Morgunblaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1990 9 Vetrar- smölun Fyrsta smölun í haustbeitarqirðinqum Fáks á Kjalarnesi verður sunnudaginn 2. desember. Bílar verða í: Dalsmynni kl. 10.30 til 1 1.00, Arnarholti kl. 1 1.30 til 1 2.30 og Saltvík kl. 1 3.00 til 14.00. Hestamannafélagið Fákur INNKÖLLUN Á HÁRBLÁSARA og valdið tjóni eða eldsvoða. Samkvæmt kröfu Rafmagnseftirlits ríkisins innköllum við hér með alla selda og óselda hárblásara af þessari gerð og hvetjum eigendur til að koma með þá til seljenda, eða beint til okkar á Suðurlandsbraut 8, Reykjavík, þar verður skipt um kló, eigendum að kostnaðarlausu. Komið hefur í ljóS, að hárblásari af gerðinni PIFCO CREATIONS 1500 model 2809 - 1300/1500 W, 6A, er með ranga gerð af kló, sem getur ofhitnað FALKINN HF., HEIMILISKAUP HF., Suðurlandabraut 8 - Reykjavík - Sími 91-84670 V_____________________________/ Adventuhátíd Hjálparstofnunar kirkjunnar Sunnudaginn 2. desember nk. kl. 16.30 í Hallgrímskirkju. 1. Orgelleikur í upphafi: Hörður Askelsson organisti. Dagblaðið Vísir um bráðabirgðalögin Afstaða þingflokks sjálfstæðismanna til bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinnar á BHMR hefur fengið margs konar við- brögð. Morgunblaðið hefur kynnt lesend- um sínum viðhorf flestra hlutaðeigandi: þingflokksins, aðila vinnumarkaðarins o.sv.fv. Dagblaðið/Vísir hefur sína skoð- un á málinú, samanber það sem hér fer á eftir, en Ellert B. Schram, ritstjóri DV og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík, skrifaði forystugrein um málið í blað sitt í gær. En fyrst leið- rétting á texta gærdagsins um fjárhags- stöðu sveitarfélaga. Friélst.óhá0 dagblafl Skynsenvn ðþjóöarsátthefurl I Póutíkin er som við sg. R eft^ aö Þskapiegt ástand 1 I verið framlengd og vornr stan tt vofir það i \ i efnahagsmálum bjflto ^"^árangur í einu | aUt í einu.yflr ‘^0 J® rikisstjómin seth a I l vetfangi. Bráðabirgðal gm, sstarfsmanna, virðast | I háskólamennta hinemenn ' Sveitarfé- lög/leiðrétting I Staksteiuum í gær er fjallað um faglega út- tekt Byggðastofnunar á fjárhagsstöðu sveitarfé- laga. Þar segir að sveit- arfélög af millistærð (1.000-2.500 íbúar) standi verst að vígi, hafi erfið- asta skuldastöðu miðað við árstekjur. Stakstein- ar nefna 16 sveitarfélög sem falla undir þennan stærðarflokk. Þar láðist liins vegar að geta þess að hér er um meðaltal- sniðurstöðu sveitarfé- laga í þessum stærðar- flokki að ræða. Fjárhags- staða þeirra innbyrðis er nvjög mismunandi, góð hjá sunium en Iakari hjá öðrum, eins og glöggt kemur fram í tilvitnaðri grein Kristófers Olivers- sonar, skipulagsfræðings hjá Byggðastofnun. Þetta leiðréttist hér með. Bráðabirgða- lögin og þjóð- arsáttin DV segir í forystu- grein í gær: „Pólitíkin er söm við sig. Rétt eftir að þjóðar- sáttin hefur verið fram- lengd og vonir standa til að skaplegt ástand í efna- hagsmálum haldist fram á næsta haust vofir það allt í einu yfir að Alþingi eyðileggi þann árangur í einu vetfangi. Bráða- birgðalögin, sem ríkis- sljómin setti á BHMR, virðast ekki liafa meiri- hlutafylgi á þingi. Ein- stakir þingmenn stjórii- arliðsins sem og sljómar- andstöðuflokkamir báðir hafa lýst yfir andstöðu við bráðabirgðalögin og segjast greiða atkvæði gegn þeim. Ef þetta fer fram fellur frumvarpið að jöfnu. Afleiðingamar em eft- irfarandi: BHMR fær þá hækkun sem umsamin var og þeim var dæmd í Borgardómi Reykjavík- ur. ÁSÍ gerir kröfu um sams konar hækkun og VSÍ hefur tilkynnt að það eigi ekki annars úrkosti en greiða þá hækkun, enda samningsbundið af þeirra háífu. BSRB fylgir í kjölfarið. Allar þessar launahækkanir em langt umfram þjóðarsátt og það sem meira er: há- skólamenntaðir rikis- starfsmenn eiga sam- stundis rétt á þeirri hækkun sem aðrir fá í framhaldi af fyrstu launaskriðunni. Það er m.ö.o. deginum ljósara að þami dag sem Alþingi fellir bráða- birgðalögin er þjóðar- sáttin fyrir bí og hol- skefla verðbólgu skellur yfir þjóðfélagið. Efna- hagsmálin verða óviðráð- anleg, verðhækkanir verða óstöðvandi og at- vinnurekstur ófær til að mæta þeiin launakröfum sem skylt er að verða við. I stuttu máli sagt: hér fer allt á aiman end- aim með tilheyrandi upp- lausn, óstjóm og örvænt- ingu.“ Ríkisstjómin át ofan í sig eigin sanming Forystugrein DV lýk- ur svo: „Nú má vel skilja gagnrýni stjórnarand- stöðunnar á forsætisráð- herra sem virðist hafa látið midir höfuð leggjast að tryggja meirihluta á þingi fyrir bráðabirgða- lögunum. Hins vegar er öllum skynsömum mönn- um ljóst að rikisstjómin átti ekki annarra kosta völ en setja bráðabirgða- lög á þær hækkanir sem blöstu við þegar borgar- dómtn- hafði kveðið upp sinn dóm um lögmæti kjarasamnings ríkis og BHMR. Rikisstjórain neyddist til éta ofan í sig eigin samning ef þjóðar- sáttin átti að halda. Ann- að kom ekki til greina og hefði ekki komið til greina, hver svo sem se- tið hefði i ríkisstjóm. Stjómarandstaðan á þingi hefur leyfi til að draga Steingrím og ríkis- stjórnina til ábyrgðar fyrir alla þá málsmcð- ferð sem var undanfari bráðabirgðalaganna. En stjómarandstaðan hefur ekki leyfi til að skjóta sér sjálfri undan ábyrgð þeg- ar kernur að þjóðarhags- munum. Memi mega ekki ganga svo langt í sand- kassaleiknum niðri á þingi að öllu sé kastað fyrir róða til að koma höggi á andstæðingana. Þetta mál snýst nefni- lega ekki um það að gera Steingrím Hermannsson að ómerkingi, heldur er hér verið að takast á um þami árangur og það ástand sem nú ríkir í efnahagsmálum þjóðar- innar. Ef bráðabirgða- lögin halda stendur þjóð- arsáttin, stöðugleikimi og friðminn á vinnu- mai-kaðinum. Ef bráða- birgðalögin em felld springur allt í loft upp. Efnahagsleg og stjóm- málaleg upplausn blasir við. Hversu vitlaus sem málatilbúnaðuriim kann að vera í augum stjómar- andstöðunnar þá er ekki þar með sagt að vitleys- unni, sem af fálli bráða- birgðalaganna - hlýst, verði varpað yfir á stjórnarflokkana. Þvert á móti má ætla að stjómar- andstöðunni verði ekki síður kennt um afleiðing- amar. Það er hún sem hefur það á valdi sínu að styðja eða fella þau lög sem þjóðarsáttin stendur og fellur með. Vonandi láta memi skynsemina ráða.“ Svo mælti DV. jfylAUGARDAGUR ÞJÓÐÞRIF y y DÓSADAGUR” 2. Setning: Formaður stjórnar Hjdlparstofnunar, Margrét Heinreksdóttir. 3. Bjöllukór og Drengjakór Laugarneskirkju flytja tónlist. Stjórnandi: Ronald W. Turner. 4. Ávarp forsætisráðherra, Steingríms Hermannssonar. 5. Kór Öldutúnsskóla syngur. Stjórnandi: Egill R. Friðleifsson. 6. Nokkur orð um verkefni Hjálparstofnunar: Jónas Þórisson framkvæmdasljóm. 7. Ljósið. I dag, laugardaginn 1. desember, söfnum við einnota umbúðum d Stór-Reykjavikursvœðinu. Hringdu ísíma 621390 eða 23190 á milli kl. 10.00 og 15.00 og við sœkjum umbúðirnar heim til þín. Hentu dós til hjálpar! ÞJÓÐÞRIF, átak skáta, hjálparsveita og hjálparstofnunar kirkjunnar. 8. Hr. Ólafur Skúlason biskup lýkur samkomunni. 9. Almennur söngur. LANDSSAMBAND HJÁLPAnSVEITA SKÁTA BANDALAG ISLENSKRA SKÁTA HJÁLPARSTOFNUN KIRKJUNNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.