Morgunblaðið - 08.12.1990, Blaðsíða 22
222
MORGUíIBLAÐÍÐ LAUGÁ'RÐAGIÍR 8.' DESeMBÉR 1990
35 RETTA JOLAHLAÐBORÐ
í HÁDEGINU OG Á KVÖLDIN
Nú bjóðum við glæsilegt jólahlaðborð með réttum
úr úrvals hráefni fyrir einstaklega gott verð.
Opið mánudaga til laugardaga.
Rjómalöguð súpa dagsins
Fjórar tegundir af síld
Tvær tegundir af grænmetispaté
Sjávarréttapaté
Sjávarréttir í hvítvínshlaupi
Gæsapaté
Hreindýrapaté
Grafinn lax
Reyktur lax
Ferskt jöklasalat með portvíns
jógúrtsósu
Ferskt ávaxtasalat með jógúrtsósu
Svínasulta
Lambalæri
Lambariíjur Barbecue
London lamb
Hangikjöt
Rauðvínshjúpað grísalæri
(jólaskinka)
Jóla-rifjasteik
Jólabrauð
Svart pönnubrauð
Munkabrauð
3ja korna brauðhleifar
Rúgbrauð
Hrökkbrauð
3 tegundir kaldar sósur
6 tegundir af meðlæti
Ostakökur
Allar tegundiraf
Baulujógúrt
Sama verð í hádegi og á kvöldin kr. 1.395,-
Borðapantanir í sfma 18833.
Matreiðslumeistari: Skúli Hansen
'6ru
sssssíeS;,
„Þetta er falleg bók og
uppörvandi og œtti að
liggja í hverri skúffu á
sjúkrahúsum..."
Súsanna Svavarsdóttir
í ritdómi í Morgunblaðinu.
0
FORLAGIÐ
LAUGAVEGI18, SÍMI91-25188
FRIBIIR - KMLEIKll - LÆKNING
fiflir höfund bókarinnar Kærleiknr - lækningar - krallaverk
BERNIE S. SIEGEL
r
Iþessari bók er fólginn dýrmætur lykill - sjálfur lykillinn að góðri
heilsu og vellíðan. Hér er fjallað um sjálfslækningu - þann eiginleika
að styrkja varnir líkamans gegn sjúkdómum með jákvæðu hugarfari
og ríku andlegu jafnvægi, því áhrif kærleikans á líkamann eru ótvíræð.
Hér sést hvað læra má af því fólki sem þroskað hefur eiginieika sinn
til sjáífslækningar. Sumir þjást af krabbameini, hjartasjúkdómum, sykur-
sýki, alnæmi eða einhverju öðru. Aðrir eru hraustir en vilja styrkja heils- i
una frá degi til dags. En leiðin til sjálfslækningar er ætíð sú sama. Helga 3
Guðmundsdóttir þýddi.
Fiskvinnsla
og ferskfisk-
útflutningur
Nokkur orð um viðbrögð við vinnu-
skjali sem unnið var á vegum Þjóð-
hagsstofnunar síðastliðið sumar
eftirÞórð
Friðjónsson
1 tengslum við athugun á áhrifum
evrópska efnhagssvæðisins á
íslenskan þjóðarbúskap var vinnu-
skjal tekið saman á vegum Þjóð-
hagsstofnunar síðastliðið sumar um
áhrif rekstrar- og íjárfestingar-
styrkja innan Evrópubandalagsins
(EB) á samkeppnisstöðu fískvinnslu
hér á landi. Þetta er mjög mikil-
vægt verkefni og afar brýnt að
vandaðar og glöggar upplýsingar
liggi fyrir um þetta efni, bæði vegna
viðræðna við Evrópubandalagið og
vegna hugsanlegra gagnráðstafana
íslenskra stjórnvalda til að koma á
eðlilegu jafnvægi milli innlendrar
og erlendrar fískvinnslu. Akvarðan-
ir um þessi efni verður að byggja
á ítarlegum athugunum.
Umrætt skjal var í vinnslu og
hafði verið sent hagsmunaaðiium í
því skyni að fá gagnlegar ábending-
ar og athugasemdir. Öll umfjöllun
í fjölmiðlum var því ótímabær. Þess
vegna er það ákaflega miður að
eitt atriði vinnuskjalsins, nánar til
tekið neðanmálsgrein númer 8, hef-
ur orðið tilefni heitrar umræðu í
íjölmiðlum að undanförnu.
Neðanmálsgrein númer 8
Neðanmálsgrein númer 8 er al-
gjört aukaatriði í vinnuskjalinu
enda hvergi minnst á efni hennar
í meginniðurstöðum. Þarna er um
að ræða stílfært dæmi sem byggir
ekki á raunhæfum forsendum, eins
og ég lagði áherslu á í svörum
mínum við spurningum ijölmiðla.
Neðánmálsgreininni var því einung-
is ætlað að undirstrika nauðsyn
þess að rannsaka gaumgæfílega
samspil framboðs og verðs á ísuðum
físki á mörkuðum fyrir þessar af-
urðir í Evrópu. Það er auðvitað
mikið hagsmunamál fyrir íslend-
inga að eðlilegt jafnvægi ríki milli
fískvinnslu hér á landi og annars
staðar, bæði þegar litið er til langs
tíma og skamms. Er þá afar mikil-
vægt að hafa í huga allt í senn
aðstæður á mörkuðum, styrktar-
og vemdaraðgerðir Evrópubanda-
lagsins og sjávarútvegsstefnuna til
lengri tíma og síðast en ekki síst
hvað sé þjóðarbúinu hagkvæmast.
Umræðan um 5-10 milljarða króna
hefur því verið tekin fullkomlega
úr samhengi við meginviðfangsefni
vinnuskjalsins, þ.e.a.s. áhrif rekstr-
ar- og fjárfestingarstyrkja innann
Efnahagsbandalagsins á sam-
keppnisstöðu fískvinnslu á íslandi.
Verndarstefna EB í
sjávarútvegi
Viðskipti með sjávarafurðir eru
ekki hluti af fríverslunarstefnu EB,
heldur eru þau þvert á móti tak-
mörkuð í ríkum mæli og fyrirtæki
í greininni njóta verulegra styrkja.
Þessi verndarstefna EB felur í sér
að rekstrarskilyrði sjávarútvegs
mótast ekki á grundvelli frjálsra
viðskipta, heldur ræður hentistefna
hveiju sinni. Þetta getur haft
víðtæk áhrif á samkeppnisstöðu
sjávarútvegs hér á landi og leitt til
þess að greinin þróist á allt annan
veg en hagkvæmast er fyrir þjóðar-
búið. Því má þó ekki heldur gleyma
að ráðstafanir hér heima fyrir geta
að sjálfsögðu einnig leitt til óhag-
kvæmni. Áhrif verndarstefnu er
erfitt að meta. Hefðbundnar vinnu-
aðferðir, sem byggja á fríverslun
og almennum leikreglum, gilda alls
ekki í þessu sambandi. Þetta er flók-
ið og viðamikið verkefni.
Mikijvægi þess að vel takist til
við þetta mat er hins vegar ótví-
rætt. Sjávarútvegur er stærsta út-
flutningsgrein okkar og miklu mik-
ilvægari íslensku þjóðarbúi en sam-
bærilegar greinar EB-ríkjunum.
Þess vegna ræður skipulag sjávar-
útvegs (á íslandi og í EB) miklu
um lífskjör hér á landi.
Stefna íslendinga í viðræðunum
við EB hlýtur því að byggjast á því
að skilyrði verði sköpuð til þess að
hagkvæmni og afköst verði sem
mest í íslenskum sjávarútvegi í
framtíðinni. Til þess að ná árangri
í viðræðunum verður að byggja á
ítarlegum gögnum og glöggum
skilningi á samspili þeirra þátta sem
mestu ráða um þróun greinarinnar.
Náist ekki samningsniðurstaða í
þessum viðræðum er engu að síður
mikilvægt að þessar athuganir séu
vel úr garði gerðar, því hugsanlegar
ráðstafanir af hálfu stjórnvalda
verða að byggja á þeim. Við þær
aðstæður er brýnt að rata á hag-
kvæmustu leiðina til að mæta
verndarstefnu EB.
Næstu skref
í þessu ljósi tel ég mjög mikil-
vægt að þeir aðilar sem hagsmuna
hafa að gæta og þekkja til sjávarút-
Aðventusýning
á Hulduhólum
STEINUNN Marteinsdóttir hefur
opnað sýningu í galleríi sínu í
Hulduhólum, Mosfellsbæ, á mynd-
vcrkum úr leir sem hún hefur
unnið á þessu ári.
Þar eru stærri myndverk, vegg-
myndir, en einnig nytjahlutir til jóla-
gjafa og skartgripir úr leir.
Steinunn hefur tekið í notkun nýtt
sýningarpláss, sýnir nú á tveim hæð-
um. Hún hefur haldið þijár stórar
einkasýningar á Kjarvalsstöðum og
tekið þátt í fjölda samsýninga, heima
og erlendis, síðast í London í fyrra.
Sýningin er opin kl. 14-19 alla
daga vikunnar nema miðvikudaga.
(Fréttatilkynning)
Steinunn Marteinsdóttir hefur
opnað aðventusýningu í Huldu-
hólum.