenn höfðu tekið sér stöðu á torginu og hrópað allan tímann í von um að geta truflað fúndinn. Hátalarar voru hins vegar svo hátt stilltir að ræðumaðurinn yfirgnæfði hrópin. Kohl hóf mál sitt með því að vekja athygli fundar- manna á mótmælendunum. Það væri engu líkara en þeir hefðu ekki Þingmannasamband NATO; Breytingum á Atlantshafssátt- málanum hafnað Lundúnum. Reuter. ÞINGMANNASAMBAND Atlantshafsbandalagsins (NATO) hefur hafnað tillögu um að gerðar verði grundvallarbreytingar á varnar- stefnu bandalagsins þannig að leyfilegt verði að beita herafla aðild- arríkjanna utan sameiginlegs varnarsvæðis þeirra. Embættismenn sem sátu fund þingmannasamtakanna í Lundúnum skýrðu frá þessu í gær. enn áttað sig á því að marxisma og kommúnisma hefði verið kastað fyrir róða með hruni Þýska alþýðu- lýðveldisins og glæpastjórnarinnar þar. Þýskir stjórnmálamenn eru þekktir fyrir að flytja langar og innblásnar ræður á kosningafund- um. Kohl er ekki eins áhrifamikill ræðumaður og Theo Waigel, form- aður kristilegra sósíalista (CSU) í Bæjaralandi, en ræðuefni þeirra var í raun það sama. Gleði yfir að Þýskaland hefði sameinast og nú hefði þýska þjóðin einstakt tæki- færi. Kohl sagðist hafa getað gefið einstaka yfirlýsingu sem þýskur kanslari þegar hann sagði í sam- bandsþinginu fyrir skömmu: Þýska- land á enga óvini. Með friði ætluðu Þjóðverjar að vinna að endursam- einingu lands síns. Kohl talar landsföðurlega og leggur ríka áherslu á að stjórn Þýskalands og Þjóðveijar beri mikla ábyrgð út á við. Takist hafi að ná því markmiði sem mælt sé fyrir í stjómarskránni að sameina Þýska- land og nú verði að standa við ann- að ákvæði í inngangi hennar, að stuðla að frekari samruna Evrópu. Þegar hlustað er á ræðu Kohls er engu líkara en forlögin hafi lagt honum rök og sögulegar tilvísanir í hendur. Þróun mála í Þýskalandi, sameining landsins á þeim tíma, þegar efnahagur þess er með mikl- um blóma og málflutningur and- stæðinganna í Jafnaðarmanna- flokknum (SPD) falla saman með þeim hætti, að það er ákaflega auðvelt fyrir Kohl að skýra stefnu sína og hvetja fólk til að kjósa sig. Hlustandinn hlýtur að að sannfær- ast um að hann sé staddur á sögu- legu augnabliki í ævi þjóðar sinnar og á honum hvíli sú skylda að leggja sitt af mörkum. Ræðu sinni lýkur Kohl með því að segja, að hann sjái enga þörf fyrir skattahækkanir vegna sameiningarinnar. Hann seg- ir hins vegar, að til þess að unnt sé að standa þannig að málum í austurhluta landsins, að árangur sjáist á þremur til fjórum árum, þurfi hann á hjálp kjósendanna að halda. Til þess að biðja um hana sé hann kominn til fundarins. Eftir að kanslarinn hefur lokið ræðu sinni og hann verið hylltur af heimamanni hljómar þjóðsöngur- inn í hátalarakerfinu og allir fund- armenn syngja með hljómsveitinni. Öryggisráðstafanir voru tölu- Helmut Kohl Reuter verðar. Enginn fékk að fara inn á lokað svæði fyrir framan ræðupall- inn án þes að hafa mérki frá CDU og leitað væri í tösku hans. Ekki bar hins vegar mikið á lögreglu- mörinum og engu öryggisgleri hafði verið komið fyrir umhverfis ræðu- stólinn. Ungu jafnaðarmennirnir öskruðu og æptu allan tímann á meðan kanslarinn talaði. Þeir voru látnir í friði í nafni lýðræðis, þótt þeir gætu ekki heyrt fyrir eigin hávaða, hvað andstæðingurinn sagði, og gerðu ekki einu sinni til- raun til að hlusta á hann. I drögum að lokaályktun fundar- ins var lagt til að þessi breyting yrði gerð á Atlantshafssáttmálan- um frá 1949 en hann takmarkar umsvif herafla NATO við skilgreint varnarsvæði bandalagsins. Sagði í drögunum að breyta þyrfti sáttmál- anum eða túlkun hans þannig að bandalagsríkin gætu brugðist við ógnunum utan varnarsvæðisins. Hart var deilt um tillögu þessa á fundinum en svo fór að lokum að hún var felld. Voru það einkum þingmenn frá Noregi, Spáni, Tyrk- landi og Belgíu sem lögðust gegn henni. Manfred Wömer, framkvæmda- stjóri NATO, flutti ræðu á fundin- um og gerði Persaflóadeiluna að umtalsefni. Kvað hann deiluna til marks um að endurskoða þyrfti ákveðna þætti varnarstefnunnar þannig að bandalagið gæti látið til sín taka reyndist þess þörf. Lagði hann til að einstökum aðildarríkj- um, sem ættu á hættu að dragast inn í átök utan Evrópu, yrði heimil- að að nýta sér tækjakost og viðbún- að bandalagsins en lagði áherslu á að með þessu væri hann ekki leggja til að NATO-ríkin beittu sér í sam- einingu utan varnarsvæðisins. Rúmlega 200 þingmenn sá,tu fundinn í Lundúnum. Fulltrúar ís- lands voru: Guðmundur H. Garðars- son, Karl Steinar Guðnason, Salome Þorkelsdóttir, Jóhann Einvarðsson og Ingi Björn Albertsson. Mótmælaflokkur hægri- sinna á döfinni í Svíþjóð Stokkhólmi. Reuter. TVEIR menn, milljónamæring- urinn Bert Karlsson og Ian Wachtmeister, sérvitur greifi úr hópi iðnrekenda, eru að stofna nýjan stjórnmálaflokk í Svíþjóð og verður helsta baráttumálið lægri skattar. Skoðanakannanir gefa til kynna að 23% kjósenda geti hugsað sér að kjósa flokk- inn. „Þetta er viðvörun fyrir þá flókka sem fyrir eru,“ segir Birg- it Friggebo, varaformaður Þjóð- arflokksins. Þingkosningar verða í september á næsta ári. Meðal stefnumála nýja flokksins, sem skráður verður í næsta mán- uði, er að hætt verði við þróunarað- stoð við lönd þriðja heimsins og henni í staðinn beint til nýfijálsu ríkjanna í Austur-Evrópu. Einnig vilja frumkvöðlamir að ríkisfyrir- Sovétríkin: Jazov viðurkennir að sovéski herinn eigi í miklum vanda Moskvu. Daily Telegraph. DMÍTRÍ Jazov, varnarmálaráðherra Sovétríkjanna, hefur gefið frá sér yfirlýsingu sem þykir einstæð að því leyti að þar viðurkennir hann’að sovéski herinn eigi mjög undir högg að sækja. Þótt yfirlýsing Jazovs væri fyrst og fremst viðvörun til stjómmála- manna og þjóðernissinna, sem beijast fyrir sjálfstæði lýðvelda sinna, fór varnarmálaráðherrann ekki dult með þá skoðun sína að einn öfiugasti her heimsins ætti við mikinn vanda að etja. Ringul- reið og óvissa ríkti innan hersins vegna breytinganna í Sovétríkjun- um á undanförnum misserum. Stöðugt væri grafið undan virð- ingu hans og völdum. Margir háttsettir herforingjar kvarta nú mjög yfír því að aga- leysi í þjóðfélaginu grafí undan hemum, auk þess sem tugþúsund- ir ungra manna sniðgangi herk- vaðningar. Hershöfðingjar hafa áhyggjur af vaxandi óvinsældum hermanna í mörgum af lýðveldun- um, þar sem litið er á þá sem hemámslið. Þá óttast þeir mjög að lýðveldin stofni eigin heri. Fregnir í fjölmiðlum um að til átaka hafí komið milli hermanna af ólíkum þjóðernum angra þá einnig. Harðlínumenn em reiðir vegna brottflutnings sovéskra her- manna frá Austur-Evrópuríkjum og margir herforingjar og óbreytt- ir hermenn kvarta yfir versnandi lífskjörum sínum. Þá greinir her- foringjana mjög á um hvers konar afl herinn eigi að vera. í yfirlýsingunni, sem var flutt I sovéska sjónvarpinu, kvaðst Jazov hafa miklar áhyggjur af því að nokkur lýðveldi væru að stofna eigin hersveitir og að yfirlýsing um „kjamorkulaus svæði“ gæti veikt vamir Sovétríkjanna. Hann tók skýrt fram að kjarnorkuvopn yrðu áfram í höndum sovéska hers- ins. Hann minntist þó ekki á að sovésk stjórnvöld hafa látið flytja kjarnorkuvopn frá svæðum þar sem hætta er á að átök bijótist út vegna þjóðaólgunnar. Varnarmálaráðherrann sagði að hermönnum hefði verið fyrirskipað að skjóta á þá sem réðust á her- menn, herstöðvar og vopnabúr. Á undanförnum tveimur árum hafa Dmítrí Jasov Reuter verið gerðar fjölmargar árásir á vopnabúr hersins, einkum í lýð- veldunum við rætur Kákasusfjalla. Jazov sagði einnig að herinn tæki við stjóm vatns- og rafveitna ef yfírvöld í lýðveldunum gerðu al- vöru úr hótunum sínum um að loka þeim. Þetta var viðvörun til stjóm- ar Lettlands, sem hefur hótað að stöðva matvæla- og orkuflutninga til sovéskra herstöðva. Jazov sagði að hermönnum hefði verið fyrirskipað að vernda ýmis minnismerki og grafhýsi og em þau ummæli til vitnis um óvinsæld- ir hersins og Sovétstjórnarinnar. Hann sagði einnig að ráðstafanir yrðu gerðar til að stöðva aðgerðir „sem miðuðu að því að óvirða her- menn“. Hann viðurkenndi einnig að sovéskur almenningur hefði vaxandi áhyggjur af innbyrðis átökum hermanna og lofaði að gripið yrði til aðgerða til að binda enda á þau. Vytautas Landsbergis, forseti Litháens, kvaðst hafa áhyggjur af yfírlýsingu Jazovs. „Hann er að leika sér að eldinum. Hann gefur þeim herforingjum lausan tauminn sem skipuleggja ögrandi aðgerðir sem ákveðnir valdaklíkur dreymir um til að knésetja Litháa.“ Míkhaíl Gorbatsjov hefur lofað uppstokkun á stjórn landsins og yfírstjórn hersins og hefur því Jazov átt á hættu að missa emb- ætti sitt. tæki verði seld og refsingar við glæpum verði hertar. „Við höfum sett fram nokkrar tillögur um breyt- ingar í Svíþjóð. Þetta byggist allt saman á heilbrigðri skynsemi," sagði Karlsson í viðtali við sænska útvarpið. - Bert Karlsson er þekktur fyrir að að stofnað fjölmörg fyrirtæki og kemur oft fram í sjónvarpsþáttum þar sem hann veldur fjaðrafoki með umdeildum skoðunum sínum ájafn ólíkum efnum og dægurtónlist og há matarverði. Wachtmeister var eitt sinn forstjóri Gránges-álfyrir- tækisins, dótturfyrirtækis sam- steypunnar Electrolux, og er þekkt- ur fyrir frumlega kímnigáfu. Eitt sinn sendi hann félögum í stjóm fyrirtækisins mynd af sér, inn- rammaða í klósettsetu, en klósett eru meðal ijölmargra vörutegunda sem samsteypan framleiðir. Hann er nú eigandi fyrirtækjasamsteyp- unnar The Empire. Báðir hafa mennirnir gagnrýnt háa skatta og velferðarstefnu ríkisstjómar sæn- skra jafnaðarmanna um langt skeið. ■ SEOUL - Suður-Kóreumenn, sem eru mestu „barnaútflytjendur heims", hyggjast banna erlendum hjónum að ættleiða suðúr-kóresk börn eftir árið 1996. Slíkum ættleið- ingum verður fækkað um 10-20% á ári á næstu fimm ámm. Um 4.000 suður-kóresk böm hafa verið flutt til fósturforeldra erlendis á ári hveiju. ■ NAIROBI - Stjórnvöld í Keníu hafa vísað á bug ásökunum mannréttindasamtakanna Amnesty International um að hundruð and- ófsmanna í landinu hafi verið hand- teknir og nokkrir þeirra sætt pynt- ingum. Amnesty sagði að mennirn- ir hefðu verið handteknir eftir mót- mæli gegn Daniel arap Moi, for- seta landsins, og hvatti til þess að þeim yrði sleppt þegar í stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.