Morgunblaðið - 08.12.1990, Page 26

Morgunblaðið - 08.12.1990, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990 Fram fyrir skjöldu Gripið niður í ævisögu Hermanns Jónassonar forsætisráðherra eftir Indriða G. Þorsteinsson ÞESSA dagana er að koma út Fram fyrir skjöldu, ævisaga Hermanns Jónassonar, fyrrum forsætisráðherra, eftir Ind- riða G. Þorsteinsson, en útgefandi er bókaútgáfan Reyk- holt. Bókin spannar árin frá fæðingu Hermanns 1896 fram til 1939 þegar heimsstyijöldin síðari er yfirvofandi og Hermann er orðinn forsætisráðherra öðru sinni. Morgun- blaðið hefur fengið heimild höfundar og útgefanda til að birta glefsur úr þremur köflum bókarinnar. Vigdís og Hermann Jónasson á lögreglustjóraárunum. Fyrst er gripið niður í bókina þar sem segir frá glímu- kappanum Hermanni Jón- assyni. Hermann skrifaði eina bók, Glím- ur, sem kom út 1922 þegar hann var við lögfræðinám í háskólanum. Á þessum tíma tók hann íþróttina mjög alvarlega, enda voru þetta ár glímunnar á Islándi með sama hætti og fótboltinn í dag. Að loknu stúd- entsprófi byijaði hann, haustið 1920, að æfa glímu af krafti. Hann var þá tæpra tuttugu og fjögurra ára gamall og stefndi að því að ná árangri í kappglímu um Ármanns- skjöldinn 1. febrúar 1921. Þar glímdi hann til úrslita við Tryggva Gunnarsson, og fór svo að lokum að Tryggvi vann eftir harða og tví- sýna keppni. Keppt var um nýjan skjöld og silfurbikar. Skjöldurinn fór til vinningshafans, en bikarinn til þess sem best glímdi. Hermann hreppti bikarinn. Stóð ekki á fram- förum hjá honum í greininni strax og hann gaf sér tíma til æfinga. Þeir sem glímdu við Hermann á þessum árum telja hann eftirminni- legan keppanda. Þeir hafa lýst hon- um sem glæsilegum glímumanni og hraustmenni. Fyrir utan að æfa glímu stundaði hann ýmsar aðrar æfingar til að auka sér þol. Frí- mann Helgason lýsir æfingum Her- manns í bókinni Keppnismenn: „Á æfíngum fylgdist hann vel með því hve margar byltur hann fékk, og hvaða brögð það voru sem menn notuðu helst á hann, og hvaða brögð þeirra voru hættulegust. Hann var ekkert hörundsár fyrir því að falla fyrir mótheija á æfíngu. Það var fremur að hann gerði lítið til að veijast. Hann mun heldur hafa tek- ið og æft brögð sín á þeim sem veikari voru, og lá þá jafnframt fyrir þeim er þeir lögðu á hann brögð. Vegna þessa áttu mótheijar hans erfiðara með að átta sig á styrkleika hans, þegar til glímunnar kom. Hann hugsaði glímuna mjög nákvæmlega og leitaði að veilum í vörnum manna. Notfærði hann sér þær vægðarlaust, þegar til úrslita kom á glímuvelli. Hann átti það til að fínna sínar eigin aðferðir við beitingu bragða eins og t.d. krækju. Hana lagði hann á.með sérstökum hætti, og ef honum tókst að ná manninum í bragðið, þá var hann þar yfirleitt í sjálfheldu.“ Öllum hefur borið saman um að það hafí verið gott að glíma við Hermann. Ekki var mikið um hefð- bundin glímumót.^ Keppt var í Skjaldarglímu og Íslandsglímu og er þá upptalið fyrir utan skipulegar bændaglímur, sem voru hluti af æfingum, m.a. í Ármanni, og gat þar verið um að ræða hreinar kapp- glímur. Íslandsglíman árið 1921 var háð í júnímánuði. Þar felldi Her- mann alla keppinauta sína og varð Glímukóngur Islands. Sagði í frétt af glímunni, en töluvert var um hana skrifað vegna þess að hún þótti heldur harðskeytt, að Her- mann væri glímumaður góður, stæltur, þolinn, fímur og þrekmikill. Á þessu ári var skammt stórra högga á milli í glímunni, því Krist- ján tíundi kom í heimsókn og sam- kvæmt venju var efnt til glímusýn- ingar honum og fríðu föruneyti hans til heiðurs og skemmtunar. Til konungsglímu var boðið nokkr- um bestu glímumönnum landsins og vai- Glímukóngur íslands að sjálfsögðu í þeim hópi. Það fór svo að Hermann felldi alla kegpinauta sína í konungsglímunni. Áður en glíman hófst tilkynnti konungur að hann myndi gefa bikar sem afhenda ætti besta glímumanninum. Flestir bjuggust við að Hermann hlyti kon- ungsbikarinn. Ekki varð þó af þvi. Konungur afhenti bikarinn þeim, sem að mati dómnefndnar hafði sýnt fegursta glímu, en það var Guðmundur Kr. Guðmundsson, kunnur glímumaður og þekktur fyr- ir fallegar glímur. Þessi skipan mála féll Hermanni illa, enda vissi hann ekki, eða aðrir sem þátt tóku í glímunni, að nein sérstök skilyrði hefðu verið sett um glímukeppnina, og var talið víst að venjuleg stigaregla vinningafjölda gilti. Hafði því verið lýst yfír fyrir keppnina að úrslitadómi réði vinn- ingafjöldi, þó því aðeins að glíman væri lýtalaus. Konungsglíman hafði verið mjög góð þegar á heildina var litið og Hermann hafði ekki fengið eina einustu áminningu. Hann gat því ekki skilið hvetju þetta sætti. En þetta varð að vera svona og engan ágreining unnt að gera, enda ekki hægt að fá að sjá neinar regl- ur eða fyrirmæli, sem dómnefndinni hefðu verið sett. Vöktu úrslitin mik- ið umtal. Stuttu síðar ákvað stjóm ÍSÍ að afhenda Hermanni silfurbik- ar. Á hann er letrað: Sigurvegari í konungsglímunni á Þingvöllum 1921. En teningnum var kastað hvað glímuna og Hermann snerti. Hann mun ekki hafa stundað glímu- æfingar að konungsglímunni lok- inni og skildi að fullu og öllu við glímuna sem keppnisgrein þetta sumar. Síðar segir í þessum kafla Undarlega kemur fyrir sjónir, að Hermann skuli hafa hætt að glíma þótt hann yrði fyrir ósanngimi. Hann vissi að margra manna ráð gefast misjafnlega og ekki alltaf drengskapar von úr hópnum. Hann hafði unnið sínar glímur án víta og þurfti hvorki dómnefndir né aðra til að segja sér annað. Hann sagði Steingrími syni sínum, að hann hefði sannfærst um að óheiðarlega hefði verið staðið að dómgæslu á Þingvöllum. Á æfingu í Ármanni fyrir keppnina hafði hann óvart heyrt á tal tveggja framámanna í glímunni, þar sem þeir voru að tala um, að það yrði að koma í veg fyr- ir að þessi „Norðlendingur" ynni á Þingvöllum. Vitað var að mikill ríg- ur var á milli Norðlendinga og Sunnlendinga í glímu. Hermanni var að sjálfsögðu kappsmál að vinna í glímunni. Fyrir hana var aldrei annað sagt en að sá teldist sigur- vegari, sem legði sína keppinauta lýtalaust. Það gerði Hermann án þess að falla nokkru sinni á hné. Hann sagði Steingrími, að hann kenndi alls ekki glímumönnunum um hvemig fór, heldur forystu- mönnunum í félaginu. Hann sagði einnig að hann hefði ekki haft skap til að æfa með þessum mönnum eftir þetta. Þótt svo snemma skildi með Her- manni og glímunni sem raun ber vithi um losnaði hann seint við þau kynni, sem hann hafði haft af henni, svo frækilega hafði hann greypt nafn sitt á spjöld glímusögunnar. Sjálfur hélt hann við margháttuðum íþróttum sínum eftir því sem tæki- færi gáfust, en almenningur sleppti honum ekki við glímutitilinn. Var löngum til glímunnar vitnað, eftir að út í stjórnmálin var komið, enda handhægt að vitna til fangbragða í pólitískum skrifum. Af andstæð- ingum var hann oft nefndur Her- mann glímukappi. Og löngu seinna, tæpum tuttugu árum síðar, var ort um - forsætisráðherra landsins í Spegilinn: „Fram þurfamenn í þessu landi, / er þekkið Hermanns glímu- tök“. Það var ekki einungis á Is- landi sem glímuhugtakið fylgdi Hermanni. Þegar hann myndaði síð- ustu ríkisstjórn sína árið 1956 birt- ist frétt um stjórnarmyndunina í fréttavikuritinu Time. Þar var for- sætisráðherra nýju stjórnarinnar nefndur: Hermann (The Wrestler) Jónasson. / sögulegum alþingiskosnirtgum 1934 urðu þau úrslit óvæntust að í hörðum slag á Ströndum felldi Hermann Jónasson fyrrum foringja Framsóknarflokksins og forsætis- ráðherra, Tryggva Þórhallsson, sem fór nú fram fyrir Bændaflokkinn svo sem frægt er. Upp úr því varð Hermann forsætisráðherra í fyrsta sinn eins og hér segir frá: Tuttugu og fimm þingmenn voru ekki alveg nægilegur meirihluti á þingi. Væntanlegir stjórnarflokkar höfðu aðeins meirihluta í efri deild og í sameinuðu þingi. Ásgeir Ás- geirsson gat ráðið úrslitum í neðri deild, en hann hafði náð kjöri í Vestur-ísafjarðarsýslu. Þótt kosn- ingarnar færu fram 24. júní urðu endanleg úrslit ekki kunn fyrr en landskjörstjóm hafði úrskurðað um uppbótarsæti um miðjan júlí. Mið- stjórnir flokkanna tveggja kusu engu að síður viðræðunefndir fljót- lega eftir kosningarnar, en frestuðu að kveðja þingmenn flokkanna sam- an fyrr en úthlutun uppbótarsæta lægi fyrir. Jónas frá Hriflu hafði verið fyrir- ferðarmikill samkvæmt venju í kosningahríðinni. Nú tók hann til óspilltra málanna að hefja undir- búning stjórnarsamstarfsins og hafði sér til fulltingis Hermann Jón- asson, sigurvegarann af Ströndum, Eystein Jónsson, Sigurð Kristinsson og Jón Árnason í viðræðum við Alþýðuflokkinn. Þessir menn allir stefndu eindregið að því að fram- sóknarmenn mynduðu stjórn með Alþýðuflokknum, einkum bæjarrad- ikalarnir hans Jónasar frá Hriflu, þeir Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson. En þeir mættu óvæntri hindrun. Forysta Alþýðuflokksins sætti sig ekki við að Jónas frá Hriflu yrði forsætisráðherra, sem sam- kvæmt öllum venjum átti að vera sjálfsagt mál. Telja verður að Héð- inn Valdimarsson hafí verið helsti andstæðingur þess að Jónas yrði ráðherra í stjórninni. Og það varð til að æsa Jónas enn meira, að fram kom sú hugmynd frá Alþýðuflokkn- um að Ásgeir Ásgeirsson yrði þriðji maður í samstarfínu. Tillögu sína rökstuddi forysta Alþýðuflokksins með því að utan- flokkamaður í þriggja manna stjórn skapaði meira jafnræði á milli Framsóknarflokks og Alþýðu- flokks. í samningum um fjölda ráð- herra gerðu framsóknarmenn hins vegar alla tíð ráð fyrir því, að vegna meiri þingstyrks hefðu þeir tvo en Alþýðuflokkurinn einn. Það fannst mörgum alþýðuflokksmanni næsta ósvífíð, og vísuðu í því efni til at- kvæða í þingkosningunum. Á þess- um tíma töluðu menn eins og Héð- inn Valdimarsson mikið um frekju Framsóknar og þó einkum Jónasar frá Hriflu, sem átti vegna skapgerð- argalla að veraósamvinnuhæfur. Það var alveg andstætt öllum viðteknum venjum í viðræðum milli flokka um stjómarmyndun, að ann- ar fiokkur vildi fá því ráðið hveija hinn flokkurinn valdi til ráðherra- starfa. Tillagan um Ásgeir Ásgeirs- son í stjórnina hefur eflaust verið sett fram til að bæta samningsað- stöðu Alþýðuflokksins gagnvart ráðherradómi Jónasar. Héðinn taldi ætíð Jónas frá Hriflu einhvern mesta og versta íhaldsmann lands- ins. Forysta Alþýðuflokksins hélt því jafnframt fram, að með einn mann í þriggja manna stjórn, að viðbættu ráðríki Jónasar, yrði Al- þýðuflokkurinn í vonlausri stöðu í ríkisstjórninni. Honum yrði aðeins ætlað að dansa með eins og streng- brúða. Eftir að andstaðan við Jónas frá Hriflu var orðin ljós, og að því er virtist óyfirstíganleg, munu Jónas og samninganefndin hafa talið, að Alþýðuflokkurinn væri reiðubúinn til að láta stranda á ráðherrastóln- um. Sjálfsagt þótti að forsætisráð- herra yrði frá stærri flokknum á þingi. Var því ekki heldur mótmælt af Alþýðuflokknum. Samningar um málefni gengu fljótt og vel fyrir sig, enda hafði fullgerður samning- ur að mestu beðið frá því haustið áður, þegar gengið var frá sam- starfí við Alþýðuflokkinn, sem náði ekki fram þá vegna andstöðu Jóns í Stóradal og Hannesar frá Hvammstanga. Hinn 18. júlí hélt miðstjórn Framsóknarflokksins fund til að velja forsætisráðherraefni flokks- ins. Kosið var skriflegri kosningu. Þingmenn tóku ekki þátt í henni. Þeir höfðu áður valið Jónas frá Hriflu með miklum meirihluta, eða tíu atkvæðum. Sjálfur greiddi Jónas Hermanni Jónassyni atkvæði á þingfundinum ásamt fjórum öðrum þingmönnum. Viðstaddir miðstjórn- armenn greiddu allir Jónasi at- kvæði, sextán að tölu. Á fundi í þingflokknum daginn eftir var bók- að: „Jónas Jónsson skýrði frá viðtali er fram hafði farið á milli samning- anefnda flokkanna þá um daginn. Lýsti Jónas Jónsson því yfir að hann treysti sér ekki til að verða við ósk flokksins um að mynda ráð- uneyti og stakk upp á því að flokk- urinn tilnefndi annan mann til þess starfs. Var þá samþykkt að ganga til kosninga á ráðherraefni flokks- ins á ný og fékk Hermann Jónasson tólf atkvæði, Eysteinn Jónsson eitt, Jón Ámason eitt og einn seðill var auður. Því næst var samþykkt að ganga til kosninga á öðru ráðherra- efni flokksins og fór hún þannig að Eysteinn Jónsson hlaut tíu at- kvæði, Vilhjálmur Þór eitt, Bjarni Ásgeirsson eitt, Steingrímur Stein- þórsson eitt og tveir seðlar voru auðir." Þrátt fyrir andóf Alþýðuflokksins Hermann Jónasson við störf í stjórnarráðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.