Morgunblaðið - 12.12.1990, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
283. tbl. 78. árg.
MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1990
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Irak og Kúvæt:
Allir bandarísku
gíslarnir farnir
Moskvu, Bagdad, New York, Stokkhólmí, Houston. Reuter, dpa.
TALSMAÐUR bandaríska utanríkisráðuneytisins kvaðst í gær telja
að allir Bandaríkjamennirnir, sem írakar hafa haldið nauðugum í
írak og Kúvæt, væru nú farnir þaðan. Þing Rússlands, stærsta lýð-
veldis Sovétríkjanna, hvatti í gær Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseta
til að láta ekki sovéska hermenn taka þátt í átökum við Persaflóa.
Richard Boucher, talsmaður
bandaríska utanríkisráðuneytisins,
sagði að síðustu Bandaríkjamenn-
irnir, sem óskað hefðu eftir því að
fara úr írak og Kúvæt, hefðu verið
fluttir þaðan í gær. Þijár íraskar
flugvélar fóru úr Bagdad með um
490 Vesturlandabúa og Japani, sem
Irakar höfðu haldið nauðugum í
löndunum í fjóra mánuði. Allir jap-
önsku gíslarnir í löndunum eru
farnir en um 300 Bretar eru þar
enn. Um 1.600 vestrænir og jap-
anskir gíslar hafa verið fluttir frá
Irak frá því á fimmtudag er Saddam
Hussein íraksforseti tilkynnti að
„gestirnir" mættu fara heim.
Sovéska fréttastofan TASS
greindi frá því að fulltrúaþing Rúss-
lands, æðsta löggjafarvald lýðveld-
isins, hefði samþykkt ályktun þar
sem varað er við þátttöku sovéska
hersins í stríði við Persaflóa. Það
hvatti Gorbatsjov og sovéska þingið
til „að ljá ekki máls á því að sov-
éski herinn drægist inn í átök, sem
gætu haft alvarlegar afleiðingar
fyrir frið og stöðugleika á jörðinni."
Níkolaj Ryzhkov, forsætisráðherra
Sovétríkjanna, hefur sagt að Sovét-
menn eigi ekki undir nokkrum
kringumstæðum að senda hersveitir
á Persaflóasvæðið.
Sænskir ijölmiðlar skýrðu frá því
í gær að Bandaríkjastjórn hefði
gagnrýnt stjórn Svíþjóðar fyrir að
sýna Irökum linkind og hafa ekki
fordæmt innrásina í Kúvæt 2. ágúst
á nógu afgerandi hátt. Þeir sögðu
að bandaríska utanríkisráðuneytið
hefði kvartað yfir bréfi sem Ingvar
Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóð-
ar, sendi Saddam Hussein íraksfor-
seta. Bréfið var lesið á íraska þing-
inu 26. nóvember áður en það sam-
þykkti að heimila öllum sænskum
gíslum að fara heim.
Bandaríska varnarmálaráðu-
neytið skýrði frá því í gær að
500.000 íraskir hermenn væi'u í eða
við Kúvæt. Hermenn Bandaríkja-
manna og stuðningsríkja þeirra við
Persaflóa eru um 480.000. Franska
stjórnin greindi frá því að hún hygð-
ist senda 4.000 hermenn til viðbót-
ar til Saudi-Arabíu, en þar eru
6.000 franskir hermenn fyrir.
Yitzhak Shamir, forsætisráð-
herra ísraels, ræddi við Geoi’ge
Bush Bandaríkjaforseta í Washing-
ton í gær. Shamir sagði eftir fund-
inn að Bandaríkjastjórn myndi ekki
reyna að leysa Persaflóadeiluna
með því að fórna hagsmunum ísra-
ela.
tll •
100.000 Moskvubúar líða skort
Reuter
Um það bil 100.000 Moskvubúar þjást vegna aðkall-
andi matarskorts í borginni að því er sendinefnd frá
Alkirkjuráðinu sagði í gær. Að sögn hennar eiga elli-
lífeyrisþegar, fatlaðir og fjölskyldur með litlar eða
engar tekjur erfiðast uppdráttar. Margt gamalt fólk
ætti til.dæmis erfitt með að standa í biðröðum eftir
mat fyrir framan tómar vérslanir og því yrði að koma
til hjálpar. Á myndinni má sjá örtröð á Malakovskíj-
markaðnum í Moskvu. Þar er nóg til af mat en verð-
ið er svimandi hátt fyrir almenna borgara enda er
það ekki fast eins og í ríkisverslununum, sem nú eru
tómar, heldur ræðst það af framboði og eftirspurn.
Sjá „Ottinn við flóttamannastrauminn að austan
vex“ á bls. 30.
Miðsljórn albanska kommúnistaflokksins:
Starfsemi stj órnarand-
stöðuflokka verði leyfð
Vín. Reuter.
Vín. Reuter.
MIÐSTJÓRN kommúnistaflokks-
ins í Albaníu vék í gær fimm
mönnum úr stjórnmálaráði flokks-
ins, hvatti til uppstokkunar á
stjórn landsins og mæltist til þess
að starfsemi stjórnarandstöðu-
flokka yrði heimiluð. Miðstjórnin
hafði komið saman til að ræða
vaxandi ólgu í landinu, meðal ann-
ars mótmæli námsmanna í höfuð-
borginni, Tirana.
Fréttamaður albanska útvarpsins
sagði að miðstjórnin hefði gefið út
yfirlýsingu, sem hefði verið lesin í
aðalfréttatíma útvarpsins í gær-
kvöldi. „Þetta er sögulegur dagur
fyrir Albani. Allir eru í sjöunda
hirnni,” sagði fréttamaðurinn í síma-
Tvísýnar þingkosningar í Danmörku:
Jafnaðarmenn vilja í stjóm
með ílialdsflokki Schliiters
Kaupmannahöfn. Frá Gunnlaugi G. Snædal. fréttaritara Morgunblaðsins.
STUTTRI og
jafnframt
daufri kosn-
ingabaráttu er
nú lokið í Dan-
mörku. Aðeins
þrjár vikur
eru síðan Poul
Schliiter for-
sætisráðherra Poul Schluter
rauf þing og boðaði til kosninga
eftir að slitnaði upp úr samn-
ingaviðræðum við jafnaðar-
menn. Viðræðurnar snerust að-
allega um skattkerfisbreytingar
sem áttu að leiða til aukins kaup-
máttar og þar með leggja grunn-
inn að litlum kauphækkunum í
þeim kjarasamningum sem eru
framundan.
Kosningarnar í dag eru þær
tíundu í röðinni á sl. tuttugu árum
og hafa flestar leitt til myndunar
minnihlutastjórna. Minnihluta-
stjórn Schluters gengur sameinuð
til kosninga með þær tillögur til
skattabreytinga sem áður eru
nefndar og ætlar að freista þess
að fá þær samþykktar eftir kosn-
ingar, annaðhvort með borgaraleg-
um meirihluta eða með jafnaðar-
mönnum. Schluter lagði óvænt
fram tillögur á mánudaginn um
ríkisstjórn fimm flokka eftir kosn-
ingar. Auk ríkisstjórnarflokkanna
þriggja, íhaldsflokksins, Venstre
og Radikale, nefndi hann Kristiiega
þjóðarflokkinn og Mið-demókrata.
Hugmyndinni var vel tekið af við-
komandi flokkum ef frá er talinn
Radikale.
Flokkarnir fimm hafa nú saman-
lagt 44% atkvæða samkvæmt skoð-
anakönnunum og munu því þurfa
stuðning fleiri flokka á þingi til að
hugmyndin verði að veruleika.
Jafnaðarmenn lýstu sig strax
andvíga slíkri samvinnu en þeir
hafa einbeitt sér að því alla kosn-
ingabaráttuna að boða meirihluta-
stjórn, e.t.v. með þátttöku íhalds-
flokksins. Því hefur Ihaldsflokkur-
inn algjörlega hafnað. Framfara-
flokkurinn, sem spáð er 7% fylgi,
hvetur eindregið til samvinnu mið-
og hægriflokka þannig að hægt
verði að útiloka vinstriflokkana frá
áhrifum. Flokkurinn er nú sagður
álitlegri til samstarfs eftir að Mog-
ens Glistrup hefur yfirgefið hann
en hefur ekki verið nefndur sem
mögulegur þátttakandi í stjórn.
Það sem einkenndi kosningabar-
áttuna var lítill ágreiningur um þau
málefni sem kjósendur telja mikii-
vægust, þ.e. atvinnuleysið, um-
hverfismálin og viðhald velferðar-
kerfisins. Almennt telur fólk að
kosningarnar séu ótímabærar og
að flokkarnir hefðu átt að geta
komist að samkomulagi.
samtali frá Tirana.
í yfirlýsingunni sagði að ákveðið
hefði verið að reka fimm af ellefu
félögum í stjórnmálaráðinu. Mið-
stjórnin hefði einnig hvatt Adil Carc-
ani, forsætisráðherra landsins, til að
leggja tii við Ramiz Alia forseta að
gerðar yrðu „nauðsynlegar breyting-
ar á stjórninni".
Alia hefur hingað til iagst gegn
því að komið verði á fjölflokkakerfi
í Albaníu, sem er síðasta vígi
harðlínukommúnismans í Evrópu.
Hann hefur hins vegar beitt sér fyr-
ir varfærnislegum stjórnmála- og
efnahagsumbótum.
Námsmenn í háskólanuni í Tirana
hafa efnt til mótmæla að undanförnu
til að kreíjast aukins lýðræðis. Allt
að 15 námsmenn særðust í átökum
við lögreglu um helgina, þar á meðal
stúlka sem lá í dái í.sólarhring. Alb-
anska sjónvarpið skýrði frá því að
Alia forseti hefði eftir það efnt til
viðræðna við námsmennina og stuðn-
ingsmenn þeirra. Námsmennirnir
hefðu krafist þess að embættismenn,
sem stóðu fyrir aðgerðum lögregl-
unnar, yrðu dregnir fyrir rétt.
Um 8-9.000 manns, aðallega
námsmenn, efndu til mótmæla á
knattspyrnuvelli í Tirana í gær. Sam-
þykkt. var að stofna nýjan flokk,
Lýðræðisbandalag námsmanna og
albanskra menntamanna.
Þingkosningar eru ráðgerðar í
Albaníu 10. febrúar.