Morgunblaðið - 08.12.1990, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 08.12.1990, Blaðsíða 64
VOLVO PENTA Besti vinur sjómannsins! LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Fundir um lögfræðihlið- ar álvers- samninga Fulltrúar frá fyrirtækjunum þremur, sem mynda Atlantsáls- hópinn, hafa undanfarna daga átt fundi með samninganefnd iðnað- arráðherra um áliðju og hefur þar verið fjallað um lögfræðilegar hliðar á samningi um álver á Keilisnesi, fjármögnun þess, lóða- og hafnarmál og fleira. Samninganefnd Landsvirkjunar fundar um helgina um raforkusamn- ing með fulltrúm Atlantsáls í Atl- anta í Bandaríkjunum. Einnig munu Jóhannes Nordal og Gísli Gunn- laugsson, í samninganefnd iðnaðar- ráðherra, hitta fulltrúa úr aðalsamn- inganefnd Atlantsáls þar að máli. „Ég tel að þetta hafi allt gengið vel,“ sagði Jón Sigurðsson viðskipta- ráðherra. „Ég er vongóður um að málinu megi ljúka í mars, eins og til var stofnað, þannig að hið endan- lega markmið stendur óhreyft." Ekki samið um bensínkaup VIÐRÆÐUM um kaup íslendinga á bensíni frá Sovétríkjunum á næsta ári, sem fram fóru í Lund- únum í gær og fyrradag, lauk án þess að skrifað væri undir sam- komulag. íslensku samninga- mennirnir voru á heimleið í gær- kvöldi og höfðu upplýsingar um ástæður þess að ekki var skrifað undir ekki borist viðskiptaráðu- neytinu í gærkvöldi, að sögn Jóns Ögmundar Þormóðssonar Iög- fræðings í ráðuneytinu. Siglufjarðarbær: Viðræður við RAREK um sölu Morgunblaðið/Sverrir íjólaskapi Mikið er um að vera á leikskólum landsins þessa dagana enda jóla- undirbúningurinn hafinn af fullum krafti. Þessi hópur barna á aldrin- um 3-4 ára, á dagheimilinu Laufásborg, var önnum kafinn við jólafönd- rið þegar ljósmyndara bar þar að garði í gær. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Kawthar, Eyþór, Frosti Örn, Eva Brá og Sveindís Ösp. Jónína starfsmaður aðstoðaði þau við jólaundirbúninginn. Ráðuneytisstjóri viðskiptaráðu- neytisins og fulltrúar olíufélaganna ræddu við fulltrúa sovéska ríkisolíu- félagsins í bensínviðræðunum. I samningaviðræðum sem fram fóru í Moskvu fyrir skömmu náðist samkomulag um kaup á gasoHu og svartolíu í Sovétríkjunum. Þá tókst ekki að Ijúka samningum um bensín- kaupin og tókst það heldur ekki í Lundúnum nú. í Moskvu voru það einkum spurningar um möguleika Sovétmanna á að afgreiða bensínið og hvort þeir gætu selt 95 oktana blýlaust bensín í stað 92 oktana sem keypt hefur verið. á hitaveitunni og rafveituiuú Skuldir bæjarsjóðs eru 400 milljónir BÆJARSTJÓRN Siglufjarðar hefur skipað nefnd til að kanna hugs- anlega sölu á Rafveitu og Hitaveitu Siglufjarðar í þeim tilgangi að leysa fjárhagsvanda bæjarsjóðs. Einhvern næstu daga hefjast könn- unarviðræður við fulltrúa Rafmagnsveitna ríkisins um hugsanleg kaup á þessum eignum. Skuldir bæjarsjóðs Siglufjarðar eru um 400 milljónir króna. Nefndinni, sem skipuð er fulltrú- I í bæjarstjórn Sigluijarðar, er ætlað um úr öllum flokkum sem sæti eiga | að kanna hugsanlega sölu Skeiðs- Áætlun gerð um viðbrögð við Suðurlandsskjálfta VERKFRÆÐINGAFÉLAG íslands og Almannavarnir ríkisins hyggjast á næstunni gera áætlun um það hvernig bregðast skuli við tjóni á mannvirkjum af völdum Suðurlandsskjálfta, þannig að tæknimenn geti strax metið hvort óhætt sé að fara inn í skemmd- ar eða hálfhrundar byggingar eða hvort það þurfi að jafna þær við jörðu. „Það er nauðsynlegt að hafa fyrirliggjandi áætlun um það hvemig bregðast skuli við ef jarð- skjálfti verður. Ákveðnir aðilar hafa sérþekkingu á þessum málum og með þessari áætlanagerð gætu þessir aðilar verið undir þetta bún- ir og gengið beint til verks sam- kvæmt ákveðnu skipulági," sagði Þórarinn Magnússon, formaður Verkfræðingafélags íslands, í samtali við Morgunblaðið. Þórarinn nefndi sem dæmi að hefði slíkt skipulag legið fyrir í upphafí áttunda áratugarins, hefði það stuðlað að markvissari aðgerð- um og auðveldað tæknimönnum að bregðast strax við eftir að eld- gosið varð í Vestmannaeyjum árið 1973. „Með þessari áætlanagerð hyggjumst við tryggja að ur.nið sé faglega og skipulega að mati og uppbyggingu strax eftir nátt- úruhamfarir," sagði Þórarinn. Að .sögn Þórarins hefur þegar verið gerð áætlun fyrir Almanna- varnir ríkisins um það hvernig haga beri björgun mannslífa ef Suðurlandsskjálfti verður. „Það er löngu ljóst að það er nauðsynlegt að hafa slíkar áætlan- ir fyrirliggjandi, því þótt við vitum ekki hvort Suðurlandsskjálftinn verður á morgun eða eftir fimmtíu ár, þá vitum við að hann kemur þar sem stöðugt er að byggjast upp spenna í jörðinni á Suður- landi,“ sagði Þórarinn. fossvirkjunar, sem er raforkuvirkj- un í eigu Siglfirðinga, flutningslín- unnar frá virkjuninni til Sigluijarð- ar, dreifikerfis Rafveitu Sigluijarð- ar og Hitaveitu Sigluijarðar. Nefnd- in skilar af sér áliti fyrir 31. janúar næstkomandi en könnunarviðræður við Rafmagnsveitur ríkisins hefjast- einhvern næstu daga. Nefndina skipa Kristján Möller, forseti bæjar- stjórnar, Björn Jónasson sparisjóðs- stjóri, Sverrir Sveinsson veitustjóri og Björn Valdimarsson bæjarstjóri. Kristján Möller, formaður nefnd- arinnar, sagði að hún yrði í viðræð- um við ríkisvaldið um vissar ráð- stafanir vegna Hitaveitu Siglufjarð- ar. „Við teljum okkur eiga inni vissa endurgreiðslu vegna þess að Raf- veita Siglufjarðar hefur alla tíð greitt svokallað verðjöfnunargjald. Nefndin hefur það tvíþætta hlut- verk að vera í þessum viðræðum við ríkisvaldið og hins vegar hefur hún víðtækt umboð til að ræða við tiltekna aðila um hugsanlega sölu á Skeiðsfossvirkjun, flutningslín- unni, dreifikerfinu og hugsanlega Hitaveitu Siglufjarðar," sagði Kristján. Björn Valdimarsson, bæjarstjóri á Siglufirði, sagði að rúmlega 200 milljóna króna skuld hvíldi á Hita- veitunni og 150 milljónir á Rafveit- unni. „Það verður ekki farið út í sölu nema það verð fáist að það rétti verulega af fjárhagsstöðu bæj- arsjóðs. Þetta er í sjálfu sér leið sem er mjög algeng í rekstri, að lækka skuldir með því að selja eignir og þetta er leið sem við teljum rétt að kanna,“ sagði Björn. Björn kvaðst ekki telja að bæj- arbúar yrðu varir við eigendaskipti ef af þeim yrði og sagði hann að heildarhagsmunir bæjarins yrðu látnir ráða í þeim viðræðum sem fyrirhugaðar væru. „Það er ekkert sérstaklega gott að leggja upp í svona viðræður með því að setja fyrst fram einhver skilyrði. Við ætlum að heyra hljóðið í fulltrúum RARIK og sjá hvernig málið blasir við þeim,“ sagði Björn. Hann sagði að ekki væri hægt að nefna söluandvirði þessara eigna bæjarins að svo komnu máli. DAGAR TIL JÓLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.