Morgunblaðið - 08.12.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.12.1990, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990 Aðventusamkoma í Arbæjarsókn Aðventuhátíð í kirkju Óháða safnaðarins Á morgun, sunnudaginn 9. des- ember kl. 20.-30, verður aðventu- hátíð í kirkju Óháða safnaðarins. Dagskráin verður íjölbreytt og vönduð: — Jónas Jónasson dagskrárgerð- arstjór RÚV er ræðumaður kvölds- ins. — Friðbjörn G. Jónsson syngur einsöng. — Barnakór Melaskólans (stóri kórinn) kemur í heimsókn. Stjórnandi kórsins er Kári Krist- jánsson. — Blásarabandið: Herbert Hr. Ágústsson, Þorvaldur Stein- grímsson, Björn R. Einarsson og Jónas Þ. Dagbjartsson spila. — Kirkjukórinn syngur undir stjórn Jónasar Þóris. — Ritningarlestur og bænir. — Ljósin tendruð. — Veitingar í Kirkjubæ. Reynt verður að fá alla kirkju- gestina til þess að taka þátt í söngn- um og mun kirkjukórinn í því til- j Ý\ ■ I -h á i -1 ■iKlÍII • 1 Kirkja Óháða safnaðarins. efni dreifa sér um kirkjuna. Að- ventuhátíðirnar hafa undanfarin ár verið vinsælar og fjölsóttar og án- ægja hefur ríkt í hjörtum þeirra, sem hafa verið með. Allir aldurshópar koma á að- ventuhátíðina: Afar og ömmur, pabbar og mömmur, börn og allir aðrir. Þórsteinn Ragnarsson, safnaðarprestur. Sunnudaginn 9. desember, annan sunnudag í aðventu, verður að- ventusamkoma haldin í Árbæjar- kirkju og hefst samkoman kl. 20.30. Að venju er dagskráin vönduð og fjölbreytt bæði í tali og tónum og verður sem hér segir: 1. Samkoman sett af sr. Kristni Ágústi Friðfinnssyni og er hann jafnframt kynnir. 2. Söngur kirkju- kórs Árbæjarsóknar undir stjórn kirkjuorganistans Jóns Mýrdal. 3. Samleikur á fiðlu og píanó, Heiðrún Heiðarsdóttir og Anna Þóra Bene- diktsdóttir. 4. Oli Þ. Guðbjartsson dóms- og kirkjumálaráðherra flytur ræðu. 5. Dúfa Einarsdóttir syngur einsöng við undirleik Guðbjargar Siguijónsdóttur. 6. Skólakór Ár- bæjarskóla syngur undir stjórn Ás- laugar Bergsteinsdóttur tón- menntakennara. 7. Helgistund í umsjá sóknarprests. Unglingar úr æskulýðsfélagi kirkjunnar lesa ritn- ingarlestra, hugleiðing, aðventu- ljósin tendruð, sameiginlegur söng- ur viðstaddra. Aðventan er undirbúningstími okkar kristinna manna fyrir komu jólanna. Sá undirbúningur er marg- þættur. Síðustu vikurnar fyrir jól einkennast af önn og erli vegna hins veraldlega undirbúnings fyrir þessa hátíð lífs og ljóss. Kristnir söfnuðir hafa í síauknum mæli gefið hinum andlega undir- búningi aðventunnar gaum. Hann miðar að því að menn geti eignast heilög jól, hátíð friðar og gleði, birtu og kærleika í hug og hjarta. I því skyni eru aðventukvöld safnaðanna haldin þar sem menn geta beint hugum að fagnaðarefni jólanna, hvers virði jólin eru raunverulega í lífi okkar allra, og hvílík nauðsyn það er hverjum manni að eignast Árbæjarkirkja. jólagestinn góða Jesú Krist í hjarta og sál. Gleðileg er stóraukin þátt- taka safnaðarfólks í helgistundum aðventunnar sem ber þess vott, að menn skynja mikilvægi þess að búa hug sinn og hjarta undir komu jól- anna, svo að þau verði þeim sönn og heilög jól. Fjölmennum á aðventusamkomu Árbæjarsafnaðar á sunnudags- kvöld. Eignumst kyrra og helga stund til undirbúnings hátíðinni æðstu, heilögum jólum. Tendrum aðventuljósin í hug og hjarta. Verið öll hjartanlega velkomin. Guðmundur Þorsteinsson > . J-ÁÚ’ I. ÆwSmf^sMm&kk( 'KT.'íiia-'M.ín'UIJ MQHR -r.Ó-RMVÚS, MÓÐIR |ggi ;gurna ÁSTARSÖGURNAR ELSE-MARIE NOHR Hún hefur aldrei verið mikið fyrir börn, en í fríi sínu verður hún ástfangin af manni nokkrum og kynnist lítilli dóttur hans, sem er hjartveik og bfður eftir þvf að komast undir læknishendur. í DAG HEFST LÍFIÐ ERIK NERLÖE Aðeins sautján ára gömul er hún að verða fræg og rík. Og margt er að gerast í lífi henn- ar. Hún fær tækifæri sem söngkona; hún verður ástfangin; hún hittir móður sína, sem hún hefur aldrei þekkt, en hefur svo oft dreymt um. H AMINGJUHJARTAÐ EVA STEEN ÆVINTÝRI í MAROKKÓ BARBARA CARTLAND Nevada Van Arden var bæði mjög falleg og vellrík, og hún naut þess að kremja hjörtu ungu mannanna. Tyrone Strome varð æva- reiður, þegar hann komst að raun um, hvernig hún fór með aðdáendur sína, og hve laus hún var við alla tillitssemi og hjartahlýju. f SKUGGA FORTÍÐAR THERESA CHARLES Ilona var dularfuíl í augum samstarfsfólks sfns. Engu þeirra datt íhug, að hún skrifaði spennusögur f frftíma sfnum, eða að þessi „Nikulás" sem hún átti að vera trúlofuð, væri aðeins til í hugarheimi hennar. Hún er rekin úr ballettskólanum og fer því til London, þar sem hún gerist þjónustu- stúlka hjá fjölskyldu einni, og gætir lítillar stúlku. Á leiðinni til London kynnist hún ungum manni, sem sýnir henni mikinn á- huga. - * SKUGGSJÁ BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS SF í GLEÐILEG JÓL! Umjólablóm Blóm vikunnar Umsjón: Ágústa Björnsdóttir 193. þáttur Við þurfum á blómum að halda í skammdegisdeyfunni. Eitthvað grænt, lifandi og litríkt sem nær að lífga upp á heimilið og minna okkur á sumar og yl. Blóm megna þetta betur en nokkurt annað skraut þegar sól er lægst á lofti. Margir láta það eftir sér að kaupa blóm fyrir jólahátíðina þó þeir geri það kannski sjaldan annars. Á þessum tíma árs er þó úrvalið fá- tæklegra en á öðrum árstímum enda er um birtusnauðasta mánuð- inn að ræða. í ýmsum löndum er siður að nota ákveðin blóm öðrum fremur um jólahátíðina. í Noregi er t.d. hin blómasæla jólabegónía með rauðbleikum eða hvítum blóm- um hefðbundið jólablóm, nefnist þar jólagleði og þykir með öllu ómissandi, þó hér á landi hafi hún ekki náð útbreiðslu. Sums staðar eru jólakaktusar í heiðri hafðir sem jólablóm enda eru blóm þeirra fag- urlega formuð oftast með rauðum litblæ en geta einnig verið rauðgul eða hvítleit. Jólakaktus er auðveld- ur viðfangs, hann myndar blóm- hnappa er hausta tekur, standi hann um skeið við 15-18° hita og sé hitastigið lægi’a blómgast hann óháður árstíma. Hér og þar er alparós mikið notað jólablóm, einkum í Mið-Evr- ópu. Einnig er alpafjólan alkunn, en hún ber hvít, rauð eða bleik blóm sem hún hagræðir tígulega hátt yfir blöðunum. Annars staðar er jólastjarna í mestum metum. Með sínum stóru og litfögru há- blöðum er hún tilkomumikil og hrífandi jurt. Háblöð jólastjörn- unnar e.ru oftast skærrauð en geta einnig verið bleik eða hvít. Á tiltölulega skömmum tíma hef- ur jólastjarnan náð að verða óhemju vinsæl sem stofublóm frá hausti og fram yfir jól. Gildir þetta einnig hér. Markvissar kynbætur eiga sinn þátt í þessu. Fá jólablóm munu þó eiga jafn fjölmennan aðdáendahóp og blómlaukarnir, en hér skipa hinar ilmríku og forkunnarfögru hyas- intur heiðurssess. í flestum lifandi borðskreytingum jólahátíðarinnar gegna þær meginhlutverki um- vafðar grenigreinum, mosa, könglum og öðru litríkara skrauti. Hyasintur eru í ýmsum litum en hér virðist sá bleiki vera vinsæl- astur. Hyasintur eru seldar á lauk, en þannig geta þær staðið fram að nýári ef þess er gætt að hafa þær hæfilega rakar og setja þær á svalan stað að nóttu til. Ýmis afskorin blóm eru notuð um jól. Þau lifa því aðeins vel og lengi að þeim sé sýnd nærgætni og umhyggja, t.d. með því að geyma þau ávallt á svölum stað um nætur og fylgjast vel með vatnsþörf þeirra sem er ótrúlega mikil í hlýjum húsakynnum. Þá skal og forðast að láta þau standa þar sem dragsúgs eða hitastreym- is kann að gæta. ó.y.H.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.