Morgunblaðið - 08.12.1990, Side 64

Morgunblaðið - 08.12.1990, Side 64
VOLVO PENTA Besti vinur sjómannsins! LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Fundir um lögfræðihlið- ar álvers- samninga Fulltrúar frá fyrirtækjunum þremur, sem mynda Atlantsáls- hópinn, hafa undanfarna daga átt fundi með samninganefnd iðnað- arráðherra um áliðju og hefur þar verið fjallað um lögfræðilegar hliðar á samningi um álver á Keilisnesi, fjármögnun þess, lóða- og hafnarmál og fleira. Samninganefnd Landsvirkjunar fundar um helgina um raforkusamn- ing með fulltrúm Atlantsáls í Atl- anta í Bandaríkjunum. Einnig munu Jóhannes Nordal og Gísli Gunn- laugsson, í samninganefnd iðnaðar- ráðherra, hitta fulltrúa úr aðalsamn- inganefnd Atlantsáls þar að máli. „Ég tel að þetta hafi allt gengið vel,“ sagði Jón Sigurðsson viðskipta- ráðherra. „Ég er vongóður um að málinu megi ljúka í mars, eins og til var stofnað, þannig að hið endan- lega markmið stendur óhreyft." Ekki samið um bensínkaup VIÐRÆÐUM um kaup íslendinga á bensíni frá Sovétríkjunum á næsta ári, sem fram fóru í Lund- únum í gær og fyrradag, lauk án þess að skrifað væri undir sam- komulag. íslensku samninga- mennirnir voru á heimleið í gær- kvöldi og höfðu upplýsingar um ástæður þess að ekki var skrifað undir ekki borist viðskiptaráðu- neytinu í gærkvöldi, að sögn Jóns Ögmundar Þormóðssonar Iög- fræðings í ráðuneytinu. Siglufjarðarbær: Viðræður við RAREK um sölu Morgunblaðið/Sverrir íjólaskapi Mikið er um að vera á leikskólum landsins þessa dagana enda jóla- undirbúningurinn hafinn af fullum krafti. Þessi hópur barna á aldrin- um 3-4 ára, á dagheimilinu Laufásborg, var önnum kafinn við jólafönd- rið þegar ljósmyndara bar þar að garði í gær. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Kawthar, Eyþór, Frosti Örn, Eva Brá og Sveindís Ösp. Jónína starfsmaður aðstoðaði þau við jólaundirbúninginn. Ráðuneytisstjóri viðskiptaráðu- neytisins og fulltrúar olíufélaganna ræddu við fulltrúa sovéska ríkisolíu- félagsins í bensínviðræðunum. I samningaviðræðum sem fram fóru í Moskvu fyrir skömmu náðist samkomulag um kaup á gasoHu og svartolíu í Sovétríkjunum. Þá tókst ekki að Ijúka samningum um bensín- kaupin og tókst það heldur ekki í Lundúnum nú. í Moskvu voru það einkum spurningar um möguleika Sovétmanna á að afgreiða bensínið og hvort þeir gætu selt 95 oktana blýlaust bensín í stað 92 oktana sem keypt hefur verið. á hitaveitunni og rafveituiuú Skuldir bæjarsjóðs eru 400 milljónir BÆJARSTJÓRN Siglufjarðar hefur skipað nefnd til að kanna hugs- anlega sölu á Rafveitu og Hitaveitu Siglufjarðar í þeim tilgangi að leysa fjárhagsvanda bæjarsjóðs. Einhvern næstu daga hefjast könn- unarviðræður við fulltrúa Rafmagnsveitna ríkisins um hugsanleg kaup á þessum eignum. Skuldir bæjarsjóðs Siglufjarðar eru um 400 milljónir króna. Nefndinni, sem skipuð er fulltrú- I í bæjarstjórn Sigluijarðar, er ætlað um úr öllum flokkum sem sæti eiga | að kanna hugsanlega sölu Skeiðs- Áætlun gerð um viðbrögð við Suðurlandsskjálfta VERKFRÆÐINGAFÉLAG íslands og Almannavarnir ríkisins hyggjast á næstunni gera áætlun um það hvernig bregðast skuli við tjóni á mannvirkjum af völdum Suðurlandsskjálfta, þannig að tæknimenn geti strax metið hvort óhætt sé að fara inn í skemmd- ar eða hálfhrundar byggingar eða hvort það þurfi að jafna þær við jörðu. „Það er nauðsynlegt að hafa fyrirliggjandi áætlun um það hvemig bregðast skuli við ef jarð- skjálfti verður. Ákveðnir aðilar hafa sérþekkingu á þessum málum og með þessari áætlanagerð gætu þessir aðilar verið undir þetta bún- ir og gengið beint til verks sam- kvæmt ákveðnu skipulági," sagði Þórarinn Magnússon, formaður Verkfræðingafélags íslands, í samtali við Morgunblaðið. Þórarinn nefndi sem dæmi að hefði slíkt skipulag legið fyrir í upphafí áttunda áratugarins, hefði það stuðlað að markvissari aðgerð- um og auðveldað tæknimönnum að bregðast strax við eftir að eld- gosið varð í Vestmannaeyjum árið 1973. „Með þessari áætlanagerð hyggjumst við tryggja að ur.nið sé faglega og skipulega að mati og uppbyggingu strax eftir nátt- úruhamfarir," sagði Þórarinn. Að .sögn Þórarins hefur þegar verið gerð áætlun fyrir Almanna- varnir ríkisins um það hvernig haga beri björgun mannslífa ef Suðurlandsskjálfti verður. „Það er löngu ljóst að það er nauðsynlegt að hafa slíkar áætlan- ir fyrirliggjandi, því þótt við vitum ekki hvort Suðurlandsskjálftinn verður á morgun eða eftir fimmtíu ár, þá vitum við að hann kemur þar sem stöðugt er að byggjast upp spenna í jörðinni á Suður- landi,“ sagði Þórarinn. fossvirkjunar, sem er raforkuvirkj- un í eigu Siglfirðinga, flutningslín- unnar frá virkjuninni til Sigluijarð- ar, dreifikerfis Rafveitu Sigluijarð- ar og Hitaveitu Sigluijarðar. Nefnd- in skilar af sér áliti fyrir 31. janúar næstkomandi en könnunarviðræður við Rafmagnsveitur ríkisins hefjast- einhvern næstu daga. Nefndina skipa Kristján Möller, forseti bæjar- stjórnar, Björn Jónasson sparisjóðs- stjóri, Sverrir Sveinsson veitustjóri og Björn Valdimarsson bæjarstjóri. Kristján Möller, formaður nefnd- arinnar, sagði að hún yrði í viðræð- um við ríkisvaldið um vissar ráð- stafanir vegna Hitaveitu Siglufjarð- ar. „Við teljum okkur eiga inni vissa endurgreiðslu vegna þess að Raf- veita Siglufjarðar hefur alla tíð greitt svokallað verðjöfnunargjald. Nefndin hefur það tvíþætta hlut- verk að vera í þessum viðræðum við ríkisvaldið og hins vegar hefur hún víðtækt umboð til að ræða við tiltekna aðila um hugsanlega sölu á Skeiðsfossvirkjun, flutningslín- unni, dreifikerfinu og hugsanlega Hitaveitu Siglufjarðar," sagði Kristján. Björn Valdimarsson, bæjarstjóri á Siglufirði, sagði að rúmlega 200 milljóna króna skuld hvíldi á Hita- veitunni og 150 milljónir á Rafveit- unni. „Það verður ekki farið út í sölu nema það verð fáist að það rétti verulega af fjárhagsstöðu bæj- arsjóðs. Þetta er í sjálfu sér leið sem er mjög algeng í rekstri, að lækka skuldir með því að selja eignir og þetta er leið sem við teljum rétt að kanna,“ sagði Björn. Björn kvaðst ekki telja að bæj- arbúar yrðu varir við eigendaskipti ef af þeim yrði og sagði hann að heildarhagsmunir bæjarins yrðu látnir ráða í þeim viðræðum sem fyrirhugaðar væru. „Það er ekkert sérstaklega gott að leggja upp í svona viðræður með því að setja fyrst fram einhver skilyrði. Við ætlum að heyra hljóðið í fulltrúum RARIK og sjá hvernig málið blasir við þeim,“ sagði Björn. Hann sagði að ekki væri hægt að nefna söluandvirði þessara eigna bæjarins að svo komnu máli. DAGAR TIL JÓLA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.