Morgunblaðið - 08.12.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.12.1990, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990 Brían Pilkington sendir frá sér bamabók: til tveggja ára tekjum Morgunblaðið/KGA Hamrahlíðarkórinn á æfingu fyrir tvenna tónleika sem kórinn heldur í dag í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í tilefni af útkomu hljómdisksins Turtildúfunnar, Jarðarbersins og Úlfaldalestarinnar. A disknum flytur kórinn tónlist sem byggir á þjóðlögum frá ýmsum löndum. Hamrahlíðarkórinn í Listasafni Sigurjóns HAMRAHLÍÐARKÓRINN heldur tvenna tónleika i dag í Lista- safni Siguijóns Ólafssonar í tilefni af útkomu hljómdisksins Tur- tildúfunnar, Jarðarbersins og Úlfaldalestarinnar. Á disknum flyt- ur kórinn tónlist sem byggir á þjóðlögum frá ýmsum löndum. Fluttur verður hluti þess efnis sem er að finna á geisladisknum á tónleikununm í dag undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Heiti hljómdisksins vísar til þriggja þjóðlaga, Turtildúfunnar, sem er þjóðlag frá Englandi, Jarð- arbersins, sem er finnskt þjóðlag og Úlfaldalestarinnar, þjóðlags frá ísrael sem sungið er á hebr- esku. „Þetta verða fremur stuttir tónieikar og mátulega hressandi þegar fólk er önnum kafið við undirbúning á aðventu. Við ætlum að hafa tvenna tónleika, hvorn um sig um klukkustundarlangan," sagði Þorgerður. Hún sagði að tveir hljóðfæra- leikarar úr röðum kórfélaga kæmu fram með kórnum á tón- leikunum á morgun, píanóleikari og flautuleikari. „Við ætlum að flytja þá tónlist sem við höfum verið að æfa og vinna að í allan vetur,“ sagði Þorgerður. Alls eru kórfélagar tæplega fimmtíu. Tónleikarnir hefjast í Listasafni Siguijóns Ólafssonar kl. 15 og kl. 17. Kemur út í 10 lönd- um á 8 tungumálum Jöfnunarsjóður lánar til skuldbreytinga NETTÓSKULDIR Siglufjarðar nema rúmlega tvöföldum árstekjum kaupstaðarins af útsvörum, aðstöðugjöldum og fasteignagjöldum. Kaupstaðir, sem næst koma að skuldsetningu, eru: Stykkishólmur 162%, Olafsvík 138%, Eskifjörður 114% og Hveragerði 101%, Blöndu- ós 98%, Sauðárkrókur 97%, Neskaupstaður 97%, ísafjörður 96% og Ólafsfjörður 87%. Afi gamli hefur ýmis ráð með að halda skegginu snyrtilegu. Framanjgreind skuldastaða kem- ur fram í Arbók sveitarfélaga 1990, sem Samband íslenzkra sveitarfé- laga gefur út. Nettóskuld er reiknuð þannig að veltufjármunir og langtímakröfur sveitarfélags eru dregin frá skuldum. Hjá Reykjavík- urborg eru veltufjármunir og Iangtímakröfur hærri en skuldir, öfugt við það sem er hjá öðrum kaupstöðum. Ástæður skuldsetningar eru einkum þrjár. Umsvif sveitarfélaga (þjónusta og framkvæmdir) hafa aukizt Iangt umfram hagvöxt í Menntamálaráðuneytið: Ný framkvæmdastjóm Listahátíðar KJÖRIN hefur verið ný fram- kvæmdastjórn Listahátíðar. Framkvæmdastjórnina skipa: Atli Heimir Sveinsson, tónskáld, Sjón (Sigurjón B. Sigurðsson), rithöfundur, Selma Guðmunds- dóttir, píanóleikari, Valgarður Egilsson,Iæknir, og Helga Hjör- var, skólastjóri, og verður hún jafnframt formaður. Selma er kosin af fulltrúaráði, Valgarður af Reykjavíkurborg og Helga af menntamálaráðuneytinu. Listahátíð verður næst haldin árið 1992 en kvikmvndahátíð lista- hátíðar verður haustið 1991. I fréttatilkynningu frá Mennta- málaráðuneytinu s.egir að á full- trúaráðsfundi hafi komið fram hug- myndir um breytingu á samþykkt- um hátíðarinnar, meðal annars um lengri ráðningartíma framkvæmda- stjóra sem hefur verið ráðinn til að sinna einni listahátíð, lengri undir- búningstíma til að auðveldara verði að fá hingað listafólk sem bókað er langt fram í tímann og til að ná hagstæðari samningum. Fulltrúa- ráðið mun koma saman eftir ára- mót til að ræða þessi mál. Svavar Gestsson, menntamála- ráðherra, er nú formaður Listahá- tíðar en borgarstjóri og mennta- málaráðherra skiptast á um for- mennsku. landinu og í sumum tilvikum langt umfram samtímatekjur þeirra. Rekstrarleg staða atvinnulífsins, einkum sjávarútvegsfyrirtækja, hefur bitnað illa á sumum sveitarfé- lögum. Loks hefur Jöfnunarsjóður sveitarfélaga verið skertur um langt árabil sem nemur hundruðum mill- jóna króna. Sjóðurinn var á hinn bóginn ekki skertur í ár. Hann hef- ur lánað sveitarfélögum á árinu um 500 m.kr., þar af 300 m.kr. til skuldbreytinga. Það skilyrði mun hafa verið sett fyrir þessum lánveit- ingum að sveitarfélögin standi ekki jafnframt í framkvæmdum. Meðaltekjur kaupstaðanna á hvern íbúa, annarra en Reykjavík- ur, voru kr. 77.500 árið 1989 en meðaltekjur höfuðborgarinnar á hvern fbúa sama ár voru kr. 98.200. Rekstrargjöld Reykjavíkur á hvern íbúa voru kr. 74.000 árið 1989 en meðalrekstrargjöld annarra kaup- staða tæpar kr. 60.000. Útgjöld Reykjavíkur á hvern íbúa vegna félagsmála, gatnagerðár og um- hverfismála eru verulega hærri en meðalútgjöld annarra kaupstaða til sömu hluta. Hins vegar var kostn- aður við yfirstjórn borgarinnar á hvern íbúa verulega lægri (kr. 3.400) en meðalkostnaður annarra kaupstaða (5.490). í formála Árbókar sveitarfélaga 1990 segir „að enn gæti nokkurs misræmis í bókhaldi sveitarfélaga þannig að samaburður á ársreikn- ingum sé ekki að fullu sambærileg- ur“. Stykkishólmur hefur gert at- hugasemd við frásögn Árbókar af skuldastöðu kaupstaðarins. BARNABÓK Brians Pilkington, „Afi gamli jólasveinn" kemur út í tíu löndum, á átta tungumálum, fyrir þessi jól. Líklega hefur íslenzk bók aldrei verið gefin út í jafnmörgum löndum á sama tíma. Ugplagið er um 50.000 eintök alls, og eru prentuð álíka mörg eintök á Islandi og í Bandaríkjunum. íslenzki útgefandinn er Iðunn. Skuldugustu kaupstaðirnir: Skulda sem svarar eins ég tengdi skrýtlurnar saman í sögu, og mér finnst það hafa komið vel út.“ Aðspurður hvernig hann hafi farið að því að koma bókinni svona víða á framfæri, segir Brian að það sé verk sænsks umboðsmanns síns, sem hafi kynnt hana fyrir útgefendum í ýmsum löndum. Bókin er nú komin út í þremur enskum útgáfum; í Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada, og á sænsku, dönsku, norsku, færeysku, þýzku og Jioi- lenzku, auk íslenzku. Þar að auki hefur Brian undirritað samning við finnskt útgáfufyrirtæki, sem mun gefa bókina út í Finnlandi fyrir jólin á næsta ári. Afi gamli jólasveinn hefur nú þeg- ar verið prentaður í 40-50.000 ein- tökum, að sögn Brians. Hann segir að það sé nokkuð skondið að bókin hafi verið prentuð í hér um bil sama upplagi á íslandi og í Bandaríkjun- um; hér á landi seljist bækur af þessu tagi miklu betur en í öðrum löndum. Brian segist ekki eiga von á að bókin verði gefin út í fleiri löndum en þeim ellefu, sem þegar hefur verið samið við. Jólin séu líka með öðrum hætti í suðrænum löndum, og varla sé hægt að selja bókina í löndum, þar sem menn þekki til dæmis ekki jólasveininn. Hins vegar hefur hann þegar undirritað sjö samninga um útgáfu á framhalds- bók um afa gamla fyrir næstu jól. Hinir útgefendumir þrír ætla að sjá hvernig bókin selst fyrir jólin i ár. Brian Pilkington er enskur að uppruna, en hefur búið hér á landi um árabil. Hann hefur teiknað myndir í fjölda bóka, einkum barnabækur, og einnig samið sögur sjálfur, til dæmis Örkina hans Nonna, sem kom út fyrir tveimur árum. í „Afa gamla jólasveini" segir á gamansaman hátt frá Haraldi gamla, sem er með feiknamikið hvítt skegg og hefur atvinnu af því að leika jólasvein í desember, en aðra mánuði ársins gengur honum brösu- lega að fá vinnu af því að skeggið þvælist alltaf fyrir honum, festist í dyrum eða sogast upp í ryksuguna. Hann er því þess vegna fegnastur þegar jólin koma aftur. Bókin er skreytt flölda mynda eftir Brian. „Eg er mjög ánægður með þessa bók, enda hef ég unnið í henni í mörg ár. Ég fékk hugmyndina fyrir íjórum eða fimm árum, og það tók ein þijú ár að koma henni á blað,“ sagði Brian í samtali við Morgun- blaðið. „Þegar ég byrjaði að gera skissur var ég fyrst og fremst með brandarabók í huga, með litlum sem engum texta. Svo fannst mér það ekki koma nógu vel út, þannig að Morgunblaðið/Júlíus Brian Pilkington með mismun- andi útgáfur af bók sinni. Akureyri: Jólahlaðborð í Sjallanum TVÆR næstu helgar mun Sjallinn bjóða upp á jóla- hlaðborð og skemmtiatriði til að ná fram jólastemmn- ingu. Á jólahlaðborðinu verður m.a. boðið upp á danska rifjas- teik, úrval síldarrétta, hangi- kjöt og laufabrauð, heysoðna skinkú, danska sveitakæfu og margt fleira. Söngkonurnar Berglind Björg Jónasdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir sjá um jólasöng- inn við undirleik Níelsar Ragn- arssonar. Föstudagskvöldið 14. desember verða verslanir á Akureyri jafnframt með tískusýningar. Hunangstunglið leikur fyrir dansi fyrri helgina, en hljóm- sveit Geirmundar Valtýssonar þá síðari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.