Morgunblaðið - 12.12.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.12.1990, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 283. tbl. 78. árg. MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Irak og Kúvæt: Allir bandarísku gíslarnir farnir Moskvu, Bagdad, New York, Stokkhólmí, Houston. Reuter, dpa. TALSMAÐUR bandaríska utanríkisráðuneytisins kvaðst í gær telja að allir Bandaríkjamennirnir, sem írakar hafa haldið nauðugum í írak og Kúvæt, væru nú farnir þaðan. Þing Rússlands, stærsta lýð- veldis Sovétríkjanna, hvatti í gær Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseta til að láta ekki sovéska hermenn taka þátt í átökum við Persaflóa. Richard Boucher, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði að síðustu Bandaríkjamenn- irnir, sem óskað hefðu eftir því að fara úr írak og Kúvæt, hefðu verið fluttir þaðan í gær. Þijár íraskar flugvélar fóru úr Bagdad með um 490 Vesturlandabúa og Japani, sem Irakar höfðu haldið nauðugum í löndunum í fjóra mánuði. Allir jap- önsku gíslarnir í löndunum eru farnir en um 300 Bretar eru þar enn. Um 1.600 vestrænir og jap- anskir gíslar hafa verið fluttir frá Irak frá því á fimmtudag er Saddam Hussein íraksforseti tilkynnti að „gestirnir" mættu fara heim. Sovéska fréttastofan TASS greindi frá því að fulltrúaþing Rúss- lands, æðsta löggjafarvald lýðveld- isins, hefði samþykkt ályktun þar sem varað er við þátttöku sovéska hersins í stríði við Persaflóa. Það hvatti Gorbatsjov og sovéska þingið til „að ljá ekki máls á því að sov- éski herinn drægist inn í átök, sem gætu haft alvarlegar afleiðingar fyrir frið og stöðugleika á jörðinni." Níkolaj Ryzhkov, forsætisráðherra Sovétríkjanna, hefur sagt að Sovét- menn eigi ekki undir nokkrum kringumstæðum að senda hersveitir á Persaflóasvæðið. Sænskir ijölmiðlar skýrðu frá því í gær að Bandaríkjastjórn hefði gagnrýnt stjórn Svíþjóðar fyrir að sýna Irökum linkind og hafa ekki fordæmt innrásina í Kúvæt 2. ágúst á nógu afgerandi hátt. Þeir sögðu að bandaríska utanríkisráðuneytið hefði kvartað yfir bréfi sem Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóð- ar, sendi Saddam Hussein íraksfor- seta. Bréfið var lesið á íraska þing- inu 26. nóvember áður en það sam- þykkti að heimila öllum sænskum gíslum að fara heim. Bandaríska varnarmálaráðu- neytið skýrði frá því í gær að 500.000 íraskir hermenn væi'u í eða við Kúvæt. Hermenn Bandaríkja- manna og stuðningsríkja þeirra við Persaflóa eru um 480.000. Franska stjórnin greindi frá því að hún hygð- ist senda 4.000 hermenn til viðbót- ar til Saudi-Arabíu, en þar eru 6.000 franskir hermenn fyrir. Yitzhak Shamir, forsætisráð- herra ísraels, ræddi við Geoi’ge Bush Bandaríkjaforseta í Washing- ton í gær. Shamir sagði eftir fund- inn að Bandaríkjastjórn myndi ekki reyna að leysa Persaflóadeiluna með því að fórna hagsmunum ísra- ela. tll • 100.000 Moskvubúar líða skort Reuter Um það bil 100.000 Moskvubúar þjást vegna aðkall- andi matarskorts í borginni að því er sendinefnd frá Alkirkjuráðinu sagði í gær. Að sögn hennar eiga elli- lífeyrisþegar, fatlaðir og fjölskyldur með litlar eða engar tekjur erfiðast uppdráttar. Margt gamalt fólk ætti til.dæmis erfitt með að standa í biðröðum eftir mat fyrir framan tómar vérslanir og því yrði að koma til hjálpar. Á myndinni má sjá örtröð á Malakovskíj- markaðnum í Moskvu. Þar er nóg til af mat en verð- ið er svimandi hátt fyrir almenna borgara enda er það ekki fast eins og í ríkisverslununum, sem nú eru tómar, heldur ræðst það af framboði og eftirspurn. Sjá „Ottinn við flóttamannastrauminn að austan vex“ á bls. 30. Miðsljórn albanska kommúnistaflokksins: Starfsemi stj órnarand- stöðuflokka verði leyfð Vín. Reuter. Vín. Reuter. MIÐSTJÓRN kommúnistaflokks- ins í Albaníu vék í gær fimm mönnum úr stjórnmálaráði flokks- ins, hvatti til uppstokkunar á stjórn landsins og mæltist til þess að starfsemi stjórnarandstöðu- flokka yrði heimiluð. Miðstjórnin hafði komið saman til að ræða vaxandi ólgu í landinu, meðal ann- ars mótmæli námsmanna í höfuð- borginni, Tirana. Fréttamaður albanska útvarpsins sagði að miðstjórnin hefði gefið út yfirlýsingu, sem hefði verið lesin í aðalfréttatíma útvarpsins í gær- kvöldi. „Þetta er sögulegur dagur fyrir Albani. Allir eru í sjöunda hirnni,” sagði fréttamaðurinn í síma- Tvísýnar þingkosningar í Danmörku: Jafnaðarmenn vilja í stjóm með ílialdsflokki Schliiters Kaupmannahöfn. Frá Gunnlaugi G. Snædal. fréttaritara Morgunblaðsins. STUTTRI og jafnframt daufri kosn- ingabaráttu er nú lokið í Dan- mörku. Aðeins þrjár vikur eru síðan Poul Schliiter for- sætisráðherra Poul Schluter rauf þing og boðaði til kosninga eftir að slitnaði upp úr samn- ingaviðræðum við jafnaðar- menn. Viðræðurnar snerust að- allega um skattkerfisbreytingar sem áttu að leiða til aukins kaup- máttar og þar með leggja grunn- inn að litlum kauphækkunum í þeim kjarasamningum sem eru framundan. Kosningarnar í dag eru þær tíundu í röðinni á sl. tuttugu árum og hafa flestar leitt til myndunar minnihlutastjórna. Minnihluta- stjórn Schluters gengur sameinuð til kosninga með þær tillögur til skattabreytinga sem áður eru nefndar og ætlar að freista þess að fá þær samþykktar eftir kosn- ingar, annaðhvort með borgaraleg- um meirihluta eða með jafnaðar- mönnum. Schluter lagði óvænt fram tillögur á mánudaginn um ríkisstjórn fimm flokka eftir kosn- ingar. Auk ríkisstjórnarflokkanna þriggja, íhaldsflokksins, Venstre og Radikale, nefndi hann Kristiiega þjóðarflokkinn og Mið-demókrata. Hugmyndinni var vel tekið af við- komandi flokkum ef frá er talinn Radikale. Flokkarnir fimm hafa nú saman- lagt 44% atkvæða samkvæmt skoð- anakönnunum og munu því þurfa stuðning fleiri flokka á þingi til að hugmyndin verði að veruleika. Jafnaðarmenn lýstu sig strax andvíga slíkri samvinnu en þeir hafa einbeitt sér að því alla kosn- ingabaráttuna að boða meirihluta- stjórn, e.t.v. með þátttöku íhalds- flokksins. Því hefur Ihaldsflokkur- inn algjörlega hafnað. Framfara- flokkurinn, sem spáð er 7% fylgi, hvetur eindregið til samvinnu mið- og hægriflokka þannig að hægt verði að útiloka vinstriflokkana frá áhrifum. Flokkurinn er nú sagður álitlegri til samstarfs eftir að Mog- ens Glistrup hefur yfirgefið hann en hefur ekki verið nefndur sem mögulegur þátttakandi í stjórn. Það sem einkenndi kosningabar- áttuna var lítill ágreiningur um þau málefni sem kjósendur telja mikii- vægust, þ.e. atvinnuleysið, um- hverfismálin og viðhald velferðar- kerfisins. Almennt telur fólk að kosningarnar séu ótímabærar og að flokkarnir hefðu átt að geta komist að samkomulagi. samtali frá Tirana. í yfirlýsingunni sagði að ákveðið hefði verið að reka fimm af ellefu félögum í stjórnmálaráðinu. Mið- stjórnin hefði einnig hvatt Adil Carc- ani, forsætisráðherra landsins, til að leggja tii við Ramiz Alia forseta að gerðar yrðu „nauðsynlegar breyting- ar á stjórninni". Alia hefur hingað til iagst gegn því að komið verði á fjölflokkakerfi í Albaníu, sem er síðasta vígi harðlínukommúnismans í Evrópu. Hann hefur hins vegar beitt sér fyr- ir varfærnislegum stjórnmála- og efnahagsumbótum. Námsmenn í háskólanuni í Tirana hafa efnt til mótmæla að undanförnu til að kreíjast aukins lýðræðis. Allt að 15 námsmenn særðust í átökum við lögreglu um helgina, þar á meðal stúlka sem lá í dái í.sólarhring. Alb- anska sjónvarpið skýrði frá því að Alia forseti hefði eftir það efnt til viðræðna við námsmennina og stuðn- ingsmenn þeirra. Námsmennirnir hefðu krafist þess að embættismenn, sem stóðu fyrir aðgerðum lögregl- unnar, yrðu dregnir fyrir rétt. Um 8-9.000 manns, aðallega námsmenn, efndu til mótmæla á knattspyrnuvelli í Tirana í gær. Sam- þykkt. var að stofna nýjan flokk, Lýðræðisbandalag námsmanna og albanskra menntamanna. Þingkosningar eru ráðgerðar í Albaníu 10. febrúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.