Morgunblaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1990
Hvers vegna tón-
listarhús á Islandi?
eftir RunólfBirgi
Leifsson
Samtök um byggingu tónlistar-
hús hafa nú starfað hátt í áratug,
en því miður hefur gengið heldur
hægt að ná settu marki. Þó liggur
að baki þrotlaus vinna margra
manna og fjárútlát, en boðskapur-
inn er ekki meðtekinn á réttum
stöðum þ.e. af opinberum aðilum.
Þá má einnig kenna því um að tón-
listarmenn hafa ekki verið að fullu
samstiga síðustu árin um eðli og
skipulag tónlistarhússihs. Þessu
verður að breyta. Boðskapnum
verður að koma til skila, hann með-
tekinn af réttum aðilum og tónlist-
armenn verða að verá einhuga um
byggingu hússins og þrýsta af
krafti á um byggingu þess.
Bíóhús á íslandi
Sinfóníuhljómsveit' íslands hefur
átt samastað í Háskólabíói allt frá
árinu 1960. Þar á undan æfði hljóm-
sveitin í Gúttó og hélt tónleika í
Þjóðleikhúsinu. Við flutningana í
Háskólabíó töldu margir að þar
væri komín ákjósanleg aðstaða fyr-
ir hljómsveitina til framtíðar, en
fljótlega fóru að heyrast raddir sem
bentu á að húsið hentaði ekki eins-
vel til tónleikahalds og vonast hafði
verið eftir. Sérstaklega þótti hijóm-
burðurinn ékki nógu góður. Gilti
það bæði um hljómburð út í sal og
ekki síður á sviðinu sjálfu. Þessa
sögu þekkja margir tónlistármenn
og tónlistarunnendur og skilja, en
því miður eru ennþá margir sem
halda að Háskólabíó henti vel fyrir
starfsemi Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands.
Hafi húsið ekki hentað vel í upp-
hafí, þá hentar það enn ver nú.
Sætafjöldi er þó heppiiegur miðað
við þarfír í dag eða um 1.000 sæti
og sviðið sjálft ágætlega stórt, en
þar með eru kostirnir líklega upp
taldir. Ég vil taka fram strax í
upphafi til að fyrirbyggja allan mis-
skilning að samvinna við forráða-
menn bíósíns hefur að undanförnu
verið til fyrirmyndar og hafa þeir
lagt sig fram um að koma til móts
við óskir hljómsveitarinnar eftir
fremsta megni.
Ekki er þó hægt að ætlast til
þess að þeir sem reka bíóið láti
þarfír Sinfóníunnar ganga fyrir
þörfum þess og þrátt fyrir góðan
vilja er hljómsveitin því algerlega
háð starfsemi bíósins. Sífellt er
þrengt méir og meir að hljömsveit-
inni, en önnur starfsemi eykst að
sama skapi s.s. kennsla og ráð-
stefnuhald. Þá hafa bæst við nýir
bíósalir, sem í fljótu bragði mætti
ætla að væri til bóta fyrir starfsemi
hljómsveitarinnar, en svo er ekki.
Aður fyrr var bara einn salur og
þegar sinfóníutónleikar voru í bíó-
inu, þá var engin önnur starfsemi
í húsinu. Nú eru bíósýningar á sama
tíma og tónleikar með allri þeirri
röskun sem slíkum sýningum fylg-
ir. í upphafí tónleika getur verið
miðasala á bíósýningar og í tón-
leikahléi þá streyma inn bíógestir á
níusýningar í hinum sölunum auk
þess sem þetta veldur oft truflun á
meðan á tónleikum stendur. And-
dyrið rúmar vart allan þennan fjölda
jafnframt því sem oft er ólíkt and-
rúmsloft í hópi tónleikagesta og
bíógesta. Þá getur einnig verið erf-
itt að bjóða tónleikagestum upp á
sérstakar veitingar í hléi þegar um
það er að ræða. I flestum eða öllum
tónlistarhúsum erlendis er hægt að
kaupa kaffi og kökur í hléi, en upp
á það hefur ekki verið hægt að bjóða
í Háskólabíói. Fatahengi annar vart
þörfum tónleikagesta og svona
mætti lengi tala um aðstöðuleysi
þeirra.
Hljómburð hússins er erfitt og
kostnaðarsamt að bæta. Það er
einnig staðreynd að ekki fara sam-
an kröfur um hljómburð fyrir bíó
og fyrir tónleikasal og því fæst
ekki samþykki forráðamanna bíós-
ins fyrir þeim breytingum sem til-
kvaddir 'sérfræðingar hafa bent á
að þurfi að gera til að bæta hljóm-
burðinn jafnvel þótt það væri hægt
tæknilega og fjárhagslega. Þá má
einnig benda á að sennilega er
Háskólabíó eina tónleikahús verald-
ar þar sem útihurðir eru óvarðar,
en oft hefur komið fýrir á tónleik-
um, æfingum ogjafnvel í upptökum
að sparkað hafi verið í þær með
þeim afleiðingum að valda mikilli
truflun, drepa alla stemmningu og
jafnvel eyðileggja upptökur.
Aðstaða fyrir hljóðfæraleikara
baksviðs er til skammar og þekkist
vart annars staðar slíkt aðstöðu-
leysi. Á það við um æfingaaðstöðu,
fataherbergi, geymslu fyrir nótur
og hljóðfæri o.s.frv.
íslenskir tónleikagestir fara nú í
meira mæli en áður, erlendis og
kynnst góðum hljómburði í erlend-
um tónleikasölum. Það er býsna
erfitt að setjast síðan í sal Háskóla-
bíós og reyna að njóta tónlistarinn-
ar. Áheyrendur gera kröfu um betri
hljómburð og þeir eiga það skilið.
Tónlistarhús á Norðurlöndum
Það er alkunna að Sinfóníuhljóm-
sveitin hefur aldrei verið eins góð
og um þessar mundir. Það kom
best í ljós í ferð hljómsveitarinnar
til Norðurlanda fyrir fáum dögum.
terkur og
kJ hagkvæmur
auglýsingamiöill!
Runólfur Birgir Leifsson
„Eftir svona ferð sér
maður enn betur en
áður hversu sárlega
okkur vantar gott tón-
listarhús á íslandi. Það
ætti að vera metnaðar-
mál stjórnvalda að
koma upp slíku húsi.
Ef húsinu er ætlaður
staður í Reykjavík, þá
finnst mér skyldur
Reykjavíkurborgar —
höfuðborgar íslands —
engu minni en ríkis-
sjóðs.“
Þar kynntust hljóðfæraleikarar því
hvemig er að spila í alvöru tón-
leikasölum, sérstaklega í Tampere
í Finnlandi. Fínustu tónar hljómuðu
um allan sal, en það er nýlunda
fyrir okkur íslendinga. Hér heima
þarf strengjasveitin yfírleitt að spila
af krafti til að hljómurinn nái til
áheyrenda svo vel sé, en þá á kostn-
að hljómgæðanna. Blásarar verða
hins vegar að draga úr hljómstyrk
þ.a. eðlilegur blásarahljómur heyr-
ist ekki.
I ferðinni sem var fyrsta ferð
hljómsveitarinnar til Norðurlanda
og stóð yfir dgana 19.—27. .október
sl., spilaði hún í Tampere, Helsinki
og Turku í Finnlandi, einnig í
Stokkhólmi og í Kaupmannahöfn.
Það var unun að hlýða á leik hljóm-
sveitarinnar og maður fylltist stolti
yfír því að vera íslendingur. Viðtök-
ur og gagnrýni voru líka á einn
veg, — frábærar. Gagnrýnendur
voru allir á einu máli um ágæti
hljómsveitarinnar og sögðu m.a. að
tónlistin þrifíst vel á íslandi, ísland
væri komið á tónlistarlandakortið,
og að Sinfóníuhljómsveit íslands
væri í fremstu röð norrænna sin-
fóníuhljómsveita. Þetta er upplífg-
andi fyrir okkur öll og sýnir hversu
bráðnauðsynlegt er fyrir hljóm-
sveitina að fara í ferðir sem þess-
ar, spila fyrir nýja áheyrendur og
fá upplýsingar um tónlistarlega
stöðu sína.
Ég get með engu móti sagt að
það hafi skipt öllu máli, en þó held
ég að það hafi ráðið úrslitum um
gæði tónleikanna í ferðinni hversu
góður hljómburður var í þeim tón-
iistarhúsum sem hljómsveitin spil-
aði í. Það hljóta allir að skilja mikil-
vægi þess fyrir hljóðfæraleikara að
heyra greinilega hver í öðrum og
geta tekið fullt mark á því sem
þeir heyra. Geta spilað sterkt og
veikt eftir þörfum og vita að áheyr-
endur heyri það sem á að heyrast
og á þann hátt sem það á að heyr-
ast. Spilagleðin hlýtur að vera meiri
við slíkar aðstæður.
í Tampere er nýtt tónlistarhús,
Tampere talo eða Tampere-húsið.
Húsið var byggt að mestu af Tamp-
ereborg og kostaði um 3 milljarða
íslenskra króna. Yfirvöld í Tampere
ákváðu að nafna húsið ekki tónlist-
arhús, heldur Tampere-hús, því
húsinu er ekki eingöngu ætlað að
vera tónlistarhús, heldur einnig hús
fyrir aðra viðburði s.s. ráðstefnur,
leiklist og ballett. Húsið er þó fyrst
og fremst hugsað sem tónlistarhús
og heimili Tampere-sinfóníuhijóm-
sveitarinnar. Húsið er allt hið full-
komnasta bæði hvað varðar hljóm-
burð og alla aðstöðu. Sviðið er búið
nýjasta tæknibúnaði og má hækka
eða lækka einstaka hluta þess eða
allt sviðið eftir þörfum. Þá má
stækka það og minnka til að koma
til móts við mismunandi þarfir tón-
listar, leiklistar og balletts. Hljóm-
burður er stillanlegur allt frá dauð-
um hljómi upp í ómmikinn kirkju-
hljóm, en það fer þó svolítið eftir
sölum í húsinu hversu mikið er
hægt að stiíla hljómburðinn. Stórar
aðkeyrsludyr eru baksviðs í stóra
salnum svo að hægt er að aka flutn-
ingabílum inn í húsið. Öll aðstaða
fyrir hljóðfæraleikara er til fyrir-
myndar. Sérstök æfingaherbergi,
fataherbergi með sturtum fyrir
dömur og annað fyrir herra, að
sjálfsögðu herbergi fyrir stjórnend-
ur og fyrir konsertmeistara. Góð
aðstaða er fyrir starfsmenn húss-
ins, en í húsinu starfa um 40 manns
við rekstur hússins s.s. miðasölu,
markaðsmál, fjármál, sviðsstjórn
o.fl. Góð veitingaaðstaða er í húsinu
fyrir starfsfólk og sérstakt herbergi
fyrir blaðamenn og annað fjölmiðla-
fólk.í anddyri hússins er aðstaða
öll hin besta fyrir gesti. Þar eru
sérstök veitingahús og aðstaða fyr-
ir listasýningar. Í húsinu eru tveir
salir hvor með sinn eiginleika. Sá
stærri tekur um 1.800 manns í
sæti og sá minni tæplega 500
manns. Þessir salir eru svokallaðir
fyölnýtisalir (multipurpose). Þá er
einnig hljóðver sem tekur um 300
manns í sæti, auk þess fjöldi fundar-
herbergja og smærri sala, verk--
stæði o.fl.
Yfírvöld í Tampepe telja að gildi
Tampere-hússins sé fyrst og fremst
menningarlegt tákn um menningu
borgarinnar, en einnig fjárhagslegt
því það muni laða að ýmsa lista-
menn og ferðamenn. Tampere er
reyndar nú þegar orðin mesta ferða-
mannaborg Finnlands, en þár búa
nú um 170.000 manns. Tampere-
húsið er nú þegar fullbókað næstu
tvö árin. Er þar um að ræða fjöl-
breytilegustu viðburði s.s. rokktón-
leik, ballett, óperur, ráðstefnur o.fl.
auk sígildra tónleika sem skipa
öndvegi.
í Helsinki lék sinfóníuhljómsveit-
in okkar í Finnlandia húsinu sem
Alvar Altó hannaði. Þar var hljóm-
burður hvað sístur af þeim húsum
sem hljómsveitin spilaði í, í ferð-
inni, en þó mun betri heldur en í
Háskólabíói. Húsinu verður lokað
eftir tvö ár og gerðar á því gagnger-
ar endurbætur sérstaklega með það
í huga að bæta hljómburðinn. Að-
staðan var þar hins vegar öll til
fyrirmyndar, eins og reyndar í öllum
þeim húsum sem hljómsveitin lék í.
Ég gæti haldið áfram að lýsa
hinum tónlistarhúsunum sem
hljómsveitin lék í, tónlistarhúsinu í
Turku, Berwaldhallen í Stokkhólmi
og Radio-huset í Kaupmannahöfn,
en það hefur í sjálfu sér engan til-
gang. Alls staðar sama sagan -
góður hljómburður og góð aðstaða.
Tónlistarhús á íslandi
Eftir svona ferð sér maður enn
betur en áður hversu sárlega okkur
vantar gott tónlistarhús á íslandi.
Það ætti að vera metnaðarmál
stjórnvalda að koma upp slíku húsi.
Ef húsinu er ætlaður staður í
Reykjavík, þá finnst mér skyldur
Reykjavíkurborgar — höfuðborgar
íslands — engu minni en ríkissjóðs.
Hús sem þetta myndi setja mikinn
svip á höfuðborgina og vera henni
til sóma. Það er engin goðgá að
ætla að hér mætti halda miklu fleiri
ráðstefnur, veglegri listahátíð sem
yrði kynnt um allan heim, ferða-
mönnum fjölgaði í kjölfarið, en
síðast og ekki síst — hljóðfæraleik-
urum í Sinfóníuhljómsveit íslands,
öðru tónlistarfólki, tónlistarunnend-
um og landsmönnum öllum væri
sýndur viðeigandi sómi.
Tökum nú öll höndum saman,
stjórnmálamenn, embættismenn,
hljómlistarmenn og allir íslending-
ar, og gerum tónlistarhúsið að okk-
ar máli.
Höfundur er viðskiptafræðingur
og rekstnustjóri
Sinfóníuhljómsveitar íslands.