Morgunblaðið - 08.12.1990, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 08.12.1990, Blaðsíða 63
MÖRGONBLAÐIÐ IÞRÓTTIR i JR 8. DESEMBER 1990 63 HANDKNATTLEIKUR / DÓMARAR Rögnvald og Stefánfá stórleik Dæma í 8-liða úrslitum Evrópukeppninnar RÖGNVALD Erlingsson og Stefán Arnaldsson hafa fengið erfitt verkefni í 8-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa íhand knattleik. Þeir eiga að dæma leik Saab og Milbertshofen í Linköping í febrúar nk. og er þetta mikill heiður. Gera má ráð fyrir því að frammistaða þeirra í HM kvenna í Seoul hafa ráðið úrslitum en þar stóðu þeir sig mjög vel. etta er í annað sinn sem Stefán og Rögnvald fá leik í 8-liða úrslitum en í fyrra dæmdu þeir leik Drott og Gdansk. „Það er þó svo- lítið sérstakt að fá leik hjá þýsku liði. Það er ákveðin viðurkenning," sagði Stefán. „Ég býst við að heims- meistarakeppni kvenna hafí haft eitthvað að segja og geri ráð fyrir að þarna sé samhengi. En þetta er fýrst og fremst spennandi verkefni enda má búast við erfiðum leik,“ sagði Stefán. HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD Ólafur ráðinn þjalfan Fram - stjórnar liðinu gegn Valsmönnum í dag ÓLAFUR Lárusson, íþrótta- kennari og fyrrum leikmaður með KR og þjálfari ÍBKfyrir þremur árum, yar í gær ráð- inn þjálfari 1. deildarliðs Fram í handknattleik. Ólafur stjórnar liðinu í fyrsta sinn gegnValídag. Sigurður Tómasson, formaður handknattleiksdeildar Fram, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að gengið hafi verið frá ráðningu Ólafs i gær. „Við gátum ekki beðið lengur og- því ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Sigurður. En Framarar höfðu levtað til nokkurra erlendra þjálf- ara, m.a. Bogdan Kowalczyk, fyirurn landsliðsþjálfara, en það bar ekki árangur. Gústaf Björnsson sagði þjáif- arastarfi ssínu lausú fyrir þremur vikum eftir slakt gengi liðsins. Þorbergur Aðalsteinsson, lands- liðsþjálfari, hljóp í skarðið og stjórnaði liðinu í þremur leikjum. Jóhann Ingi Gunnarsson, fyrrum þjálfari KR-inga, hafði síðan að- stoðað Framara þar til að Ólafur tók við liðinu í gær. Ólafur Lárusson. HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD LANDSLIÐIÐ „Ef okkur á að takasta að vinna Víking verðum við að sýna topp varnarleik,“ segir Guðjón Árnason, fyrirliði FH. Fimm leikirí 1. deild karla: Teksf FH adstöðva sigurgöngu Vflcings? FIMM leikir fara fram í 1. deildinni í handknattleik í dag og ber þar hæst viðureign FH og Víkings í íþróttahúsinu í Kaplakrika. FH-ingar hafa vaxið í síðustu leikjum og eru nú í fjórða sæti, þrátt fyrir afleita byrjun. Víkingar eru hinsvegar efstir, hafa sigrað í öllum 14 leikjum sínum. Guðjón Árnason, fyrirliði FH, er bjart- sýnn fyrir leikinn. „Við stefnum að því að stöðva sigurgöngu Víkings. Við höfum verið á uppleið og náð upp sjálf- strausti eftir sigur á Val og Stjörnunni, en leikurinn gegn Víkingum verður erfiður og kemur til með að ráðast á varnarleikn- um. Ef okkur á að takasta að vinna verð- um við að sýna topp varnarleik. Víkingar hafa leikið gífurlega sterka vörn - þá bestu sem ég hef séð lengi. Þetta verður barátta og barningur og ég held að liðin skori ekki meira en 20 mörk hvort.“ „Við erum búnir að vinna fyrstu þrjá leikina í síðari umferð og stefnum á að fara taplausir í gegnum hana. í fyrri umferð töpuðum við fyrstu þremur leikj- unum. Það er mikil stemmning fyrir leikn- um í Hafnarfn-ði og ég á von á miklum fjölda áhorfenda. Það hefur sýnt sig í gegnum árin að áhorfendur styðja okkur þegar mest á ríður og skiptir stuðningur þeirra miklu máli og getur ráðið úrslit- um,“ sagði Guðjón Árnason. Víkingar gefa örugglega ekkert eftir því ef þeir vinna FH-inga hafa þeir jafnað Islandsmetið frá 1980, er þeir unnu 18 leiki í röð. Víkingar fóru þá í gegnum íslandsmótið með stæi, unnu alla leiki sína. Víkingur hefur unnið alla 14 leiki sína í deildinni það sem af er þessu keppn- istímabili, plús síðustu þrjá leikina í deild- inni í fyrra, eða samtals 17 leiki í röð. Víkingar og Valsmenn eru nær öruggir um sæti í úrslitakeppninni og Stjarnan og FH standa vel að vígi. KR, Haukar, ÍBV og KA koma næst og beijast líklega um þau tvö sæti sem eftir eru. Næstu leikir hafa því mikla þýðingu í þeirri bar- áttu. Þjóðverj- ar koma - leika tvo leiki í Höllinni fyrir jól ÞJÓÐVERJ AR leika tvo landsleiki við íslendinga í Laugardalshöll 18. og 19. desember. Þetta verða fyrstu landsleikir Þjóðverja á erlendri grundu þar sem þeirtefla fram sameiginlegu liði, austur og vesturs. Jón Hjaltalín Magnússon, form- aður HSÍ, sagði í samtali við Morgunblaðið að staðfestingar- skeyti, þess efnis að Þjóðveijar kæmu hingað, hafi borist til HSÍ í gær. En áður hafði það verið nokkuð óljóst hvort liðið myndi leika einn eða tvo leiki, eða yfir- höfuð kæmi til landsins. Þýska liðið, undir stjóm Horst Bredemeiers, kemur hinga 17. desember og leikur tvo leiki, 18. og 19. desember og heldur síðan utan 20. desember ásamt íslenska liðinu. Þjóðirnar mætast aftur í Þýskalandi 21. desember í Liben og 22. desémber í Schverin. HANDKNATTLEIKUR / VIS-KEPPNIN KA-ÍBV 23:18 íþróttahöllin á Akureyri, íslandsmótið, 1. deild - VÍS-keppnin, föstudaginn 7. des. 1990. Gangur leiksins: 0:2, 3:3, 5:5, 7:9, 9:11, 11:13, 14:14, 16:16, 20:17, 23:18. Mörk KA: Hans Guðmundsson 8/2, Jóbannes Bjamason 4, Guðmundur Guðmundsson 4, Pétur Bjarnason 4, Sigurpáll Árni Aðalsteinsson 2 og Erlingur Kristjánsson 1. Varin skot: Axel Stefánsson 10. Utan vallar: 10 min. Mörk ÍBV: Gylfi Birgisson 6, Haraldur Hannesson 3, Sigurður Gunnarsson 3, Þorsteinn Viktorsson 2, Sigbjörn Óskarsson 2,. Sigurður Friðriksson 2. Varin skot: Sigmar Þröstur Óskarsson 16/3. Utan vallar: 10 mín. Dómarar: Gunnar Kjartansson og Árni Sverrisson. Áhorfendur: 190. KA sterkari á endasprettinum KA-menn unnu góðan sigur á Eyjamönnum í gærkvöldi og vænkaðist við það hagur þeirra í deildinni. KA er nú með 11 stig, eða jafn mörg og ÍBV, en hagstæðara markahlutfall og skaust því upp fyrir ÍBV og við það minnkuðu möguleikar IBV á að komast upp í efri hlutá úrslitakeppn- innar. ÍBV hóf leikinn af miklum krafti og skoraði tvö Reynir fyrstu mörkin, en KA náði fljótlega að jafna og var leikur- Eiriksson inn mjög jafn þar til á lokamínútum fyrri hálfleiks er ÍBV skrifar sejg framúr og hafði tveggja marka forystu er flautað var til leikhlés. Fyrri hálfleikur var fremur illa spilaður og gerðu liðin sig sek um aragrúa mistaka. Eftir hlé batnaði leikur liðanna mjög og eftir 10 mínútur höfðu KA- menn jafnað og mikil spenna í loftinu. Jafnt var síðan á með liðunum þar til nokkrar mínútur voru eftir að ÍBV missti hvern leikmanninn af öðrum af leikvelli og var þar með allur vindur úr þeim. Heimamenn skoruðu fimm mörk gegn einu marki ÍBV á síðustu míriútunum. Hjá KA átti Hans Guðmundsson ágætan leik og einnig skilaði Jóhann- es Bjarnason hlutverki sínu vel. Hjá ÍBV var Sigmar Þröstur í markinu bestur og varði mjög vel. Einnig áttu þeir Gylfi Birgisson og Sigurður Gunnarsson ágætan leik. ÍÞRÚmR FOLK ■ AXEL Stefánsson, markvörð- ur KA, lék_ fingurbrotinn með liði sínu gegn ÍBV í gærkvöldi. Hann fingurbrotnaði í leik með U-21 árs landsiiðinu í Danmörku í síðustu viku. Varamarkvörður liðsins Iék ekki með því hann er einnig meidd- ur. ÚRSLIT ÍBV - Víkingur 19:15 íþróttamiðstöðin í Vestmannaeyjum, ís- landsmótið í handknattleik -1. deild kvenna, föstudaginn 7. desember 1990. Mörk IBV: Ingibjörg Jónsdóttir, Judith Estergal og Stefania Guðjónsdóttir 5 mörk hver, Arnheiður Pálsdóttir og Sara Ólafs- dóttir 2 hvor. Mörk Víkings: Inga Þórisdóttir 6, Andrea Atladóttir 4, Heiða Erlingsdóttir 2, Hanna Helgadóttir, Svana Sigurðardóttir og Ema Aðalsteinsdóttir eitt mark hver. 2. deild karla: Völsugnur - HK..............20:28 Verð til að taka eftir: SKAUTAR (rá kr. 3.590.- HOCKEY SKAUTAR frá kr. 4.830.- HOCKEY KYLFIIR kr. 1.390.- OPID FRÁ XL. 10-18 SPORTl MARKAÐURINN SKIPHOLTI 50C, SÍMI 31290 (Nýja húsið gcgnt Tónabíói)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.