Morgunblaðið - 08.12.1990, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 08.12.1990, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990 „ þeir fcunnu OÍ set/a sannan beina- ýrindur i f>d daga ■" Þú gleymdir ekki aðeins áramótaheitunum, heldur braustu líka fjögur boðorð Með morgunkaffinu Hver hefur sagt þér að kanínur reyki ekki vindla? Missið aldrei kjarkinn Þekkingar- leysi í sögn Til Velvakanda. Nú er heldur betur að hlaupa á snærið hjá íslendingum. Sam- kvæmt frétt í þekktum fjölmiðli eru uppi áform um það í Noregi (það er land á Skandinavíuskaga) að gera ferð yfir Atlantshaf í minningu norskra víkinga eða hvað þeir vilja nú kalla þessa umrenninga sína á tíundu öld. Áform þetta fellur vel að þeirri norsku íþrótt að eigna sér afrek íslendinga jafnt í landafundum sem bókmenntum. Til að gera þennan fíflagang fallegri ásýnd- um hefur þeim hugkvæmst að fá til liðs við sig einhveija ógáfaða íslendinga sem hafa orðið hug- fangnir af þessari norsku hug- mynd til styrktar norskum þjóð- ernisanda, sem mörgum þykir nú fullkæstur, og ekki á bætandi. Hið óvænta og ógeðfelida við þessa fregn er það innskot að til skuli vera þeir menn íslenzkir, sem ætla að leggja Norðmönnum lið í viðleitni þeirra að gera íslendinga að Skandinövum til að auðvelda hnuplið á verkum þeirra, sem ætlað er að skreyta þjóð sem var illa læs og skrifandi um það leyti sem Snorri Sturluson tók upp á því að rita sögur um hina broslegu smákónga þeirra. Þykir mörgum sem að Islendingar hafi með þessu gjört meir en vert var fyrir þessa okkar fjarskyldu þjóð (og ákaflega ólíku). Vera má að Snorri sé aftur- genginn og hafi ekki á liðnum öldum tekið neinum framförum í gáfnafari eða almennri þekkingu en hún hefst sem kunnugt er ekki í Skandinavíu, heldur þegar út fyrir hana er komið. Verður þessi skuggalega fregn þá fyrst ofurlít- ið skiljanlegri ef þesskonar draugagangur er hér á ferðinni og tímabært að kveða til seiðmenn að sundra hinum norsku hug- myndum og reisa áhangendum þeirra níðstöng eða annað áhrifa- meira. Breiðfylking íslendinga vill koma þeim tilmælum á framfæri við þessa skandinavísku þjóð, að hún láti af þessum sífellda þjófn- aði úr íslenzkri landhelgi og eyði í eitt skipti fyrir öll úr vitund sinni þeim misskilningi, að Islendingar séu útsæði af Norðmönnum eða skandinavísk þjóð yfirleitt. E.A. Til Velvakanda. Þegar Jóhannes Páll páfi annar, prédikaði í Landakotskirkju 3. júní 1989, sagði hann eftirfarandi orð: Missið aldrei kjarkinn, því máttur Guðs fullkomnast í veikleika yðar. Þessi orð páfa hanga uppi á vegg í anddyri Landakotskirkju. Þar tók ég við þeim og hugleiddi þessi uppörvandi orð, með því að hafa þau yfir hvað eftir annað og skoða merkingu þeirra. Mér varð hugsað til þess hvað einn þekktur læknir sagði fyrir skömmu. Nánast í hverri viku tek- ur vansæl og óhamingjusöm mann- eskja líf sitt, og nú er svo komið að jafnvel ungt fólk sem enn er á barnsaldri, grípur til slíks hörm- ungaverks. Því miður er það alltof oft sem fólk lætur bugast svo al- gerlega þegar erfiðleikar steðja að Til Velvakanda. Hvað hefur eiginlega komið fyr- ir upplýsingadeild Tryggingastofn- unar ríkisins? Ég er orðinn 75 ára og eru því þó nokkur ár síðan ég varð löggilt gamalmenni. Það kemur alltaf öðru hvoru fyrir að einhveijar breytingar eru á bótunum mínum og hef ég þá ávallt ieitað til upplýsingadeildar Tryggingastofnunar. Hefur mér verið tekið þar sérstaklega ljúf- mannlega, fyrst af Margréti Thor- oddsen og síðan Margréti Sigurð- og nóttin leggst yfir. í stað þess að sofa og endurnærast, meðan nóttin rennur sitt skeið á enda, fyllist fólk kvíða og ótta, og græt- ur nýliðinn sólardaginn. Það gleymir því að nóttin líður og dag- ur kemur á ný. Til þeirra sem sjá ekkert fram- undan nema svartnættið og líða andlegan sársauka, langar mig til að benda fólki á presta hinnar kaþólsku kirkju, sem fengið hafa guðlega leiðsögn í því að frelsa sálir út ótta og pínu. Bænirnar ættu heldur enginn maður að van- rækja, því með þeim er maður í stöðugu sambandi við Guð sem svarar einlægum bænum undan- tekningarlaust. Eða eins og páfi sagði: Missið aldrei kjarkinn. Einar Ingvi Magnússon ardóttur. Núna í nóvember urðu einhveij- ar breytingar á seðlinum og rölti ég af stað niður í Tryggingastofn- un en þá var enginn til viðtals á upplýsingadeild og var mér vísað af einum stað á annan og endaði með því að ég fór jafnnær heim. Ég get ekki ímyndað mér að það sé í anda Eggerts Þorsteinssonar, þess mæta manns, að ekki sé tek- ið betur á móti okkur gamla fólk- inu. Sigurður Enginn til viðtals HOGNI HREKKVISI „ p&TTA EK { ry&STA 5INN SBM UÖ&&AH fl£FLX2 GBIZT SKYNDI^e/lS HJÁ OKlcue .' " Víkveiji skrifar Kunningi Víkveija fór fyrir skömmu til útlanda, þar sem hann keypti m.a. fatnað á fjölskylu sína. Þegar heim í Leifsstöð kom fór hann í rauða tollhliðið, þar sem hann vissi fyrir víst, að samkvæmt lögum var hann með of mikið af vörum til að geta farið með hreina samvisku í gegnum græna hliðið. Að vísu fór fjöldi fólks í sömu mund í gegnum græna hliðið átölulaust, með margar úttroðnar töskur af verslunargóssi, en það var þó ekki það sem kunningja Víkveija þótti einkennilegast, heldur hitt, hvers kyns þjónustu hann varð aðnjótandi (!) hjá tollvörðum í rauða hliðinu. Þetta var nefnilega í annað sinn sem kunningi Víkveija fór til útlanda í verslunarerindum og því var hann vandlega undir móttökurnar í tollin- um búinn. Hann fór með tollskýrsl- ur með sér, hafði tilbúna reikninga og kvittanir fyrir öllum vörunum og ritvél til að geta vélritað skýrsl- una á staðnum, en samkvæmt ströngum reglum tollyfirvalda má ekki taka við handskrifaðri toll- skýrslu. Bauðst hann til að ganga frá fullkominni tollskýrslu þarna á staðnum og greiða tilskilin gjöld, til að geta haldið ferð sinni áfram samdægurs út á land þar sem hann á heima. xxx essi óvænti viðbúnaður ferða- langsins vakti að vonum mikla athygli toilvarða, en langþjálfaður þvergirðingsháttur bannaði þeim þó að veita þessum heiðariega ferð- amanni sjálfsagða þjónustu. Taskan var tekin af honum og honum tjáð að hann gæti nálgast hana í af- greiðslu tollsins í Reykjavík. Þetta var síðdegis á föstudegi og því loku fyrir það skotið að ferðamaðurinn fengi tösku sína fyrr en eftir helgi og greinilega ætlast til þess að hann gisti í Reykjavík um helgina til að geta náð farangri sínum úr tolli. Þegar þar að kom þurfti hann ofan á allt annað að borga sérstakt flutningsgjald fyrir töskuna frá Keflavík til Reykjavíkur. xxx Með því að gera því fólki, sem vill fara að lögum, svo erfitt fyrir sem hér hefur verið lýst, eru tollyfirvöld beinlínis að hvetja til lögbrota. I stað þessarar þrauta- göngu er einfaldara að ganga með farangurinn í gegnum græna hliðið eins og flestir virðast gera. Það er síðan annað mál að það er orðið tímabært að breyta gamaldags reglum um innflutning einstaklinga í takt við breytta tíma og betri sam- göngur, þannig að venjulegir borg- arar geti keypt fatnað á sig og fjöl- skyldu sína í útlöndum án takmark- ana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.