Morgunblaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1990
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1990
31
-
TT
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Upplausn á hafinu
Það er rétt, sem fram kom
í ræðu Friðriks Pálsson-
ar, forstjóra Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna, á ráðstefnu
Fiskiðnaðar í fyrradag, að
kvótakaup og sala hafa ýtt
undir hugmyndir um sölu veiði-
leyfa, sem njóta nú mun meiri
stuðnings en áður, jafnvel inn-
an sjávarútvegsins sjálfs.
Friðrik Pálsson benti á, að
helztu rökin gegn sölu veiði-
leyfa hefðu í upphafi verið, að
útgerðin þyldi ekki slíkar álög-
ur. Þessi röksemd stæðist ekki
lengur vegna þess, að kvótinn
gengi kaupum og sölum. Það
eru ekki litlar upphæðir, sem
útgerðin borgar fyrir kvótann.
Þá var það einnig athyglisverð
ábending, sem fram kom hjá
forstjóra Sölumiðstöðvarinnar,
að kvótakerfið ýti undir að
sveitarfélög hefji afskipti af
útgerð á nýjan leik. Reynslan
af bæjarútgerðum var ekki góð
eins og allir vita, en nú bregður
svo við, að sveitarfélög sýna
áhuga á að leggja fé í útgerð
til þess að koma í veg fyrir,
að kvóti verði seldur úr byggð-
arlagi.
Ástandið í þessum málum
er óneitanlega undarlegt. Lög
eru til í landinu, sem kveða á
um, að fiskimiðin séu sameign
þjóðarinnar. Þrátt fyrir það eru
útgerðarmenn og handhafar
kvóta að selja sín í milli veiði-
réttindi að ákveðnu aflamagni,
sem þeir skv. landslögum eiga
ekki og eiga því ekki að geta
selt eða keypt. Þeir, sem eru
handhafar kvóta geta meira að
segja boðizt til að borga skuld-
ir sínar með kvóta, sem þeir
eiga ekki skv. landslögum!
Skattayfirvöld hafa lýst því
yfir, áð kvótinn, sem gengur
kaupum og sölum án þess að
eigandi hans skv. landslögum,
sem er þjóðin sjálf, fái nokkuð
fyrir sig í þeim viðskiptum,
skuli eignfærður hjá kaupand-
anum. Hvernig er hægt að
færa eitthvað til eignar í bók-
haldi fyrirtækja, sem þau geta
ekki átt vegna þess, að seljand-
inn átti ekki skv. landslögum
það sem hann seldi?!
Og nú er syo komið, að bæj-
arútgerðir, sem heyrðu for-
tíðinni til, eru að byija að skjóta
upp kollinum á ný í einhverri
mynd vegna kvótakerfisins.
Skattgreiðendur hafa orðið fyr-
ir miklum fjárútlátum vegna
bæjarútgerðanna á undanförn-
um áratugum, en nú er bersýni-
legt, að kvótakerfið er að end-
urvekja þennan gamla draug,
sem var kannski nauðsynlegur
á sínum tíma en er núna algjör
tímaskekkja. Þeir, sem standa
í svona særingum nú á dögum
væru orðaðir við ríkisafskipti
og sósíalisma og væru jafnvel
komnir úr tízku í Tékkó-
slóvakíu og öðrum gömlum
kommúnistaríkjum.
Það verður að stöðva þessa
vitleysu áður en lengra er hald-
ið. Úr því, að útgerðarfyrirtæk-
in geta borgað stórfé fyrir kvót-
ann, sem þau hafa verið að
kaupa af þeim, sem skv. lands-
lögum höfðu í raun ekki rétt
til að selja, geta þau eins greitt
eiganda fískimiðanna, þjóðinni
allri, endurgjald fyrir réttinn
til þess að sækja fiskimiðin.
Með kvótakerfinu er að
verða einhver stórfelldasta
eignatilfærsla, sem um getur í
síðari tíma sögu okkar. Þau
rök, sem menn hafa haft uppi,
gegn því, að útgerðin greiði
eitthvert endurgjald fyrir veiði-
réttindin eru smátt og smátt
að falla um sjálf sig í ljósi
reynslunnar. Þess vegna er
nauðsynlegt, að Alþingi taki
þetta mál upp til nýrrar með-
ferðar. Það dugar ekki að láta
upplausnina á hafinu magnast
svo mjög að hún verði óviðráð-
anleg með öllu.
Kvótakerfíð er í raun og veru
sama eðlis og önnur hafta-
kerfi, sem hér hafa verið við
lýði. Það minnir á íjárhagsráð.
Það kallaði á spillingu, eins og
öll slík kerfi. Þá fengu þóknan-
legir jeppa frá ríkinu og seldu
svo jeppakvótann sinn þeim,
sem voru ekki í náðinni. Kjarni
þess er sá, að opinber aðili út-
hlutar leyfi til ákveðinna gæða,
sem menn kaupa síðan og selja
eins o g þeim þóknast með sama
hætti og menn seldu t.d. bílleyfí
fyrir 30-40 árum og högnuðust
vel á!
Það er tími til kominn, að
frjáls samkeppni og markað-
söflin fái að njóta sín í sjávarút-
veginum ekki síður en annars
staðar og það gerist bezt með
því, að útgerðarmenn borgi
eitthvert endurgjald fyrir veiði-
réttinn og þeir stundi sameigin-
lega auðlind landsmanna, sem
bezt eru til þess fallnir, geta
nýtt hana bezt og með sem
mestum hagnaði. Kerfí, sem
kallar á siðleysi og brask í við-
skiptum er afkvæmi sósíalisma
en ekki útsjónarsemi og einka-
rekstrar.
Nýja ríkisstj órn til
að tryggja þjóðarsátt
eftir Þorstein
Pálsson
Ríkisstjóm Steingríms Her-
mannssonar stendur nú frammi fyr-
ir því að svo virðist sem hún hafi
ekki nægan meirihluta á Alþingi til
að fá bráðabirgðalögin á BHMR
samþykkt. Þrír af þingmönnum
stjórnarliðsins i neðri deild hafa
lýst því yfir að þeir muni greiða
atkvæði gegn lögunum.
Þessi staða þýðir í reynd að ríkis-
stjórnin nýtur ekki trausts eigin
liðsmanna og hlýtur því að fara
frá. Við sjálfstæðismenn teljum að
þegar í stað eigi að mynda nýja
ríkisstjórn sem leiti eftir viðræðum
við BHMR til að finna lausn á þeim
vandamálum sem upp geta komið
falli bráðabirgðalögin og samningur
BHMR og ríkisins taki gildi.
Þingflokkur sjálfstæðismanna
komst einhuga að þeirri niðurstöðu
á fundi sínum sl. miðvikudag að
greiða bæri atkvæði gegn bráða-
birgðalögunum, Sú afstaða er ekki
annað en rökrétt framhald af fyrri
gagmýni okkar í þessu máli. Við
deildum ' harkalega á setningu
bráðabirgðalaganna síðastliðið
sumar og höfum vítt vinnubrögð
ríkisstjórnarinnar í samskiptum
hennar við BHMR. Hroki og stífni
ríkisstjórnarinnar gagnvart há-
skólamenntuðum ríkisstarfsmönn-
um hefur sannarlega ekki greitt
fyrir farsælli lausn málsins.
Styðjum þjóðarsátt
Forystumenn ríkisstjórnarinnar
og nokkrir áhrifamenn í verkalýðs-
samtökunum og meðal vinnuveit-
enda saka Sjálfstæðisflokkinn um
að sýna ábyrgðarleysi með afstöðu
sinni. Þetta eru furðulegar staðhæf-
ingar og tilhæfulausar með öllu.
Kjami málsins er auðvitað sá að
það er ríkisstjórnin sem ber ábyrgð
á bráðabirgðalögunum og á að
tryggja þeim framgang á Alþingi.
Raunar hefur forsætisráðherra full-
yrt að fyrir þeim sé þingmeirihluti.
Það á eftir að koma í ljós hvort
hann hefur sagt Alþingi og hugsan-
lega forseta íslands ósatt í þessu
efni eða verið blekktur af sam-
starfsmönnum sínum í stjórnarlið-
inu.
Skiljanlegt er að forystumenn
atvinnurekenda og verkalýðssam-
taka vilji að forsendur samninga
þeirra við ríkisstjórnina haldi. En
það er ekki verkefni stjórnarand-
stöðunnar að tryggja það. Þeir eiga
að beina skeytum sínum í rétta átt,
að þeim mönnum sem gerðu samn-
ingana við þá og fullyrtu að þeir
gætu tryggt framgang þeirra.
Við sjálfstæðismenn styðjum
þjóðarsáttina svokölluðu heilshug-
ar. En ólögmætar aðgerðir og
bráðabirgðalög á dómsniðurstöðu
geta ekki að okkar mati talist til
hennar. Um slík vinnubrögð ríkis-
stjórnar er ekki þjóðarsátt. Það er
ríkisstjórnin sem hefur verið að
bregðast fyrirheitum sínum um
veigamikil atriði er lútá að þjóðar-
sáttinni. í fyrsta lagi virðist hún
ekki hafa styrk á Alþingi til að
tengja BHMR við þjóðarsáttina. í
öðru lagi virð'st hún ætla að íþyngja
atvinnulífinu með tveggja milljarða
króna nýrri skattheimtu. Vinnuveit-
endur telja þau áform stríða gegn
þjóðarsáttinni.
Launalögin gilda fram í septem-
ber á næsta ári og eru því í reynd
frestun. Verði verðbólguheimsendir
nú, falli lögin úr gildi, ætti hann
einnig að verða í september. Hvað
á -að gera þá, sem ekki er hægt að
gera nú?
Ríkisstjórnin bregst
þjóðarsáttinni
Lítum á þetta síðar nefnda atriði
sem er svo lýsandi fyrir vinnubrögð
ríkisstjórnar Steingríms Hermanns-
sonar. Um sl. helgi náðust samning-
ar um að framlengja þjóðarsáttar-
samninga. Forsendur jieirrar end-
urnýjunar eru tiltekin markmið að
því er varðar þróun verðlags og
afkomu útflutningsgreina.
Framkvæmdastjóri Vinnuveit-
endasambandsins lýsti því yfir í
kjölfar þessara samninga að munn-
Ieg yfirlýsing ráðherra liggi fyrir
Þorsteinn Pálsson
„Launalögin gilda fram
í september á næsta ári
og eru því í reynd frest-
un. Verði verðbólgu-
heimsendir, nú falli lög-
in úr gildi, ætti hann
einnig að verða í sept-
ember. Hvað á að gera
þá, sem ekki er hægt
að gera nú?“
og að hann telji að áformum um
skattahækkanir hafí verið vikið til
hliðar. Hér er verið að vísa til
ákvörðunar ríkisstjómarinnar um
að hækka skatta um a.m.k. 2 millj-
arða króna méð nýjum launaskött-
um og sérstökum hafnarskatti.
Af hálfu fjármálaráðuneytisins
hefur því á hinn bóginn verið lýst
yfir að engin áform séu um að falla
frá þessari skattheimtu. Yfirlýsing-
ar ríkisstjórnarinnar annars vegar
og Vinnuveitendasambandsins hins
vegar stangast því algerlega á í
þessu efni. Þessa veigamikla for-
senda fyrir framhaldslífi þjóðarsátt-
ar er því í algerri óvissu.
Ríkisstjórnin hefur'enn sem kom-
ið er enga grein gert fyrir stöðu
málsins á Alþingi, sem henni ber
þó skylda til.
Af hálfu fjármálaráðuneytisins
hefur því með óljósum hætti verið
lýst í blöðum að til greina hafi kom-
ið að skera niður tekjustofna sveit-
arfélaganna og hugsanlega að
lækka vörugjald. Ríkisstjómin hef-
ur lofað a.m.k. þremur sinnum í
tengslum við kjarasamninga að
lækka eða afnema vömgjaldið án
þess að standa við þau fyrirheit.
Hér er- um gífurlega stórt mál
að ræða. Ríkisstjórnin virðist
standa algerlega ráðalaus. Þær
ákvarðanir sem fyrir liggja í fjár-
lagafrumvarpi ríkisstjómarinnar
stangast á við þau fyrirheit sem
hún hefur gefið aðilum vinnumark-
aðarins varðandi þjóðarsáttina.
Ríkisstjórnin verður að fara að
svara því hvort hún ætlar að standa
við ákvarðanir fjárlaganna eða fyr-
irheitin gagnvart þjóðarsáttinni.
Sjálfstæðismenn gagnrýndu
BHMR-samninginn
Þegar kjarasamningurinn var
gerður við BHMR vorið 1989 var á
það bent af hálfu okkar sjálfstæðis-
manna að efnahagslegar forsendur
væru ekki fyrir þeim samningi og
engu væri líkara en ríkisstjómin
ætlaði að greiða hann með inni-
stæðulausum ávísunum. Ráðherr-
arnir töluðu á hinn bóginn um tíma-
mótasamninga. Þeir börðu sér á
bijóst og sögðu að samningarnir
væm í samræmi við öll efnahagsleg
markmið.
Þegar þjóðarsáttarsamningarnir
voru gerðir í byijun þessa árs varð
ríkisstjórnin að viðurkenna að
samningar BHMR samræmdust
ekki þeim efnahagslegu markmið-
um sem þar voru sett. Hún bauðst
til þess að tryggja að háskóla-
menntaðir ríkisstarfsmenn yrðu
þátttakendur í þjóðarsáttinni. Við
þær aðstæður var aðeins eitt að
gera fyrir ríkisstjórnina. Það var
að óska þegar í stað eftir viðræðum
um breytingar á samningnum. For-
sætisráðherra hefur viðurkennt að
það hefði verið rétt aðferð en hún
hafi mætt andstöðu í ríkisstjórn-
inni. Og forsætisráðherrann kaus
fremur að láta ríkisstjórnina sitja
en að knýja fram þau vinnubrögð
í þessu mikilvæga máli sem hann
taldi sjálfur rétt og eðlileg.
Við sjálfstæðismenn höfum hald-
ið því fram frá upphafi að eina rétta
leiðin í þessu efni hafi verið sú að
óska eftir viðræðum. í dag getur
enginn sagt hver niðurstaða slíkra
viðræðna hefði orðið. Því var ein-
faldlega hafnað að fara þá leið. Ef
lagasetning var óumflýjanleg átti í
kjölfar slíkra viðræðna að leggja
það mál fyrir Alþingi sl. vor.
Vinnubrögð ríkisstjórnarinnar
dæmd ólögmæt
Ríkisstjómin kaus hins vegar að
taka ákvörðun um að hætta að
framkvæma samninga sem hún
hafði sjálf undirritað og kallað tíma-
mótasamninga. Öllum mátti vera
ljóst að slík vinnubrögð bmtu í
bága við allar grundvallarreglur
réttarríkisins. Félagsdómur úr-
skurðaði að vinnubrögð ríkisstjórn-
arinnar væru ólögmæt.
Ríkisstjórnin átti að fara frá þeg-
ar æðsti dómstóll í deilum um kjara-
samninga hafði komist að þeirri
niðurstöðu að vinnubrögð hennar í
þessu mikilvæga máli væri ekki í
samræmi við lög og rétt. Aðeins
með því móti var unnt að skapa á
ný traust á því að stjórnvöld gætu
staðið við framkvæmd þjóðarsáttar-
innar.
A.m.k. tveir ráðherrar Iýstu yfir
því, eftir að málið var komið í hend-
ur Félagsdóms, að í kjölfar hans
væri ekki hægt að grípa til úrræða
með setningu bráðabirgðalaga.
Fjármálaráðherra viðurkenndi að
með því væri í raun réttri verið að
setja bráðabirgðalög á dómstóla.
Þrátt fyrir þetta ákvað ríkis-
stjórnin að grípa til bráðabirgðala-
gaúrræðisins. Það er venja þegar
bráðabirgðalög eru sett að viðkom-
andi ráðherra gengur úr skugga
um að hann hafi tryggan meirihluta
fyrir þeirri löggjöf. Við sjálfstæðis-
menn gagnrýndum þessa málsmeð-
ferð frá upphafi. Alit okkar var að
það myndi draga úr líkum á því að
unnt væri að viðhalda þjóðarsátt-
inni til frambúðar ef gengið væri á
svig við lýðræðislegar leikreglur við
framkvæmd hennar.
Alþingi vanvirt og blekkt
í umræðum á Alþingi 23. októ-
ber sl. sagði forsætisráðherra: „Ég
sé ekki mun á því þótt Alþingi hefði
sett þessi lög þegar búið var að
ganga úr skugga um það að tryggt
fylgi væri fyrir þessum lögum.“ í
þessari yfirlýsingu fullyrðir forsæt-
isráðherra að hann hafi tryggt fylgi
meirihluta þingsins fyrir bráða-
birgðalögunum. Það var ekki gert
með viðræðum við Sjálfstæðisflokk-
inn. Nú hefur komið á daginn að
þingmenn úr tveimur stuðnings-
flokkum ríkisstjómarinnar segjast
ekki styðja vinnubrögð ríkisstjórn-
arinnar í þessu máli. Þingmeirihluti
er því ekki fyrir hendi.
Sá einstæði atburður hefur því
gerst að forsætisráðherra hefur
gefið rangar upplýsingar á Alþingi
um þingmeirihluta að báki útgáfu
bráðabirgðalaga. Annað hvort hef-
ur forsætisráðherra sagt vísvitandi
ósatt ellegar að st-uðningsmenn
hans hafa ekki sagt honum rétt og
satt frá afstöðu sinni fyrirfram.
Ábyrgð ríkisstjórnarflokkanna
gagnvart Alþingi er jafnmikil hver
svo sem skýringin er. Enn hefur
ekki verið greint frá því hvort for-
seta íslands var sagt frá því að
meirihluti hafi verið tryggður eða
hvort honum hafí verið gerð grein
fyrir því að svo væri ekki þegar
bráðabirgðalögin voru gefin út. En
full ástæða er til að það mál verði
upplýst.
Ríkisstjórnin hafnaði því að fara
réttar leiðir að því markmiði að fá
háskólamenntaða opinbera starfs-
menn til þátttöku í þjóðarsáttinni.
Hún tók ein á sig þá ábyrgð að
fara að ólögum í málinu. Hún verð-
ur því að bera þá ábyrgð gagnvart
Alþingi. Með öllu er útilokað að hún
geti komið þeirri ábyrgð yfir á þá
sem vildu fara aðrar leiðir til þess
að tryggja varanlegan árangur í
efnahagsmálum. Hann getur aldrei
orðið ef hlutirnir eru knúðir fram
með ólögmætum hætti eða með
aðferðum sem stríða gegn almennri
siðgæðisvitund. Sjálfstæðisflokkur-
inn hefur frá upphafi varað við
vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar.
Hann vill með öllum tiltækum ráð-
um vinna að því að háskólamennt-
. aðir ríkisstarfsmenn taki þátt í þjóð-
arsáttinni en ekki með ótiltækum
ráðum.
Vilji ríkisstjórnin viðurkenna að
hún hafi farið rangt að og njóti
ekki einu sinni stuðnings í eigin liði
þá ber henni að sjálfsögðu að segja
af sér. Þá ber að mynda nýja ríkis-
stjóm sem leiðir deiluna við BHMR
til lykta og tryggir framhald þjóðar-
sáttarinnar með lögmætum og lýð-
ræðislegum hætti.
Höfundur er formaður
Sjálfstæðisflokksins.
Bræðurnir Ormsson
flytjast 1 nýtt 1900
fermetra húsnæði
FYRIRTÆKIÐ Bræðurnir Ormsson hf. verður í dag, laugardag,
opnað í nýju húsnæði við Lágmúla 8 í Reykjavík, gegnt eldra húsi
fyrirtækisins við Lágmúla 9. Eitt ár er liðið frá því að skóflu-
stunga var tekin að hinni nýju byggingu, sem er kjallari og tvær
hæðir, samtals um 1900 fermetrar.
Karl Eiríksson, forstjóri, sagði
að fyrirtækið hefði fengið úthlutað
lóð við Lágmúla 8 í febrúar 1986
og fyrir ári hefði byggingarleyfí
verið veitt. Um svipað leyti tók
eiginkona Karls, Ingibjörg Skúla-
dóttir, fyrstu skóflustungu að hús-
inu á vélgröfu. „Arkitekt hússins
• er Gunnar Hansson, en dóttir
hans, Helga, tók við verkinu að
föður sínum látnum. Gunnar teikn-
aði einnig eldra hús okkar við
Lágmúla 9. Við sömdum við verk-
takafyrirtækið Álftárós um fram-
kvæmdir og sá samningur hefur
staðist í einu og öllu. Húsið var
fokhelt fyrir þremur mánuðum og
í dag opnum við formlega á nýjum
stað. Heildarkostnaður við bygg-
inguna verður um 85 milljónir
króna.“
Verkstæði Bræðranna Ormsson
hf. verður áfram rekið í húsnæði
á baklóð Lágmúla 9, eins og verið
hefur, en verslun og skrifstofur,
sem verið hafa í 900 m húsnæði,
flytjast yfir í nýja húsið. Eldra
húsnæðið hefur verið selt.
Bræðurnir Ormsson hf. er í eigiy
fjölskyldu Karls Eiríkssonar, en
annar stofnanda þess, Eiríkur
Ormsson, var faðir Karls. Fyrir-
tækið er m.a. með umboð fyrir
AEG heimilistæki og ýmsar raf-
magnsvörur aðrar og er elsti um-
boðsmaður AEG í Evrópu, frá
1922. Þá hefur fyrirtækið einnig
umboð fyrir vörur frá Bosch, Tef-
al, ísmet, Zwillingwerken Soling-
en, OK þungavinnuvélar og er
umboðsmaður japanska fyrirtæk-
isins Sumitomo, en frá því fyrir-
tæki verða allar vélar i Blöndu-
virkjun. Þá má nefna, að fyrsta
röntgentæki á íslandi var sett upp
á vegum Bræðanna Ormsson.
Nýtt hús Bræðranna Ormsson
verður opið frá klukkan 9 í dag
og er fólki boðið að líta við og
kynna sér starfsemi fyrirtækisins.
l,2prósenttapá
botnfiskvinnslu
Aukinni skattlagningu mótmælt
BOTNFISKVINNSLAN er um
þessar mundir, að mati Samtaka
fiskvinnslustöðva, rekin með
1,2% tapi ef reiknað er með
2,83% launahækkunum 1. des-
ember. I ályktun sem gerð var
á sljórnarfundi samtakanna í
gær, segir að flest bendi til að
fiskvinnslan í landinu verði rek-
in án hagnaðar á næsta ári þar
sem ekki er útlit fyrir að afurð-
ir hækki í verði frekar én orðið
Hvatningarverðlaun Rannsóknarráðs:
Verðlaun fyrir störf
að plöntukynbótum
RANN SOKNARAÐ ríkisins
veitti í gær dr. Áslaugu Helga-
Meulenberg
biskup á bók
ÞORLÁKSSJÓÐUR hefur sent
frá sér bókina Marteinn Meulen-
berg Hólabiskup sem Haraldur
Hannesson tók saman til minn-
ingar um fyrsta biskup kaþól-
skra á íslandi eftir siðaskipti.
Er hún tileinkuð hans herradómi
dr. Alfred J. Jolson S.J.
Þetta er 160 blaðsíðna bók, safn
greina um Meulenberg biskup og
sýnishorn af því sem haiyi skrif-
aði. Höfundar eru: Guðbrandur
Jónsson, séra Sigurður Pálsson,
Sigurveig Guðmundsdóttir, Vil-
hjálmur S. Vilhjálmsson (Hannes á
hominu), Jónas Jónsson frá Hriflu
og Þorsteinn Gíslason. Formála
skrifar Gunnar F. Guðmundsson
en Haraldi Hannessyni entist ekki
aidur til þess.
Margar myndir prýða bókina,
sem er prentuð í Prentsmiðju St.
Franciskussystra í Stykkishólmi.
dóttur plöntuefðafræðingi
Hvatningarverðlaun ráðsins
fyrir frumkvæði, áræðni og
dugnað i störfum, eins segir í
fréttatilkynningu Rannsóknar-
ráðsins. Verðlaunin eru 1,5
milljónir kr. og eru veitt efni-
legum vísindamönnum 40 ára
og yngri fyrir störf sem þykja
vænleg í þágu atvinnulífsins.
í forsendum fyrir veitingu verð-
launanna segir meðal annars að
Áslaug hafi lagt mikilvægan skerf
til landnýtingar- og landgræðslu-
mála á Islandi. Rannsóknir hennar
og annarra sérfræðinga Rann-
sóknastofnunar landbúnaðarins
hafí leitt til þess að nú standi til
boða mun betri grös en áður til
túnræktar og uppgræðslu.
Áslaug er fædd 1953 og stund-
aði nám við háskólann í Manitoba
og Reading á Englandi þar sem
hún lauk doktorsprfoi í hagnýtri
grasafræði 1982.
„Ég hef einkum starfað við
plöntukynbætur á grösum en á
seinni árum á belgjurtum eins og
hvítsmára og rauðsmára. Kynbæt-
ur hafa það að meginmarkmiði að
Morgunblaðið/RAX
Grímur Valdimarsson afhendir dr. Áslaugu Helgadóttur Hvatningar-
verðlaun Rannsóknarráðs í Háskólabíói í gær.
aðlaga grös eða plöntur að því
umhverfi sem þær vaxa við á ís-
Iandi, bæði loftslagi og veðurfari
og til þeirra nota sem þeim eru
ætlaðar, til dæmis til túnræktar
og uppgræðslu,“ sagði Áslaug.
Hún hefur einkum unnið að
kynbótum á vallarfoxgrasi til tún-
ræktar og öðrum túngrösum. „Þá
hef ég einnig unnið mikið við
íslenska snarrót sem hefur reynst
besta grasið sem við höfum til
uppgræðslu. Einnig hef ég mikinn
áhuga á belgjurtum því þær eru
niturbindandi, vinna köfnunarefni
úr loftinu, og eru því sjálfbjarga
sem er mjög gott hér hjá okkur
þar sem jarðvegur er svo snauður.
Þær belgjurtir sem við þekkjum
best úr okkar nánasta umhverfi
er hvítsmári, rauðsmári og alaska-
lúpínana sem hefur sannað gildi
sitt í landgræðslustarfínu."
Áslaug sagði að gildi verðlaun-
anna fælust ekki síst í þeirri viður-
kenningu á þeim störfum sem hún
fengist við auk þess sem þau
gæfu henni tækifæri til að vinna
að ákveðnum verkefnum í ró og
næði.
Hafsteini Guömundssyni veitt
Hvatningarverðlaun Vísindaráðs
VÍSINDARÁÐ ríkisins veitti í
gær Hafsteini Guðmundssyni
bókaútgefanda Hvatningar-
verðlaunin fyrir útgáfu á verki
sem heitir Islensk þjóðmenning
Og verður í tíu bindum þegar
yfir lýkur. Verkið fjallar um
allar hliðar íslenskrar þjóð-
menningar frá upphafi íslands-
byggðar fram á okkar daga.
Verðlaunin eru 2 milljónir kr.
Þijú bindi þessa verks eru kom-
in út og það fjórða er væntanlegt
einhvern næstu daga. Að sögn
Þóris Kr. Þórðarsonar, formanns
Hugsvísinda- og félagsdeildar
Vísindaráðs, er hér á ferðinni mik-
ið af grunnrannsóknum á sviði
íslenskrar þjóðmenningar og einn-
ig eldri rannsóknir um þessa
þætti. Verkið er hugsað sem að-
gengilegt fræðirit fyrir almenning.
Verðlaunin voru veitt Hafsteini
að tillögu Hugvísinda- og félags-
vísindadeildar Vísindaráðs og eru
þaudiugsuð sem styrkur til áfram-
haldandi vísindalegrar undirbún-
ingsvinnu að verkinu í samráði við
Hugvísinda- og félagsvísindadeild
Vísindaráðs. Það er útgáfufyrir-
tæki Hafsteins, Þjóðsaga, sem
Hafsteinn Guðmundsson útgefandi hlaut Hvatningarverðlaun
Vísindaráðs í gær.
gefur verkið út og ritstjóri þess
er Frosti Jóhannsson. Það var dr.
Jóhannes Norðdal, formaður
Vísindaráðs, sem afhenti verð-
launin.
„Ég er afskaplega þakklátur
fyrir þessa viðurkenningu og hún
hefur andlega þýðingu fyrir mig.
Hvort verðlaunin hafi einhveija
þýðingu fyrir verkið sjálft er erfið-
ara að svara því enn er einungis
40% verksins komin út. Ég hætti
ekki fyrr en ég verð kvaddur á
æðri staði,“ sagði Hafsteinn Guð-
mundsson, útgefandi og verð-
launaþegi Vísindaráðs.
er. Á fundinum var öllum
áformum um aukna skattlagn-
ingu á fiskvinnsluna harðlega
mótmælt.
í ályktuh fundarins segir að
íslensk fiskvinnsla standi höllum
fæti í samkeppni við fiskvinnslu
margs konar siyrkja auk verndar-
tolla og auknar álögur á fisk-
vinnsluna auki enn á þennan að-
stöðumun. Áform stjórnvalda um .
álagningu launaskatts á sjávarút-
veg og upptöku hafnarskatts veiki i
samkeppnisaðstöðuna og dragi úr
möguleikum fiskvinnslunnar til að
bæta kjör þeirra er starfa við fisk-
vinnslu hér á landi.
Þá lýsti stjórnarfundurinn furðu
sinni á þeim vinnubrögðum er við-
höfð voru við gerð skýrslu Þjöð-
hagsstofnunar um samanburð á
hagkvæmni innlendrar fískvinnslu
og ótakmörkuðum útflutningi á
óunnum fiski á erlendan markað.
„Sú staðreynd að Þjóðhagsstofnun
skuli gefa sér það sem meginfor-
sendu að verð á óunnum fiski
rnuni ekkert lækka í Bretlandi og
Þýskalandi ef allur botnfiskafli
íslendinga fari óunninn á þá mark- -
aði er með ólíkindum og dæmir
skýrsluna sem marklaust piagg,“
segir í ályktun fundarins. Þessi
meginforsenda Þjóðhagsstofnunar
gangi þvert á reynslu undanfar-
inna ára en verulegar takmarkan-
ir á útflutningi á óunnum fiski frá
íslandi hafi haldið uppi verði á
erlendum uppboðsmörkuðum.
„Stjórnin telur að Þjóðhags-
stofnun hafi þarfara verk að vinna
en að leggja í kostnað við gerð
skýrslu sem er frá upphafi mark-
laus þar gem meginforsendur
hennar eru rangar. Stjórnin skorar
á Þjóðhagsstofnun að koma nauð-
synlegum leiðréttingum nú þegar
á framfæri við almenning og
árétta hveijar voru meginforsend-
ur skýrslunnar. Annað væri hrein
móðgun við alla þá er starfa við
fiskvinnslu hér á landi.“