Morgunblaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1990
Hvað gerir Þýskaland?
eftirBjörn Bjarnason
Kosningabaráttunni í Þýskalandi
lýkur í dag. Allar spár benda til
þess að Helmut Kohl, kanslari
Þýskalands og leiðtogi kristilegra
demókrata (CDU), sitji áfram eftir
að atkvæði hafa verið talin og úr-
slitin tilkynnt á mánudag. Kohl
hefur verið kanslari samfellt í átta
ár í samsteypustjóm með frjálsum
demókrötum (FDP) en á landsvísu
stjórna kristilegir demókratar jafn-
an með kristilegum sósíalistum
(CSU) í Bæjaralandi, flokki Franz
Josefs Strauss, sem gerði sér á
sínum tíma vonir um að geta orðið
kanslari en lifði hvorki að sjá þann
draum sinn rætast né óskina um
sameinað Þýskaland.
Á þeim átta árum sem liðin eru
síðan Kohl komst til valda hefur
svo margt breyst í Þýskalandi og á
alþjóðavettvangi, að í raun er unnt
að ræða um tvenna ólíka tíma. Við
erum nú að hefja nýtt pólitískt skeið
í Evrópu. Þegar Kohl var valinn til
forystu hjá þjóð sinni var hún sundr-
uð vegna ágreinings í öryggismál-
um. Helmut Schmidt, jafnaðarmað-
urinn, sem var forveri Kohls á
kanslarastóli hafði fyrstur manna,
árið 1977, varað við hættunni, sem
V-Evrópu stafaði af nýjum eld-
flaugum Sovétmanna, SS-20 með-
aldrægu kjamorkuflaugunum.
Þeim var þá verið að koma fyrir í
Austur-Evrópu og flaugarnar gátu
ekki haft annað hlutverk en að
ógna íbúum vesturhluta álfunnar.
Vildi Schmidt ekki að Sovétmenn
fengju slíka kjamorkuvopna-einok-
un í Evrópu. Hann beitti sér fyrir
því, að tvíþætta ákvörðunin svokall-
aða var tekin af Atlantshafsbanda-
laginu (NATO) í desember 1979
um að.setja upp bandarískar stýri-
flaugar og meðaldrægar kjarnorku-
eldflaugar í Vestur-Evrópu, meðal
annars í V-Þýskalandi. Þetta vakti
ákafar deilur í Þýskalandi og friðar-
hreyfingin svonefnda varð til þar
með þátttöku manna úr flokki
Schmidts og var Oskar Lafontaine,
núverandi kanslaraefni flokks jafn-
aðarmanna (SPD), meðal þeirra
sem snemst gegn Schmidt. 1982
var samþykkt vantraust á sam-
steypustjórn SPD og FDP, Schmidt
fór frá. Frjálsir demókratar undir
forystu Hans Dietrichs Genschers,
utanríkisráðherra síðan 1974,
gengu hins vegar til liðs við
CDU/CSU og Kohl varð kanslari.
Em síðan fáleikar með þeim
Schmidt og Lafontaine, sem birtust
r
MORATEMP
AUÐSTILLT
MORATEMP blöndunar-
tækin eru með auðveldri
einnar handar stillingu á
hitastigi og vatnsmagni.
MORA sænsk gæðavara
fyrir íslenskar aðstæður.
Fást í byggingavöruverslunum.
(gD
^ meiri ánægja^
Hrun kommúnismans í Austur-Þýskalandi hefur gjörbreytt stöðu Helmuts Kohls og frumkvæði kanslar-
ans í sameiningarmálinu hefur tryggt honum yfirburðastöðu í þýskum stjórnmálum.
í kosningabaráttunni nú með þeim
hætti að Schmidt sagði kanslaraefni
flokks síns óhæft til forystu.
Eldflaugadeilunni var síður en
svo lokið en Kohl hélt fast við skuld-
bindingar Schmidts. Hann vann
kosningar vorið 1983 og síðar það
ár var hafist handa við að setja
bandarísku eldflaugamar upp í
V-Þýskalandi. Mótmælin voru mikil
og víða kom til átaka á milli lög-
reglu og fulltrúa friðarhreyfíng-
anna.
Sovétmenn áttuðu sig á því, að
þeir höfðu tapað áróðursstríðinu og
breyttu um áherslur í andstöðu sinni
við varnarstefnu Atlantshafsbanda-
lagsins. Viðræður um takmörkun
vígbúnaðar fóru að nýju af stað.
Þáttaskil urðu þegar Mikhaíl Gorb-
atsjov kom til sögunnar sem leið-
togi Sovétríkjanna í mars 1985.
Kohl náði endurkjöri sem kanslari
í kosningunum 1987. Hann gengur
nú til almennra kosninga sem kansl-
ari í þriðja sinn og er talinn eiga
sigurinn vísan. Gangi sú spá eftir
og FDP fái sæmilega útkomu verð-
ur óbreytt stjóm í Þýskalandi. Theo
Waigel, fjármálaráðherra í sam-
bandsstjórninni og leiðtogi CSU,
spáir því hins vegar, að FDP muni
hugsa sér til hreyfings eftir tvö ár
ef flokksforystan telur það henta
sér með hliðsjón af úrslitunum. FDP
er hinn dæmigerði miðjuflokkur,
sem snýr sér til hægri eða vinstri
eftir því hann telur best til að halda
í völdin. Minnir hann að því leyti á
Framsóknarflokkinn hjá okkur, en
félagar í FDP og framsóknarmenn
starfa saman í alþjóðasambandi
fijálslyndra flokka.
Ólík viðhorf til sameiningar
Fyrir rúmu ári leit út fyrir, að
Helmut Kohl þyrfti enn einu sinni
að heyja kosningabaráttu í skugga
kjarnorkueldflauga. Innan NATO
var þá harkalegur ágreiningur um
afstöðuna til skammdrægra kjarn-
orkuvopna I V-Þýskalandi. Þar tók-
ust þau á Margaret Thatcher og
þýski kanslarinn. Þótt orðalag fynd-
ist sem bæði gátu túlkað sér í hag
var Ijóst, að ótti Þjóðveija var mik-
ill við kjamorkuvopn í landi þeirra,
enda em þau svo skammdræg að
áhrifin yrðu mest í austur'hluta
landsins yrði þeim beitt, Var talið
líklegt að Kohl myndi ekki megna
að halda nægilegum stuðningi til
að sitja áfram sem kanslari. Al-
mennt fór einnig það orð af honum,
að hann væri svo sviplítill stjórn-
málamaður, að almenningur myndi
áreiðanlega hafa fengið nóg af hon-
um eftir 8 ára setu hans í kanslara-
embættinu.
Atburðarásin sem hófst í
Austur-Þýskalandi síðastliðið haust
hefur gjörbreytt stöðu Kohls. Þegar
Gorbatsjov kom til A-Berlínar í
október 1989 hafði almenningur í
Þýska alþýðulýðveldinu þegar tekið
til við að mótmæla einræðisstjórn
Erichs Honeckers og félaga hans í
kommúnistaflokknum (SED). Gorb-
atsjov sagði að Þjóðveijar yrðu að
leysa sín mál sjálfir; Sovétstjórnin
ætlaði ekki að hafa afskipti af þeim.
Þá varð ljóst, að sovéska hernum
yrði ekki beitt fyrir Honecker og
SED. Mótmælin jukust, fólkið
streymdi úr landi um Ungveijaland
og Tékkóslóvakíu og 9. nóvember
1989 var skarð rofið í Berlínannúr-
inn. Dagar kommúnismans í
A-Þýskalandi voru taldir.
Faeinum dögum síðar var haldinn
fjöldafundur í V-Berlín, þar sem
leiðtogar v-þýsku flokkanna fluttu
ræður. Kohl var illa tekið á þeim
fundi og svo virtist sem Willy
Brandt og jafnaðarmenn kynnu að
ná pólitísku forskoti með stuðningi
almennings. Óttuðust margir, að
Kohl ætlaði að halda fast í kröfuna
■'um að austurlandamæri Þýskalands
yrðu ekki dregin við Oder-Neisse-
línuna gagnvart Póllandi heldur
áustar og einhvers konar hættu-
ástand kynni að skapast.
Það hefði verið í hróplegu ósam-
ræmi við stefnu Konrads Adenau-
ers, fyrsta kanslara V-Þýskalands
1949, og kröfur kristilegra demó-
krata alla tíð síðan um sameiningu
Þýskalands, ef Kohl hefði tapað
frumkvæðinu í sameiningarmálinu
eftir að múrinn var fallinn.
Höfundi þessarar greinar eru
minnisstæðar tvær ræður, sem
hann heyrði fluttar um sameiningu
Þýskalands, annars vegar 1987 og
hins vegar sumarið 1989. Fyrri
ræðuna flutti Helmut Kohl. Hann
talaði af miklum tilfinningahita og
sagði áheyrendum sínum að efast
aldrei um að Þýskaland yrði endur-
sameinað. Það væri með öllu óvið-
unandi að sætta sig til frambúðar
við skiptingu þjóðarinnar í tvö ríki.
Síðari ræðuna flutti blaðamaður og
sérfræðingur í alþjóðamálum, sem
hallast að skoðunum jafnaðar-
manna. Hann sagði, að ástæðulaust
væri að velta endursameiningu
Þýskalands fyrir sér. Meðal Þjóð-
verja væri ekki áhugi á henni, mál-
ið væri pólitískt dautt.
Kohl náði öruggu frumkvæðí í
sameiningarmálinu. Honum var
fagnað ákaft, þegar hann efndi til
funda í austurhluta Þýskalands og
fólkið hrópaði: Helmut! Helmut!
Helmut! Hann lagði áherslu á að
sameiningin gengi fljótt fyrir sig
og ástæðulaust væri að velta fyrir
sér fjárhagslegri hlið hennar, enda
væri meira í húfi en unnt væri að
meta til fjár. Oskar Lafontaine tók
annan pól í hæðina. Hann hafði
fyrirvara á afstöðu sinni til samein-
ingarinnar og vildi fá að vita hvað
hún kostaði v-þýska skattgreiðend-
ur. Um tíma leit út fyrir að jafnað-
armenn kynnu að hindra skjóta
afgreiðslu v-þýska þingsins á laga-
breytingum vegna sameiningarinn-
ar, en aukinn meirihluta þurfti til
að samþykkja sumar þeirra í sam-
bandsþinginu. Segja sumir að ráðin
hafi verið tekin af Lafontaine og
Hans Jochen Vogel, formaður SPD ’
og þingflokksins í Bonn, hafi ákveð-
ið að styðja tillögur Kohls. í þýskum
fjölmiðlum er talað um fáleika með
þeim Vogel og Lafontaine og sér
Vogel nú orðið ástæðu til að vekja
athygli blaðamanna á því, hve oft
hann nefni Oskar í kosningaræðum
sínum.
í kosningabaráttunni hafa jafn-
aðarmenn verið í varnarstöðu vegna
sameiningarinnar og fögnuður
þeirra er greinilega skilyrtur.
Kristilegir eru hins vegar í hátíðar-
skapi og telja að þýska þjóðin standi
nú á tímamótum sem séu sambæri-
leg við stærstu stundir í sögu henn-
ar og sérstaklega beri að fagna,
hve friðsamlega sameiningin hefur
gengið fyrir sig.
Skuggar fortíðarinnar
Óáþreifanlegur þáttur í kosn-
ingabaráttunni í Þýskalandi er
óvildip í garð fyrrum stjórnenda
þýska alþýðulýðveldisins, sem nú
starfa innan sósíalísks flokks, sem
aðeins býður fram í austurhluta
landsins, PDS.
í V-Þýskalandi hefur það verið
regla, að flokkar komi ekki mönn-
um á þing nema þeir fái að minnsta
kosti 5% í landinu öllu. Er þessi
regla byggð á reynslunni frá
Weimar-lýðveldinu sem leið undir
lok með valdatöku nasista í upp-
hafi fjórða áratugarins. Á þingi
þess voru margir smáflokkar og
erfitt að skapa starfhæfan meiri-
hluta. 5% reglan veldur því, að í
Þýskalandi eru tiltölulega fáir
flokkar, þótt um hlutfallskosningar
sé að ræða eins og hjá okkur, að
vísu er fyrirkomulagið annað þar
en hér, þar sem kjósendur geta
bæði valið einstakling í kjördæmi
sínu og einnig landslista. Segja
menn þar, að annað atkvæðið, það
sem fellur á landslistann ákveði
hveijir stjórni að kosningum lokn-
um. Ætlunin var að 5% reglan gilti
áfram um allt Þýskaland í kosning-
unum núna. Græningjar kærðu lög
þess efnis fyrir stjórnlagadómstóli
sem úrskurðaði, að 5% reglan skyldi
að þessu sinni framkvæmd með
þeim hætti, að flokkur þyrfti að fá
5% annað hvort í hinum 5 nýju
sambandslöndum fyrir austan og
tengdust nú sambandslýðveldinu
við sameininguna eða hinum ellefu
(10 + Berlín) sem þar voru fyrir. Á
grundvelli þessarar breytingar gera
forystumenn PDS sér vonir um að
koma mönnum á þingið í Bonn að
þessu sinni.
Talsmenn annarra stjórnmála-
flokka eiga varla til nægilega sterk
orð til að lýsa andstöðu sinni við
PDS. Fyrir utan að hafa 300.000
félaga sem sjá eftir alþýðulýðveld-
inu eða vilja halda í sósíalisma af
því tagi sem þar var iðkaður með
einhveijum breytingum þó, er PDS
fulltrúi pólitískrar spillingar. Fyrir
liggur að forystumenn SED gamla
valdaflokksins í alþýðulýðveldinu
hafa rakað saman fé og það gengið
í erfðir til PDS. Er alls ekki ljóst
ennþá hvernig þeim málum öllum
er háttað en hitt þó víst að um gífur-
legar fjárhæðir hefur verið að ræða.
I alþýðulýðveldinu voru jafnaðar-
menn neyddir til að ganga í SED,
en SPD sver af sér öll tengsl og
minnstu samúð með SED eða PDS-.
Flokkar kristilegra og fijálslyndra
voru ekki lagðir niður í alþýðulýð-
veldinu heldur stofnuðu kommún-
istar til samstarfs við þá, þannig
að flokkar með sömu nöfnum voru
til fyrir austan og vestan. Fyrir
austan voru þeir ekki annað en
nafnið tómt, en í kosningabarátt-
unni hefur borið á því að andstæð-
ingar kristilegra og fijálslyndra láti
í það skína, að flokkamir fyrir vest-
an hafi ekki eins hreinan skjöld
gagnvart SED og þeir vilji vera
láta; kannski hafi einhveijir duldir
sjóðir fallið þeim í skaut?
Slíkum dylgjum er svarað af
fullri hörku og með heitstrenging-
um um að hlutur PDS skuli verða
sem minnstur.
Umhverfismál og
kvennapólitík
Sameining Þýskalands og allt
sem henni tengist ber þannig hæst
í kosningunum í Þýskalandi. Enginn
veit í rauninni hvað hún ber í skauti
sér en almennt má draga þá álykt-
un af almennum umræðum að fólk
vilji ekki láta vangaveltur um pen-
ingalegu hliðina ráða ferðinni. Jafn-
aðarmenn í alþýðulýðveldinu fyrr-
verandi lýsa því hiklaust yfir, að
þeir hafi fengið meira en nóg af
peningatalinu í Lafontaine.
Græningjar hafa skipað sér
vinstra megin við jafnaðarmenn í
vesturhluta Þýskalands en í nýju
sambandslöndunum fimm starfa
þeir með samtökum, sem kalla sig
Bundnis 90. Á fundi hjá græningj-
um syðst í Bæjaralandi gafst mér
kostur á að hlusta á ræðu sem Jutta
Ditfurth, einn af frambjóðendum
þeirra flutti. Það vakti sérstaka
athygli, hve lítið hún ræddi um
þýsk málefni. Hún fjalkði einkum
um það sem hún kallaði „öko-imper-
ialismann“ eða heimsvaldastefnu
þeirra, sem hefðu umhverfisvernd
að engu. Rakti hún dæmi um slíka
heimsvaldastefnu víða um heim og
nefndi baráttu indíána í Quebec í
Kanada máli sínu til stuðnings og
tilraunir í Brasilíu til að knýja bíla
með alkóhóli. Taldi hún að ríku
þjóðirnar væru markvisst að eyði-
leggja ríki þriðja heimsins.
A palli sem var við hlið á ræðu-
púltinu voru auglýsingaskilti frá
græningjum, þar sem var slagorðið:
„Andere machen Politik mit Frauen
bei uns machen Frauen Politik“,
sem má íslenska með því að segja,
að annars staðar vinni menn að
stjórnmálum með konum en hjá
græningjum móti konur pólitíkina.
Sýnir þetta hve mikla áherslu græn-
ingjar leggja á að ná til kvenna.
Minna áherslur Kvennalistans hér
einnig á margt af því, sem þýskir
græningjar segja.
í málflutningi hefðbundnu þýsku
flokkanna gætir þess töluvert^ að
þeir vilja ekki fá það orðspor, að
þeir séu andvígir þeim málum sem
eru flokkuð undir hugtakið kvenna-
pólitík. Talsmenn t flokkanna allra
leggja einnig mikla áherslu á nauð-
syn þess að stuðla að umhverfis-
vernd. Er ekki vafi á því að græn-
ingjar hafa haft meiri áhrif á