Morgunblaðið - 12.12.1990, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.12.1990, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1990 Krókódílafár ráðu- neytissljórans eftir Guttorm P. Einarsson I sögulegri brandarakeppni spaugstofumanna við Kjarvalsstaði síðastliðið vor, vakti ráðuneytisstjóri viðskipta upp krókódíladrauginn margfræga, þegar hann trúði alþjóð fyrir skopskyni sínu. Af alkunnri mælskulist sýndi hann mörlandan- um inn í hugljómun kímnigáfu sinnar, þegar hann náðarsamlegast deildi með honum því fyndnasta sem hann vissi. Einhver hafði einhvers staðar látið sér detta í hug að rækta krókódíla á íslandi. En að sjálfsögðu gat ráðuneytis- stjórinn ekki verið þekktur fyrir að senda drauginn frá sér ófeðraðari og sem rökfastur og áreiðanlegur embættismaður hafði hann eftirfar- andi vísbendingar um faðernið. Krókódílaræktina hafði borið á góma á einhverjum atvinnumála- fundi í Mývatnssveit. Sem starfs- maður við mótun atvinnustefnu hafði ég verið þar á slíkum atvinnu- málafundi. Ótæpilegt hugmynda- flug þarf til að fitja upp á krókódíla- rækt hér uppi við heimskautsbaug og þar sem ég hef gengið erinda íslenskra hugvitsmanna, þurfti ekki frekar vitnanna við. Skjáhrafnar ráðuneytisstjórans hlutu að hafa krunkað rétt, þegar þeir báru hon- um söguna. Jafnvel landsins þekkt- ustu skrímslafræðingar hefðu ekki getað komist að annarri niðurstöðu, og því var magnaður seiður, krókódíladraugurinn upp vakinn og mér sendur. Vegna friðhelgi ráðuneytisstjór- ans taldi ég ekki viðeigandi að end- ursenda gjörninginn en freistaði þess að svelta draugsa og setja hann niður með þögn og þolin- mæði. En þá brá svo við að níð- skældinn sögutilberi gekk í lið með andskota þessum og hefur hann ólmast á húsum mínum æ síðan. Tilberinn hljóp í blaðamanninn Gunnar Smára Egilsson sem í ein- feldni sinni tók spaugi ráðuneytis- stjórans sem stórasannleik og hefur síðan friðlaus gengið 'erinda krókódílsins. Upp frá því hefur mátt rekja slóð hans í skrifum Gunn- ars Smára, allt frá starfsdögum hans við DV, þar sem hann lífgaði jafnóðum og magnaði kykvendi þetta í mörgum smágreinum Sand- korna. Eftir að Gunnar Smári hætti störfum hjá DV, hvarf draugsi úr þeim ritlingi. Þess í stað. hefur hann nú tekið sér bólfestu í Pressunni, eftir að Gunnar Smári gerðist rit- stjóri hennar og. ábyrgðarmaður. Á blaðsíðu 18 í Pressunni nú 6. desember 1990 birtist grein undir fyrirsögninni: „Krókódílamaðurinn fundinn". Þar er því enn haldið fram að ég sé upphafsmaður hugmyndar- innar um krókódílarækt við Mývatn. í sömu grein getur einnig að líta samskonar rangfeðran á gamalli hugmynd um víkingaþorp við Hvol- svöll sem landskunnur útskurðar- meistari setti fram, en þáð er önnur saga. En nú þegar jól fara í hönd og helgar tíðir, er mér og mínum það kappsmál hið mesta að kveða niður draug þennan í eitt skipti fyrir öll, svo við fáum notið friðhelgi há- tíðanna, ótrufluð af hælaslætti draugsa á húsþekju okkar. Því kalla ég til liðsinnis alla gjörningamenn er kunna galdur þann að kveða Guttormur P. Einarsson „En nú þegar jól fara í hönd og helgar tíðir, er mér og mínum það kappsmál hið mesta að kveða niður draug þennan í eitt skipti fyr- ir öll, svo við fáum not- ið friðhelgi hátíðanna.“ sendingu þessa í kútinn hvað sem tautar og raular, og jafnvel þótt beita þurfi aðferðum rannsóknar- réttarins til að kreista tilberann út úr sálarfylgsnum Gunnars Smára. Sem vopn og veganesti legg ég liðs- mönnum mínum í hendur eftirfar- andi vísbendingar. Fyrir rúmu ári kom breskur líffræðingur fram í íslensku sjón- varpi og lýsti kostum þess að rækta krókódíla við jarðhita. Maður er nefndur Jón Illugason » UpDbvottavélar í miklu úrvali! SIEMENS uppþvottavélar eru velvirkar, hljóölátar og sparneytnar. Breidd: 45 og 60 sm. Verö frá 57.330,- kr. SMITH & NORLAND NÓATÚNI4 - SÍMI 28300 GULLFALLEGIR PELSAR MJÖG GOTT VERÐ GREIÐSLUSKILMÁLAR Safalinn, Laugavegi 25, 2. hæð. Sími 17311 >E vAkortalish DagS. 12.12.1990 Nr. 21 korl nr 5414 8300 1024 2104 5414 8300 1486 2105 5414 8300 1564 8107 5414 8300 2460 7102 5414 8301 0314 8218 5414 8301 0342 5103 Erlend kort (öll kort) 5411 07** **** **** 5420 65** **** **** 5217 0010 2561 2660 5217 9840 0206 0377 5217 9500 0114 5865 Olangreind korl eru vákort sem laka ber úr umfcrö. VERÐIjAIJIM KR. 5.000,- fyrir þann sem nær korti ogscndir sundurklippt til Kurocards. Úttektarleyfissími Eurocards er 687899. Djónusta allan sólarhringinn. Klippið auglýsinguna út og geymiö. KREDITKORT HF. Ármúla 28,108 Reykjavík, sími 685499 TILBOÐ SEGA leikjatölvur á meiriháttar tilboðsverði til jóla. Aðeins kr. 13.330,- Mikið Allir leikir á sérstöku jólatilboðsverði. Munið póstkröfusímann 91-680685. S • K • I • F • A • N Kringlunni, sími 600930, Hljóðfærahúsi Reykjavíkur, sími 600935 forstjóri fyrirtækisins _ Eldár við Mývatn. Er hann fyrsti íslendingur- inn sem ég veit að hafi sýnt málinu áhuga. Á fundi í Reykjahlíð 19.4. 1990 bað Jón Illugason iðnráðgjafa Þing- eyinga um að útvega sér skýrslu líffræðingsins um krókódílarækt og greiddi fyrir hana kr. 10.000,00, sennilega án milligöngu viðskipta- ráðuneytisins. Á atvinnumálafundi á vegum ríkisstjórnarinnar í Skjólbrekku þann 9. maí 1990, þeim eina sem ég hef komið á þar um slóðir, var ekki rætt um krókódílarækt heldur skýrt tekið fram að svo fjarlægar hugmyndir þyrðum við ekki að ræða. Einhvetjir bunustokksmenn við Kísiliðjuna hafa síðan verið að velta þessum krókódílum fyrir sér, en mér er það með öllu óviðkomandi. I störfum mínum við mótun at- vinnustefnu hef ég lagt ríka áherslu á að menn standi traustum fótum í íslenskum raunveruleika þegar þeir velta fyrir sér nýjum valkostum í atvinnumálum. Með þetta í höndunum eggja ég alla lögeggjan að kveða draug þenn- an niður, þar með talinn hinn níðskældna sögutilbera í Gunnari Smára Egilssyni, því hann er hvorki á vetur setjandi né vaxtanna virði að framlengja lífdaga hans. Höfundur starfar í umhverfisráðuneytinu að mótun atvinnustefnu. ■ EVRÓPUSAMTÖK hjúkr- unarfræðinga í alnæmishjúkrun (EANAC) voru stofnuð 24. nóv- ember sl. 20 hjúkrunarfræðingar frá 14 Evrópulöndum hittust í Amsterdam til að ganga formlega frá stofnun samtakanna, kosningu stjórnar, markmiðum og stefnu- skrá. Tildrögin að stofnun samtak- anna má rekja til ráðstefnu um al- næmishjúkrun sem haldin var í Kaupmannahöfn í mars 1990. Þar voru tilnefndir fulltrúar frá hveiju þátttökulandanna til að vinna að stofnun þessara samtaka. Eitt af verkefnum samtakanna er að halda árlega ráðstefnu um mál er lúta að hjúkrun HlV-smitaðra og ai- næmissjúklinga. Næsta ráðstefna verður haldin í Hollandi í nóvember 1991. Fulitrúar íslands á stofnfundi EANAC voru Ásdís Þórbjarnardótt- ir og Hildur Helgadóttir, hjúkrunar- fræðingar á Borgarspítalanum. (Fréttatilkynning) H SKUGGSJÁ hefur gefið út bók- ina í skugga fortíðar eftir Ther- esu Charles í þýðingu Skúla Jens- sonar og Arnars Steinssonar. Sagan er m.a. kynnt svona á bók- arkápu: „Ilona Lantivet var dular- full í augum samstarfsfólks síns. Engu þeirra datt í hug að hún skrif- aði spennusögur í frítíma sínum, eða að þessi Nikulás sem hún átti að vera trúlofuð væri aðeins til í hugarheimi hennar. Þegar nokkur dýrmæt skjöl hverfa af skrifstof- unni virðist grunur vera felldur af ásettu ráði á Ilonu. Henni til mikill- ar furðu og andúðar var hún sökuð um að tengjast óvinanjósnurum ... og að tengjast raunverulegum manni að nafni Nikulás." Bókin er 199 blaðsíður. ■ ÖRN OG ÖRLYGUR hafa gef- ið út bókina Varenka, ævintýri fyrir börn eftir Bernadettu í þýð- ingu Vilborgar Dagbjartsdóttur. Þetta er rússnesk sögn endursögð og myndskreytt af höfundi. í kynn- ingu útgefanda segir m.a.: „Það geisar stríð í landinu og fólkið flýr heimili sín, nema Varenka hún er kyrr til þess að hugsa um dýrin og hlúa að fólki. Stríðið færist nær og Varenka biður Guð að byggja svo háan vegg í kringum húsið sitt að hermennirnir sjái það ekki. En læt- ur Guð gerast kraftaverk?" í for- lagsverslun Arnar og Örlygs í Síðu- múla 11 eru myndir til sýnis sem íslensk skólabörn teiknuðu undir áhrifum frá sögunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.