Morgunblaðið - 08.12.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.12.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DÉSEMBER 1990 QUID MUTATUR? eftir Hannes Hólm - stein Gissurarson Hugsandi menn eru allir sammála um það, að of miklu sé kostað til fiskveiða við strendur landsins. Allir taka líka undir það, sem leiðir raun- ar beint af hinu fyrra, að talsverður gróði getur myndast, lækki sá til- kostnaður. Um hitt stendur ágrein- ingur, hvernig lækka megi tilkostn- aðinn og skipta síðan gróðanum. Ég hef verið eindreginn talsmaður þess að lækka tilkostnað við veiðar með því að úthluta varanlegum og fram- seljanlegum kvótum endurgjalds- laust til útgerðarmanna, eins og nú hefur verið ákveðið. Þá takmarkast aðgangur að fiskimiðum sjálfkrafa við þá, sem skipulagt geta veiðar sínar með hagkvæmustum hætti, því að þeir geta keypt kvóta af Jiinum, sem óhagkvæmari rekstur stunda. Þá fljrtjast kvótar í fijálsum viðskipt- um til hagsýnustu atvinnurekend- anna, og um leið dreifist sá gróði (sparnaður í lægri tilkostnaði), sem smám saman myndast, á mjög marga útgerðaraðila (eigendur hlut- aljár í útgerðarfyrirtækjum). Þeir Morgunblaðsmenn og margir aðrir hafa andmælt þessari lausn. Þeir vilja, að ríkið hirði hinn hugsanlega gróða, annaðhvort með opinberu uppboði veiðileyfa eða auðlinda- skatti, enda séu fiskimiðin í sameign. Ég hef margsinnis bent á það, síðast í Morgunblaðinu 6. desember, að þetta er krafa um þjóðnýtingu fiskistofna, sósíalisma í sjávarút- vegi. Látum liggja á milli hluta margvíslega erfiðleika á slíkri þjóð- nýtingu. (Hvernig á að reikna út auðlindaskattinn, verði hann fyrir valinu? Hvaða verð mun fást á opin- beru uppboði með veiðileyfi, sé sá kostur tekinn? Er uppboðið hugsað í eitt skipti fyrir öll, á nokkurra ára BÍLDUDALSKÓNGURINN ATHAFNASAGA PÉTURS J. THORSTEINSSONAR ÁSGEIR JAKOBSSON Þetta er saga Péturs J. Thorsteinssonar, sem var frumherji í atvinnulífi þjóðarinnar á síðustu áratugum nítjándu aldar og fyrstu áratugum þeirrar tuttugustu; saga manns, sem vann það einstæða afrek að byggja upp frá grunni öflugt sjávarpláss; hetjusaga manns, sem þoldi mikil áföll og marga þunga raun á athafnaferlinum og þó enn meiri í einkalífinu. SONUR SÓLAR RITGERÐIR UM DULRÆN EFNI ÆVAR R. KVARAN Ævar segir hér frá faraónum Ekn-Aton, sem dýrkaði sólarguðinn og var langt á undan sinni samtíð. Meðal annarra rit- gerða hér eru t.d.: Sveppurinn helgi; Haf- steinn Björnsson miðill; Vandi miðilsstarfs- ins; Bréf frá sjúklingi; Miðillinn Indriði Indriðason; Máttur og mikilvægi hugsun- ar; Er mótlæti f lífinu böl?; Himnesk tónlist; Hefur þú lifað áður? SKUGGSJÁ I BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS SF MYNDIR ÚR LÍFI PÉTURS EGGERZ, FYRRVERANDI SENDIHERRA GAMAN OG ALVARA PÉTUR EGGERZ Pétur Eggerz segir hér fyrst frá lífi sínu sem lftill drengur í Tjarnargötunni f Reykjavík, þegar samfélagið ,var mótað af allt öðrum viðhorfum en nú tíðkast. Síðan fjallar hann um það, er hann vex úr grasi, ákveður að nema lögfræði og fer til starfa f utanríkis- þjónustunni og gerist sendiherra. Pétur hefur kynnst miklum fjölda fólks, sem hann segir frá í þessari bók. KENNARI Á FARALDSFÆTI MINNINGAR FRÁ KENNARASTARFI AUÐUNN BRAGISVEINSSON Auðunn Bragi segir hér frá 35 ára kennara- starfi sínu í öllum hlutum landsins. Hann greinir hér af hreinskilni frá miklum fjölda fólks, sem hann kynntist á þessum tíma, bæði til lofs og lasts. Hann segir hér frá kennslu sinni og skólastjórn á fimmtán stöðum, m.a. á Akranesi, Hellissandi, Bol- ungarvík, Ólafsfirði, Skálholti, Kópavogi og í Ballerup í Danmörku. fresti eða jafnvel árlega? Mun auð- lindaskatturinn eða andvirði veiði- leyfa á uppboði nokkurn tíma ná sömu upphæð og gróði sá, sem fengi smám saman að myndast með lausn minni?) Ég varpa hér aðeins fram tveimur spurningum. Hvort er heppi- legra, að hugsanlegur gróði af hag- kvæmari fiskveiðum rati í hendur nokkur þúsund útgerðaraðila eða renni allur í einn sjóð, ríkissjóð, til viðbótar við þá níutíu milljarða, sem 33 manna tímabundinn meirihluti á Alþingi hefur nú þegar til ráðstöfun- ar í atkvæðakaup sín, Stefánssjóði, Kröfluvirkj anir, Krýsuvíkurskóla, áfengiskaup og dagpeninga í utan- ferðum? Hin spurningin er þessi: Ef ríkið finnur nýja tekjulind, mun það þá ekki slá því á frest að koma lagi á ríkisfjármál? Jafngildir það því ekki, að ofdrykkjumaður finni heila bjórámu, eftir að annað öl þrýtur? Þeim Morgunblaðsmönnum mis- líkar, að ég skuli kalla hlutina réttum nöfnum, og hnýta nokkrum háðs- glósum aftan við grein mína 6. des- ember. Sleppum því í bili, hversu óvenjuleg slík vjnnubrögð eru: Gátu þeir ekki svarað mér í ritstjórnar- greinum í stað þess að nota svo aðstöðu sína? En um þetta mál þurfa þeir vitaskuld ekki annað en fletta upp í orðabókum og alfræðiritum: Þar er sósíalismi hvarvetna skil- greindur sem ríkiseign á náttúruauð- lindum og helstu framleiðslutækjum. Síðan vitna þeir Morgunblaðsmenn í ummæli Ólafs Bjömssonar prófess- ors í Morgunblaðinu 11. ágúst 1979, þar sem hann telur auðlindaskatt skynsamlegri til að hefta sókn í fiski- stofna en bein boð og bönn. Spyija þeir drýgindalega, hvort ég telji Ölaf sósíalista vegna þess. Nú er ég sam- mála Ólafi um þetta: Auðvitað er auðlindaskattur skynsamlegri til að hefta sókn í fiskistofna en bein boð og bönn á sama hátt og markaðs- sósíalismi Óskars Langes er skyn- samlegri en miðstýrður sósíalismi Leníns og Stalíns. Hafa þeir Morg- unblaðsmenn aldrei heyrt um hug- takið „skref í rétta átt“? Ég tel raun- ar líka, að gera verði greinarmun á því að aðhyllast ríkiseign og ríkis- rekstur á einhveiju einu sviði og hinu að vera sósíalisti. Sums staðar á ríkiseign eða ríkisrekstur við (til dæmis í landvörnum og löggæslu), sums staðar ekki. Óneitanlega hefði verið nærtæk- ara fyrir þá Morgunblaðsmenn að vitna til ritdóms Ólafs um bók mína um fyrirkomulag fiskveiða við landið, sem birtist í blaði þeirra 10. júlí 1990. Þar segir Ólafur einmitt, að ekkert sé athugavert við lausn mína frá fræðilegu eða siðferðilegu sjónarmiði séð, þótt hann telji upp- boð eða auðlindaskatt geta.náð því markmiði betur að mynda almennt samkomulag um fijálsa verslun með kvóta, sem hann telur (eins og ég) aðalatriðið. Um þetta greinir okkur Ólaf að vísu á, en sá ágreiningur Hannes Hólmsteinn Gissurarson „Þeim Morgunblaðs- mönnum mislíkar, að ég skuli kalla hlutina réttum nöfnum, og hnýta nokkrum háðs- glósum aftan við grein mína 6. desember. Sleppum því í bili, hversu óvenjuleg slík vinnubrögð eru: Gátu þeir ekki svarað mér í ritstjórnargreinum í stað þess að nota svo aðstöðu sína?“ okkar er aðeins um það, hvernig koma skuli á eignarétti á kvótum, en ekki um hitt, hvort koma eigi honum á. Úr því að þeir. Morgun- blaðsmenn skora á mig í einhvers konar spurningaleik, langar mig hins vegar til að spyija þá einnar spurn- ingar: Setjum svo, að Ólafur Björns- son, sá fijálslyndi, frómi og spaki maður, hafi þrátt fyrir allt reynst sósíalisti. Quid mutatur? Hveiju hefði það breytt um röksemdir mínar og niðurstöður? Átti ef til vill að þagga niður í mér með kennivaldi annarra? Þótt þeir Morgunblaðs- menn hafi oftsinnis vitnað í Ritgerð um ríkisvald eftir John Locke og Frelsið eftir John Stuart Mill, hafa þeir greinilega ekki lært það af þeim, að ein helsta undirstaða frelsisins er, að enginn er óskeikull, hvort sem hann er Ólafur Björnsson, þeir Morgunblaðsmenn eða höfundur þessa greinarstúfs. Það er ekki nafn höfundar, sem skiptir máli, heldur gildi röksemda hans og þeirrar reynslu, sem þær styðjast við. Höfundur er lektor í stjórnmálafræði í Háskóla íslands. Leiklestur í Borgarleikhúsinu: Reynsluheimur dugnaðarmanns RE YN SLUHEIMUR Dóra nefnist nýtt leikrit eftir Jón Hjartarson leikara og rithöfund sem leikles- ið verður í Borgarleikhúsinu nk. sunnudag kl. 16.00. Hlín Agnars- dóttir stjórnar lestrinum, sem verður í Litla sal Borgarleikhúss- ins. Leiklestrar hafa verið í Litla saln- um undanfarna sunnudaga, þar af ein útsending í samvinnu við Ríkisútvarpið. Væntanlega verður framhald á leiklestrinum eftir ára- mótin. ym helgina verður fertugasta sýning á FIó á skinni og er uppselt á þá sýningu. Næsta helgi er síðasta sýningarhelgi í Borgarleikhúsinu fyrir jól og er uppselt á Flóna, Sigr- únu Ástrósu og Ég er meistarinn. Föstudaginn 7. desember verður allra síðasta sýning á Ég er hætt- ur, farinn! Næstu sýningar verða svo 27., 28. og 30. desember á Ég er meist- arinn og er uppselt á þær sýning- ar. 29. desember verur frumsýndur nýr söngleikur sem nefnist á Köld- um klaka. Höfundar eru Gunnar Þórðarson og Ólafur Haukur Símonarson, leikstjóri er Pétur Ein- arsson. Uppselt er á frumsýning- una. (Úr frcttatilkynningu) plamarkáður Miðbæjarms Austurstræti 10a (áður Penninn) OPIÐ ALLA HELGINA OG ALLA AÐRA DAGA Hér fæst allt mllll himins ogjarðar Laugardag Sunnudag frákl. 10-20 frákl. 12-18 h e i m i lisverslun me ð stíl LAUGAVEGI 1 3 S f MI625870
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.