Morgunblaðið - 01.12.1990, Side 27

Morgunblaðið - 01.12.1990, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ JAUGARDAGUR ,ll DBSEMBER 1990 2U Hluti myndanna sem verða á uppboðinu annað kvöld. Muggur, Kjarval og Jón Stefáns- son á uppboði Klausturhóla Listmunafyrirtækið Klausturhólar efna til 162. uppboðs síns á Hótel Sögu, Súlnasal, nk. sunnudag kl. 20.30. Það er mikii og skemmtileg breidd í hinum 87 myndverkum, sem boðin verða til sölu. Þar er úrval af yngri og eldri íslenskum listmálurum — en einkum vekja þó athygli sem fyrrum úrvalsmyndir eftir gömlu meistarana: Kjarval, Asgrím, Mugg, Gunnlaug Blöndal, Júlíönu og Snorra Arinbjarnar. Þá verða boðnar upp margar myndir yngri málara: Mynd Tryggva Olafssonar, Atelier, Sjó- maður, mynd Eiríks Smith, Hesta- mynd eftir Stefán frá Möðrudal, Bátamynd eftir Ágúst Petersen, gömui mynd, Dýjamosi, eftir Hring Jóhannesson, Abstraktion eftir ísleif „naívista" Konráðsson, myndin Bókagrúsk eftir Tolla, mynd frá Álftanesi eftir Jon Jóns- son, Þingvallamynd eftir Guðmund frá Miðdal. Mestu tíðindin á þessu uppboði eru þó úrvalsmyndir eftir Gunn- laug Blöndal, stór módelstúdía frá bestu árum listamannsins, olíumál- verkið Sólblóm, fallega litskorin uppstilling eftir Jón Stefánsson, auk hennar eru tvö listaverk eftir þennan mikla meistara íslenskrar myndlistar á uppboðinu. Mynd eft- ir Matthías vekur athygli: Eftir- mynd af málverki eftir Rubens, stærðar listaverk, 151—214 sm. Ekki má gleyma Erró, eldgömul mynd eftir hann, síðan 1956, Dý- rið, verður boðin upp. Eftir Júlíönu Sveinsdóttur verð- ur seld myndin Frá Búðum, óvenju- lega litaglöð olíumynd eftir lista- konuna, sem bjó nánast alla ævi sína á slóðum H.C. Andersens. Að lokum má geta þriggja mjög merkilegra Kjarvalsmynda: Mynd- in Álfakroppur, máluð 1960, óvenjulega ljúf og falleg mynd; fantasían Blámi, 73x90 sm og að lokum myndin Vífilfell, olía á striga, máluð 1935, 68x51 sm heillandi fagurt listaverk. Myndirnar eru til sýnis að Hótel Sögu, Súlnasal, sunnudag nk. kl. 14—18. (FréttatUkynning) Bókmenntadagskrá í Listasafni Sigurjóns SUNNUDAG- INN 2. desem- ber verður fyrsta bók- menntadagskrá- in í vetur á veg- um Listasafns Sigurjóns Ólafs- sonar á Laugar- nestanga. Þá verða kynnt nýútkomin íslensk skáldverk og Ijóðabækur. Dag- skráin hefst kl. 15.00. Fimm skáld lesa úr verkum sínum. Einar Már Guðmundsson les úr skáld- sögunni Rauðum dögum, Fríða Á. Sigurðardóttir les úr skáldsögunni Meðan nóttin líður, Pétur Gunnarsson les úr skáldsögunni Hversdagshöll- inni, Sigurður Pálsson les úr ljóðabók- inni Ljóð námu völd og Steinunn Sig- urðardóttir les úr skáldsögunni Síðasta orðinu. Fimm ár eru nú liðin síðan Pétur Gunnarsson sendi síðast frá sér skáldsögu og fjögur ár eru Sigurður Pétur frá því Einar Már, Fríða og Steinunn sendu síðast frá sér skáldsögu. Bókmenntadagskrárnar í Sigur- jónssafni hafa öðlast fastan sess í menningarlífinu í Reykjavík og eru jafnan vel sóttar. Þær verða mánað- arlega í vetur eins og verið hefur tvo undanfarna vetur, eða frá því safnið var stofnað. Bókmenntadagskrárnar eru jafnan á sunnudögum, yfirleitt fyrsta sunndag hvers mánaðar. Þær eru með föstu sniði, hefjast klukkan þijú og standa í um það bil eina klukkustund. Kaffístofa safnsins er þá opin og veitingar á boðstólum. (Frcttatilkynning) REYKJAVlKURFLUGVELLI. IOI REYKJAVÍK SlM1: 9 1 - 2 2 3 2 2 /na/anánvvsinn. áfów ítfy&rui Friðarbæna- dagnr Samein- uðu þjóð- anna á morgun SÉRSTAKUR friðabænadagur er á morgun, sunnudaginn 2. desember 1990. Bænaefnið er að þessu sinni aðalega helgað öllum börnum í heiminum, frið á jörðu og frið og líf í sátt við jörðina. Sérstakur hátíðarfundur verður haldinn í ráðstefnusal Sameinuðu þjóðanna í New York á vegum Umhverfísverndarráðs Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðarfriðarhreyf- ingar „ The Society of Prayer for World Peace and Friends of the United Nations“ kl. 16-18 að stað- artíma í New York. Þar verður farið með friðarbæn eða ákall fyrir hvert einasta aðild- arríki S.Þ. og um leið er borin fram fáni þess ríkis sem beðið er fyrir. Fleira er þar á dagskrá, en þess er óskað að sem flestir einstakling- ar eða hópar um heim allan sam- einist þennan dag í hugsun og biðji fyrir þessum 169 aðildarrikj- um S.Þ. og allra annarra ríkja. Allar. bænirnar eru samhljóða að öllu leyti nema þjóðarheitið, og sem hér segir: Megi friður ríkja á jörðu. Ég bið blessunar öllum íslendingum. Megi friður- ríkja á íslandi. Leyft að veiða síld út janúar Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að leyfilegt verði að veiða síld til 31. janúar nk. Nokkrir bátar fengu að veiða síld til frystingar í janúar síðastliðnum en síldveiðum lauk almennt í des- ember á síðustu vertíð. STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR Að landlæknisdótturinni glæsilegu, Öldu Ivarsen, standa sterkir stofnar valmenna og kvenskörgunga. Hér stíga ættmenni hennar ffam á sjónarsviðið, eitt af öðru, séð með augum samferðarmanna sinna. Þetta er mikill ættbogi, „þrútinn af lítillæti, manngæsku og stórhug,“ en byrgir bresti sína og leyndarmál bak við luktar dyr. 1 þessari margslungnu og áleitnu skáldsögu Steinunnar Sigurðardóttur er saga þessa fólks sögð í eftirmælum, greinum og sendibréfum héðan og að handan. Öll er sú saga ofin ísmeygilegri kímni, nöpm háði og einlægri samúð. Og eins og oft gerist í eftirmælum segir það sem ósagt er látið einat t hálfa söguna. Steinunn Sigurðardóttir hefur á undanförnum árum unnið marga sigra með ritverkum sínum, sögum og ljóðum og hlotið fyrir þau mikið lof. Síðasta orðið er viðamikið og frumlegt skáldverk þar sem hún leikur sérlistilega að máli og stíl eins og henni einni er lagið. IÐUNN ♦ VANDAÐAR BÆKU R í 45 ÁR ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.