Morgunblaðið - 08.12.1990, Side 20

Morgunblaðið - 08.12.1990, Side 20
20 ofiei HaawaaaQ .8 huoaqaaouáj gi(3a1i3kuohow MORGUNBLAÐIÐ LÁUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990 Kópasel: Skammsýni yfir- valda - eða hvað? eftir Birnu Friðriks- dóttur, Ingu Þyri Kjartansdóttur og ArnórPálsson 5. desember sl. birtist í Velvak- anda grein eftir Maríu L. Einars- dóttur og fjallar hún um Kópasel, leikskóla sem starfræktur er við Lækjarbotna og ber greinin yfir- skriftina Skammsýni yfirvalda. Er greinarhöfundur ósáttur við þá ráð- stöfun, að við rekstur leikskólans skuli Kópavogsbær hafa fengið til samstarfs aðila, sem í uppeldismál- um vinna samkvæmt Waldorf- kenningunni. í þessum skrifum eru bæjaryfírvöld í Kópavogi ekki ein- ungis sökuð um skammsýni, heldur lýsir höfundur þeirri skoðun sinni að hér sé um að ræða nánast glæp- samlegt athæff. Þykir okkur hér farið út yfír öll velsæmismörk og W ÍERSTÆÐIR RÉniR FLIÓTLEG AFGREI r\c I HÁDEGÍNU Asíuvagninn 7 heitir réttir 750,- krónur SIÐDEGISKAFFÍ rjúkandi heitt m/vöfflum og rjóma KVÖLDVERÐUR Hlaðborð að hætti Asíubúans 1.190,- krónur Jólaglögg m/piparkökum allan daginn LAUGAVEGI 10 • SÍMI 626210 viljum gera nokkrar athugasemdir við umrædd skrif. Kópavogsbær hefur nú í nokkur ár rekið 7 leikskóla og Kópasel. í öllum skýrslum og plöggum sem um dagvistarmál fjalia, er Kópasel tekið útúr heildarmyndinni, vegna þess að um Kópasel hafa gilt önnur lögmál en hina leikskólana. Starfs- fólk hefur eindregið ráðið frá því að þar væru yngri börn en fjögurra ára, aðstæður sé of erfiðar fyrir þau — börnin sofni þá í rútunni og á veturna sé erfitt að bera þau í gegn- um snjóskaflana. Vistunartími hef- ur verið 7'A tími, annars staðar 4 eða 9 tímar. Starfsfólk Kópasels hefur haft betri kjör en starfsmenn á hinum leikskólunum, sem felst í styttri vinnudegi fyrir sömu iaun. Á undanförnum árum hefur gilt sú regla á dagvistarstofnunum Kópavogsbæjar, að deildir hafa ekki verið aldursskiptar, þ.e. böm tveggja til sex ára hafa verið saman á deildum. Þetta hefur vissa kosti, börnin læra að umgangast sér eldri og yngri böm, en getur líka valdið erfíðleikum í því starfí sem unnið er með börnunum, vegna mismun- andi þroska þeirra. Starfsfólk hefur óskað eftir því að eldri böm hefðu forgang við úthlutun plássa. Þær breytingar hafa nú orðið á þremur leikskólum, að komið hefur verið á sveigjanlegum vistunartíma, þar sem boðið er upp á 4, 5, 6 og eða 9 tíma vistun. Jafnframt era deildir aldursskiptar. Þessum breyt- ingum hefur ekki verið komið á erfiðislaust og ekki enn séð fyrir endann á því hvernig ganga muni að breyta þessu á hinum leikskólun- um. Með þeirri fjölgun leikskólarýma í Kópavogi sem orðið hafði frá því að rekstur leikskóla hófst í Kópa- seli var svo komið, að í raun var orðin samkeppni á milli leikskól- anna um eldri bömin. Á síðastliðn- um vetri var okkur tjáð að í Kópa- seli, sem rúmar 42 börn, væru að- eins 19 börn og rekstrarkostnaður meiri en forsvaranlegt er. Það hlýtur flestum að vera ljóst, að þeir sem stjóma bæjar- og sveit- arfélögum hafa á herðum sér þá ábyrgð að ráðstafa skattpeningum íbúanna á þann veg, að það skili sér í sem mestri þjónustu fyrir sem flesta. Og þegar stefndi i það að bærinn borgaði hálfa milljón á ári með hverju barni í Kópaseli, var ljóst að eitthvað varð að gera. Það var vissulega úr vöndu að ráða. Það fer ekkert á milli mála og það er ég sammála greinarhöf- undi, að umhverfí Kópasels er ein- stakt og hlýtur að veita börnum sem þar dvelja annan og betri skilning •á þeirri náttúru, sem okkur öllum er svo nauðsynlegt að vera í tengsl- Um við. Á þessu ríkir fullkominn skilningur hjá bæjaryfirvöldum og þess vegna var ekki bragðið á það ráð að hætta rekstri Kópasels, eins og ranglega hefur verið hermt í ýmsum skrifum hingað til. Við vild- um einmitt tryggja, að Kópasel 'gæti áfram gegnt sínu þýðingar- mikla hlutverki sem leikskóli fyrir börn í Kópavogi! Til þess að svo mætti verða, urðu að verða breyt- ingar á rekstri. Við voram svo lánsöm, að hópur fólks með menntun í uppeldisfræð- um kenndum við Waldorf, var og er reiðubúið til þess að hjálpa Kópa- vogsbæ við að halda áfram rekstri Kópasels. María segir Waldorf-upp- eldiskenninguna allra góðra gjalda verða, en telur að þá hluti megi alla framkvæma, eins og gert hafí verið í Kópaseli, án þess að skýra það einhveijum fínum nöfnum. Þar eram við innilega sammála, en það hlýtur að hafa farið fram hjá Maríu, að í Kópaseli var sú þema-vinna, sem hún heillaðist svo af, unnin samkvæmt kenningum sem kallast Reggio Emilio. Eins og fram kemur í grein Maríu, þá eru uppeldisað- „Foreldrar og starfs- fólk hafa margsinnis lýst þeirri skoðun sinni, að það sé umhverfið sem geri Kópasel svo einstakt. Það umhverfi hefur ekkert breyst! Það eina sem breytist er starfsfólkið. Og Kópavogsbær mun ekki síður hér eftir sem hingað til fylgjast vel með þeirri starfsemi . sem þarna fer fram.“ ferðir Waldorf engin bylting, en þar er lögð heldur meiri áhersla en við höfum áður þekkt í Kópavogi — þar með talið Kópaseli — á náin og eðlileg tengsl við náttúrana og að innandyra sé fyrirkomulagið eins heimilislegt og framast er unnt. Þess vegna er okkur algjörlega óskiljanlegur sá nornaseiður sem framinn hefur verið varðandi þetta mál. Hver er glæpur bæjaryfírvalda í Kópavogi? Hann er sá, að draga úr rekstrarkostnaði, en tryggja börnum í Kópavogi áframhaldandi dvöl í Kópaseli. Kópavogsbær mun greiða umtalsveran rekstrarstyrk með hveiju bami úr Kópavogi og þau eiga ótvíræðan forgang. Foreldrar og starfsfólk hafa margsinnis lýst þeirri skoðun sinni, að það sé umhverfið sem geri Kópa- OGLEYMANLEG BOK DLA AUGU OG DIKSVÖRT HEMPA eftir Tryggva Emilsson Tryggvi Emilsson varb þjó&kunnur þegar bók hans Fáteekt fólk kom út. Nú kemur hann enn á óvart meó skáldsögu um stórbrotin örlög og sterkar persónur. jtePM&i&ííÉ I §p UTGEFANDI: STOFN TRYGGVI EMILSSON Blá augu og biksvört hempa er örlagasaga einstaklinga og þjóóar þar sem raunsannir atburóir og þjóösagnakenndir renna saman í eina listræna heild. Þetta er sagan af prestinum sem missti hempuna vegna vinnukonunnar meó bláu augun. Frásagnarlist Tryggva er einstök, tungumálib fjöl- skrúðugt, gaman og alvara haldast ávallt í hendur. DREIFING: VAKA-HELGAFELL sel svo einstakt. Það umhverfí hefur ekkert breyst! Það eina sem breyt- ist er starfsfólkið. Og Kópavogsbær mun ekki síður hér eftir sem hingað til fylgjast vel með þeirri starfsemi sem þarna fer fram. Á það hefur verið bent að það sé slæmt fyrir börnin að skipt sé um starfsfólk. Við vildum svo gjarnan koma til móts við foreldra og börn í þessu efni og óskuðum eftir því við starfs- fólk að nokkur þeirra yrðu áfram með börnunum í Kópaseli til vors, þá mun um helmingur barnanna fara vegna aldurs og hin börnin hafa aðlagast nýju fólki. Þessari ósk hafnaði allt starfsfólkið! Og eins og fram kemur hjá Maríu, þá hafa foreldrar tekið þá ákvörðun að láta börnin fara úr Kópaseli, til þess að fylgja starfsfólkinu á nýja leikskóla niðri í bæ. Ef bæjaryfirvöld hefðu ákveðið að loka Kópaseli, hefðum við ekki orðið hissa á svona blaðaskrifum. En við viljum spyija Maríu: Hveijir eru það sem umtuma lifi barnanna? Ekki er það Kópavogsbær, sem vill einmitt gera börnunum kleift að dveljast áfram í Kópaseli, í því umhverfi sem þau era vön og allir hafa rómað! Lokaorð Maríu í garð samstarfs- aðila okkar era smekklaus. Þetta er vel menntað fólk, sem hefur þá hugsjón að veita börnum uppeldi og aðhlynningu, í sem nánustum tengslum við náttúruna. Þau ganga til þessa samstarfs við Kópavogsbæ með áhuga og fómfýsi. Að reyna að koma inn hjá þeim sektarkennd, með því að tala um að færðar hafí verið fómir, til þess að rýma fyrir þeim, er ekki stórmannlegt. Ef fórn- ir hafa verið færðar, er það ekki að frumkvæði Kópavogsbæjar eða Waldorf-hópsins. Óllum börnunum stóð til boða að vera áfram í Kópa- seli. Kópavogsbær óskaði eftir því, sem áður segir, að nokkrir starfs- menn yrðu áfram til vors og var það með fullu samþykki samstarfs- aðila okkar. Að enginn starfsmaður skyldi fást til þess, er svo önnur saga. Við getum alveg tekið undir það með Maríu, að Kópasel er ákjós- anlegur vinnustaður, bæði vegna staðhátta og þeirra kjara sem starfsfólk hefur notið. En Kópasel er leikskóli og sem slíkur er hann til vegna barnanna. Og öllu starfs- fólki Kópasels hefur verið tryggð vinna á öðram leikskólum bæjarins og getur það tæplega talist slæm meðferð. Alþýðubandalagsmenn í Kópa- vogi hafa gagnrýnt mjög þann sam- starfssamning sem gerður hefur verið við Waldorf-hópinn, enda þótt þeir hafi sjálfír átt frumkvæðið að honum og hófu á sínum tíma við- ræðurnar við þá aðila. Þeim viðræð- um og ákvörðun um rekstrarfyrir- komulag á Kópaseli var frestað, vegna óska starfsfólks um að fá að ljúka þeirri þema-vinnu sem í gangi var í Kópaseli. Þeirri. vinnu lauk á síðastliðnu sumri. Við viljum að lokum benda Kópa- vogsbúum á það, að Kópasel er leik- skóli fyrir þeirra börn. Vonandi átta menn sig á því að gildi staðarins hefur ekkert breyst og þeim sem áhuga hafa á því að börn þeirra fái að njóta þeirra kosta sem þar eru, er bent á að dagvistunarfulltrúi Kópavogsbæjar gefur hér eftir sem hingað til upplýsingar um Kópasel, sem og aðra Ipikskóla í Kópavogi. Höfundar eiga sæti í félagsmálaráði Kópavogsbæjar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.