Morgunblaðið - 12.12.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.12.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESÉMBER 1990 29 Jólatónleikar Kamm- ersveitar Reykjavík- ur haldnir í Askirkju KAMMERSVEIT Reykjavíkur mun sunnudaginn 16. desember nk. halda sína árlegu jólatón- leika í Áskirkju í Reykjavík. Hjá Kammersveitinni hefur skapast sú hefð að leika á jólatónleikun- um tónlist frá barokk-tímanum og gefa hljóðfæraleikurum tækifæri til að koma fram sem einleikarar í konsertum meist- ara þess tíma. Hallgrímskirkja: Náttsöngur og orgelleikur NÁTTSÖNGUR verður haldinn í Hallgrímskirkju í kvöld, mið- vikudaginn 12. desember, og hefst kl. 21.00. Hörður Áskels- son, organisti Hallgrímskirkju, leikur forleiki við aðventusálm- ana Slá þú hjartans hörpu- strengi, Vakna Síons verðir kalla og Nú kemur heimsins hjálparráð, alla eftir J.S. Bach. Síðan verður sungin tíðagjörð. Þetta er annað dagskráratriði á 9. starfsári Listvinafélags Hall- grímskirkju sem hófst með aðvent- unni. Næsta atriði er jólatónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju, nk. miðvikudag 19. desember, en þá flytur kórinn, einsöngvarar og hljómsveit Jólasöguna og Magn- ificat eftir Heinrich Schiitz, auk þess sem Marta Halldórsdóttir sópransöngkona flytur einsöng- skantötuna Jauchzet Gott in allen Landen eftir J.S. Bach, sem samin var fyrir sópran, strengjahljóðfæri og einleikstrompett. Að þessu sinnu munu koma fram með Kammersveitinni fimm ungir og efnilegir einleikarar. Hafa þeir allir nýlega lokið fram- haldsnámi erlendis og eru flestir komnir heim til starfa hér í Reykjavík. Eiríkur Örn Pálsson trompet- leikari mun hefja tónleikana með trompetkonsert í D-dúr eftir G. Torelli, þá leikur Guðmundur Kristmundsson lágfiðluleikari Konsert í G-dúr eftir G.P. Tele- mann, Bryndís Halla Gylfadóttir leikur sellókonsert í Es-dúr eftir A. Vivaldi, Sigurður Þorbergsson básúnuleikari leikur Konsert í B- dúr eftir J.G. Albrechtsberger og að lokum mun Áshildur Haralds- Þrír smábátar í vandræðum áFaxaflóa ÞRÍR smábátar áttu í.erfiðleik- um á Faxaflóa á mánudags- kvöldið þegar þeir voru á leið til lands. Slysavarnarfélgas- menn fóru á björgunarskipinu Henrý Hálfdánarsyni til aðstoð- ar. Siglingatæki bátanna duttu út þegar slyddan var hvað mest og því brugðu þeir á það ráð að óska eftir aðstoð Slysavamarfélagsins. Þegar björgunarskipið kom að bát- unum hafði birt til og því engin hætta á ferðum. Henrý fylgdi þó einum bátanna til hafnar til örygg- is. Gunnar Guðbjörnsson Jónas Ingimundarson Malarastúlkan fagra í flutn- ingi Gunnars Guðbjörnssonar og Jónasar Jngimundarsonar ÚT ER kominn geisladiskur á vegum Steina hf. með Gunnari Guð- björnssyni og Jónasi Ingimundarsyni, þar sem þeir flylja Malarastúlk- una fögru, Die Schöne Mullerin eftir Franz Schubert. Gunnar Guðbjörnsson tenór- söngvari og Jónas Ingimundarson píanóleikari fluttu Malarastúlkuna fögm eftir Franz Schubert í Nor- ræna húsinú á tvennum tónleikum síðastliðið haust og um líkt leyti réðust þeir í að hljóðrita allt verkið stafrænt undir stjórn Halldórs Víkingssonar í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. Þetta er í fyrsta sinn- sem íslenskir flytjendur hljóðrita þennan lagabálk í heild sinni, en hann spannar rúmar 70 mínútur í flutningi. Gunnar Guðbjörnsson er aðeins 25 ára gamall. Hann starfar aðal- lega í Bretlandi um þessar mundir og hefur sungið á tónleikum í Card- iff, Edinborg og Lundúnum og gert hljóðritanir með Royal Philharm- onic Orchestra og Academy of St. Martin In the Fields. Jónas lngimundarson hefur starfað sem pianóleikari og tónlist- arkennari í 20 ár. Hann hefur hald- ið tónleika víða um' heim, komið fram sem einleikari með Sinfóníu- hljómsveit íslands og í útvarpi og sjónvarpi. Hann hefur starfað með ýmsum af þekktustu söngvurum okkar og leikið inn á fjölda hljóm- platna. Halldór Hansen ritar formála að verkinu í 20 blaðsíðna bók sem fylg- ir geisladisknum og þar eru enn- fremur öll ljóðin birt á frummálinu, þýsku, auk þess sem íslenskar þýð- ingar Þorsteins Gylfasonar á ljóðun- um eru birtar með leyfi þýðanda. Hönnun umslags gerði Helgi Hafliðason, ljósmyndir tók Gunnar L. Jónasson og umbrot annaðist Örn Smári_ Gíslason. Steinar hf. gefa geisladiskinn út. Kammersveit Reykjavíkur og Áshildur Haraldsdóttir, flautuleikari, sem er meðal fimm einleikara á tónleikum í Áskirkju á sunnudag. dóttir flautuleikari flytja Konsert manna strengjasveit undir stjórn og hefjast klukkan 17, sunnudag- í G-dúr eftir C.P.E. Bach. Rutar Ingólfsdóttur. Tónleikarnir inn 16. desember. Með einleikurunum leikur 12 verða sem fyrr segir í Áskirkju (Frcttatiikynning) ÁSTARSÖGURNAR FÓRNFÚS IVLÓÐIR ELSE-MARIE NOHR Hún hefur aldrei verið mikið fyrir börn, en í frfi sfnu verður hún ástfangin af manni nokkrum ogkynnist lítilli dóttur hans, sem er hjartveik og bíður eftir því að komast undir læknishencfur. ÆVINTÝRI f MAROKKÓ BARBARA CARTLAND Nevada Van Arden var bæði mjög falleg og vellrík, og hún naut þess að kremja hjörtu ungu mannanna. Tyrone Strome varð æva- reiður, þegar hann komst að raun um. f DAG HEFST LÍFIÐ ERIK NERLÖE Aðeins sautján ára gömul er hún að verða fræg og rík. Og margt er að gerast í lffi henn- ar. Hún fær tækifæri sem söngkona; hún verður ástfangin; hún hittir móður sína, sem hún hefur aldrei þekkt, en hefur svo oft dreymt um. HAMINGJU HJARTAÐ EVA STEEN hvernig hún fór með aðdáendur sína, og hve laus hún var við alla tillitssemi og hjartahlýju. f SKUGGA FORTÍÐAR THERESA CHARLES Ilona var dularfull í augum samstarfsfólks síns. Engu þeirra datt í hug, að hún skrifaði spennusögur í frftfma sfnum, eða að þessi „Nikulás" sem hún átti að vera trúlofuð, væri aðeins til í hugarheimi hennar. Hún er rekin úr ballettskólanum og fer því til London, þar sem hún gerist þjónustu- stúlka hjá Qölskyldu einni, og gætir lítillar stúlku. Á leiðinni til London kynnist hún ungum manni, sem sýnir henni mikinn á- huga. SKUGGSJÁ BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS SF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.