Morgunblaðið - 01.12.1990, Page 49

Morgunblaðið - 01.12.1990, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1990 49 Guðmunda J. Bene- diktsdóttir - Minning Fædd 5. júli 1938 Dáin 24. nóvember 1990 Það eina sem við getum raun- verulega gengið út frá í lífinu er að öll munum við einhvern tímann deyja. Þrátt fyrir þessa vissu forðumst við í lengstu lög að horfast í augu við þá staðreynd. Það breytir litlu þó ljóst sé að hveiju stefnir í lífi einstaklings og sjúkdómur hafi smám saman lamað líkamlegt þrek. Guðmunda J. Benediktsdóttir, Mumma frænka, sýndi aðdáunar- vert æðruleysi og kjark í langri og strangri baráttu 'við krabbamein. Aldrei heyrðist hún kvarta. Hvert áfallið rak annað eri ekki virtist það buga hana, allt til síðasta dags. Fyrstu endurminningar okkar systra tengjast Mummu. í minning- unni lifir hún sem jákvæða, glaða og alltumveijandi frænkan okkar sem var okkur líka eins og stóra systir. Ófáar voru sendingarnar sem við fengum frá henni, ævinlega eitt- hvað gott og spennandi. Það var eins og hún hefði alltaf ómældan tíma og kraft til að gera öðrum gott. Við og ijölskyldur okkar nutum þessa örlætis og hlýju í ríkum mæli. Fyrir það og allar góðu minn- ingarnar erum við þakklátar. Með lífi sínu gaf Mumma svo sannarlega gott fordæmi. Við finn- um sterkt til þess hve orð eru lítils megnug þegar við minnumst henn- ar. Þó að hún hafi nú yfirgefíð þann jarðneska bústað sem líkaminn er lifir hún áfram. Við biðjum Guð að geyma Mummu og gefa Boggu, Ola og börnunum styrk. Bryndís, Jóna Magga og Ingibjörg. Mig setti hljóðan, er ég frétti lát minnar góðu vinkonu og fermingar- systur, hennar Mummu. Hún ólst upp í föðurhúsum í Hnífsdal og átti heima hér alla ævi. Foreldrar hennar eru Benedikt Friðriksson verkamaður, en hann lést 1973, tæplega 64 ára, og Ingi- björg Guðmundsdóttir, húsmóðir, sem lifir einkadóttur sína og er nú 78 ára. Mumma var glaðvær og skemmtilegur unglingur og hélt þeim eiginleika alla tíð, þó að sjúk- dómsstríð hafi verið þungbært nú síðustu árin. Mér er minnisstætt hvað Mumma var flink í dönskum, en það var boltaleikur með 5 eða 6 boltum, sem hent var upp á vegg og gripnir og hent aftur fyrir bak þegar við átti. Þessi leikur sést nú ekki lengur. Mumma fór í Gagn- fræðaskólann á ísafirði og útskrif- aðist þaðan. Síðan settist hún í Kvennaskólann á Blönduósi, hjá hinni landskunnu heiðurskonu, frú Huldu Stefánsdóttur. Ég tel að námsdvölin þar hafi reynst heilla- spor, því heimilið ber smekkvísi hennar fagurt vitni. Eftirlifandi eiginmaður Mummu er Ólafur Ingvar Friðbjarnarson, stýrimaður frá Sútarabúðum í Grunnavík. Þau gengu í hjónaband 10. október 1964 og voru í farsælli sambúð í 26 ár. Þeim varð þriggja barna auðið, en þau eru: Benedikt rafvirki á ísafirði, sambýliskona hans er Ásdís Kristjánsdóttir, þau eiga dóttur á fyrsta ári. Ingibjörg, nemi í Fjölbrautaskólanum á Sauð- árjcróki og Sinári, nemi í Grunnskól- ánum á Isafirði. Mumma var mjög þakklát fyrir alla hjálp, sem hún fékk bæði hér fyrir vestan og líka syðra í veikindum sínum, en mestan stuðning hygg ég að hún hafi feng- ið frá eiginmanni og börnum ásamt móður sinni. Einnig var Ingibjörg Guðmundsdóttir frænka hennar í Reykjavík mjög hjálpsöm og nær- gætin við hana í erfiðum lækninga- ferðum fyrir sunnan. Þegar Mumma vann í kaupfélag- inu hér heima var gaman að líta þar inn, bauð hún þá oft upp á kaffi og meðlæti, þá var slegið á létta strengi. Líka var gaman að heimsækja hana og þá drukkum við te með heimabökuðu meðlæti og ræddum málin í rólegheitum. Mumma var traustur vinur og sýndi það oftlega. Meðan ég var að festa þessi orð á blað fletti ég með lokuð augu Biblíunni minni og staðnæmd- ist við þessi orð: „í heiminum hafið þér þrengingar. En verið hug- hraustir. Eg hef sigrað heiminn." Jóhannes 16, 33. Þessi litli og upp- byggjandi texti er letraður á fót- stall minnisvarða um drukknaða sjómenn frá Hnífsdal. Mumma var komin af vestfirsk- um sjómönnum í marga ættliði og sjómannskona. Kæru aðstandendur, ég og Finn- ey systir mín, sem býr í Reykjavík sendum ykkur innilegar samúðar^ kveðjur og blessunaróskir á þessum dimmu vetrardögum. Eri aftur kemur vor í dal. Blessuð sé minning Guðmundu Jónu Benediktsdóttur. Guðjón Finndal Finnbogason, Hnífsdal í dag verður borin til moldar frá kapellunni í Hnífsdal Guðmunda Jóna Benediktsdóttir. Mumma, eins og hún var venju- lega nefnd, var fædd í Hnífsdal, 5. júlí 1938. Foreldrar hennar voru hjónin Ingibjörg Guðmundsdóttir og Bene- dikt Friðriksson. Benedikt lést á besta aldri 1973. Mumma ólst upp við gott atlæti foreldra sinna í góðu og heilbrigðu umhverfi. Heimili þeirra hjóna, Ingibjargar og Benedikts, var þekkt að heilbrigðum lífsviðhorfum, vin- áttu og mikilli samkennd til ná- granna og samferðafólks. Þar var hús opið fyrir öllum þeim er sam- kenndar voru þurfi. Því mætti rita nokkurt mál um það einstaka lífshlaup, sem Ingibjörg og Bene- dikt lifðu sameiginlega. Ingibjörg, Bogga Stefáns, er einstök kona af heilbrigðu lífsviðhorfi. í ríkum mæli eru einkenni hennar nærgætni og hlýja til alls þess er lifir og grær. Mumma hlaut því mikla arfleifð manngæsku frá foreldrum sínum. Þennan arf ræktaði hún á þann veg, sem vel kom fram í lífi hennar og stárfi. Trúmennska til allra verka var aðalsmerki hennar. Vin- áttu rækti hún til allra þeirra sem henni voru tengdir, bæði hvað varð- aði frændsemi eða tengdir til skyld- fólks eiginmanns hennar. Sömu ræktarsemi sýndi hún öllum þeim, er hún átti samskipti við á lífsleið- inni, hvort heldur var við vinnu, skólafélaga eða félagsstörf. Þeir eru ótaldir sem þessa hafa orðið varir. Mumma hefur um nær 7 ára skeið átt við erfiðan sjúkdóm að etja. Margt hefur borið við á þeim ferli, sem ekki verður rifjaður upp hér, Ávallt gætti hjá henni hins heilbrigða lífsviðhorfs — bjartsýni til framtíðar. Við sem fylgdumst með sjúk- dómsferli hennar undruðumst yfir þeim mikla styrk, sem hún bjó yfir allt til síðustu stundar. Hún gerði sér grein fyrir .hvert stefndi, þó þess gætti ekki í orðum eða and- legri tilfinningu hennar, en þeir sem þekktu hana best vissu að hugur hennar var skýr hvað þetta snerti. Það er einstæður sálarstyrkur að geta lifað svo sem hún gerði síðustu árin. Aldrei var æðrast eða að kjarkur dvínaði, þó líkamlegir kraft- ar færu þverrandi. Sterkur vilji til að gleðja aðra, svo þeir lifðu ekki í kvöl vegna veikinda hennar eða atburða þeim fylgjandi, var hennar styrkur. Orð mín ná ekki til að tjá þá til- finningu, sem við nánasta frænd- fólk fundum til á þessum tíma. Mumma var ávallt sú sterka á hveiju sem gekk. Vinátta og hlýja brást hvergi. Ég bið þess að mér hafi lærst nokkur vísdómur hvað þetta lífsvið- horf snertir. Hjá Mummu brast hvorki kjark né lífsvilja,- en „eigi má sköpum renna“. Guðmunda Jóna kvæntist eftirlif- andi eiginmanni sínum, Ólafi Frið- björnssyni, vélstjóra, 10. október 1964. Börn þeirra eru: Benedikt raf- virki, sambýliskona Ásdís Kristj- ánsdóttir, barn þeirra Andrea; Ingi- björg Jóna, menntaskólanemi; Smári, sem lýkur skyldunámi í vor. Það er sárt að sjá á eftir konu sem Guðmundu Jonu, er fellur frá á besta aldri. Þó söknuður okkar frændfólks sé mikill, er söknuður þeirra sem næst standa, eigin- manns, barna og móður, hvað sár- astur. Ég bið „hinn mikla eilífa anda, sem í öllu og alls staðar býr“ að létta þeim sorg og söknuð, að vaka yfir velferð þeirra. Þegar aftur birtir er ljúft að minnast Guðmundu Jónu, Mummu, ástkærrar eiginkonu, móður, sem bar einlæga og heilbrigða um- hyggju fyrir bömum sínum, og dótt- ir, sem ávallt var foreldrum sínum einlæg. Alfaðir blessi minningu ykkar. Við frændfólkið færum okkar kveðjur og þakkir. Marías Þ. Guðmundsson VZterkarog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNA THEÓDÓRA BJARNADÓTTIR, lést í Vifilsstaðaspítala aðfaranótt 30. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda Dætur, tengdasynir og barnabörn. t Faöir okkar, tengdafaðir og afi, STEINGRÍMUR JÓHANNESSON bifreiðastjóri, Hrafnhólum 6, lést á heimili sínu 29. nóvember. Helga Steingrimsdóttir, Snorri Ágústsson, Anní Steingrimsdóttir, Stígur Steingrímsson, Nína Hrólfsdóttir, Jóhannes Steingrimsson og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGURLÍNA GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR frá Efri-Miðvík, Aðalvík, Suðurgötu 12, Keflavík, er andaðist á sjúkrahúsi Keflavíkur að morgni laugardagsins 24. nóvember sl., verður jarðsungin frá Keflevíkurkirkju í dag, laugardaginn 1. desember, kl. 14.00. Guðmundur F. Sölvason, Margrét Sölvadóttir, Karitas Sölvadóttir, Hafsteinn Sölvason, Ásta Sölvadóttir, Hilmar R. Sölvason, Sölvi Stefánsson, barnabörn, barnabarnabörn Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Friðrik L. Baldvinsson, Gerald Hásler, Sigríður Oddsdóttir, Hilmar Valdimarsson, Björg Jónsdóttir, Inga Árnadóttir, og barnabarnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð, hjálpsemi og vinarhug við andlát og útför JÓNS BJARNASONAR, Hlíðarbraut 9, Blönduósi. Sigurbjörg Sigríður Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson, Guðmundur Rúnar Jónsson, Guðrún Sigurðardóttir, Jófríður Kristjánsdóttir, Björg Bjarnadóttir, Árni Jónsson, Sigríður Kristín Bjarnadóttir, Ragnar Páll Bjarnason, Sonja G. Wium, Sigurlaug Bjarnadóttir, Kristinn Jónsson, Lárus Hagalín Bjarnason, Særún Albertsdóttir. Náttföt-náttkjólar - sloppar -undirfatnaður úr mjúku silki og satíni. Einstakir hlutir á einstöku verði. Gjafakort - góð lausn fyrir marga. Sýningarstúlka á staðnum. Verið velkomin. TIZKAN MJGAVEGI 71 • 2 HÆÐ 1 II sttfri stlkUt Góðan daginni f Ol

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.