Morgunblaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ LAUGAKDAGUR li DESEMBER 1990 GULLFALLEGIR PELSAR MJÖG GOTT VERÐ GREIÐSLUSKILMÁLAR Enn af skoðana- könnun um álver Safalinn, Laugavegi 25, 2. hæð. Sími 17311 15% AFSLÁTTUR AF BAÐINNRÉTTINGUM hafi pöntun veriö stnöfest fyrir 15. þ.m. Opið í dag frá kl. 9-18 og á morgun frá kl. 14-16 eftir Gunnhiug Júlíusson Stefán Ólafsson, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskólans, ritar grein í Morgunblaðið þann 15. nóvember sl. þar sem hann fjallar nokkuð um grein þá sem undirritað- ur skrifaði um fyrir nokkru um skoðanakönnun þá sem Félags- vísindastofnun framkvæmdi fyrir iðnaðarráðuneytið sl. haust. í henni var fjallað um skoðanakönnunina, þar sem kannað var viðhorf þjóðar- innar til byggingar álvers og stað- setningar þess svo og túlkun niður- staðna. Ég sé ástæðu til að fjalla um nokkur atriði í grein Stefáns. Af dylgjum Stefán lætur liggja að því að undirritaður hafi verið með dylgjur um að iðnaðarráðuneytið hafi pant- að ákveðnar niðurstöður frá Fé- lagsvísindastofnun. Þessu vísa ég alfarið á bug og getur hver sem er gluggað í fyrri grein mína frá 17. okt., en þar stendur: „Skoðanakönnun þessi var pönt- uð af iðnaðarráðuneytinu og fram- kvæmd af Félagsvísindastofnun". Stefán segir síðan sjálfur að könnunin hafi verið framkvæmd að ósk ráðuneytisins. Á því að panta verk eða óska eftir að það sé unnið er enginn munur og falla því ásak- anir um dylgjur um sjálft sig. 1. DES. 1990 Við vekjum athygli á að frá og með deginum í dag hefur okkur verið falið STEINWAY & SONS umboðið á íslandi. Við munum kappkosta að hafa STEINWAY & SONS hljóðfæri fyrirliggjandi í verslun okkar og höfum nú þegar fengið flygil og píanó sem viðskiptavinir geta skoðað og reynt á staðnum. Komið og kynnist þessum rómuðu hljóðfærum af eigin raun. LÉIFSH. MAGNÚSSONAR GULLTEIGI 6 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 91 - 688611 Hitt væri áhugavert að fá upp- lýst hver samdi spurningarnar af þeirri ástæðu að af sex spurningum sem lagðar eru fram, þá er í þrem- ur þeirra gengið út frá að álver sé staðsett á Keilisnesi og spurt um afstöðu til byggingar þess þar út frá mismunandi forsendum. Hins vegar er einungis í einni spurningu leitað sérstaklega eftir afstöðu að- spurðra gagnvart byggingu álvers úti á landsbyggðinni út frá ákveðn- um forsendum. Um framkvæmd og áreiðan- leika skoðanakannana Þrennt er afgerandi um hve marktækar niðurstöður úr skoðana- könnunum eru. Stærð úrtaksins, samsetning þess og svörunarhlut- fall þeirra sem í úrtakinu lenda. Hér verður nokkuð fjallað um þessi atriði út frá nefndri skoðanakönn- un. Hvað stærðina varðar þá verður stærð úrtaksins að vera yfir ákveðnum lágmarksmörkum (hér- lendis hefur lágmark oft verið sett við 600 rnanns) en hins vegar er það ekki rétt að stærri úrtök séu alltaf betri en minni. Ég gerði ekki athugasemd við þá úrtaksstærð sem var í umræddri skoðanakönnun og tók sérstaklega fram að minni úrtök séu oft marktækari en mjög stór vegna meiri svörunar sé vel að þeim staðið að öðru leyti. Samsetning úrtaksins skiptir miklu máli, og hvað þann þátt varð- ar þá hefur Félagsvísindastofnun sýnt virðingarvert fordæmi um að velja ætíð úrtak eftir þjóðskrá en ekki eftir símaskrá eins og tíðkast hjá ýmsum öðrum. Ég er hins veg- ar ekki sammála Stefáni um að það sem mestu máli skiptir sé á hvern hátt sá hópur sem svari endur- spegli þjóðina, heldur vega allir fyrrgreindra þátta þungt, þ.e.a.s. stærð, samsetning og svörun. Hver og einn þeirra verður að uppfylla lágmarkskröfur til að niðurstöðurn- ar séu marktækar. Ef einn hlekkinn brestur er keðjan gagnslaus. Því skiptir svörunarhlutfallið (hve margir af úrtakinu svara) ekki minna máli en samsetningin varð- andi marktækni niðurstaðnanna. Svo ég setji fram dálítið öfgakennt dæmi þá getur skipting svarenda verið í mjög áþekkum hlutföllum og samsetning þjóðarinnar, en svör- unin verið t.d. 30%. Eru niðurstöð- urnar þá_ marktækar? *Hver eru mörkin? Ég spurði í grein minni hver sé lágmarkssvörun úr úrtaki til að niðurstaðan sé marktæk. Þeirri spurningu hefur ekki verið svarað. Um niðurstöður og túlkun þeirra í fyrri grein minni setti ég 80% svörun sem viðmiðun um hvort nið- urstöður skoðanakönnunar væru marktækar eða ekki. Það er í sjálfu sér ekki rétt að fullyrða að sú stærð sé hin eina og absolúta. Það breyt- ir hins vegar ekki því að svörun sem liggur I kringum 70% er lægri en svo að á henni sé hægt að byggja óyggjandi niðurstöður. Hún gefur til kynna ákveðnar líkur en felur ekki í sér forsendur fyrir óumdeilan- legri fullyrðingu. Því get ég ekki samþykkt að meginforsenda fyrir gagnrýni minni sé röng því menn- vita ekkert um afstöðu þeirra sem ekki svara. Þeim mun stærri hópur sem það er þeim mun marklausara er að alhæfa skoðanir svarenda • LITAVER • LITAVER • LITAVER • LITAVER • SOMvlE^p^ Á STI6AHÚS • LITAVER • LITAVER • LITAVER • LITAVER • Gunnlaugur Júlíusson „Það er á engan hátt Félagsvísindastofnun til framdráttar að hennar nafn sé límt sem sönnunargagn á full- yrðingar sem ekki er fótur fyrir.“ yfir þann hluta hópsins sem ekki svarar. Stefán segist ekki getað svarað fyrir einstök skrif og fyrirsagnir í blöðum, enda ekki til þess ætiast. Á hinn bóginn ber hann ábyrgð á því hvernig niðurstöður könnunar- innar eru settar fram í skýrslu Fé- lagsvísindastofnunar. Því er full ástæða til að beina sérstakri at- hygli að því sem Stefán segir í síðari hluta greinar sinnar um nið- urstöður úr sundurgreiningu niður- staðna í undirhópa. Þar kemur fram að: „Sundurgreining niðurstaðna reynir vissulega á öryggi niður- staðna, og þegar komið er niður fyrir 40—50 manna hópa er einung- is ástæða til að nota einstakar nið- urstöður sem grófar vísbendingar." Ég er Stefáni mjög sammála um þetta atriði, og vakti á því sérstaka athygli í fyrri grein minni. í fram- haldi af því er eðlilegt að spyija af hveiju voru ekki settir fram slíkir fyrirvarar í skýrslu Félagsvísinda- stofnunar þegar hún kom út m.a. með hliðsjón af því á hvern hátt niðurstöðurnar voru túlkaðar í fjöl- miðlum. Því er ekki gefinn gæða- fiokkun á hin ýmsu svör eins og til dæmis hvaða niðurstöður mætti nota með miklu öryggi sem mark- tæka fyrir heildina, hveijar gæfu ákveðnar vísbendingar og af hvaða svörum verður að fara mjög varlega í að draga ályktanir. Hér er um mjög mikilvægt atriði að ræða þannig að ekki sé gefið undir fótinn með að gefa niðurstöðunum meiri vigt en þeim ber í raun og veru með því að minnast ekki á neina fyrirvara. Það er á engan háti Fé- lagsvísindastofnun til framdráttar að hennar nafn sé límt sem sönnun- argagn á fullyrðingar sem ekki er fótur fyrir og væri hennar vegur meiri ef hún setti fram fyrirvara um túlkun niðurstaðna þar sem slíkt á við. Ekki síst á þetta við um skoð- anakannanir sem varða svo stór, afdrifarík og vandmeðfarin mál eins og byggingu risastórs álvers á ís- landi og staðsetningu þess. Við slíkar aðstæður ætti Félagsvísinda- stofnun að vekja athygli á öllum þeim fyrirvörum sem verður að gera gagnvart túlkun niðurstaðna, þannig að hinum faglega þætti sé gefin sú vigt sem honum ber. Á hvem hátt niðurstöður skoðana- könnunarinnar voru notaðar af stjómmálamönnum og hagsmuna- aðilum gaf glöggt til kynna hve mikilvægt var að geta veifað slíkum pappírum. Þar var hvergi getið um fyrirvara eða að rétt væri að fara varlega í að draga ályktanir. Höfundur er hagfræðingur í landbúnaðarráðuneytinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.