Morgunblaðið - 01.12.1990, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 01.12.1990, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1990 23 spýtt eitthvað annað en á mig. Þá herðir karlinn upp í sér anda- giftina og segir: „Það er ekki ég, það er vindurinn!" og heldur áfram að spýta. Svo snýr hann sér að mér og ávarpar mig eins og hvern annan sauðaþjóf: „Hver er maður- inn?“ spyr hann. „Ég heiti Eg- gert,“ segi ég hvasst, „og er Stef- ánsson.“ „Já, einmitt það,“ segir karlinn, „ertu kannski sonur hans Stefáns múrara?“ Þá opnaði ég rúðuna og spýtti hraustlega út í rokrassinn. Um nóttina gistum við í Norð- tungu. Daginn eftir var farið ríðandi norður í Hrútafjörð, en hestarnir voru ekki af betri endanum og þegar ég kom upp að Melstað var rassgatið á mér orðið eins og upp- rifið bænabókarkver. Þannig er allt á sömu bókina lært í þessu elskulega föðurlandi, og samt eru íslendingar svo stórir upp á sig að þeir halda að Cæsar hafi búið í Grindavík og ekki haft annað fyrir stafni en rífa í sig þorsk- hausa. En loks komum við á eitt- hvert prestsetur, sem ég man ekki lengur hvað heitir. Þar voru alveg yndisleg börn og ég hef hvergi verið í eins mikilli stemningu, þar sem ég hef sungið. Sérstaklega var ég hrifinn af elskulegum dreng, sem starði hugfanginn á mig meðan ég söng í kirkjunni, en þegar ég hafði lokið söngnum, dundi ógæfan yfir mig á nýjan leik eins og norðanbylur. Drengur- inn sneri sér að föður sínum og sagði: „Pabbi, sérðu járntönnina sem er uppi í honum?“ Maður getur ekki einu sinni verið óáreitt- ur með sínar gullplúmbur fyrir þessari margnefndu íslenzku gest- risni.“ Aldrei hef ég kynnzt ólíkari mönnum en Eggerti Stefánssyni og Pétri Jónssyni, báðir góðir söngvarar en áttu fátt sameigin- legt. Pétur var stórsöngvari, þegar hann var upp á sitt bezta í óperu- leikhusunum í Þýzkalandi. Þar naut hann þess að vera undir góðri stjórn og miklum aga. Röddin var að vísu mjög góð og mikil, en hitt mátti sín meir, festan og þjálfunin. Eggert hafði listrænna temp- erament. Hann var mjög góður söngvari, þegar hann var upp á sitt bezta, og röddin óvenju hreim- fögur og það var alltaf mikil dýpt í söng hans og tilfinningarnar ósviknar. Hann hafði óbilandi trú á sönghæfileikum sínum. Mér er nær að halda, að hann hafi líkt sér við sjálfan Sjaljapin. Hann var staðráðinn í að komast í tölu beztu söngvara og var harður við sjálfan sig. Hann vissi af reynslunni hér heima að hann varð að taka á öllu sem hann átti, ef hann ætti ekki að verða verrfeðrungur! En hann varð fyrir óhöppum, fékk m.a. taugaveiki og náði sér aldrei alveg held ég. Annars hefði hann líklega náð markinu og orðið heimsfrægur söngvari. Hann hafði lagt grund- völlinn með góðum konsertum víða um heim. Samstarf þeirra bræðra, Eggerts og Sigvalda Kaldalóns, var mjög náið og til fyrirmyndar. Eggert flutti flest lög Sigvalda í fyrst skipti og oft með undirleik tónskáldsins. Sigvaldi sagði mér síðar, að enginn túlkaði lög sín eins vel og Eggert og svo mikið er víst, að hann lagði langmesta tilfinningu í þau. Hitt var annað mál, að síðustu árin sem hann söng, naut röddin sín ekki sem sky]di“ög þá var söngur hans ekki eins hreinn og fágaður og áður. En tilfinningin alltaf ósvikin. Eggert gat .verið dyntóttur með köflum og látið aflýsa konsertum með litlum fyrirvara, ef honum þótti veðrið ekki nógu gott. Einu sinni varð Pétur Halldórsson, síðar borgarstjóri, sem seldi aðgöngu- miðana í bókaverzlun Eymunds- sonar, allþungur í garð Eggerts og fór heim til hans og spurði óblíður á manninn, hvað þetta ætti eiginlega að þýða að aflýsa tónleikunum. „Fólkið verður að beygja sig fyrir örlögunum,“ sagði Eggert með stórsöngvarakvef í röddinni. Og málið var útrætt. Eggert hefur alla tíð verið hug- sjónamaður og lifað í draumheim- um tilverunnar. Góður íslendingur og sá eini, sem hefur fengið leyfi til að vera föðurlandsvinur á fjár- lögum. HÚS Eggerts Stefánssonar Og Leliu í Schio. Ljósmynd/Friðrik Á. Brekkan ekki. En Eggert er misjafn. í Húsi málarans er Jóhannes Helgi skráði eftir Jóni Engilberts segir Jón: „Og hinn mikli dagur, konsertinn, nálg- ast óðfluga, en það skildum við Snorri (Hjartarson) ekki, að maður- inn æfði sig aldrei, heldur lá alla daga í Dorian Gray eftir Oscar Wilde og talaði ekki um annað, virt- ist bara fljóta sofandi að feigðar- ósi. Við Snorri vorum svo gamal- dags, að við héldum að söngvari þyrfti að æfa sig. Við vissum ekki þá, að Eggert söng á inspírasjón- inni, sem er álíka tryggt fyrirbrigði og veðrið." En oft var sól og sumar'á tónleik- um Eggerts einsog þegaf Kletta- fjallaskáldið hlustaði á hann í Mark- ei’ville og Kristján X í Iðnó. í Morg- unblaðinu sagði: „Við Eggert Stef- ánsson sagði 'hann (konungur) að hann spáði honum mikillar framt- íðar sem óperusöngvara." í sjálfsæ- visögu sinni Lífið og ég segir Eg- gert: „Þegar ég var búinn að syngja gekk ég út og fór að skoða tjörn- ina. Allt í einu er kallað og sagt: „Konungur óskar að tala við þig, flýttu þér.“ Ég fór inní salinn aft- ur, og þar stóð konungurinn. Þegar samtalið dróst á langinn, því ég býst við að konungi hafi þótt gott að tala við mann, sem var næstum eins hár og hann sjálfur, fann ég allt í einu að farið var að kippa í kjólfötin mín að aftan. Varð ég hlessa á þessu, en þóttist vita, að nú þætti höfðin’gjum, „audiens“ minn orðinn nógu langur, og vildu komast að sjálfir." Þetta var árið 1930 og frá því ári eru átta yngstu lög geisladisks- ins með Eggerti, hljóðrituð í Berlín. Upptökur þeirra laga eru með ágætum og þó að á mörgum eldri laganna megi heyra rispur er eitt víst, að sá hlustandi sem setur and- ans afrek ofar tækninnar gæðum er fljótur til að flokka rispurnar með niði umferðarinnar eða suði flugnanna og endurskapa tónlistina í sinni raunsönnu mynd í heilabú- inu. Þessi glæsilega útgáfa Ríkisút- vaipsins og Steina hf. sæmir minn- ingu Eggerts Stefánssonar og væri fengur að fá það af hljóðritunum hans sem enn á eftir að gefa út að nýju áður en öldin er liðin. Vernharður Linnet Ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar er siðferðilega veik eftir Halldór Blöndal Nú liggur fyrir, að bráðabirgða- lögin verða felld á Alþingi. Ástæð- an er siðferðilegs eðlis. Alþingi getur ekki gefið syndakvittun eins og sakir standa: Ríkisstjórnin sagði Alþingi ósatt. Hún gerði kjarasamning við opinbera starfs- menn, sem hún síðar lýsti yfir, að hún ætlaði sér aldrei að standa við. Ágreiningsefnið fór fyrir fé- lagsdóm og ríkisstjórnin tapaði málinu. Þá gaf hún út bráða- birgðalög til að hnekkja dómnum. Síðan sagði forsætisráðherra aftur ósatt, þegar hann fullvissaði for- seta lýðveldisins, Vigdísi Finn- bogadóttur, um, að hann hefði tryggt bráðabirgðalögunum brautargengi á Alþingi. Sú þjóðarsátt, sem tekist hefur á hinum almenna vinnumarkaði, stenst ekki til frambúðar, nema hér sitji ríkisstjórn, sem er siðferði- lega sterk. Það er ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar ekki. Þar sem ég á sæti í nefnd, sem vinnur að því að gera langtímaá- ætlun um vegamal, hef ég tvíveg- is átt fundi með Ásmundi Stefáns- syni og Þórarni V. Þórarinssyni, þar sem þeir hafa Iýst áhyggjum sínum yfir skattgleði ríkisstjórnar- innar, sem grafi undan trausti launþega á þjóðarsáttinni. Ríkisstjórnin stefnir að því að hækka tekjur vegasjóðs um ca. 10% umfram verðbólgu á næsta ári og taka þannig til baka um þriðjung þess litla kaupmáttar- bata, sem launþegar geta vænst. Halldór Blöndal „Eins ogframkoma hans og Olafs Ragnars Grímssonar hefur verið við háskólamenntaða ríkisstarfsmenn, er engin von til þess, að samkomulag geti tekist á grundvelli þjóðarsátt- ar, sem leysi bráða- birgðalögin af hólmi. Að slíkum samningum verða aðrir menn að koma.“ Þessar hækkanir eru aðeins sýnis- horn af þeim skattahækkunum, sem r-íkisstjórnin hefur í pokahorn- inu og allar skerða kjör þjóðarinn- ar í heild. Það er ekki undarlegt, þótt þeim félögum, Ásmundi og Þórarni, lítist ekki á blikuna. Ef það er rétt, að þingmeiri- hluti sé ekki á bak við bráða- birgðalögin, ber Steingrími Her- mannssyni að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneytið sitt, áður en lög- in koma til atkvæða. Eins og fram- koma hans og Ólafs Ragnars Grímssonar hefur verið við há- skólamenntaða ríkisstarfsmenn, er engin von til þess, að samkomu- lag geti tekist á grundvelli þjóðar- sáttar, sem leysi bráðabirgðalögin af hólmi. Að slíkum samningum verða aðrir menn að koma. Ríkis- stjórnin hefur unnið sér til óhelgi á þeim vettvangi. Enginn vill vekja verðbólgu- drauginn upp að nýju. Mikil ábyrgð hvílir á alþingismönnum og ríkisstjórn, fulltrúum launþega og vinnuveitenda að þeir haldi sættina. Þar er forsætisráðherra ekki undanskilinn. Ef hann hefur sagt ósatt, verður að hann taka afleiðingunum af því og segja af sér þegar í stað. Nú dugir ekki lengur að kenna öðrum um og •láta skeika að sköpuðu um afleið- ingar eigin verka. Það vita engir betur en aðilar vinnumarkaðarins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. Skáldsaga eftir Tryggva Emilsson BÓKAÚTGÁFAN Stofn hefur gefið út bókina Blá augu og biksvört hempa eftir Tryggva Emilsson. Þetta er fyrsta skáld- saga Tryggva en hann hefur gefið út æviminningar sínar og ennfremur ljóðabækur og smá- sögur. í káputexta segir m.a.: „Blá augu og biksvört hempa er örlaga- saga'einstaklinga og þjóðar. Raun- sannir atburðir og þjóðsagna- kenndir vefast saman í eina list- ræna heild líkt og þær sögur sem sprottið hafa úr þjóðardjúpinu og lifað á vörum fólks sem höfundur- inn hefur kynnst. Þó persónur sög- unnar rísi ekki allar hátt á mæli- kvarða þjóðfélagsins eru örlög þeirra stórbrotin, skapferli þeirra hetjulegt. Persónur og atburðir eiga sér fyrirmyndir og stoð í raun- veruleikanum en lúta í öllu lögmál- um skáldsögunnar. Ungur, fátækur prestur giftist ríkri sýslumannsdóttur. En hugur hans er ístöðulítill og leitar til vinnukonu á bænum, til hennar sem er með svo blá augu. Fyrir hana fórnar hann öllu, fyrir ást þeirra kastar hann frá sér hemp- unni, eiginkonunni og auðnum. Sagan fylgir síðan þessum hempu- lausa presti á lífsgöngu hans á einum mesta umbrotatímum íslenskrar þjóðarsögu. Frásagnalist Tryggva er ein- stök, tungumálið fjölskrúðugt, gaman og alvara haldast ávallt í hendur. Innsæi í mannlegar til- finningar, breiskleika og styrk, skín af frásögninni svo persónurn- ar spretta ljóslifandi upp af síðum bókarinnar og hreiðra um sig í hugarskoti lesandans.“ Tryggvi Emilsson Blá augu og biksvört hempa er 240 blaðsíður að stærð. Kápumynd gerði Jón Reykdal en Ritsmiðjan sf. sá um hönnun kápu. Prent- smiðjan Oddi hf. prentaði og ann- aðist bókband. Vaka-Helgafell sér um dreifingu bókarinnar. fltargtiiiHftfrife Metsölublaó á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.