Morgunblaðið - 01.12.1990, Page 24

Morgunblaðið - 01.12.1990, Page 24
 öS 24--- oeei aaaMaaaa .1 aaoAaHAOUAJ aiaAjavrjoíiOM MORGUNBIIAÐIÐ'tAUGARDAGUin DESEMBER 1990 RUT Glæsibæ RUT Kópavogi RUT Eiðistorgi Menningarmiðstöðin við Gerðuberg er eitt fjölmargra húsa, sem Teiknistofan hf hefur teiknað. Teiknistofan hf. 50 ára Morgunblaðið/Sverrir Eigendur teiknistofunnar frá vinstri: Halldór Guðmundsson, Jósef Reynis, Leifur Gíslason og Gísli Halldórsson, sem stofnaði stofuna og hefur starfað við hana í hálfa öld. eftirHalldór Guðmundsson EIN AF elstu arkitektastofum landsins verður 50 ára þann 1. des- ember, er það Teiknistofan hf., Ármúla 6, sem stofnuð var þann dag árið 1940. Eins og kunnugt er breytti stríðið er hófst í september 1939 högum margra. Margir íslendingar er voru erlendis lentu í erfiðleikum þegar allar samgöngur rofnuðu við megin- land Evrópu. Vildu þeir heldur fara heim en fara til vinnu i Þýska- landi, sem fiestir áttu kost á og þó einkum tæknimenn. Það var þá sem íslenska ríkið fékk leyfí'til að senda strandferðaskipið Esju til Petsamo og sækja þangað um 300 íslend- inga, eins og getið var um nýlega í Morgunblaðinu. Með í þessari ferð voru m.a. Sig- valdi Tordarson og Gísli Halldórs- son, sem báðir höfðu verið við nám í húsagerðarlist á listaháskólanum i Kaupmannahöfn. Þegar þeir komu heim og leituðu eftir vinnu á þeim teiknistofum, sem þá voru hér, voru svörin ekki uppörvandi. Enginn hafði þörf fyrir vinnukraft. Enda lá þá byggingarstarfsemi nánast niðri um þessar mundir, aðeins byggðar 25 íbúðir árið 1940. Það var því engin lausn önnur, en að setja á fót teiknistofu og sjá hvað framtíðin bæri í skauti sínu. Það varð engin örtröð fyrst um sinn, en fyrstu húsin sem teiknuð voru, eru húsin Laufásvegur nr. 21 og 23, sem síðan voru sameinuð fyrir sendiráð Bandaríkjanna. Teiknistofan hefur allt frá byijun hannað hverskonar hús og mann- virki, bæði fyrir einkaaðila og hið opinbera. Að sjálfsögðu hafa orðið nokkrar breytingar á eignaraðild Teiknistof- unnar á þessum langa tíma. Sig- valdi Tordarson skipti um starfs- vettvang árið 1950 er hann tók að sér stjómun teiknistofu SÍS. En þá hafði Kjartan Sigurðsson arkitekt gerst meðeigandi um tíma. Árið 1957 gerðust Jósef Reynis arkitekt og Ólafur Júlíusson byggingar- tæknifræðingur meðeigendur og hefur síðan orðið lítil breyting á eignaraðilum, nema 1974, eftir sviplegt fráfall Ólafs að Bjarni Marteinsson arkitekt og Leifur Gíslason byggingarfræðingur gerð- ust eignaraðilar. Árið 1980 stofnaði Bjarni sína eigin teiknistofu, en þá kom Halldór Guðmundsson arkitekt og gerðist eignaraðili. Teiknistofan hefur verið rekin síðustu 25 ár í eigin húsnæði í Árm- úla 6. Á undanfömum ámm hafa starfað 12-15 arkitektar og bygg- ingarfræðingar á stofunni. Á þessum langa tíma hefur verið unnið að mörgum mismunandi byggingarframkvæmdum. Má þar til nefna flugstöðvar út um lands- byggðina og skipulag af Reykjavík- urflugvelli, deiliskipulög og aðal- skipulög, Póst- og símahús, íbúðar- hús fyrir einkaaðila og stjórn Verkamannabústaða í Reykjavík, skólahús, bankahús, verslunarhús, íþróttahús, félagsheimili, hótel og veitingasali, vistheimili, hjúkrunar- heimili, orkustöðvar, verslanamið- stöðvar o.fl. Jafnhliða hönnunar- verkefnum fer fram ýmis önnur starfsemi tengd byggingariðnaði, s.s. áætlanagerðir, kostnaðarút- reikningar, ýmsar áætlanagerðir og stjórnun byggingarframkvæmda. í dag er Teiknistofan hf. stærsta einkarekna arkitektastofa landsins með mörg og fjölbreytt verkefni. Eigendur stofunnar eru Gísli Halldórsson arkitekt, Leifur Gísla- son byggingarfræðingur, Jósef Reynis arkitekt og Halldór Guð- mundsson arkitekt. Höfundur er arkitekt og einn eigenda Teiknistofunnar hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.