Morgunblaðið - 08.12.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.12.1990, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990 Bretadrottning heiðr- ar Thatcher-hjónin London. Reuter. ELÍSABET Bretadrottning sæmdi Margaret Thatcher, fyrr- verandi forsætisráðherra, í gær einhverri æðstu orðu Bretlanðs fyrir störf hennar í þágu lands og þjóðar. Denis Thatcher, eigin- Þýskaland: Heimilis- feðranna sárt saknað Berlín< dpa. ÞÚSUNDIR eiginkvenna og barna á landsvæði því sem áður var Austur-Þýskaland leita nú eiginmanna og feðra sem fóru til V-Þýskalands gegnum Prag eða Búdapest áður en Berlínarmúrinn hrundi fyrir rúmu ári. Margir heimilisfeður yfir- gáfu konur sínar og börn fyrir- varalaust og enn aðrir — frá- skildir menn — flýðu meðlags- greiðslur með börnum sínum og fyrrverandi eiginkonum. Frá falli Berlínarmúrsins 9. nóvember á síðasta ári hafa aðalstöðvum Rauða krossins í Miinchen í Þýskalandi borist beiðnir frá um 17.000 eiginkon- um um hjáip við að hafa upp á núverandi eða fyrrverandi eiginmönnum sínum. Aðeins um 1.500 þeirra sem stungu af frá meðlagsgreiðslum hafa fundist, að sögn Margit Piemic- zek, starfsmanns Rauða kross- ins._ Á sama tíma hafa um 20.000 manns í austurhluta Þýska- lands beðið um upplýsingar um náskyld ættmenni sín sem flutt- ust til vesturhlutans fyrir og eftir fali kommúnistastjómar- innar í Austur-Þýskalandi. Mikill fjöldi barna var skilinn eftir í Austur-Þýskalandi og var þeim komið fyrir á bamaheimil- um. Foreldrar sumra þeirra hafa komið og sótt þau eftir sameiningu þýsku ríkjanna og önnur hafa verið send vestur til foreldra sinna. maður forsætisráðherrans fyrr- verandi, var hins vegar aðlaður og gengur sú tign í arf. Við því hafði verið búist að Thatcher sem lét af embætti í síðustu viku yrði með einhveijum hætti heiðruð. En ekki var talið koma til álita að hún yrði öðluð því þá hefði hún misst rétt sinn til setu í neðri málstofu breska þingsins og fiust upp í Iávarðadeildina. Drottningin sæmdi Thatcher orðu sem nefnist „Order of Merit“. Ein- ungis 24 einstaklingar er nú handha- far orðunnar. Þeirra á meðal em rithöfundurinn Graham Greene, fíðluleikarinn Yehudi Menuhin og Móðir Teresa. Af látnum handhöfum orðunnar má nefna Winston Churc- hill, fyrrum forsætisráðherra Bret- lands. Harold Brooks-Baker, útgef- andi Burke’s Peerage, skrár yfir aðalsmenn, sagði í samtali við Reut- ers-fréttastofuna að heiður sá sem Thatcher hefði öðlast sýndi að allt tal um að henni og drottningunni hefði ekki komið vel saman væri rugl. Denis Thatcher, eiginmaður for- sætisráðherrans fyrrverandi, var aðlaður í gær og sæmdur nafnbót- inni barónett, sem er lægsta aðals- tign sem gengur í erfðir, æðri en riddari en lægri en barón. Tunku grafinn meðviðhöfn Reuter Útför Tunkus Abduls Rahmans fyrrverandi forsætis- ráðherra Malasíu fór fram með mikilli viðhöfn í Kuala Lumpur, höfuðborg landsins, í gær en hann dó á fimmtudag á 88. aldursári. Tunku varð forsæt- isráðherra er Malajar öðluðust sjálfstæði frá Bretum 31. ágúst 1957. Hann gegndi því starfi til ársins 1970 og var jafnan nefndur faðir Malasíu þar sem hann var aðal hvatamaður að stofnun ríkjasambands árið 1963 með Sabah, Sarawak og'Singapore, sem einnig höfðu verið breskar nýlendur. Forsætisráðherra ísraels í Bretlandi: SÞ geri Irökumljóst að lausn gislanna sé ekki eina krafan London, París. Reuter. YITZHAK Shamir, forsætisráð- herra Israels, ræddi við ráða- menn í Bretlandi á fimmtudag en hélt í gær til Washington þar sem hann mun m.a. hitta George Bush Bandaríkjaforseta að máli. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ræðir þessa dagana drög að tillögum um alþjóðlega ráðstefnu um lausn helstu deilu- mála í Mið-Austurlöndum og hafa heimildarmenn sagt að Bandaríkjamenn séu reiðubúnir að íhuga hugmyndina að settum ákveðnum skilyrðum. „Eg tel að ísraelar muni ekki sætta sig við að nokkur erlendur aðili ákveði örlög lands þeirra," sagði Shamir við fréttamenn er hann hafði rætt við John Major forsætisráðherra í London. Shamir hvatti til þess að þrýst- ingp á íraka yrði ekki hætt þótt þeir létu alla erlenda gísla lausa. ísraelar hafa staðfastlega mót- mælt öllum hugmyndum um ráð- stefnu af áðurnefndu tagi og telja að þeir muni óhjákvæmilega fara ■halloka í slíkum samskiptum. Vilja þeir fremur eiga tvíhliða viðræður við andstæðinga sína en standa fast á ýmsum fyrirvörum þ.á m. að GATT-viðræðurnar: Þráðurinn tekinn upp að nýju í Genf Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. RAÐHERRAFUNDI aðildarríkja GATT-viðræðnanna var slitið ' skömmu eftir hádegi í gær eftir árangurslausar viðræður um landbúnaðarmál. Svo virðist sem 'almennt áhugaleysi til að halda viðræðunum áfram á grundvelli málamiðlunartillögu sem lögð var fram í fyrradag hafi valdið mestu um. Talsmenn Evrópu- bandalagsins lögðust gegn því að fundinum væri slitið og vildu halda áfram viðræðum um inni- hald samningaviðræðnanná í heild. Forseti fundarins, Hector Gros Espiell, utanríkisráðherra Uruguay, sleit fundi sjö mínútum yfir tvö að viðstöddum aðal- samningamönnum aðildarríkj- anna. Það var ekki laust við að Þórðar- gleði ríkti í heimssýningarhöllunum við Brussel í gær þegar ljóst varð að enginn þyrfti að gera upp hug sinn til helstu_ deiluefna Uruguay- viðræðnanna. í rauninni koma þessi endalok engum á óvart. Ofurá- hersla á lausn á deilum um styrki til landbúnaðar hefur dregið at- hygli fjölmiðla og þátttakenda í umræðunum frá öðrum ágreinings- efnum sem t.d. varða greiðari við- skipti á sviði þjónustugreina. Efast verður um réttmæti þeirrar gagn- rýni sem beint hefur verið að Evr- ópubandalaginu (EB) en látið er í það skína að tregða þess til að skera niður styrki og útílutnings- bætur í landbúnaði hafi siglt við- ræðunum í strand. Samningamenn EB lýstu sig reiðubúna til að fallast á málamiðl- unartillögu Svíans Mats Hellströms sem grundvöll að frekari viðræðum. Það var hins vegar ljóst að tillagan var mjög brothætt og nauðsynlegt væri að fjalla fyrst um þá þætti hennar sem þolanlegt samkomulag væri um. Hún þótti hafa alla kosti góðrar málamiðlunar, hún var allt í senn loðin, opin og óljós, auk þess sem allir voru í rauninni andvígir henni. Ríki Suður- Ameríku sáu hins vegar ekki ástæðu til þolinmæði og á fundi í landbúnaðamefnd stilltu nokkur þeirra talsmönnum EB upp við vegg þar til ljóst var að þeir hefðu ekki formlégt umboð til að ganga lengra en samningsumboð ráðherr- aráðsins gerði ráð fyrir, a.m.k. svo nokkru næmi. Frá upphafí var Ijóst að það umboð var langt frá því að vera fullnægjandi. A grundvelli þessa fór fundurinn út um þúfur. Haft var eftir fulltrúum í land- búnaðamefndinni að mörg þriðja heinjs-ríkjanna hefðu takmarkaðan áhuga á að fá yfir sig strangar reglur um eftirlit með tollum og ríkisstyrkjum auk þess sem hertar reglur um höfundarrétt og einka- leyfi á uppfínningum og fram- leiðsluvörum, s.s. lyfjum, þjónaði takmarkað hagsmunum margra þeirra. Gert er ráð fyrir því að fasta- nefndir aðildarríkjanna taki upp viðræður í Genf í næstu viku og nokkuð víst er að mögulegar mála- miðlanir verða óformlega á dagskrá ársfundar GATT sem verður í Genf 12. desember nk. Augljóst virðist að líkurnar á samkomulagi um - Reuter Carla Hills, adalsamning-amadur Bandaríkjamanna í GATT-við- ræðunum. landbúnað hafa aukist vegna þess að Bandaríkjamenn hafa fallist á að hugsanlegt sé að semja um minni niðurskurð en upphaflegu tillögur þeirra gerðu ráð fyrir og EB hefur fyrir sitt leyti gefið vil- yrði fyrir því að rætt verði um styrki í þrennu lagi, þ.e. sérstak- lega verði fjallað um útflutnings- bætur, innanlandsstyrki og aðgang að mörkuðum. Áætlað er að halda annan ráðherrafund til að ljúka viðræuðnum snemma á næsta ári. Frelsissamtök Palestínumanna (PLO) séu óhæf til að vera mál- svari Palestínumanna, þau séu ótínd hryðjuverkasmtök. Saddam Hus- sein íraksforseti hefur sett það sem skilyrði fyrir samningum í Kúvæt- deilunni að leyst verði helstu deilu- mál í Mið-Austurlöndum, fyrst og fremst ágreiningurinn um rétt Pal- estínumanna til sjálfstæðs ríkis. Shamir vísaði á bug öllum „bolla- leggingum og sögusögnum“ um sinnaskipti Bandaríkjamanna í mál- inu en. þeir hafa stutt ísraela og lagst gegn alþjóðlegri ráðstefnu. í viðtali við breska útvarpið BBC varaði Shamir Vesturlandabúa við því að hygla Saddam fyrir að sleppa gíslum úr landi en íraksforseti hef- ur heitið því áð allir erlendir gíslar fái að fara fyrir jól. „Gíslatakan var óþolandi aðgerð einræðisherra og láti hann þá lausa mun hann krefj- ast launa fyrir vikið,“ sagði forsæt- isráðherrann. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur vísað því á bug að Bandaríkjastjórn hafi breytt afstöðu sinni málinu. Vestrænir stjórnarerindrekar í París segja að stórveldin fimm sem eiga fastafull- trúa í öryggisráðinu eigi erfitt með að ná samkomulagi um friðarráð- stefnu um Mið-Austurlönd á vegum SÞ. Eín áf ástæðunum sé innbyrðis ágreiningur í Bandaríkjastjórn í málinu. Palestínumenn hyggjast minnast þess á morgun að þá verða liðin þrjú ár frá því að intifada, uppreisn- in á hernumdu svæðunum, hófst. Moshe Arens, varnarmálaráðherra ísraels, sagði að gripið yrði til harkalegra ráðstafana ef Paléstínu- menn hæfu að beita skotvopnum í uppreisninni. „Við munum svara skothríð með skothríð,“ sagði hann á fímmtudag en daginn áður var gerð skotárás á langferðabíl á Vest- urbakkanum og særðust þrír gyð- ingar úr röðum Iandnema á svæð- inu. Alls hafa ísraelar fellt 742 Palestínumenn í uppreisninni og 55 gyðingar hafa látist. Sjálfir hafa Palestínumenn drepið 283 úr eigin röðum, flesta vegna grunsemda um að þeir hafí unnið fyrir Israels- stjórn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.