Morgunblaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1990 Hljómskálakvintettinn leikur á Hótel Islandsplaninu. Fjölbreytt dagskrá í miðbænum: Varðskip hleypir af tuttuguog einu skoti ÁHUGAHÓPUR um að miðbær- inn endurheimti sinn fyrri sess sem aðal menningar-, samkomu- og verslunarstaður Reykjavík- ur, stendur fyrir ýmsum kynn- ingum fram til jóla. Hópurinn nefnir sig Félagið í miðbænum. Hugmyndin er að kynna ýmis- legt sem tengdist jólaundirbún- ingnum í miðbænum á árunum frá fyrri heimsstyrjöld og fram á hina síðari. Ef veður og aðstæður leyfa. laugardaginn 1. desember hefst dagskráin við sólarupprás kl. 10.45 með því að flaggað verður öllum gömlu íslensku fánunum fyrir framan þau hús í miðbænum sem tengjast fánunum á einhvern hátt, sögulega séð. Kl. Í2.00 verður minnst þess merka atburðar 1. desember 1918 þegar ísland varð fullvalda ríki og eignaðist sinn eigin þjðfána, með því að varðskipið Týr, sem liggur við Ingólfsgarð, mun skjóta 21 heiðursskoti. Kl. 13.00. Óvænt uppákoma á Lækjartorgi. Kl. 14.00. Skólahljómsveit Kópavogs leikur hressileg lög í Austurstræti undir stjórn Björns Guðjónssonar. 15.00. Grýla verður í Hlaðvarp- anum og foreldrum er boðið að koma með óþekktarangana til flengingar. Grýla mun síðan vappa um svæðið. Kl. 16.00 slær Hljómskálakvint- ettinn á létta strengi á Hotel ís- landsplaninu og fólk getur fengið sér snúning í ljósaskiptunum. Á sunnudag gengur Páll Líndal gamla rúntinn og segir sögu hans. Lagt verður af stað kl. 13.30 frá Hótel íslandsplaninu sem nú er nefnt Hallærisplanið. Gönguferðin tekur einn og hálfan tíma. Málþing- um bókmenntir FÉLAG áhugamanna um bók- menntir efnir til málþings um íslenskar bókmenntir síðasta áratugar laugardaginn 1. des- ember undir yfirskriftinni: Bók- menntir 1990: Hvað gerðist? — Hvað gerist? Þingið verður haldið í Norræna húsinu og hefst kl, 10.00 og er dagskráin sem hér segir: 10.00 Eysteinn Þorvaldsson: Að nýju flæðarmáli. 10.30 Jóhann Hjálmarsson: Ljóðið snýr aftur. 11.00 Kaffihlé. 11.15 Dagný Kristjánsdóttir: Gerðist eitthvað? 11.45 Sigurður Pálsson: Síðasti áratugur (Síðasti ára- tugur?) 12.15 Matarhlé. 13.00 Gísli Sigurðsson: Frá formi til frásagnar. 13.30 Jón Stefánsson: „Mér stendur á andskotans sama um mannkynið." 14.00 Kaffihlé. 14.15 Páll Baldvin Baldvins- son: Mátturinn og dýrð- in. 14.45 Sjón: Ur vöggunni í eld- inn. 15.15 Pallborðsumræður. Laugarneskirkja Aðventu- hátíð í Laug’arnes- kirkju AÐVENTUHÁTÍÐ verður í Laugarneskirkju sunnudaginn 2. desember kl. 11.00 árdegis og hefst með messu og barna- starfi og kl. 20.30 verður að- ventukvöld. í messunni mun Ragnheiður Sverrisdóttir djákni predika en hún er framkvæmdastjóri Æskulýðs- sambands kirkjunnar í Reykjavík- urprófastsdæmi. Hannes Guðrún- arson leikur einleik á gítar og ungl- ingar syngja. Eftir messuna munu félagar úr Æskulýðsstarfi í Lau- garneskirkju selja vöfflu-kaffi. Á aðventukvöldinu verður fjöl- breytt dagskrá að vanda. Ræðu- maður er Friðrik Sophusson al- þíngismaður. Barnakór Laugar- nesskólans, bjöllukór og kirkjukór Laugarneskirkju munu flytja tón- list undir stjórn Ronalds V. Turn- er. Börn úr barnastarfi kirkjunnar munu hafa helgileik og samveran mun enda á. því að ljósin verða tendruð sem hver kirkjugestur fær í hönd en sú athöfn á að vera tákn- ræn fyrir boðskap kristninnar á aðventu og það Ijós sem kom í heiminn með Jesú Kristi. Eftir samkomuna í kirkjunni verður boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur en Kvenfélag Lau- gamessóknar mun annast þann hátt eins og oft áður, en það hefur gefið aðventukvöldinu hlýlegt og notalegt yfirbragð. (Frcttatilkynning) Búðardalur: Húnvetnsk börn heim- sækja Dali Búðardal. TÓNLISTARSKÓLI Vestur- Húnavatnssýslu var í heimsókn hér um síðustu helgi og spiluðu nemendur fyrir gesti og nokkur börn úr Tónlistarskóla Dalasýslu þökkuðu Húnvetningum fyrir komuna með tónlist. Þetta var mjög skemmtileg til- breyting og verður vonandi til þess að efla kynni milli skólanna, því Tónlistarskóla Dalasýslu var boðið norður og gefst vonandi tækifæri til að þiggja boðið síðar. Nú eru nemendur hér í Tónlistar- skólanum að æfa fyrir aðventu- guðsþjónustur, sem verða í þremur kirkjum hér í sýslunni 2. desember. - Kristjana. Raddskúlp- túr í Borgar- leikhúsinu NEMENDUR annars og þriðja árs fjöltæknideildar Myndlista- og handíðaskóla íslands flytja Þrætubálk, verk Magnúsar Páls- sonar myndlistarmanns, í and- dyri Borgarleikhússins sunnu- daginn 2. desember kl. 15, og á mánudagskvöldið 3. desmeber kl. 20. Verkið er byggt á Ilionskviðu Hómers og hefur Magnús sett text- ann saman eftir þýðingu Svein- bjarnar Egilssonar og umritun Steinars Siguijónssonar á þeim texta. Þrætubálkur var frumfluttur í Nýlistasafninu þann 17. október sl. Aðeins verða tvær sýningar á verk- inu. Seltjarnarneskirkja Aðventu- hátíð Sel- Ijarnar- neskirkju KIRKJUDAGUR I Seltjarnarnes- kirkju verður sunnudaginn 2. desember. Kl. 11.00 barnaguðs- þjónusta, kl. 14.00 guðsþjónusta og kl. 20.30 verður aðventuhá- tíðin. Ræðumaður kvöldsins verður sr. Gunnar Kristjánsson prestur á Reynivöllum. Elísabet F. Eiríksdótt- ir flytur einsöng, barna- og safnað- arkór Seltjarnarneskirkju syngja og ijöldi annarra tónlistarflytjenda mun koma fram. Vonást er til að kvöldið verði ánægjulegt og ágætt upphaf að jólaundirbúningi, segir í frétt frá Seltjarnameskirkju. Ljósmynda- sýning' á Sauðár- króki INGA Sólveig listljósmyndari verður með sýningu á verkum sínum í Gránu, húsnæði Kvenna- smiðjunnar á Sauðárkróki, vik- una 1.-7. desember. Inga lærði ljósmyndun í San Francisco Art Institute og hefur haldið einkasýningar og samsýn- ingar bæði hér heima og erlendis. Sýningin er opin frá kl. 17.00- 22.00. Landakotskir kj a Aðventu- kvöld í Kristskirkju FÉLAG kaþólskra leikmanna gengst fyrir aðventukvöldi í Kristskirkju, Landakoti, sunnu- daginn 2. desember nk. kl. 20.00. Leikið verður á kirkjuorgelið, séra Jakob Rolland flytur ræðu, Eiríkur Örn Pálsson leikur á tromp- et, kirkjukórinn syngur, Erla Mart- einsdóttir les upp og jólaguðspjallið verður lesið. Halda kirkjugestir á tendruðum kertum á meðan. Loks syngja kórinn og kirkjugestir sam- eiginlega Hljóða nótt í þýðingu Matthíasar Jochumssonar. Að- ventukvöldinu lýkur með orgelleik. Fella- og Hólakirkja. Aðventu- samkoma í Fella- og Hólakirkju HIN árlega aðventusamkoma í Fella- og Hólakirkju verður hald- inn 2. des., fyrsta sunnudag í aðventu kl. 20.30. Að vanda verður mikið um að vera. Ræðu kvöldsins flytur Ragn- heiður Sverrisdóttir djákni. Flautu- leik annast Guðrún Birgisdóttir og Martiel Nardeau. Skagfirska söng- sveitin syngur undir stjórn Björg- vins Þ. Valdimarssonar. Fermingar- börn sýna helgileik undir hand- leiðslu Jóhönnu Guðjónsdóttur. Nemendur úr Söngskólanum í Reykjavík syngja einsöng og tvísöng. Þeir eru: Kristín R. Sigurð- ardóttir, Metta Helgadóttir, Sigur- laug Arnardóttir, Svanhvít Val- geirsdóttir og Svava Á. Sigurðar- dóttir. Þá syngur kirkjukór Fella- og Hólakirkju, stjórnandi er Guðný M. Magnúsdóttir. Einnig verður al- mennur söngur, upplestur og ekki má gleyma ljósatendruninni. Prest- arnir munu einnig leggja sitt af mörkum. Þeir sem staífa við kirkjuna hvetja fólk til að koma og fagna með okkur hátíðinni sem í hönd fer. Komum saman á aðventu til að lofa Guð í helgidómi hans, búum okkur þannig undir komu jólanna. Að lokinni athöfninni í kirkjunni er öllum boðið að þiggja veitingar í safnaðarheimilinu. (Frcttatilkynning) Leikskóla- lögin komin út LEIKSKÓLALÖGIN nefnist plata og snælda sem Almenna bókafélagið hefur gefið út. . Meðal laga á plötunni má nefna: Fílaleik, Einn hljómlistarmaður, Ég á gamla frænku, Strætóvísur, Kisa mín, Pompulagið og Þrír litlir her- menn. Leikskólalögin eru sett fram sem samsöngur og samtal barnanna Tótu og Sölva og það eru þau Ása Hlín Svavarsdóttir og Örn Árnason sem tala og syngja fyrir þeirra hönd. Hljóðfæraleikarar eru hljóm- sveitin Fílabandið en hana skipa Stefán S. Stefánsson sem leikur á flautur, saxófóna, hljómborð og slagverk, Ari Einarsson sem leikur á gítar og Gunnar Hrafnsson sem spilar á bassa. Aðstoðarhljóðfæra- leikari var Sigurður Rúnar Jónsson sem lék á orgel. Utsetningar og stjórn upptöku annaðist Stefán S. Stefánsson. Hljóðmaður var Sigurður Rúnar Jónsson, upptökur fóru fram í Stúdíó Stemmu. Hljómplatan Leikskólalögin ■ MOGENS Koktvedgaard, prófessor við Kaupmannahafnar- háskóla, heldur fyrirlestur á vegum lagadeildar Háskóla Islands mánu- daginn 3. desember 1990 kl. 11 í stofu 103 í Lögbergi, húsi laga- deildar. Fyrirlesturinn verður flutt- ur á dönsku og nefnist Immaterial- retten udvikling og aktuelle problemer. Prófessor Koktved- gaard er víðkunnur fræðimaður og hefur ritað nokkrar bækur um efni á sviði hugverka- og einkennaréttar m.a. um einkaleyfi. Auk þess liggja eftir hann fjölmargar fræðigreinar í tímaritum. Honum var boðið hing- að til fyrirlestrahalds í tilefni af því, að nú liggur fyrir Alþingi frum- varp til laga um einkaleyfi. (Fréttatilkynning) ■ LANDSFUNDUR OA-sam- takanna á íslandi verður haldinn í húsi ÍSÍ í Laugardal sunnudaginn 2. desember kl. 10.00-15.30. Hann er opinn öllum OA-félögum á landinu. Þátttökugjald er kr. 800 og er þá hádegismatur og kaffi/te innifalið. Opinn kynningarfundur OA-samtakanna á íslandi verður haldinn sama dag á sama stað kl. 16.00. Þangað eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. OA-samtökin eru félagsskapur fólks á öllum aldri sem á við matarfíkn að stríða. Þau hafa verið starfandi á íslandi 1982 og í Bandaríkjunum voru þau stofn- uð árið 1960. M JÓLAMERKI Lionessuklúbbs Njarðvíkur er komið út. Þetta er í annað sinn sem jólamerkið er gef- ið út. Á jólamerkinu 1989 var mynd af félagsmerki klúbbsins. Lionessu- klúbbur Njarðvíkur hefur sett sér að markmiði, að nota framvegis ýmis myndræn tákn úr Njarðvíkum á jólamerkið. Að þessu sinni varð kirkjan í Innri-Njarðvík fyrir valinu. Félagskonur munu sjá um sölu jóla- merkjanna. Allur ágóði af sölu merkjanna rennur til líknannála á Suðurnesjum. ■ DANSKAR kvikmyndir fyrir börn verða sýndar sunnudaginn 2. desember kl. 14.00 í fundarsal Norræna hússins. Myndirnar heita Trylle og tojdyrene eða Trilla og tuskudýrin og Kan du li at lave tegnefilm? eða Langar þig til að gera teiknimynd? Sýningartími er um ein klukkustund. Fyrri myndin segir frá Trillu og tuskudýrum hennar, en þau lenda í ýmsum ævintýrum. Síðari myndin sýnir hvernig teiknimyndir verða til, en við gerð þeirra má nota ýmis efni, svo sem módelleir, samfelluhug- myndir, túss og fleira. Aðgangur er ókeypis og börnin frá ávaxtasafa í hléi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.