Morgunblaðið - 08.12.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.12.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990 t Basar í Maríukirkju HAPPDRÆTTI, kaffisala og basar verður í safnaðarheimili Maríukirkju við Raufarsel sunnu- daginn 9. desember kl. 15.00. Meðal vinninga í happdrættinu eru: Matur fyrir tvo á 10 stöðum í Reykjavík, 3ja mánaða námskeið í jazzballett í Jazzballettskóla Báru, 3ja mánaða dansnámskeið í dans- skóla Jóns Péturs og Köru auk margra góðra vinninga Engin núll. Á basarnum verða seldir munir til jólagjafa og ekki má gleyma kaffinu og kökunum. Allir eru velkomnir. Allur ágóði rennur til safnaðarstarfsins. Ath.: Messan verður kl. 14.00. Engin messa verður kl. 11 árdegis. Hafnarfjörður: Ljósin á jólatrénu kveikt LJÓSIN á jólatrénu á Thors plani í miðbæ Hafnarfjarðar verða tendruð klukkan 14 í dag, laugar- dag. Tréð er gjöf frá vinabæ Hafnarfjarðar í Danmörku, Frederiksberg. Fulltrúi frá danska sendiráðinu afhendir tréð, Ingvar Viktorsson, formaður bæjarráðs, flytur ávarp og séra Sigurður Helgi Guðmunds- son flytur hugvekju. Þá flytur karlakórinn Þrestir nokkur lög. Að lokinni athöfn verður bæj- arbúum boðið upp á kaffisopa og skemmtiatriðj í Iþróttahúsinu við Strandgötu. í Álftafelli verður sýnt nýtt myndband, „Bærinn í hraun- inu“ af stórum skjá. í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, verða flutt nokkur tónlistaratriði klukkan 15.30. Þar stendur yfir sýning Steinþórs Marinós Gunnarssonar og Sigrúnar Steinþórsdóttur. Kaffi- stofan í Hafnarborg verður opin. Verslanir í Hafnarfirði verða opnar til klukkan 18 í dag. Orgeltón- leikar í Bú- staðakirkju ORGELTÓNLEIKAR verða haldnir í Bústaðakirkju annan sunnudag í aðventu, 9. desember, kl. 17.00. Þar mun Guðni Þ. Guð- mundsson organisti kirkjunnar flytja sína fyrstu einleikstónleika á hið nýja orgel sem Bústaða- kirkja eignaðist nú nýverið. Þetta nýja orgel gefur mikla möguleika hvað varðar fjölbreytni á sviði orgeltónlistar. Það hefur 31 rödd, er með þijú hljómborð með tónsveiflara í hveiju hljómborði og í því eru tvö „svell“-verk sem breyta styrk tónsins. Að auki eru í orgelinu margar sólóraddii'. Guðni flytur verk eftir Buxte- hude, Pachelbel, Óskar Lindberg, J.S. Bach og Max Reger. Þessi vei'k hafa verið valin með það fyrir aug- um að sýna mismunandi blæbrigði hljóðfærisins. Aðgangur að þessum tónleikum er ókeypis. (Fréttatilkynning) Játningabók Jóns Ottars •• # Orfáar athugasemdir Guðni Þ. Guðmundsson, organisti Bústaðakirkju. eftirHalldór Reynisson Jón Óttar Ragnarsson, sviðs- ljósamaður, er að gefa bók út um þessi jól. Þar er að finna játningar um líf og starf matvælafræðingsins sem varð sjónvarpsstjóri. í bókinni segir hann ennfremur sögui' af sjálfum sét' og sögur annarra af sjálfum sér. Af einhveijum sér- kennilegum ástæðum ber mitt nafn á góma í þessum sagnaflaumi eins og lesa mátti í útdrætti er birtist í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Þar sem sögur af þessu tagi eru sjaldnast mjög nákvæmar vil ég upplýsa Jón Ottar og aðra sem kunna að hafa lesið þetta greinar- korn um örfáar staðreyndir: 1. Ég hef aldrei búið á Smára- götu, né undir sama þaki og nefnd- ur Hans Kristján Árnason. 2. Þegar þetta vímuteiti á að hafa farið fram var ég hættur störf- um sem forsetaritari og orðinn 14 PHILIPS TOMMU PHILIPS LITASJÓNVARP FRIÐARSTILLIR A J0LATILB0DI TVÆR STÖÐVAR UM JÓLIN Vegna hagstæðra samninga viö } stærsta sjónvarpsframleiðenda í heimi, PHILIPS í Hollandi, getum við boðið þetta frábæra 14 tommu PHILIPS litasjónvarp á sérstöku jólatilboði. • Nýttútlit • Frábær hljómgæði • Eðlilegir litir • Betraverð Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI691520 - sanauttífuito sóknarprestur úti í sveit. Svo þarf ég vitaskuld ekki að fjalla um það sérstaklega, en ég reyni yfirleitt að vera með fullum sönsum og með skýran hug. Þó getuí þurft að hnykkja hér á, þvi aldrei er að vita nema kerlingin Gróa á Leiti leynist í holti. En fyrst ég er nú farinn að masa þetta þá langar mig til að bæta örlitlu við varðandi bókmenntagrein þá sem mjög hefur rutt sér til rúms á síðustu árum hér á landi og sum- ir nefna ,játningabókmenntir“. .-Eftir því sem ég kemst næst var það sviðsljósafólk í Hollywood sem hóf þessa bókmenntagrein til vegs og virðingar, svo og frægasta port- kona Bandaríkjanna, Xaviera Holl- ander. í þessum bókum lýsti fræga fólkið gjarnan skrautlegum veisl- um, freyðandi víni og sínu nánasta einkalífi sem gjarnan snerist um helgustu parta mannslíkamans. Svo var það gjarnan látið fylgja hvar menn áttu sér bólstað og með hveij- um. Þegar við íslendingai' urðum for- framaðir og fengum aðra sjón- varpsrás og helling af útvarpsstöðv- um, ijölgaði mjög í sviðsljósaliðinu. Ekki gátum við verið minni menn en fræga fólkið í útlöndum og brátt fóru játningabækur þekktra Ijöl- miðlaandlita að flæða yfir jólabóka- markaðinn. Gömlu góðu æviminn- ingarnar, ritaðar í ungmennafé- lagastíl, hopuðu undan enda ekki þekktar fyrir bersögli á sviði ást- arlífsins. Ég er einn þeirra sem reyni að sniðganga þessar játningabækur enda eru þær oftast medri að magni en gæðum (það er helst að ég grípi í Játningar Ágústínusar kirkjuföð- ur...). Hins vegar get ég ekki annað en beðið væntanlega jóla- bókalesendur um að taka þessum bókum með hæfilegri varúð. Alla vega held ég að athugasemdir mínar hér að framan sýni að ekki er alltaf að treysta að bækur þessar Halldór Reynisson „Þegar við Islendingar urðum forframaðir o g fengum aðra sjón- varpsrás og helling af útvarpsstöðvum, fjölg- aði mjög í sviðsljósalið- inu.“ séu skrifaðai' af mikilli nákvæmni. Auk heldur lýsa þær lífsstíl sem oft er bæði falskur og öfgakenndur - og stundum beinlínis hættulegur lífi og-heilsu manna. Samt verðui' hann eftirsóknarverður á blöðum þessara bóka. Ég læt í þessu sambandi fljóta með vísu eftir Kristján heitinn Eld- járn, fv. forseta, sem segir það sem segja þarf: Að eyða sínum ævidögum við átveislur og diykkjuklið, er synd gep Guði og lífsins lögum er liggur dauðarefsing við. Höfundur er prestur í Hruna og fv. forsetaritari. I I I I I í I I I I > I I \ \ \ I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.