Morgunblaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1990 45 „Fólk og ræningjar í Karde- monunubæ“ á Hvolsvelli eftir Ingibjörgu Marmundsdóttur Leikfélag Rangæinga frumsýndi leikrit Thorbjörns Egner „Fólk og ræningjar í Kardemommubæ" laug- ardaginn 17. nóvember, í húsnæði Kaupfélags Rangæinga á Hvols- velli, þar sem áður var starfrækt Saumastofan Sunna. Húsfyllir var á frumsýningu og stemmning góð. í anddyrinu voru frumsýningargestir boðnir vel- komnir á Kardemommuhátíðina af íbúum bæjarins og fékk maður strax á tilfinninguna að komið væri ríki í ríkinu eða þorp í þorpinu, — Kardemommubærinn var kominn á Hvolsvöll til að vera um skeið. Á veggjum beggja vegna við inn- ganginn að áhorfendabekkjum blasa við teikningar af fólki og mannvirkjum í Kardemommubæ og eru teikningar þessar unnar af yngstu kynslóð Rangæinga. Vöktu þær og sviðið þegar inn var komið svipaða eftirvæntingu og tilhlökk- un, sem fýlgir því að horfa á og þukia jólapakka, sem ekki má taka upp strax. Innihald pakkans, sem Leikfélag Rangæinga hefur undan- famar vikur unnið hörðum höndum við að undirbúa handa okkur áhorf- endum olli ekki vonbrigðum. Sviðið, sem í fýrstu er torgið í Kardemommubæ fylltist af syngj- andi bæjarbúum, Tobías í turninum (leikinn af Þorsteini Runólfssyni) spáði góðu veðri og Bastían bæjar- fógeti kynnti fyrirhuguð dagskrár- atriði á hátíðinni. Þannig byijar sýningin með krafti og hressum blæ, sem fylgir henni til enda. í hlutverkum bæj- arbúa eru börn og unglingar í meiri- hluta og skila þau sínu hlutverki með sóma og samviskusemi, hvert spor fyrirfram ákveðið og þess vandlega gætt að enginn „steli senu“ af öðrum og kemur þar vel fram gott vald leikstjóranna á því sem þeir era að gera og þessu ná þeir án þess að þvingun eða ótti sé til staðar hjá nokkurri persónu. Þetta er glaðlegur hópur, sem syng- ur og leikur af hjartans lyst og skilar texta skýrt og vel. Remó litli er leikinn af Daða Friðrikssyni, Kamilla af Berglind Hákonardóttur og Tommi af Árna Þór Guðjóns- syni, en hlutverk Tomma og Kam- illu hafa einnig æft þau Hanna Friðriksdóttir og Guðmundur Sæ- mundsson og munu þau skiptast á að leika hlutverkin. Leikritið þekkja flestir, þetta er bráðskemmtileg saga um Iíf og starf í bæjarfélagi, sem er saman sett af alls konar fólki, sem býr við sitt strit, bakar brauð, gerir pylsur, hittist á torginu og ræðir málin og drífur sig svo í að undirbúa og halda hátíð, rétt eins og við þekkjum úr okkar lífí. En eins og í öllum bæjar- félögum er fólkið í Kardemommubæ ekki allt eins og víða er misjafn sauður í mörgu fé. Ræningjarnir þrír, Kasper, Jesper og Jónatan, eru vandamálið í þessum bæ, en á því vandamáli er tekið og það leyst. Og hvernig er það leyst? Með því að glæða það sem gott er í þessum greyjum og gefa þeim tækifæri á „Það hafa margir lagt hönd á plóginn við upp- setningu þessa verks en að sögn formanns leik- félagsins koma um 50 manns við sögu á einn eða annan hátt.“ nýjum starfsvettvangi. „Það er gaman að geta gengið um og boðið góðan daginn," segja þeir í lokin, þá orðnir fijálsir menn. Þetta er líklega boðskapurinn, sem þetta ævintýri inniheldur, áminning til okkar að vera ekki of fljót á okkur að dæma náungann og íhuga stöðu þeirra, sem ein- hverra hluta vegna eru ekki fijálsir að því að ganga um og bjóða góðan daginn. Ræningjarnir eru leiknir af þeim Þorsteini Ragnarssyni, Jóhanni Haukssyni og Þráni Sigvaldasyni og skila þeir þremenningar hlut- verkum sínum afar vel. Eitt atriði af mörgum góðum vil ég nefna sérstaklega, en það er þegar bæjarbúarnir þrír handtaka ræningjana og færa þá til yfir- heyrslu hjá Bastían, en í yfirheyrsl- unni ná leikarar frábæru samspili. Bastían bæjarfógeti var á frum- sýningu leikinn af Bjarna Böðvars- syni, en Sigurgeir Hilmar Friðþjófs- son mun leika hlutverkið á móti Bjarna. Hin miður viðmótsþýða, röggsama og inn við beinið ágæta Soffía frænka er leikin af Ásgerði Ásgeirsdóttur. Það sögðu margir sem til þekkja, þegar það kvisaðist hver leika ætti Soffíu að þar væri rétt kona á réttum stað, og ég sá ekki betur á frumsýningunni en þetta væri hárrétt. Leikstjórar eru þau Ingunn Egils- dóttir og Elfar Bjarnason bæði menntað leikhúsfólk. Elfar er Rangæingum að góðu kunnur fyrir fyrri verk sín hjá leikfélaginu, en hann hefur séð um ljós og leikmynd- ir undanfarin ár. Hann ásamt Ingunni og Hafþóri Þórhallssyni sér einnig um leik- myndina nú og ber hún höfundum sínum vitni um vandvirkni og fal- legt handbragð, dýragervin eru frá- bær og þegar þau öðlast líf og hreyfíngu leikaranna trúir maður næstum að lifandi dýr séu á ferð- inni. Tónlist er mikill þáttur í sýning- unni, einsöngur, kórsönur og undir- leikur. Söngurinn er kraftmikill og góður, texti skilar sér vel og undir- leikurinn er fínn og fjörugur. Söng- þjálfun og undirleik á æfingum annaðist Gunnar Marmundsson, en Stefán Þorbergsson hljómsveitar- stjóri á heiðurinn af undirleik á sýningum. Það hafa márgir lagt hönd á plóginn við uppsetningu þessa verks en að sögn formanns leikfélagsins koma um 50 manns við sögu á einn eða annan hátt. Margar andvöku- nætur, akstur fram og til baka og mikið púl liggur að baki. En hópur- inn uppsker nú árangur erfíðis síns með glæsilegri sýningu. Ég giska á að aldursmunur þess yngsta og elsta í hópnum sé um 50 ár, en þrátt fyrir það tekst stjómendum að stýra hópnum til sigurs á sviðinu og um leið afsanna þá kenningu sem raddir í þjóðfélaginu klifa á að fólki skuli skipta í fjóra hópa þ.e. börn, unglinga, fólk og gamal-- menni. Við erum öll manneskjur sem eigum að geta unnið saman beri stjórnendur þjóðfélagsins gæfu til að vinna eins og leikstjórarnir í Kardemommubænum gera. Þökk sé öllum hópnum fyrir skemmtun- ina. Ég hvet alla, sem vettlingi valda og geta gengið um og sagt góðan daginri til að heimsækja Hvolsvöll og sjá hvernig bæjarlífið gengur fyrir sig í Kardemommubæ. Það er vel þess virði. Leikfélagið lengi lifi. Höfundur er búsett á Hvolsvelli. Vegurinn um Mýrar: Borgarverk með lægsta tilboð BORGARVERK hf. í Borgarnesi átti lægsta tilboð í lagningu Ól- afsvíkurvegar'um Mýrar en lagn- ing vegarins var boðin út fyrir skömmu. Borgarverk býðst til að leggja veginn fyrir 40,5 milljónir kr., sem er innan við 70% af kostnaðaráætl- un Vegagerðarinnar. Vegagerðin áætlaði kostnað 58,4 milljónir og er tilboð Borgarverks því tæpum 18 milljónum lægra. Tíu verktakar buðu í veginn um Mýrar. Öll voru tilboðin undir áætl- un Vegagerðarinnar, utan eitt, sem var 12% yfír kostnaðaráætlun. • M AFÞRUMumm oe oryggi Líttu inn og fagnaðu með okkur Ilobus? Lágmúla 5, s. 681555 FRUMSYNING ÁSAAB9000CD - MiB NÝIU 2.3 16 v. TÚRBÓVÉLINNI ídagkl. 10:00-16:00 og á morgun kl. 13:00-16:00. HÉR&NÚ AUCtÝSIN'GASTOFA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.