Morgunblaðið - 08.12.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.12.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990 Fram fyrir skjöldu SJÁ BLS. 26 Hriflu vikið til hliðar til frambúðar, hvað snertir beina þátttöku í stjórn landsins. Hann varð aldrei ráðherra eftir þetta, þótt hann væri mikill áhrifamaður innan Framsóknar- flokksins og utan næstu þijú árin. Eftir það fóru áhrif hans dvínandi. Þeir Hermann Jónasson og Ey- steinn Jónsson urðu strax 1934 áhrifamiklir forystumenn flokksins. Þeir tóku þó mikið tillit til Jónasar. Eftir stjórnarmyndunina .skrifaði Jónas: „Gyðingar voru 40 ár í eyði- mörkinni áður en þeir fundu fram- tíðarheimkynni sín. Framsóknar- flokkurinn hefur verið þrjú ár á hættulegum vegum. En nú er þeirri eyðimerkurferð lokið. Framundan er landið, sem á að græða og byggja.“ Þetta var boðskapurinn sem hinir ungu ráðherrar fengu í veganesti frá manni, sem hafði ver- ið hafnað. Og það var strax hafist handa. Hermann Jónasson varð forsætis- ráðherra yngri að árum en títt var og þar sem hann átti þá hörn á unga aldri varð heimilisbragurinn í Ráðherrabústaðnum einnig öðru vísi en venjulegt mátti teljast. Þegar Hermann Jónasson varð forsætisráðherra 1934 fluttist hann með fjölskyldu sína í Ráðherrabú- staðinn við Tjamargötu ásamt Margréti Þorláksdóttur, tengda- móður sinni, sem hafði búið á heim- ili Hermanns og Vigdísar frá því hún missti mann sinn, Steingrím Guðmundsson, byggingameistara. Nokkur viðbrigði voru að flytja í Ráðherrabústaðinn, einkum fyrir börn þeirra tvö, sem þá voru ung að árum. En í Ráðherrabústaðnum var rúmt um alla íjölskylduna, og Steingrímur sonur þeirra hjóna lagði fljótlega undir sig háaloftið í bústaðnum. Honum fylgdi hópur stráka úr næsta nágrenni í Vestur- bænum og þeir þurftu plássið sitt. Háaloftið var þó einkum þægilegt að ha/a yfir haust- og vetrartím- ann. Á sumrin vora börnin meira í Glímukappinn Hermann Jónasson og glímukóngur íslands 1921 Stórgóð jolagjof t y s#- • : ■ '.3- Fonduesett, kr. 6.976. t ; « f .«. Í Ketill, kr. 2.985. ■ Kryddhilla, kr. 1.875. H HÚSASMIÐJAN SKÚTUVOGI 16 SÍMI. 687700 • • l| burtu. Steingrímur var á Syðri- Brekkum en Pálína með móður sinni í Konungshúsinu á Þingvöllum, eða í heimsóknum með foreldrum sínum norður. Ráðherrabústaðurinn var og er virðulegt hús. Þar.er ekki búið leng- ur, en þar gista erlendir þjóðhöfð- ingjar sem koma í heimsókn og þar bjuggu forsætisráðherrar landsins fram til 1942. Húsið er innflutt til- búið frá Noregi. Það var reist af Hans Ellefsen, norskum útgerðar- manni, nærri hvalveiðistöð hans í Önundarfirði um aldamótin og nefndist þar Sólbakki. En hval fækkaði og Ellefsen flutti stöð sína austur á fírði. Húsið var orðið hon- um gagnslaust. Hann var vinur Hannesar Hafsteins. í ráðherratíð Hannesar gaf hvalfangarinn fyrsta ráðherra landsins þetta myndarlega hús, eða lét greiða fyrir það að nafninu til. Síðan var það flutt til Reykjavíkur árið 1906 og reist við Tjarnargötuna. Húsið er númer 32. í Vesturbænum höfðu ungir sveinar með sér tvö félög. Annað þeirra hét „Röskir drengir". í því félagi voru m.a. Matthías Johann- essen, tvíburabræðurnir Örn og Haukur Clausen, Runólfur Þórðar- son, Þorbjörn Karlsson, Jón Bergs- son, Björn Þorláksson og Jósep Björnsson. Hópurinn var af Há- vallagötu, Sólvallagötu og Vonar- stræti. Steingrímur kom svo úr Ráðherrabústaðnum og var fyrirlið- inn. Þetta var ágætur félagsskapur. •SS3S&' 601133 fft$irpisif»Iftfctö Hópurinn kynntist vel innbyrðis og stundaði margvíslegar íþróttir. Þetta varð t.d. upphafið að því, að Clausen-bræður fóru út í íþróttir og urðu heimsstjörnur í sínum íþróttagreinum. Miðstöð félagsins var Ráðherrabústaðurinn. í rauninni var mestur kraftur í félaginu á Þjóðstjórnarárunum, þ.e. 1939—1942. Ekki vora strákarnir af framsóknarheimilum, heldur þvert á móti komnir úr húsum þar sem Vesturbæjaríhaldið átti heima. Enginn var að velta því fyrir sér. Strákarnir stokkuðust vel saman og varð úr vinátta, sem hefur enst allar götur síðan. Þeim þótti mikið til þess koma að hafa bækistöð í Ráðherrabústaðnum. Þar var hátt til lofts og vítt til veggja og þar fór vel um strákana. Minnisstæðast er Matthíasi skáldi og ritstjóra hvernig Vigdís og Hermann tóku hópnum. Þeim fannst Vigdís einstök kona. Á heimili hennar ríkti góður andi og strákahópnum var alltaf tekið tveimur höndum. Þeir vissu vel að þarna bjó forsætisráðherra lands- ins, en heimilisbragurinn hafði þann blæ fijálslyndis, að þeir þurftu ekki að vera í neinum stellingum. Þvert á móti var allt opið og fijálst og gaman að koma og vera þarna. Þau hjónin tóku þátt í lífi strákanna og skyggndust inn í veröld þeirra og hugarheim. Fundargerðabækur félagsins eru til og það hefur verið lesið upp úr þeim þegar félagarnir hafa komið saman síðar á ævinni. Fundir voru ýmist haldnir á háaloftinu eða í stofum hússins. Stundum lögðu fé- lagarnir Ráðherrabústaðinn undir sig að mestu. Vigdís sagði ekkert við því og ekki Hermann heldur. Eins og í öðrum félögum barst í tal að gott gæti verið að skipta um stjórn. Steingn'mur, sem veitt hafði félaginu forstöðu, tók því ágætlega. Fundur var haldinn um málið í Ráðherrabústaðnum og komin nokkur samstaða um að skipta um formann. Þá kvað Steingrímur upp úr með, að væntanlega gerðu félag- ar sér grein fyrir því, að yrði skipt um formann yrðu fundir ekki haldn- ir í Ráðherrabústaðnum. Þetta var mesta hótun sem hægt var að koma með. Steingrímur var því kosinn formaður félagsins á stundinni. Þarna var því haldið áfram að vera við leiki og fundarhöld. Þeir reyndu ýmislegt með sér. Eitt var að stökkva af svölunum sem snúa að Suðurgötu. Vigdís vissi hvað til stóð. Hún sneri sér til Hermanns og sagði að hún vildi ekki að strák- arnir stykkju af svölunum því þeir gætu meitt sig. Eitt sinn er nokkr- ir strákar höfðu stokkið kom Her- mann út á svalir og vippaði sér yfir handriðið og niður og varð að orði við Steingrím: „Þetta er allt í lagi, ég skal tala við hana mömmu þína.“ Að því búnu fór Hermann til konu sinnar og sagði henni að strákunum væri óhætt að stökkva. Ungu mönnunum fannst mikið koma til þess, að forsætisráðherra landsins skyldi stökkva af svölunum þeirra vegna. Öðru sinni fóru þeir í Tarsan-leik og lögðu þá allan bú- staðinn undir sig. Þeir hlupu um og leituðu hver að öðrum. Matthías opnaði dyrnar að skrifstofu forsæt- isráðherra og hrópaði: Tarsan. Þá sá hann að maður sem sat við skrif- borðið hrökk í kút við öskrið. Þetta var Hermann. Hann stóð upp til hálfs og brosti til Matthíasar og sagði: „Lokaðu, maður.“ Annað var ekki sagt. Heimasmiðjan KRINGLUNNI SÍMI: 685440 • • .. %• • • • • • • •• HÓTEL LOFTLEIDIR REYKJAV/KURFLUGVELLI. 101 REYKJAVlK SIM1: 9 1-22322 /na/anrfno/wn íufó/ui m r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.