Morgunblaðið - 08.12.1990, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.12.1990, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990 Bræðraminning: Hjálmar Böðvarsson Sigmjón Böðvarsson Hjálmar Fæddur 8. október 1906 Dáinn 27. nóvember 1990 Sigurjón Fæddur 20. október 1911 - Dáinn 11. desember 1969 í dag, laugardaginn 8. desember, verður til moldar borinn Hjálmar Böðvarsson bóndi frá Bólstað. Hann var sonur hjónanna Böðvars Sig- urðssonar frá Ketilsstöðum, f. 14.8. 1866, d. 21.9. 1922, og Hugborgar Runólfsdóttur frá Ketilsstöðum, f. 16.4. 1881, d. 16.2. 1982. Hjálmar var þriðji í aldursröð níu systkina. Eftirlifandi eru: Elín, Sigurbjörg Sóley og Markús. Látin eru: Sigurð- ur, Steinunn, Vilhelmína, Katrín Ásta og Siguijón. Við fráfail föður þeirra voru þijú barnanna á milli fermingar og 18 ára aldurs, hin öll á bamsaldri. Um erfiðleika ekkjunn- ar við að komast af á lítt ræktaðri jörð þarf vart að ræða. Samt tókst henni með dugnaði sínum og þeirra bama, sem 'á legg voru komin, að bjargast áfram. Þau börn sem yngri voru hjálpuðu til strax og kraftar þeirra leyfðu, og þau uxu úr grasi. Átta ámm eftir fráfall föður síns, ráðast þau ásamt móður sinni í það stórvirki að byggja íbúðarhús af steini. Á'rið 1933 fengu þau Bjarna Run- ólfsson frá Hólmi til að byggja raf- stöð og rafvæða bæinn. Af hlunnind- um er fylgdu Bólstað ber helst að nefna veiðirétt í Heiðarvatni, þeirri miklu og dijúgu matarkistu. 1 gegn- um vakir á ísnum fengust margar góðar máltíðar og gott búsílag fyrir þá er stunduðu veiðarnar vel. Ekki létu þeir Bólstaðarbræður sig vanta þá róið var til fiskjar, með áraskipum frá Vík. Félagsbúskapur var í Bólstað til ársins 1950. Með móður sinni bjuggu: Hjálmar, Siguijón og Vil- helmína. Hugborg, Vilhelmína og Siguijón fluttu til Víkur. Árið 1950 hóf Þóra Þorbergsdóttir frá Hraun- bæ í Álftaveri búskap með Hjálm- ari. Með Þóru fluttu að Bólstað tveir synir hennar: Þorsteinn og Gísli, þá eins og tveggja ára gamlir. Böm Hjálmars og Þóra eru: Sig- urður Karl, f. 1952, brúargerðar- maður, giftur Áslaugu Einarsdóttur tryggingaumboðsmanni, þau búa í Vík. Börn þeirra eru Sæunn Elsa og Eiríkur Vilhelm. Barn Sigurðar með Kristínu Kristmundsdóttur er Kristín Jóna. Vilborg, f. 1954, maki Kristján Benediktsson, þau eru bú- sett í Vík. Börn þeirra era Hjálmar Þór, Sigurlaug Marta og Kristín Heiða. Vilborg vinnur á saumastofu en Kristján er starfsmaður Kaupfé- lags Árnesinga í Vík. Anna Matthild- ur, f. 1959 (tvíburasystur Jóns Hjálmarssonar), maki Einar Hjör- leifur Einarsson, barn þeirra Hug- borg. Einar er rafverktaki í Vík, en Anna vinnur í verzlun Kaupfélags Árnesinga í Vík. Jón, f. 1959, maki Sigrún Guðmundardóttir, barn þeirra Erna. Jón starfar sem véia- maður hjá Vegagerð ríkisins í Vík, þau búa í Vík. Fóstursynir Hjálm- ars: Guðlaugur Gísli Reynisson, f. 1950, dáinn 1982, lét eftir sig son, Siguijón Helga, móðir Jonína Bald- ursdóttir. Þorbergur Þorsteinn Reynisson, maki Gunnhildur Har- aldsdóttir, bam þeirra Haraldur Þór. Barn Gunnhildar Hafdís Unnur Dan- íelsdóttir. Þorsteinn býr á Selfossi og vinnur á hjólbarðaverkstæði. Hjálmar hafði búsforráð í Bólstað í 27 ár, og bjó með blandaðan bú- skap. Á yngri árum fór Hjálmar á vertíðar í Eyjum og var landmaður. Einnig vann Hjálmar við vegagerð, og lengi við slátrun sauðfjár í Vík. Á vetrum reri hann til fiskveiða á áraskipum úr Vík. Á áttræðisaldri hætti Hjálmar búskap og fiutti til Víkur. Þar bjó hann fyrst að Bakka- braut 8, en keypti síðar húseignina Hlíðarenda (Bakkabraut 1). í fáein- um orðum hef ég reynt að lýsa lífshlaupi frænda míns, en sem barn ólst ég upp með þeim systkinum ásamt ömmu minni í sjö ár. Kynnt- ist ég þá því heilbrigða mannlífí sem ríkti þar í dalnum, inn á milli fjall- anna, þar sem Kerlingardalsá skipti löndum bæjanna. Á sumrin er mikil veðursæld í Bólstað. Heyskapur og ræktun fór fram með hesta sem afigjafa, þá var og sett upp súg- þurrkun á bænum. Síðar tók vélvæð- ingin við. Hjálmar átti lengst af góðan reiðskjóta, er gaf honum ómældar ánægjustundir. Hjálmar frændi minn gerði ekki víðreist um dagana, hann var bundinn átthögun- um, sem hann unni, og hinu þrot- lausa starfi bóndans, er krafðist stöðugleika í öllum vinnubrögðum, hvað svo sem dagatalið sýndi. Störf- in þurfti að vinna. Seinustu æviár Hjálmars voru erfið vegna veikinda er þyngdust eftir því sem árunum fjölgaði. Hjálmar lést á Sjúkrahúsi Selfoss eftir stutta en þunga sjúkralegu. Nú þegar kveðjustundin er runnin upp þakka ég af heilum hug fyrir árin, sem við áttum saman í sveit- inni okkar fögru. Konu hans, börn- um, tengdabörnum og barnabörnum votta ég innilegustu samúð. Sigurbjörn Guðmundsson í dag, laugardaginn 8. desember, verður til moldar borinn Hjálmar Böðvarsson frá Bólstað í Mýrdal. Sem nágranni Bólstaðarfólksins, á einum af bæjunum austan heiðar átti ég þess kost að kynnast þeim bræðram Siguijóni og Hjálmari og síðar sambýliskonu Hjálmars, Þóra Þorbergsdóttur, og börnum þeirra. Þau bragðu búi og fluttu til Víkur árið 1977. Það var alltaf gott að koma að Bólstað og tekið á móti gestum og nágrönnum af hinni gamalkunnu íslensku gestrisni og hlýju. Það fór ekki heldur framhjá mér, þó ungur væri og kominn af „möl- inni“ að þekking þeirra bræðra á búskap og verktækni var ekki ein- göngu áunnin, heldur í blóð borin og stóð föstum rótum langt aftur í aldir og ættliði. Hvemig þeir þekktu hveija kind með nafni, ekki aðeins eigið fé, heldur einnig annarra bænda austan heiðar. Þá fylltist ég alltaf undran þegar ég kom í fjós- hlöðuna í Bólstað að vetri til. Þar sást aldrei laus heyvisk á sléttu moldargólfinu. Allt hey leyst úr stabbanum með heysting og hey- stálið svo slétt eins og tekið með hallamáli og réttskeið. Einnig er mér minnisstæð sú værð sem var yfír fénu í húsi, þann- ig að þau urðu sýnileg vináttutengsl- in milli húsdýranna og húsbænd- anna. Það sýndi líka glöggt hug þeirra og umhyggju fyrir búsmalanum, að ef í vetrarbyijun vora slæmar heimt- ur hjá einhveijum austan heiðar, eða að vitað var af einhveiju sauðfé eft- ir á afrétti, þá var Siguijón farinn af stað að leita, óbeðinn og einsam- all. Ósjaldan kom hann heim seint að kvöldi í náttmyrkri og misjöfnu veðri með lamb á herðunum eða teymandi kindur, sem hann hafði verið að elt- ast við daglangt inni á afrétti og síðan teymt eða borið fram allar heiðar til byggða. Ekki var minnst á greiðslur og helst gæti ég haldið að Siguijón hafí farið þessar ferðir til þess að fá útrás fyrir karl- mennsku sína og orku, ásamt með- fæddri umhyggju fyrir fénu. Þá er mér líka minnisstætt hve athugulir og minnugir þeir voru á allt sem breyttist í náttúrunni, ef steinn hafði hrunið úr fjalli, skriða fallið, eða menn og dýr á ferð. Ekk- ert fór fram hjá þeim sem var að gerast í augsýn, og næmir á öll veðrabrigði náttúrannar. Ég vil með þessum línum þakka fyrir vináttu og gömul tengsl við heimilisfólkið í Bólstað og votta Þóra og börnum hennar samúð mína, sem þó er blandin gleði yfir að Hjálmar þurfti þó ekki að bíða lengur eftir kallinu yfír móðuna miklu, farinn að heilsu og kröftum. Blessuð sé minning þeirra bræðra. Reynir Ragnarsson t Ástkær móðir okkar, amma og systir, ÁSTHILDUR THORSTEIIMSSON, og elskuleg móðir mín og systir okkar, ÁGÚSTA BRYNJÓLFSDÓTTIR, eru látnar. Aðstandendur. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR HALLDÓRSSON, Hábergi 3, lést á heimili sínu 6. desember. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN B. G. JÓNSSON, Blönduhlíð 5, lést í Landakotsspítala 6. desember. Eva Kristjánsdóttir, Jón Gauti Kristjánsson, Kristjana Kristjánsdóttir, Stefán Magnússon, Þórdís Anna Kristjánsdóttir, Guðbjörg Eva Kristjánsdóttir, Óskar Karlsson. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ÁGÚSTU UNNAR GUÐNADÓTTUR, Álfaskeiði 99, Hafnarfirði. Bjarni M. Jónsson, Erla Sigurbjörnsdóttir, Eysteinn Jónsson, Guðfinna Sigurbjörnsdóttir, Elvar Berg Sigurðsson, Sigurbjög Sigurbjörnsdóttir, Karl Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. Jóhanna Böðvars- dóttir - Minning' Kveðja úr næsta húsi Þingholtin era mikið ævintýri fyr- ir augað. Og mikið er gaman að fylgjast með litbrigðum jarðarinnar, trjánna og alls blómsturs í þessu litla þorpi borgarinnar. Eitt ævintýranna gerist á lóðamörkum okkar Nönnu, en svo var Jóhanna ætíð kölluð. Einu sinni var lágt og lítið gerði sem aðskildi garða okkar, og við hugðum að ef það yrði fjarlægt, fengju blómin meiri birtu, meiri sól, og það varð meira ljós ... Nanna var alltaf í garðinum, ætíð að hlúa að, ævinlega vakin yfir Velferð blóm- anna, hún var elskhugi þeirra og drottning. Hún vissi allt um tré og runna. Balkanfura, japanskt lerki — hindartré. Rosa hybryda — Malus florinbunda — Lavendill. Og Nanna talaði um friðarlilju, dularblóm og kærleikstré. Philod- endron bipinnatifidum, ugluglyrnu, englavæng og hamingjublóm. Og hvað veit ég — jú hún var ekki alveg sátt við njólann sem ég ræktaði og hvönnina sem mér finnst vera fegurst jurta. Nanna varð líka meir en lítið undrandi eitt sinn, er upp komu traðirnar margir menn með mikið dót, myndavélar og járn- brautarteina. „Megum við fjarlægja snúrastaur- ana“? spurðu þeir og óskuðu eftir að kvikmynda njólana og hvönnina. Almáttugur minn, sagði Nanna, hversvegna þetta illgresi? „Við erum að kvikmynda Atóm- stöðina sögðu mennirnir og þar í stendur að í hlaðvarpa organistans vaxi þessar jurtir. Síðan íjarlægðu þeir snúrustaurana, lögðu járnbraut, máluðu hús mitt grátt, settu eitt blóm í glugga, og forláta lampa í eldhúsið — en það er önnur saga. En þetta stúss gaf hvönninni tilveru- rétt ... Nanna var glæsileg kona, mild og blíð. Hún átti sér langa og stranga sjúkdómssögu, en aldrei var talað um veikindi. Það voru börnin og blómin sem áttu hug hennar allan. Þegar börn okkar vora lítil og barnabörnin í heimsókn og rektorssynirnir Siggi og Svenni voru smávaxnir pottormar — nú era þeir embættismenn, og Ingunn virðuleg læknisfrú fyrir norðan heiði. . Já þá var gaman á Laufásvegin- um, og gras í garðinum. Indíána- tjaldið hennar Ingunnar var um- ferðamiðstöð gleðinnar. Börn streymdu að úr öllum áttum, Nanna kom með kökur, Unnur lagaði kakó og allir voru skikkaðir til að teikna nokkrar myndir, líka Nanna. Þannig eignaðist ég nokkur hundruð barna- teikningar. Stundum kom eiginmað- ur Nönnu, Jón Aðils leikari og lék með krökkunum. Já, góðir grannar eru gulli betri og nú dreymir hús mitt um lítil börn að leik við lítið indíánatjald ... En nú falla haustlaufin græn og verða rhlyni og garrinn gnauðar síðan al ... Dumbungsgráir og sem spannar allt litrófíð hvirflast í dansi desembersólar ... Svartþrestimir eru mættir í kornið sitt, en engin Nanna til að gefa þeim ... Vepjan sem var hér í sumar er flogin út og suður. Ýlir fer norðan í ask og hlyni og garrinn gnauðar við upsir ... Dum- bungsgráir og þungir skýjabólstrar hrannast um vestrið. Desembersólin, voldug og sterk, brýst undan fargi tveggja bakka veðurs og sólstafír magna marin- blátt hafíð í indígólitan massa. Og nú er Nanna á förum, hún líktist sínum blómum, sem geyma bros Guðs og í liósaskiptunum drúpa höfði og hníga, en skila eftir höfgan ilm og fagurt minni. „Hvað er að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið, hvílast skamma stund í faðmi vindanna og verða endurbor- ihn af nýrri móður ...“ Við hér á Laufásveginum söknum hennar og þökkum samveruna. Blessuð sé minning Nönnu, góðrar og yndislegrar konu. Börnum, tengdabörnum og öðrum ástvinum era færðar innilegar samúðarkveðj- ur. t Hugheilár þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför HJARTAR ODDSSONAR læknis, Birkigrund 38, Kópvogi. Soffía Ágústsdóttir, Oddur Rúnar Hjartarson, Sigriður Jónsdóttir, Hrafnildur Kristinsdóttir, Ágúst Oddsson, Hulda Karlsdóttir, Kristján Oddsson, Berglind Steffensen, Sóley Hildur Oddsdóttir, Einar Dalberg Einarsson. Veturliði Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.