Morgunblaðið - 01.12.1990, Page 60

Morgunblaðið - 01.12.1990, Page 60
i VZterkurog k J hagkvæmur auglýsingamiðill! LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Desember heilsar með 10 stiga hita Morgunblaðið/RAX Óvenjulega hlýtt loft hefur leikið um landið undanfarna daga, með tíu og allt að tólf stiga hita. í gær var hlýtt veður og úr- koma víðast hvar á landinu, en léttskýjað var austanlands. Erlend- is var víðast hvar mun kaldara. Á Mallorka var frost og þriggja stiga hiti var á Benidorm. I New York var tveggja stiga hiti í gærmorgun. Á mánudag má búast við kólnandi veðri hérlendis með rigningu sunnan- og vestanlands en léttskýjuðu fyrir norð- an og austan. Aftur á að hlýna þegar líður á vikuna. Jón Baldvin Hannibalsson: Starfsstjóm getur sett bráða- birgðalög á BHMR að nýju VSÍ fundar eftir helgi með ríkisstjórn og sjálfstæðismönnum JÓN Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, segir að ákveði forsætisráðherra að rjúfa þing og boða kosningar, muni ríkisstjórnhi silja áfram sem starfsstjórn, og hafi þá umboð til að setja á ný bráða- birgðalög á kjarasamning BHMR. Ólafur Ragnar Grimsson, formaður Alþýðubandalagsins, segir að það sé spurning um vikur eða mánuði hvenær þjóðin kveði upp dóm sinn yfir lögunum í kosningum. ingum svaraði hann: „Ég tel að ríkis- stjórnin hljóti að hugleiða í mikilli alvöru að stuðla að því að dómur þjóðarinnar fái að koma fram með skýrum og ótvíræðum hætti." Ákveðið hefur verið að forystu- menn Vinnuveitendasambands ís- lands hitti fulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins að máli á mánudag þar sem af- staða til bráðabirgðalaga ríkisstjórn- arinnar verður rædd. Samskonar fundur VSI og ríkisstjórnarinnar hefurverið ákveðinn áþriðjudaginn. Sjá viðtöl á bls. 26. Ekkert þokast í Moskvu EKKI tókst að ná fundi með sovéska aðstoðarforsætisráð- herranum Sitaryan í gær, eins og að hafði verið stefnt. Því er enn óútkljáð um lúkningu skulda Sovétmanna við íslend- inga. Sovétmenn eiga eftir að greiða 11,3 milljónir dollara, eða sem svarar liðlega 600 milljón- um króna, til að ljúka viðskipt- um við Islendinga á grundvelli gildandi viðskiptasamnings. Ólafur Egilsson sendiherra i Moskvu segir, að til hafi staðið að fundurinn með Sitaryan yrði í gærmorgun, en af honum gat ekki orðið vegna anna aðstoðarforsæt- isráðherrans á sovéska þinginu, eða Æðsta ráðinu eins og það er nefnt þar eystra. Ólafur segir að góðar vonir séu til að fundi Sitaryans verði náð þegar þinginu lýkur og er búist við að það verði fyrri hluta mánað- arins. „Við höfum átt von á fundi nánast á hveijum degi og tökum upp þráðinn aftur á mánudag,“ segir Ólafur. Hann segir erindi íslendinga vera með efstu málum á blaði hjá Sitaryan, þegar hann losnar úr önnum þingsins. DAGAR TIL JÓLA „Lögfræðilega spurningin er þessi: Hefur starfstjórn sömu völd og skipuð ríkisstjórn, þegar brýna nauðsyn ber til að afstýra þjóðarvá? " fíefur hún valdsvið til að setja bráða- Nýtt búvöru- verð ákveðið NÝTT búvöruverð tekur gildi í dag og hækkar þá verð á mjólk og nautakjöti til framleiðenda um 1,6% en verð á kjúklingum lækkar um 3,6% og um 2,9% á eggjum. Verð á flestum vöruteg- ^undum hækkar um 1% í smásölu neytenda. Smásöluverð á algengum mjólk- urvörum og kindakjöti í heilum og hálfum skrokkum hækkar um 1% en verð á eggjum lækkar um tæp 2,9%. Kjúklingabændur féllust á að „ lækka strax afurðir sínar þrátt fyr- ^g^r að lækkun á kjarnfóðurgjaldi komi ekki til framkvæmda fyrr en um áramót. birgðalögin á aftur? Ég er þeirrar skoðunar að svo sé,“ sagði Jón Bald- vin Hannibalsson í samtali við Morg- unblaðið í gær. Hann sagðist þar styðjast við álitsgerð Björns Bjarna- sonar, aðstoðarritstjóra Morgun- blaðsins, þar sem niðurstaðan væri sú að starfsstjórn hefði þetta vald. Jón Baldvin sagði að rökin fyrir því að starfsstjórn setti bráðabirgða- lögin á ný, væru þau að með því væri málinu um þjóðarsáttina vísað til þjóðarinnar; þjóðin kysi þá um hana í kosningunum. Jón Baldvin viðurkenndi að gerð kjarasamnings- ins við BHMR hefði verið klúður, en sagði að fyrir þau mistök hefði verið bætt með. því að setja bráða- birgðalögin. Ölafur Ragnar Grímsson sagði í samtali við blaðið í gær að þjóðin yrði æðsti dómari í þessu máli. „Það er búið að stilla málunum þannig upp að annars vegar er ríkisstjórnin og þjóðarsáttin, hins vegar er Sjálf- stæðisflokkurinn. Það er bara spurn- ing um einhveijar vikur eða mánuði hvenær þjóðin kveður upp sinn úr- skurð," sagði hann. Aðspurður hvort hann væri að spá þingrofi og kosn- 11 ára stúlka á Grundarfirði vann verðlaun: Býður bekkjarfélögum sínum í Bandaríkjaferð Grundnrfirði. I TILEFNI 50 ára afmælis Íslensk-ameríska félagsins í október sl. stóð félagið fyrir sérstökum getraunaleik fyrir grunnskólanem- endur. Vinningshafinn, 11 ára nemandi í grunnskóla Grundar- fjarðar, fær að bjóða bekkjardeild sinni í þriggja daga ferð til Bandaríkjanna. Getraunaleikurinn fjallaði um Leif heppna Eiríksson og sam- skipti íslands og Bandaríkjana. Leiknum var stýrt af sérstakri nefnd íslensk-ameríska félagsins með aðstoð Landsbankans og Samvinnubankans. Flugleiðir lögðu til vegleg verðlaun, far fyr- ir vinningshafann til Banda- ríkjana og fær hann leyfi til að bjóða öllum bekkjarfélögum sínum með. Ýmis íslensk fyrirtæki í Banda- ríkjunum munu greiða götu ferða- langanna á leiðinni og Sjóvá/Al- mennar munu leggja til ferða- tryggingu fyrir allan hópinn. Mikil spenna ríkti í íþróttasal skóians þegar Ólafur Stephensen, formaður íslensk-ameríska fé- lagsins, las upp nafn vinnings- hafa, en það var Svanborg Kjart- ansdóttir, Setbergi í Eyrarsveit. Taumlaus fögnuður greip um sig meðal bekkjarfélaga Svanborgar. Sumir hoppuðu og dönsuðu en aðrir klöppuðu saman lófum og hrópuðu. Snemma á næsta ári mun svo hin heppna bekkjardeild leggja af stað vestur á bóginn eins og landi þeirra Leifur heppni gerði forðum. Heppnina eiga börnin sameiginlega með Leifi en ferða- mátinn verður ólíkt þægilegri og varla hefur Leifur haft alhliða ferðatryggingu. Hallgrímur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.