Morgunblaðið - 01.12.1990, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 01.12.1990, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1990 41 ÓVINURINN eftir Árna Helgason Það er mikið rætt um djöfulinn og jafnvel umræðan komin í kirkj- urnar okkar, sem ekki er nein furða. Kristur frelsari vor er ekki með neina tæpitungu: Hræðist ekki þá sem líkamann deyða en fá ekki deytt sálina. Hræðist heldur þann sem megnar að tortíma bæði sál og líkama í helvíti. (Matth. 10—28.) Og fékk ekki sjálfur frelsarinn að reyna vélabrögðin:. Svo fór djöf- ullinn með hann upp á ofurhátt fjall, sýndi honum öll ríki veraldar og dýrð þeirra, tilbúinn að gefa honum þetta allt ef Jesús félli fram og tilbæði hann. Ef við trúum því að Jesús sé frelsari mannanna, þá er það staðreynd að óvinurinn er til. Við trúum því að Jesús hafi verið meðal vor, hafi gengið um, gert kraftaverk, og boðið okkur handleiðslu og bent á mjóa veginn sem liggur til lífsins, eins er hinn illi óvinur mannkynsins alls staðar á ferð, til að eyðileggja, setja glýju í augu mannanna svo þeir álpist inn á breiða veginn. Við þessu er Krist- ur alltaf að vara. Og er jjandinn „ Jesús er kærleikur, það er satt, en hann varar líka við þeim sem er alltaf að eyðileggja líf okkar, skrattanum. Hann þarf að varast.“ ekki enn í dag að fara með menn upp á ofurhátt íjall og bjóða þeim alla skapaða hluti. Og eru þeir því miður ekki alltof margir sem láta freistast. Fjandinn býr þetta út í ‘ svo fallegar pakkningar, ekki vant- ar það. Eru menn ekki alltaf að segja hver öðrum að fara til fjan- dans ogjafnvel til helvítis, en halda því svo fram að þetta sé ekki til. Þeir hljóta að vita hvert þeir eru að benda. Jafnvei í útvarpi og sjón- varpi flóir af þessu. Og svo eru menn hissa á að heimurinn sé „djöf- ullegur". Menn nota þessi orð við öll möguleg tækifæri, jafnvel hvað margt sé „helvíti gott, og fiott“ og „djöfull skemmtiiegt" svo nokkuð sé nefnt og meira að segja hefir maður heyrt eftir messu: „Mikið Árni Helgason djöfull var ræðan góð.“ Og svo eru menn hneykslaðir á að frelsarinn okkar skuli vara okkur við djöflin- um og öllu hans athæfi. Djöfullinn er raunveruleiki, það fer ekki á milli mála og hann opnar breiða veginn og sópar þar saman, því miður. Jesús þendir á hinn þrönga veg og þar er lífsgæfa og farsæld. Ef til vill ekki á veraldarstikuna? En það skiptir minna máli. Fylgd við frelsarann kostar bæði fórnir og afneitun, en það borgar sig þeg- ar lengra er litið og fyrirheit drott- ins’ bregðast aldrei. Það vita þeir sem reyna. Það veitir ekki af að vara við óvininum og öllu hans athæfi sem birtist í svo óteljandi myndum og dafnar best í vímuefnum sem þjón- ar hans og ógæfumenn dreifa út í hið mannlega líf. Varaðu þig, segir rödd samviskunnar, íslenskt mannlíf hefir ekki efni á að fita púkann á fjósbitanum. Jesús er kærleikur, það er satt, en hann varar líka við þeim sem er alltaf að eyðileggja líf okkar. skrattanum. Hann þarf að varast. Og kirkja guðs á að vera okkar leiðbeinandi og taka þar einnig orð Jesú alvarlega. Bijóstvörn samfé- lagsins. Á hætturnar benda ákveðið hinir „kristilegu sértrúarflokkar", hópar innan kirkjunnar okkar, sem svíður að sjá hvert líf á fætur öðru verða hinu illa að bráð. Sjálfboðalið- ar í ríki Krists og hans nafni og krafti beina samferðamönnum sínum hina réttu leið — leið lífsins. Og er nokkur goðgá að hugleiða þetta alvarlega? Höfundur er fyrrverandi póst- og símstöðvarstjóri í Stykkishólmi. Husqvarna HusÍv Lock Loksaumavélin (over lock) Áður 46.700.- Nú 42.000,- VÖLUSTEINNhf Faxafen 14, Sími 679505 <AUGL YSINGAR Hafnarfjörður SJÁLFSBJÖRG FÉLAG FATLAÐRA I REYKJAVÍK OG NÁGRENNI Hátúni 12. pósthólf 5183, simi 17868 Jólabasar Sjálfsbjargar, Reykjavík verður haldinn í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12, laugardaginn 1. desember og sunnudag- inn 2. desember kl. 14.00 báða dagana. Sjálfsbjörg, Reykjavík. HÚSNÆÐIÓSKAST 4ra-6 herbergja íbúð óskast á leigu. Við viljum borga sanngjarna leigu, en lofum góðri umgengni og öruggum greiðslum. Gjarnan austur- eða miðbær Reykjavíkur. Upplýsingar í síma 650305 eftir kl. 19.00. Heimsókn á Alþingi - hádegisverðarfundur Landsmálafélagið Fram stendur fyrir heim- sókn á Alþingi laugardaginn 8. des. nk. Að lokinni heimsókn verður hádegisverðar- fundur með Þorsteini Pálssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, í Lækjarbrekku (Korn- hlöðunni). Fundarefni: Starfshættir Alþingis. Farið verður með rútu frá Sjálfstæðishúsinu við Strandgötu kl. 10.45. Mæting kl. 10.30. Sjálfstæðismenn tilkynnið þátttöku í síma 52223 - 50565 Gunnlaugur eða 53530 - 54520 Tryggvi. Landsmálafélagið Fram. fHverfaskipulag borgarhluti 2 Vesturbær sunnan Hring- brautar Orðsending frá Borgarskipulagi til íbúa og hagsmunaaðila Borgarskipulag Reykjavíkurborgar boðar til fundar um drög að hverfaskipulagi borgar- hluta 2, Vesturbæjar sunnan Hringbrautar. Borgarhlutinn afmarkast af sjó og mörkum Reykjavíkur og Seltjarnarness að vestan, Hringbraut að norðan og Öskjuhlíð að aust- an. Fundurinn verður haldinn í Hagaskóla, Fornhaga 1, miðvikudaginn 5. desember kl. 20.30. Á fundinum verður kynning á byggð í borgarhlutanum, umferð, leiksvæðum og öðrum útivistarsvæðum. íbúar og aðrir hags- munaaðilar á þessu svæði eru hvattir til þess að mæta á fundinn. TIL SÖLU 2ja herbergja íbúð Til sölu nýuppgerð, glæsileg 2ja herb. ein- staklingsíbúð með „mini“-eldhúsi, ný teppa- og flísalögð og þvottaaðstaða í kjallara. Er á fallegum stað við Skólavörðuholt. Ekkert áhvílandi. Sanngjörn kjör. Upplýsingar í síma 679381. FÉLAGSSTARF Sjálfstæðisfélagið f Kópavogi 40 ára I tilefni 40 ára afmælis Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi verður opið hús í Fiamraborg 1 1. desember milli kl. 17.00 og 19.00. Stjórnin. Akureyri - Akureyri Næstkomandi laugardagskvöld halda sjálf- stæðisfélögin á Akureyri fullveldisfagnað í Kaupangi við Mýrarveg. Tómas Ingi Olrich flytur ávarp í tilefni dagsins. Við hvetjum allt sjálfstæðisfólk til að mæta og minnast fullveldisins. Flúsið opnað kl. 21.00. Léttar veitingar. Sjálfstæðisfélögin á Akureyri. Jólafundur Hvatar mánudaginn 3. desember Hinn árlegi jólafundur Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna i Reykjavik verður haldinn i Átthagasal Hótels Sögu mánudaginn 3. desember og hefst kl. 20.30. Dagskrá: Jólahugvekja, séra Pálmi Matthiasson. Ræða Lára Margrét Ragnars- dóttir, hagfræðingur. Einsöngvari Anna Júlíana Sveinsdóttir og undir- leikari Gyða Halldórsdóttir. Jólahappdrætti. Kynnir Hrefna Ingólfs- dóttir. Alit sjálfstæðisfólk velkomið. Stjórnin. Wélagslíf □ MÍMIR 599012037 -1 AtkFrl «Hjálpræðis- herinn y Kirkjustræfi 2 I kvöld kl. 20.30 fyrsta desember fagnaður. Hugvekja: Séra Jakob Hjálmarsson. Eldsloginn syngur. Kaffi og meðlæti. Allirvelkomnir. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Dagsferð sunnudaginn 2. desember: Kl. 13.00 Kjalarnes - Músarnes (stórstraumsfjara) Ekið að Brautarholti á Kjalarnesi og gengið þaðan um Músarnes og síðan eftir fjörunni að Ár- túnsá. Skemmtileg og fjölbreytt fjöruganga fyrir alla fjölskylduna. Utivera og holl hreyfing í göngu- ferð með Ferðafélaginu er góð tilbreyting í skammdeginu. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Fritt fyrir börn að 15 ára aldri. Verð kr. 1.000,- Mánudagskvöldið 3. des. kl. 20. Tunglskinsganga og blysförí Setbergshlíð. Tilvalin fjölskyldu- ganga. Nánar auglýst í sunnu- dagsblaði. Miðvikudaginn 5. desember er næsta myndakvöld F.í. Myndir úr sumarleyfisferð nr. 9 i áætl- un. Ferðafélag Islands. □ GIMLI 599003127 = 1 Hútivist •ÓFINHI1 • REYKJÁVÍK • SÍMI/SÍMSVARI14606 Sunnudagsganga Kl. 13.00,2. des. Gengin strönd- in frá Kollafirði meðfram Þern- eýjarsundi og í Víðines. Skoðað- ar gamlar mannvistaminjar og fjárborg. Hressandi strand- ganga fyrir alla fjölskylduna um mjög skemmtilegt svæði. Brott- för frá BSÍ-bensínsölu. Stansað við Árbæjarsafn. Einnig hægt að koma í rútuna í Mosfellsbæ. Sjáumst! Útivist. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bænastund í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Safnaðarsam- koma kl. 11.00. Ræðumaður: Svanur Magnússon. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumað- ur: Garðar Ragnarsson. Sunnu- dagaskóli á sama tíma. Mánudagur: Systrafundur kl. 20.30. Allar konur hjartanlega velkomnar. Miðvikudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Föstudagur: Æskulýðssam- koma kl. 20.30. Laugardagur: Bænastund kl. 20.30. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Sunnudagur: Sunnudagaskóli kl. 11.00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.