Morgunblaðið - 08.12.1990, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.12.1990, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990 Minning: Guðlaugiir Einars son frá Blönduósi Fæddur 6. febrúar 1951 Dáinn 29. nóvember 1990 Lengi hefur þú leitað að lind sem er svöl og tær, að björtum kliðandi brunni sem biði þín silfurskær 0 finnist sá blikandi brunnur, þá bergðir þú endalaust. (Ólafur Jóhann Sigurðsson) í dag kl. 14 er til moldar borinn frá Höskuldsstaðakirkju í Húna- þingi kær frændi og vinur sem barð- ist hetjulega gegn þeim banvæna vágesti sem hvorki hann né vísindin gátu spornað við. Guðlaugur Einarsson fæddist 6. febrúar 1951 á Blönduósi, sonur. hjónanna Ingibjargar Jónsdóttur og Einars H. Guðlaugssonar, hann var þriðji í röð fimm systkina. Gulli ólst upp á afar gestrisnu og líflegu heimiíi foreldra sinna og bar hann þeirra merki alla tíð, skemmtilegur heim að sækja og alls staðar velkominn. Hann fluttist til Reykjavíkur 16 ára gamall og bjó um tíma hjá undirritaðri og fjölskyldu. Milli okk- ar myndaðist slíkt tryggðaband að aldrei rofnaði og gekk ég ósjaldan undir sæmdarheitinu fóstra. Gulli var haldinn ótrúlegri lífsgleði, manngæsku og allt er laut að listum var hans heimur. Hann vann töluvert í Þjóðleikhúsinu sem leiddi til þess að honum var boðið að starfa við leikhús í Lúbeck í Þýskalandi, þar sem hann lagði stund á listdans. Einnig fékkst hann við leik- og söngnám. Síðar lá leið- in til Dússeldorf og enn lá leiðin upp á við í listinni. Árin í þessu landi voru honum svo dýrmæt að Reykjavík og nágrenni Borgarljós, Skelfunni, Eiölstorgi B.B. byggingavörur, Suöurlandsbraut 4 B.V. búsáhöld, Lóuhóium 2-6 Brynja, Laugavegi 29 BYKO, Kringlunni, Kópavogi, Hafnarfiröi Frístund, Kringlunni Glóey, Ármúla 19 H.G. Guðjónsson.Stigahlíð 45-47 Hagkaup, Kringlunni, Skeifunni Húsasmiðjan Ljós og raftæki, Strandgötu Hf. Ljósabær, Faxafeni 14 hann fór þangað 1989, þá orðinn sjúkur, til að kveðja góðan vin í hinsta sinn. I Dússeldorf kynntist Gulli bandarískri konu, Cardi að nafni, þau fluttust til Bandaríkjanna og giftu sig þar 1. mars 1980. Þau slitu síðar samvistir. Þrátt fyrir að flest væri stórbrot- ið við Gulla og hann gengi með ofurkrafti í allt sem honum fannst skipta máli þá verður það alltaf ofan á hve mikill hagyrðingur hann var. Þó hann dveldist 18 ár í öðrum löndum þá tvinnaði hann saman ljóðlínur með ýmsum bragarháttum sem honum einum var lagið, lét sig ekki muna um að senda heilu ljóða- bréfin í bundnu máli með fréttum af sér og líðandi stundu. Nú hefur ljóðabókin hans lokast, hún inniheldur svo mikið og heldur merki þessa góða drengs hátt á loft vegna hugsjóna, mannelsku, víðsýni og þroska, samt fannst hon- um hann eiga eftir að rita svo margt í bókina sína því að hann hafði af svo miklu að miðla. Ég og fjölskylda mín sendum kærum foreldrum hans, systkinum og öðrum fjölskyldumeðlimum okk- ar dýpstu samúðarkveðjur í þeirra miklu sorg. Blessuð sé minning þessa unga manns. Auður Bessadóttir Laugardaginn 8. desember 1990 verður til moldar borinn frændi minn og vinur, Guðlaugur Einars- son, Gulli Einars, frá Blönduósi. Lífsfljótið hans hefur runnið sinn farveg, leitað ósa sinna allt of fljótt og runnið til sjávar. Með honum er genginn kær vinur og hvers manns hugljúfi. Rafbúð sambandsins, Holtsvegi Rafbúðin, Álfaskeiði 31, Hf. Rafglit, Blönduhlíö 2 Rafvörur, Langholtsvegi 130 S. Guðjónsson, Auðbrekku 9-11 Sindrastál, Borgartúni Smiðsbúð, Garöatorg Vesturland Einar Stefánsson, Búöardal Guðni E. Hallgrímsson, Grundarfirði Húsið, Stykkishólmi Jónas Þór, Patreksfirði Þó vitað væri að hveiju stefndi þá er maður aldrei tilbúinn að með- taka, skilja og vera sáttur við að einhver sé farinn, langt fyrir aldur fram. Þó eru líklega tæp 3 ár síðan Gulli hafði samband við mig og bað mig finna sig. Ég heyrði á honum að þetta þyldi enga bið, en þó var komið kvöld þegar ég kom því við að heimsækja hann á Borgarspítal- ann. Þá tók hann um báðar hendur mér, þéttingsfast, horfði í augu mér og sagði að hann væri haldinn ólæknandi sjúkdómi. Meðan alvar- an í orðum hans barst inn í hjarta mitt, hélt hann fast, svo hnykkti hann til höfðinu, brosti út að eyrum og sagði: „En ég ætla að verða gamalmenni. Meira að segja óþol- andi gamalmenni." Og svona var Gulli. Alltaf tilbúinn að kætast og gleðjast. Alltaf jákvæður og bjart- sýnn. Hann lét ekki bugast. Datt ekki í hug að ætla sér að deyja þó svo það væri vitað. Þannig hóf hann þennan síðasta kafla ævi sinnar og ég er sannfærð um að sá kafli var lengri og lífsfyllri en nokkum óraði fyrir. Ein af mínum fyrstu æskuminn- ingum er um Gulla. í þá daga fór ég með fjölskyldu minni á hverju sumri til ömmu okkar og afa á Þverá. Þar var oft þessi stríðni frændi minn, sem mér stóð hálf- gerður stuggur af. Hann var fullur af lífsgleði og kæti og átti það til að glettast við hana frænku sína að sunnan. Sérstaklega var ég við- kvæm fynr einni setningu, sem mér þykir svo vænt um í dag, að ég fæ mig ekki til að setja hana á prent. Þeir muna og brosa sem næstir okkur standa. Og svo hló hann eins og honum einum var lagið og augun geisluðu af kímni. Árin liðu og sem unglingar bjuggum við bæði í Reykjavík við nám og störf. Þá leigði Gulli íbúð með æskuvini sínum að norðan og sú vinátta hefur ætíð haldist og eflst. Við heimsóttum hvort annað þessi ár og þar varð frændsemi okkar að vináttu sem er mér mikils virði. Lúx, Borgarnesi Óttar Sveinbjörnsson, Hellissandi Raftækjaþjónusta Sigurdórs, Akranesi Norðurland Aöalbúöin hf„ Siglufirði Kaupfélag Skagfirðinga K.V.H., Hvammstanga Radiovinnustofan, Akureyri Rafsjá, Sauöárkróki Raftækjavinnustofan, Ólafsfirði Torgiö, Siglufiröi Valberg, Olafsfiröi Á þessum árum urðu mér list- rænir hæfileikar Gulla ljósir. Hann fékkst við að yrkja frá unga aldri. Hann hóf nám í leiklist, lærði dans og ballett samhliða vinnu og var einn af fáum karldönsurum Þjóð- leikhússins. Einnig dansaði hann jazzballett hjá Jazzballettskóla Báru. Um tíma bjó hann hjá frænku okkar á Vesturgötunni og átti ætíð sitt annað heimili hjá henni. Vin- átta þeirra og tryggð við hvort annað síðan er aðdáunarverð. Ég held að þetta hafi verið góð ár. Þama var hann, þessi piltur að norðan, að blómstra og finna nýja fleti á tilverunni. Listamaðurinn í honum fékk að njóta sín og hann naut þess að vera til. Ég hef aldrei hitt nokkurn mann sem hefur átt eins auðvelt með að umgangast annað fólk. Hvar sem hann kom stráði hann af glaðværð sinni og innileika og allt var svo spennandi og nýtt. Vorið 1973 fluttist Gulli til Lúbeck í Þýskalandi og hóf störf sem dansari við leikhús þar í borg. Það var upphafið að 14 ára vist hans erlendis. Ekki misstum við þó sjónar hvort á öðru, frændsystkinin, því sjálf fluttist ég með mínum Verslunin Ósbær, Blönduósi Öryggi, Húsavík Austurland Kaupfélag Vopnfiröinga.Vopnafiröi Sveinn Guömundsson, Egilstaöir Sveinn Ó. Eliasson, Neskaupsstaö, Suðurland manni til Kaupmannahafnar sama ár. Ekki urðu heimsóknirnar eða bréfin mörg, en nóg til að dýpka vináttuna og tengjast þessum hug- lægu böndum sem maður á við svo fáa. Eftir nokkur ár flutti ég svo yfir til Englands og Gulli innan Þýskalands. Þar hitti hann banda- ríska stúlku, ballettdansara, sem tók hug hans allan og hann flutti til Bandaríkjanna og þau giftu sig þar. Ekki varð hjónabandið langt og um ári seinna skildu leiðir þeirra. Nú leið dansaraferillinn undir lok pg söngnám tók við samhliða vinnu. Í New York átti hann lífsskeið skins og skúra. Við ræddum stundum um hvort hann ætlaði sér að koma heim aftur, en fyrir heimsborgara eins og Gulla var það ekki auðveld ákvörðun. Þó rofnaði aldrei sam- bandið heim og hann saknaði alltaf fjölskyldunnar hér heima. Gulli átti alltaf stóran vina- og kunningjahóp hvar sem hann fór. Gegnum leikhúslífið kynntist hann fólki af ólíkum þjóðernum og litar- háttum og reyndi sjálfur að hjartað er hið sama hvar sem það berst. Loks kom að því að leiðin lá heim. Fjölskyldan fagnaði syninum týnda og allt virtist bjart og glatt. En skjótt skipast veður í lofti. Það leið ekki á löngu eftir heimkomuna að Gulli veiktist hastarlega og í kjölfar- ið kom í ljós að hann gengi með ólæknandi sjúkdóm. Einhveijir hefðu látið hugfallast. Ekki hann Gulli. Með eindæma ásetningi, glað- værð og ákveðni tókst honum að rífa sig upp og blómstra enn um skeið. Miðla af þekkingu sinni og reynslu og strá kringum sig góðvild og styrk. Við áttum stundum löng samtöl þessa mánuði þar sem við ræddum lífið og tilveruna og til- ganginn í þessu öllu. Aldrei lét hann hugfallast og hafði miklu meiri áhyggjur af öðrum en nokkurn tíma sjálfum sér. En nú er þessu lokið og Gulli orðinn heili á ný í nýju umhverfi ljóss og birtu. Það er skrýtið að vita ekki af honum á Borgarspítal- anum, undir frábærri umönnun sem hann naut þar._Nú mun hann hvíla hjá ömmu, afa og frænda fyrir norð- an, en minningin mun lifa og gleðja okkur hin um ókomnar stundir. Bergþóra K. Ketilsdóttir Ferð þín er hafin, fjarlægjast heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða og sjónhringar nýir sindra þér fyrir augum. (Hannes Pétursson) Mig langar að minnast Gulla frænda míns, hann flutti til Þýska- lands þegar ég var 12 árá. Það var gaman að eiga frænda í útlöndi^m sem sendi pakka á afmælum og jólum. Gulli bauð mér í heimsókn þegar ég var 14 ára og fékk ég ferðina í fermingargjöf, þar dvaldi ég í 3 vikur. Sá tími-var mér ungl- ingnum ógleymanlegur og bý ég enn að ýmsum hugsjónum sem ein- kenndu Gulla svo mikið, lífsgleðina og mannelskuna bar þar hæst. Þjóð- hátíðardaginn 17. júní fónim við í garðveislu sem var haldin upp í sveit og stóðum við í pönnuköku- bakstri í 2 tíma, því Þjóðveijum þótti íslenskar pönnukökur ljúf- fengar. Gulli var listamaður á heimsvísu, unni öllum listum og stundaði sjálfur listdans ásamt söngnámi. Elsku Einar, Imma, systkini og aðrir aðstandendur, ég og fjölskylda mín sendum ykkur öllum innilegar samúðarkveðjur. Hvíli elsku frændi minn í friði. Hólmfríður Marinósdóttir Þegar við kveðjum Guðlaug, eða Gulla eins og við kölluðum hann, verðuf okkur hugsað til góðrá stunda sem við áttum saman í New York. Hann var örlátur og tryggur vinur, sýndi það með gjafmildi, færði vinum blóm, pönnukökur og gleði. Ávallt hrókur alls fagnaðar og regiusamur bindindismáður. Þjóðarstoltið var sterkt hjá Gulla pg gerði hann margt til að koma íslandi á framfæri á hefðbundinn og litríkan hátt. Á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna 1983 undirbjó Gulli Árvirkinn, Selfossi K.R. Hvolsvelli Neisti, Vestmannaeyjum Rafborg, Grindavík Jólasveinar ganga um gólf með gylltan staf íhendi móðir þeirra sópar gólf Já jólin nálgast og þau skilja eftir sig slóöa, barr frá jólatréinu, ösku og kusk. Grýla sópar gólfin en nútímaheimili nota BLACK & DECKER handryksugu og óhreinindin eru ekkert vandamál. BLACK & DECKER handryksugurnar hafa mikinn sogkraft, langan notkunartíma og eru alltaf tilbúnar til notkunar BLACK & DECKER handryksugan Tilvalin jólagjöf ÚTSÖLUSTAÐIR:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.