Morgunblaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 4
£ oeei íiaaMaaaa .1 auoaqhaouaj aiQAaanuoaoM
4“ W5KGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBERT99Ö
Almannatryggingar:
20% tekjutrygging-
arauki 1. desember
SÉRSTAKUR 20% tekjutryggingarauki verður greiddur ofan á tekju-
tryggingu, heimilisuppbót og sérstaka heimilisuppbót almannatrygg-
inga 1. desember. Auk þess hækka allar bætur almannatrygginga um
2,83% um mánaðamótin í kjölfar hækkana á almennum launum skv.
kjarasamningum.
Að sögn Ástu R. Jóhannesdóttur,
deildarstjóra hjá Tryggingastofnun,
er um að ræða sérstaka uppbót í
nokkrum bótaflokkum í kjölfar kjara-
samninganna í byrjun ársins og hefði
Þrefaldur pott-
ur í lottóinu
Lottópotturinn er þrefaldur um
helgina og er búist við að fyrsti
vinningur verði ekki undir þrettán
milljónum, að sögn Skúla Sveins-
sonar markaðsstjóra hjá lottóinu.
Potturinn í lottóinu hefur tólf sinn-
um verið þrefaldur, síðast laugardag-
inn 3. nóvember en þá var fyrsti vinn-
ingur rúmlega þrettán og hálf millj-
ón. Fjölskylda á Sauðárkróki hreppti
þann stóra.
VEÐUR
15% tryggingaauki verið greiddur
með sama hætti í ágúst og október.
1. desember hækkar tekjutrygg-
ing fyrir tekjulausan einstakling í
25.269 krónur, en ranghermt var í
Morgunblaðinu í gær að upphæðin
næmi 24.686 krónum eftir hækkun-
ina 1. desember. Full tekjutrygging
hjóna verður 50.538 kr., óskert heim-
ilisuppbót 1. desember 8.590 kr. og
sérstök heimilisuppbót 5.908 kr.
Elli- og örorkulífeyrir einhleýpings
með óskerta tekjutryggingu verður
11.497 kr. og hjónalífeyrir 20.695
kr. Upphæð barnalífeyris vegna eins
bams verður 7.042 kr. Mæðralaun
vegna eins barns 4.412, vegna
tveggja barna 11.562 og þriggja
barna 20.507 kr. Fæðingarstyrkur
nemiir 23.398 kr. eftir hækkunina
1. desember og óskertir fæðingar-
dagpeningar 981 kr.
VEÐURHORFUR I DAG, 1. DESEMBER
YFIRLIT í GÆR: Yfir Bretlandseyjum er heldur vaxandi 1034 mb
hæð en á vestanverður Grænlandshafi er 988 mb lægð sem fer
norður og síðar norðaustur.
SPÁ: Suðvestan átt, víða allhvöss. Skýjað um mest allt land. Rign-
íng og síðar skúrir vestanlands, en á Norður- og Austurlandi verð-
ur lítilsháttar rigning um tíma en styttir síðan upp. Hiti vfða 4-8
stig, en fer heldur kólnandi vestanlands.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á SUNNUDAG: Suðvestlæg átt, víða nokkuö hvöss. Rign-
ing eða skúrir öðru hverju um landið vestanvert en þurrt að mestu
á Norðaustur- og Austuriandi. Hiti 2-6 stig en fer kólnandi, fyrst
vestanlands.
HORFUR Á MÁNUDAG: Suðvestan eða breytileg átt og slydda
eða rigning víða um land. Hiti á bilinu 1 til 4 stig víöast hvar.
TAKN:
Heiðskfrt
Léttskyjað
Háifskýjað
Skýjað
Alskyjað
/, Norðan, 4 vindstig:
" Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
r r r
r r r r Rigning
r r r
* r *
r * r * Slydda
r * r
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
10° Hitastig:
10 gráður á Celsíus
Skúrir
*
V El
= Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—j- Skafrenningur
Þrumuveður
Reglugerð um veiðar í atvinnuskyni kynnt. Frá vinstri: Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands
smábátaeigenda, Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, sjávarútvegsráðherra
Halldór Ásgrímsson, Krislján Skarphéðinsson, deildarstjóri, Hjörtur Guðmundsson, starfsmaður ráðu-
neytisins, og Þórarinn Árnason frá Fiskifélagi Islands.
Heimilt að flytja allt að
20% aflamarks milli ára
Reglugerð um veiðar í atvinnuskyni kynnt
NOKKRAR veigamiklar breyting-
ar verða á stjórnun fiskveiða á
næsta ári samkvæmt nýjum lögum
og reglugerð, sem sjávarútvegs-
ráðherra kynnti í gær. Veiðar á
skarkola verða felldar inn í kvóta-
VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hlti veður Akureyri 9 hálfskýjað Reykjavík 8 þokumóða
Bergen 3 hálfskýjað
Helsinki +5 snjókoma
Kaupmannahöfn 1 léttskýjað
hlarssarssuaq vantar
Nuuk vantar
Osló 2 skýjað
Stokkhólmur +4 snjóél
Þórshöfn 8 skýjað
Algarve 13 skýjað
Amsterdam 8 rigning
Barcelona 8 mlstur
Beriín 2 hálfskýjað
Chicago vantar .
Feneyjar 10 léttskýjað
Frankfurt 6 léttskýjað
Glasgow 5 reykur
Hamborg 3 léttskýjað
LasPalmas vantar
London 7 skýjað
LosAngeles 11 skýjað
Lúxemborg 4 léttskýjað
Madrfd 7 heiðskírt
Maiaga 16 skýjað
Maiiorca vantar
Montreal vantar
NewYork vantar
Oriando vantar
París vantar
Róm vantar
Vin 1 slydduél
Washington 2 heiðskírt
Winnipeg 0 skýjað
kerfið. Álag vegna sölu óunnins
botnfisks á erlendum mörkuðum
hækkar úr 15 í 20%. Heimildir til
að færa veiðiheimildir milli ára
eru rýmkaðar og kvóti smábátana
verður framseljanlegur.
Halldór Ásgrímsson, sjávarút-
vegsráðherra, segir að auk afnáms
sóknarmarks sé kvóti á smábáta
veigamesta breytingin á fískveiði-
stjórnuninni og sú tímafrekasta í
vinnslu, enda sé um að ræða meira
en 2.000 smábáta. Til þessa hefðu
lögin aldrei heimilað flutning afla-
heimilda smábáta yfir á önnur skip,
en svo yrði nú. Meginreglan um
stjórnun veiða smábáta er sú, að
aflahlutdeild þeirra ræðst af hlut-
deild bátanna í heildaraflá síðasta
árs, 12,91% af þorski, og hins vegar
af aflareynslu hvers einstaks báts á
árunum 1987 til 1989 að meðaltali.
Bátar undir 6 tonnum geta valið
milli fastrar aflahlutdeildar eða veiða
með línu og handfæri og takmarkast
sókn þeirra þá með banndögum. Sér-
stök ákvæði eru síðan til að koma í
veg fyrir að þessi flokkur auki hlut
sinn á kostnað annarra. Aflahlutdeild
stærri skipa ræðst af úthlutuðu afla-
marki í upphafi þessa árs.
Við útreikning aflamarks telst
undirmálsfiskur að einum þriðja
hluta til aflamarks og að fullu sá
undirmálsfiskur, sem er umfram 10%
af afla í veiðiferð. Botnfiskafli, sem
fluttur er óunninn á erlenda mark-
aði, er reiknaður með álagi. Sam-
kvæmt reglugerðinni er álagið 20%
vegna þorsks og ýsu, 15% vegna
ufsa, karfa og grálúðu en 10% vegna
kola. Línuafli í janúar og febrúar
telst einungis að hálfu til aflamarks.
Samkvæmt nýju lögunum hefur
heimild til geymslu veiðiheimilda
milli ára verið rýmkuð frá eldri lög-
um. Er nú heimilt að flytja 20% af
aflamarki hverrar botnfísktegundar
og úthafsrækju frá einu fiskveiðiári
til þess næsta. Á sama hátt er heim-
ilt að flytja allt að 10% af aflamarki
humars og síldar milli fískveiðiára.
, Sjávarútvegsráðherra sagði við
kynningu reglugerðarinnar, að þó
lögin giltu ótímabundið væri engin
von til að friður skapaðist um stjórn-
un fiskveiða. Þar væri um of mikla
og fjölbreytilega hagsmuni að ræða.
„Sátt og friður verður aldrei um
svona mikla hagsmuni, en vonandi
beygja stjórnvöld sig aldrei fýrir
óánægju og þrýstingi og leyfa óhefta
veiði flotans,“ sagði hann.
Landsbankinn
keypti Þórs-
café á nauð-
ungaruppboði
HÚS veitingahússins Þórs-
café, Brautarholt 20, hefur
verið slegið Landsbanka ís-
lands á þriðja og síðasta nauð-
ungaruppboði fyrir 60 miljj-
ónir króna.
Húsið skiptist í tvo eignar-
hluta sem voru í eigu Þórscafés
og voru Landsbankanum slegnir
báðir, 1. hæð, 2. hæð og ris fyr-
ir 45 milljónir en 3. hæð fyrir
15 milljónir. Fjöldi veða og
fjárnáma hvíldi á húsinu en
Landsbankinn var stærstur
kröfuhafa.
Geisladiskur með söng
Eggerts Stefánssonar
í DAG, laugardaginn 1. desember
eru liðin 100 ár frá fæðingu Eg-
gerts Stefánssonar söngvara, en
hann fæddist 1. desember 1890 í
Suðurgötu 13 í Reykjavík. Af
þessu tilefni kemur út geisladisk-
ur með söng hans og ber útgáfuna
upp á 1. desember.
Efni geisladisksins hafa Þorsteinn
Hannesson fyrrverandi tónlistarstjóri
Ríkisútvarpsins og Trausti Jónsson
veðurfræðingur valið og unnið til
útgáfu ásamt Bergþóru Jónsdóttur
og Þóri Steingrímssyni. Kristján
Karlsson skrifar um Eggert og feril
hans í meðfylgjandi bækling og rek-
ur í stuttu máli helstu æviatriði söng-
mannsins.
Eggert söng inn á sína fyrstu
hljómplötu hjá His Master’s Voice í
Lundúnum árið 1919 lög eftir bróður
sinn Sigvalda Kaldalóns. Á næstu
árum söng hann inn á fjölda hljóm-
platna og er elsta hljóðritunin sem
geisladiskurinn inniheldur frá árinu
1920 en sú yngsta frá 1930.
Eggert Stefánsson gaf út endur-
minningar sinar, Lífíð og ég, í fjórum
bindum sem komu út á árunum
1950-57, en að auki gaf hann út
Ijóðabókina íslands, Fata Morgana
og ritgerðarsafnið Bergmál Ítalíu.
Eggert Stefánsson
Eggert lést í Schio, heimabæ Leilu
konu sinnar, á Norður-Ítalíu 29. des-
ember 1962 og er grafinn í Flórens.
Útgáfan er unnin í samvinnu
Steina hf. og Ríkisútvarpsins og er
hin fimmta í röð endurútgáfu á verk-
um íslenskra óperusöngvara, en áður
hafa komið út plötur með söng Stef-
án íslandi, Maríu Markan, Péturs
Á. Jónssonar og nú síðast fjórir
geisladiskar með söng Guðmundar
Jónssonar.
Sjá grein um Eggert Stefánsson
á bls. 22-23
I