Morgunblaðið - 01.12.1990, Side 34

Morgunblaðið - 01.12.1990, Side 34
]víóMjnb£M£Í ikuáÁföÁííúá'Y. fliSééaífiíÍR'i^ Eyfirðingar og Reyðfirðingar: Fá greiddar 3,5 milljónir vegna álversathugana Morgunblaðið/Rúnar Þór „Kálfafóstran" í fjósinu á Hrafnagili hefur í för með sér vinnusparnað og jafnari og betri fóðrun kálfanna. Hólmfríður Þórðardóttir starfsmaður hjá félagsbúinu Þristi og Þorsteinn Péturs- son bóndi huga að kálfum. A innfelldu myndinni sést fóstran. Félagsbúið Þristur í Eyjafirði: „Kálfafóstra“ sparar vinnu og bætir fóðrun EYFIRÐINGAR og Reyðfirðing- ar fá greiddar samtals 3,5 millj- ónir króna vegna kostnaðar sem aðilar á þessum svæðum lögðu út i vegna athugana í kjölfar staðsetningar álvers. Heima- menn á þessum stöðum eyddu samtals 10 milljónum króna í tengslum við álversathuganir. Þetta kom fram í máli Alexand- ers Stefánssonar, er hann mælti fyrir nefndaráliti meirihluta fjár- veitinganefndar og breytingatillög- um nefndarinnar í annarri umferð umræðna um frumvarp til fjárauka- laga fyrir árið 1990 á Alþingi í fyrradag. Fram kom að vegna beiðni frá iðnaðarráðuneytinu hefði I Frostrásin í loftið FROSTRÁSIN, ný útvarpsstöð á Akureyri, hefur útsendingar í dag, laugardaginn 1. desember, kl. 10. Stöðin mun starfa út des- embermánuð og ef til vill fram í. janúar. Að Frostrásinni standa áhugasamir einstaklingar sem vanir eru útvarpsstörfum. Áhersla verður lögð á fjölbreytta og líflega dagskrá þar sem íslensk tónlist verður í hávegum höfð. Ut- varpað verður frá kl. 13 til 1 eftir miðnætti á virkum dögum, en leng- ur um helgar. Frostrásin næst á FM 98,7 á Akureyri og nágrenni. liðurinn iðnaðarrannsóknir verið hækkaður um 3,5 milljónir króna og það hefði verið gert til að koma til móts við Eyfirðinga og Reyðfirð- inga sem lagt hefðu út í kostnað vegna staðarvals fyrir nýtt álvér. Sótt hefði verið um 10 milljónir króna vegna þessa. Áætlað er að Reyðfirðingar hafi KONA á miðjum aldri hefur ver- ið úrskurðuð í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um íkveikju i ibúð í húsinu númer 86a við Hafnarstræti á sunnu- dagsmorgun. Konan var íbúi í húsinu. Við rannsókn á eldsupptökum beindist grunur rannsóknarlögreglu. strax að eldavél og við frekari rann- sókn og yfirheyrslur yfir íbúum hússins þótti ljóst að um íkveikju Landsbankinn bauð 255 milljónir króna í verksmiðjuhús Sanitas við Norðurgötu 57 á Akureyri á öðru og síðara nauðungarupp- boði sem haldið var í gær. Þriðja og síðasta uppboð verður þann 19. desember næstkomandi. Uppboðsbeiðendur voru Iðnþró- unarsjóður, Iðnlánasjóður, íslands- banki, Akureyrarbær, Landsþanki eytt um 3,5 milljónum króna vegna álversathugana og Eyfirðingar um 6,5 milljónum. Alexander sagði að nefndin hefði fallist á að bæta heimamönnum hluta kostnaðarins, eða 3,5 milljónir króna og yrði upp- hæðinni skipt á milli staða, en ekki kom fram í máli hans í hvaða hlut- föllum. var að ræða. Það leiddi síðan til þess að konan var handtekin og var hún í gær úrskurðuð í tveggja vikna gæsluvarðhald. Mikið tjón varð af völdum elds- voðans á sunnudaginn, en um er að ræða tvílyft timburhús með risi. Vatnsskemmdir urðu miklar á neðstu hæð hússins, en á risi urðu skemmdir af völdum reyks og sóts. Eldur lék íbúð á efri hæð hússins illa. íslands og Ingólfur Friðjónsson lög- fræðingur. Að sögn Elíasar I. Elías- sonar bæjarfógeta og sýslumanns var uppboðsins krafist vegna skulda að upphæð um 400 milljónir króna. BÆNDURNIR á félagsbúinu Þristi í Eyjafjarðarsveit hafa fest kaup á svokallaðri „kálfafóstru," en hún hefur í för með sér mik- inn vinnusparnað og tryggir einnig mun betri og jafnari fóðr- un kálfanna. „Kálfafóstran", eins og þeir bændur kalla tækið, er keypt frá Noregi, en flutt inn í gegnum Jöt- un. Þau Þorsteinn Pétursson bóndi og Hólmfríður Þórðardóttir starfs- maður á búinu sögðú að kostir tækisins væru ótvíræðir, en alls getur það sinnt 30 kálfum. Tækið virkar þannig, að mjólk er fyllt á brúsa, sem vélin tekur sjálfkrafa inn á sig, þegar mjólkin er búin skiptir hún yfir í undan- rennuduft, þannig að kálfarnir geta ævinlega gengið að drykk sínum vísum. Hver kálfur hefur númer sem stimplað er inn í tölvu og þar kemur einnig fram hversu mikið hver og einn á að fá á sólarhring. Eftirlitsmenn geta séð hvenær sem er hversu mikið hver kálfur hefur drukkið og hvað hann á eftir af skammtinum. Kálfarnir bera sér- staka skynjara um hálsinn, þannig að „fóstran" veit ávallt hver kominn er á garðann að súpa. Einungis einn kálfur kemst að túttunni í einu í þar til gerðum bás og sagði Þor- steinn að þeir hefðu sett hann upp til að hindra að minnstu kálfunum væri bolað í burtu. „Þetta er mjög gott tæki og hef- ur margvíslega kosti, m.a. losnar maður við að kenna kálfunum að drekka úr fötu,“ sagði Hólmfríður en hún er eftirlitsmaður með „kálfa- fóstrunni". Jón Gauti Jónsson ráðinn starfsmaður Atvinnumálnefndar Bruninn í Hafnarstræti: Kona í gæsluvarðhald vegna gruns um íkveikju Sanitas hf. Síðasta uppboð á verk- smiðjunni innan tíðar Kúahirðir Kúahirði vantar á kúabú á Norðurlandi. Ábyrgðarstaða. Mikil vinna, góð laun. Starfsreynsla skilyrði. Einbýlishús á staðnum. Tilvalið fyrir hjón eða sambýlisfólk. Viðkomandi þarf helst að geta hafið störf í byrjun janúar '91. Umsóknir leggist inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 10. desember merktar: „Kúahirðir - 9328“. JÓN Gauti Jónsson, landfræðingur og framkvæmdastjóri á Sauðár- króki, hefur verið ráðinn starfsmaður Atvinnumálanefndar Akur- eyrarbæjar. Hann tekur við starfinu 1. janúar næstkomandi. Að sögn Heimis Ingimarssonar formanns nefndarinnar er þarna um brautryðjendastarf að ræða og til þess ætlast að starfsmaður nefndar- innar hafi frumkvæði að margskonar viðfangsefnum er varða at- vinnumál í bænum. Sjö umsækjendur voru um stöðuna. „Ég bæði hlakka til og kvíði fyr- ir, að takast á við þetta starf,“ sagði Jón Gauti. „Að mörgu leyti er þama um að ræða spennandi starf og ég vona auðvitað að ég geti lagt mitt lóð á vogarskálina til eflingar at- vinnulífs á Akureyri. Ég geri mér fullvel Ijóst að einn maður gerir ekki kraftaverk í þeim efnum. Þar verður að koma til samstarf fiöl- margra aðila og mitt starf verður kannski fyrst og fremst að sameina kraftana, ýta málum áfram. En ég neita því ekki, að ég kvíði fyrir, að því leyti, að ég veit að gerðar eru miklar kröfur til manns og vænting- ar og sjálfsagt gerir enginn jafn- miklar kröfur til mín og ég sjálf- ur,“ sagði Jón Gauti. Jón Gauti Jónsson. ÚTGEFANDI: ISLENSK SPIL HF. VERÐBREFASPILIÐ DREIFING: HVER VERDUR NÆSTI STJÓRNARFORMAÐUR ÍSIANDS?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.