Morgunblaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1990 Á Njáluslóð í Laugarnesi Hugleiðing um deiliskipulag Laugarnestanga eftir Guðlaug Gauta Jónsson í sumar sem leið var kynnt til- laga að skipuiagi fyrir Laugarnes. Skipulagstiilagan sem nú liggur i%rir, nær aðeins til þess hluta hins forna höfuðbóls Laugarness, sem enn er óbyggður að mestu og nem- ur ca. 8 hekturum. Nafn sitt dregur nesið af laugunum í Laugardal, en í eina tíð tilheyrðu þær jörðinni ásamt miklu landsvæði, sem nú er undir byggð. Þegar ég var að alast upp á „Teigunum", náði orðið Laug- arnes yfir allt Laugarneshverfið. Þannig breyta hugtök merkingu á skömmum tíma. Okkur íslendingum hefur tekist illa til með varðveislu gamalla minja. Kemur þar margt til. Híbýli manna og annar húsakostur var ekki byggður úr varanlegu efni og var fljótur að koðna niður og gleym- ast, þegar þjóðin hafði efni og tækni til að flytja í betra húsnæði. Svip- aða sögu má segja um ýmis forn tæki, verkfæri, húsbúnað, húshluta, klæðnað, myndir o.fl. íslendingar voru svo uppteknir við að komast inn í nútímann, að umhirða um hið gamla varð útundan. Nokkru öðru gegnir um bókmenntaarfínn. Þar var ýmsu haldið til haga, ekki síst fyrir tilstilli útlendinga. Spyija má, hver væri sögulegur arfur okkar ef ekki nyti bókmennt- anna? Ætlum við að láta þann arf nægja eða viljum við styrkja hann og auka? Mitt svar er, að til að skilja menningu og sögu og til þess að skilja bókmenntirnar, þarf að varðveita og hlúa að þeim minjum, sem við þrátt fyrir allt eigum enn eftir. Sagan Skipulag, og þær framkvæmdir sem því fylgja, tekur oft á tíðum takmarkað tillit til minja- og nátt- úruverndar. Þetta á ekki síst við um skipulag í þéttbýli, og þessu sjást glögg merki innan borgar- marka Reykjavíkur. A síðari árum hafa augu manna verið að opnast fyrir því, að varðveita þurfi bæði náttúru- og söguminjar og er þess æ oftar getið í skipulagsforsögnum. I greinargerð með deiliskipulagstil- % m%\ i \i i \ iii lögu að Laugarnesi segja skipulags- höfundar m.a.: „Laugarnes er eitt af fáum opn- um svæðum innan borgarmark- anna þar sem óspillt náttúra fær að njóta sín. Ströndin er nánast eina óraskaða strandlengjan vestan Elliðaáa. Merkar söguleg- ar og menningarsögulegar minj- ar bera merki um þúsund ára byggð í Laugarnesi. Útsýni yfir Sundin frá Laugarnesinu er ægi- fagurt að sumri sem vetri... Saga Laugarness er hluti íslenskrar byggðar, hér stóð stór- býlið og síðan kirkjustaðurinn Laugarnes, sem fyrst er getið í Njálu, ásamt hjáleigum sínum . ..“ A 10. öld áttu jörðina bræðurnir Þórarinn, Ragi og Glúmur Óleifs- synir, en Þórarinn Ragabróðir var lögsögumaður 950-969. Þarna bjó Hallgerður langbrók áður en hún giftist Gunnari Hámundarsyni og sagnir eru um, að hún hafi aftur búið í Laugarnesi eftir víg Gunnars og þar hafi hún látist og verið jarð- sett. Kirkja var í Laugarnesi frá því um 1200 og fram til 1794. Bisk- upssetur var í Laugarnesi frá 1825 til 1945 og var þar reist biskups- stofa. Biskupsstofan var steinhús sem rifið var skömmu fyrir alda- mótin. Hjáleigur voru í landi Laug- arness og vita menn enn hvar þijár þeirra stóðu, Suðurkot, Norðurkot Dg Barnhóll. Ýmis annar fróðleikur er til um jörðina frá fyrstu tíð til okkar daga, og má þar benda á kafla um Laugarnes í bók Páls Líndals, Sögustaðir við sund, og grein Þórs Magnússonar þjóðminja- varðar, sem birt var í Morgunblað- inu þann 28. júní 1985 og fylgir greinargerð með skipulagstillög- unni, eins og hún var lögð fram í Skipulagsnefnd Reykjavíkur í júní sl. Undir lok þeirrar greinar segir m.a.: „Enn ber þetta landsvæði nokkuð af hinu gamla og óspillta svip- móti, og er Laugamestáin að verða nánast eina strandlengjan á Seltjarnarnesi hinu forna, sem enn er óspillt af framkvæmdadug nútímans. Þarna má enn sjá dæmigert gamalt tún með beða- sléttum frá um aldamót, mýrar- sund og mólendi þótt í litlu sé, og enn verpa farfuglar þarna á nesinu. Þarna eru að kalla einu hjáleigurústirnar, sem benda má á innan bæjarlandsins nú sem komið er, og hinar einu, sem nokkur von er til að sýna megi til frambúðar.“ Tillagan Skrifleg forsögn að deiliskipulag- inu hefur ekki verið gerð, en eins „Hér verður að standa vel að málum, því þessu tækifæri til að auðga nútíð og framtíð af minjum úr fortíð má ekki glata. Þessar minj- ar þarf að gera að lif- andi sögu.“ og fyrr segir-fjalla skipulagshöfund- arnir sérstaklega um sögulegar minjar í Laugarnesi og í markmið- um, sem þeir setja fram í sambandi við tillöguna, segir m.a.: „Hið náttúrulega umhverfi verði látið halda sér eins og auðið er.“ „Sögulegar og menningarsögu- legar minjar verði varðveittar og merktar." „Aðstaða Listasafns Siguijóns Ólafssonar verði bætt.“ „Gera Laugarnesið enn áhuga- verðara fyrir borgarbúa og aðra, sem vilja njóta útiveru, nátt- úrufegurðar, lista og menning- ar.“ Hægt er að taka undir þessi markmið. Allniikið vantar þó á, að þeim sé fylgt í tillögunni, enda vant- ar ýmsar grundvallarrannsóknir til þess að byggja á, ef ná á settum markmiðum. Þannig hefur ekki ver- ið gert gróðurfars- eða gróðurgrein- ingarkort af svæðinu. Fyrir liggur aðeins landgreiningarkort án skrif- legrar greinargerðar. Sömuleiðis liggur ekki fyrir sögu- eða náttúru- minjakort, sem hlýtur þó að teljast frumskilyrði með tilliti til auðlegðar þessa svæðis af minjum. Yfirlýsing Borgarskipulags um, að ekki verði veitt framkvæmdaleyfi fyrr en borgarminjavörður hefur gert frum- rannsóknir, er ófullnægjandi og lýs- ir öfugsnúnum vinnubrögðum. Það hljóta að teljast eðlileg vinnubrögð, að rannsaka fyrst og fella síðan skipulagið að þeim 'fróðleik sem fæst við ranrisóknina. Ekki er minnst á íbúðarbyggð í markmiðum skipulagsins og beinast athugasemdir, sem komið hafa fram vegna skipulagsins, m.a. að því, að ekki beri að auka byggð á svæðinu. I umsögn Borgarskipulags um þær athugasemdir er ýmist tal- að um, að íbúðarbyggð aukist ekki samkvæmt tillögunni, eða aukist ekki að ráði frá því sem fyrir er. Deila má um, hvaða starfsemi hefur unnið sér rétt til veru á svæðinu. Allir virðast t.d. sammála um, að bílaviðgerðir eigi þar ekki heima. Óumdeilt ætti þó að vera, að tilldg-' ari gerir ráð fyrir nýbyggingum fyrir íbúðir. Það gétur ekki talist í samræmi við markmið tillögunnar, að stuðla þannig að meira raski á svæðinu, en nauðsyn ber tii. Óskilj- anlegt er einnig, nema e.t.v. í ljósi þess að frumgögn að skipulaginu vantar, að ekki skuli vera sýnd lega væntanlegrar frárennslislagnar um svæðið. Tillagan gerir ráð fyrir götu eftir endilöngu austanverðu svæðinu, að miklu leyti vestan þess svæðis sem Tollvörugeymslan hefur til afnota nú. Þessi gata á að þjóna umferð að og frá fullbyggðri Sundahöfn. Svo enn sé vísað í markmið tillög- unnar, hlýtur þessi staðsetning að vera út í hött. Það getur engan veginn samrýmst eðli og notkun þessa svæðis, að leysa á því umferð- arvandamál, sem e.t.v. skapast ann- ars staðar. Með tilliti til þess, að Tollvörugeymslan mun vera á för- um og að allt svæðið austan Laug- arnessins er atvinnusvæði, þar sem endurskipulagning er aðkallandi samkv. hverfaskipulagi borgarhluta 4, hlýtur að verða leysa atvinnu- tengda umferð þar, eða á annan hátt utan Laugarnessins. Um legu heimreiðar um svæðið V \ va%\ \ n\i\m\ i i) m\ \ n\ i ■ # Birta í skammdeginu KÓPAL BIRTA 20 cr nýtt gljástig í KÓPAL innanhúss- málningu. Hún gefur silkimatta áfcrð og hcntar vel þar sem mæðir talsvert á veggflcti, t.d. á ganga, barnaherbergi, eldhús, og þar sem óskað er eftir góðum gljáa. KÓPAL BIRTA er vatns-r þynnanleg yfirmálning og fæst í staðallitum og í nær óteljandi sérlitum skv. KÓPAL Tónalita- kortinu. KÓPAL BIRTA 20 uppfyllir — eins og aðrar máln- ingarvörur með samheitinu KÓPAL - kröfur um ómeng- andi málningarvöru til innanhússnota á Norðurlöndum. KÓPAL BIRTA 20 - í öllum málningarverslunum. MM, málning'f -það segir sig sjdlft - * % m 8 H m §u/æ s //m f n m i / / irni/ f/i i i i i I + tm «íík >K. \ / w\ SOKKAR OG SOKKABUXUR TÁKN UM GÆÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.