Morgunblaðið - 12.12.1990, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 12.12.1990, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1990 54 Minninff: Jón Guðmundsson frá Stóra Laugardal Fæddur 30. nóvember 1895 Dáinn 5. desember 1990 Það var aðfaranótt 5. desember sem hann afi minn, Jón Guðmunds- son, kvaddi þetta líf, 5 dögum eftir 95. afmælisdag. sinn. Það er ein- kennileg tilhugsun að hann sé ekki lengur meðal okkar. Það er þó frek- ar söknuður en sorg sem kemur upp í huga manns því 95 ár er löng 'mannsævi og hvíldin þeim kærkom- in sem farinn er að kröftum og heilsu. Minningarnar streyma að. Ég er nokkurra ára gömul og ligg á gæruskinninu undir stofuborðinu hjá afa og horfi á sjónvarpið. Afi situr í stólnum sínum og sendir öðru hveiju lítinn mola til mín með- an á sjónvarpsdagskránni stendur. Það er Þorláksmessa og við afi sitjum í kjallaraíbúðinni hans á Langholtsveginum og erum að ganga frá jólagjöfum til allra barna, barnabarna og barnabarnabarna afa. Enginn fer í jólaköttinn, það sér hann afi minn um. Afi kímir og kallar sjálfan sig formann jóla- gjafanefndar og otar að okkur systrunum dósinni sinni frægu sem aldrei tæmist. Verður síðan alvar- legur eitt andartak og spyi' hvort að við höfum nú örugglega munað eftir öllum. Enginn gleymist. Það var alltaf gott að koma til afa. Þegar erfiðir tímar fóru í hönd í skólanum, með tilheyrandi próf- streitu og öðru, var oft gott að láuma sér niður á Hrafnistu til afa. Það var alltaf svo mikil rósemi í kringum hann að maður gat ekki annað en slakað á. Við röbbuðum * um daginn og veginn, dósin fræga tekín fram og japlað á konfekti. Það er komið að leiðarlokum. Afi heldur yfir í nýjan heim en við hin sitjum eftir í minninfjunni um hann, í minningunni um sterkan persónu- leika sem aldrei mun gleymast. Dóra Höfðinginn Jón Guðmundsson frá Stóra Laugardal í Tálknafírði, afi minn, er látinn. Hann var,ern og hress þangað til hann veiktist fyrir hálfum mánuði. Við fráfall afa míns kemur mikill söknuður og tóm hjá okkur en við höfum allar góðu minningarnar um hann til að ylja -*• okkur og styrkja. Ég ætla ekki að rekja æviferil afa míns heldur skrifa nokkur minn- ingabrot sem ég á um hann. Bernskuminningar mínar eru flest- ar tengdar afa mínum og frá því ég man fyrst eftir mér er hann stór þáttur í lífí mínu. Ég man hvað mér fannst hann stór, sterkur og skemmtilegur. Mér fannst ég eiga besta og merkileg- asta afann í heiminum og það finnst mér enn. ■ Ég man hvað mér fannst gaman að sniglast í kringum hann í bílskúrnum í Gilhaganum. Hann sístarfandi eins og hann var á með- an heilsan leyfði. Ég man ekki eft- ir að hafa verið fyrir honum, þvert á móti þá amaðist hann aldrei við okkur krökkunum heldur lét okkur finna að við værum afskaplega dugleg og merkilegar manneskjur. Þegar ég var stelpukorn þekktist lítið það sem kallað er laugardags- gott en á hveijum laugardegi þegar afi minn kom heim úr fiskbúðinni færði hann mér kókflösku og kóngasúkkulaði sem þótti í þá daga mikið lostæti. Hann settist svo með mér við eldhúsborðið meðan ég gæddi mér á góðgætinu og við töluðum saman. Þetta voru. helgi- stundir í mínum huga. Ég man hvað mér þótti gaman að fara í strætó niður á Granda og heimsækja afa í Faxabúð sem hann átti um tíma. Hann kom fram við mig eins og ég væri útlærð búðar- dama og treysti mér meira að segja stundum fyrir kassanum meðan hann skrapp í bankann. Hann kynnti mig fyrir viðskiptavinunum sem litlu búðardömuna sína. Ég man öll jólin og jólaundirbún- inginn með afa. Hann ■ fór alltaf daginn fyrir Þorláksmessu og keypti jólagjafir fyrir öll börnin, barnabörnin og síðar barnabarna- börnin. Allir urðu að fá eitthvað sem hafði notagildi og litlu börnin fengu gott í munninn með í pakkann sinn. Þessu hélt afi fram á síðasta dag og var farinn að undirbúa innkaup- in fyrir þessi jól. Ég man ferðirnar með honum vestur á Patreksfjörð og Tálkna- fjörð. Afa þótti vænt um fjörðinn sinn og fór vestur á hveiju sumri svo lengi sem heilsan leyfði. Það var mikið tilstand og undirbúningur þegar afi var að leggja í hann vest- ur. Allt hafði sinn tíma og þegar hann var tilbúinp lagði hann af stað fyrri árin á gamla rauða Volvónum en síðar á Fíatinum. Á Patró hélt hann alltaf til hjá stórvinum sínum Möggu og Kristni og þar var glatt á hjalla þegar vinirnir hittust. Ég man líka öll kvöldin þegar systkini afa og ömmu og þeirra makar hittust og spiluðu á spil í Gilhaganum. Þá var mikið rökrætt bæði um pólitík og spilamennskuna. Ekki voru allir á eitt sáttir í þeim málum og var of heitt í kolunum. Ég stelpukornið fékk að sitja í kjöltu afa og aðstoða hann við spila- mennskuna og fannst þetta allt vera óskaplega merkilegt og spenn- andi. Eftir að ég varð fullorðin man ég afa með okkur barnabörnunum en við hittumst öðru hvoru og skemmtum okkur saman. Auðvitað var afi með og hrókur alls fagnað- ar, stjórnaði íjöldasöng og hélt ræður. Ég held að hjá afa hafí ekki þekkst neitt kynslóðabil. Hann kom alltaf fram við okkur barnabörn sín sem jafningja og hafði því einstakt samband við okkur. Fram á síðasta dag fylgdist hann með hópnum sínum, skólagöngu barnanna og lffi og starfí hinna fullorðnu. Ég man mörg kvöldin á Langó þegar afi sagði okkur frá gamla tímanum. Seinni ár las hann upp á snældur fyrir Örnefnastofnun Þjóð- minjasafnsins. Var það aðallega um gömul fiskimið og kennileiti fyrir vestan en inn í þetta fléttaði hann ævisögu sína. Þetta fengum við að hlusta á með honum og eru þetta ómetanlegar heimildir um_ gamla tímann og hann sjálfan. Ég man líka allar stundirnar sem við afi sátum saman og hlýddum hvort öðru yfir umferðarreglurnar, ég var 17 ara, hann 75 ára. Ég man þegar afi og Hjalti frændi komu og heimsóttu mig og fjölskyldu mína til Oslóar en þá var afí orðinn 87 ára gamall. Hann hafði mjög gaman af ferðinni og vildi skoða og sjá sem mest. Ekki höfðum við minna gaman af heim- sókninni og áttum við saman ógleymanlegar stundir. Afi var mikið snyrtimenni og fram á síðasta dag var honum umhugað um að vera vel til hafður og snyrtilegur. Hann var alltaf með bindi og í fínni skyrtu og bjó sig upp á á hveijum sunnudegi og auð- vitað þegar eitthvað stóð til. Afi varð 95 ára 30. nóvember sl. Hann ætlaði að halda veisiu en hann veiktist nokkrum dögum fyrir afmælið svo ekki varð úr því. Ég er sannfærð um að það eru miklir fagnaðarfundir í nýjum heimi og ég sé þau fyrir mér, afa og ömmu, halda dýrlega gleði með. öllum gömlu góðu vinunum sem famir eru á undan. Þar er örugglega sungið: „Hvað er svo glatt“ og „Island ögr- um skorið“ eins og afi gerði alltaf þegar mikið stóð til. Gunna Hann afi er dáinn, nýorðinn níutíu og fimm ára gamall. Hann var vel ern fram á það síðasta. Hugurinn hvarflar til baka og er margs að minnast. Afí fæddist að Stóra-Laugardal í Tálknafirði. Hann byijaði snemma að vinna eins og venja var til sveita. Sautján ára gamail var hann orðinn formaður á árabát. Síðan eignaðist hann sinn eigin árabát og seinna vélbát. Réri hann frá Tálknafirði og síðan Pat- reksfírði í 33 ár. Fluttist hann þá til Reykjavíkur. Byijaði hann þá fisksölu í Sörla- skjóli 42, sem hann rak til 1961, en stundaði síðan ýmis störf tengd fiskveiðum þar til hann var orðinn 87 ára. Ömmu minni, Halldóru Kristjánsdóttur, giftist afi 1921, en hún lést 1958. Ég man fyrst eftir afa og ömmu á Laugavegi 18, en þar bjuggu þaú lítinn tíma hjá foreldrum mínum. Ég hændist strax mjög að þeim, og var mikið hjá þeim.-Seinna fluttu þau inn í Langholtshverfi þar sem ég var tíður gestur. Árið sem ég varð tíu ára fluttist ég alveg til þeirra, og var þar næstu fimm árin. Margar ferðir fórum við afi saman á Fordsoninum, sem var lítill sendiferðabíll, að sækja fisk niður að höfn eða fiskmiðstöð, í harðfiskkaup og í kartöflugárðinn við Miklubraut, eða hvert sem hann þurfti að fara, oftast var ég með. Mikið þurfti ég að spyija, en alltgf fann hann eitthvert svar. Afi var mikill kappsmaður. Allt sem hann tók sér fyrir hendur var honum mikið ákafamál. Hann var einn af stofnendflm Fisksalafélags Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Var þar mörg ár í stjórn sem gjaldkeri og síðar for- maður. Seinna var hann gerður að heiðursfélaga. Hann var einnig einn af stofnendum Fiskmiðstöðvarinn- ar, og í stjórn þar. Eftir að amma dó bjó afi með dóttur sinni Sigurrós og hennar manni, Eyjólfi Magnússyni, lengst af á Langholtsvegi 168. Afí hlaut sérstaklega góða umönnun og hlýju hjá þeim. Síðustu fjögur árin var afi á Hrafnistu. Ég minnist afa með þakklæti, og bið Guð að blessa hann í nýjum heimi. Halli Horfinn er" af sviðinu vinur minn og gamall sveitungi, Jón Guð- mundsson frá Stóra-Laugardal í Tálknafirði, réttra níutíu og fimm ára að aldri. Hann var fæddur 30. nóvember 1895 en lést 5. þessa mánaðár. Jón ólst upp í Tálknafirði og starfaði þar uns hann fluttist til Patreksfjarðar fertugur að aldri árið 1935. Frá árinu 1945 var hann síðan búsettur í Reykjavík. Árið 1921 gekk Jón að eiga Halldóru Kristjánsdóttur frá Sel- látrum í Tálknafirði, en hún lést í Reykjavík 18. desember 1958. Þau Halldóra og Jon eignuðust fjórar dætur, en þær voru: Magnea Guðrún, sem gift var Baldri Guð- mundssyni. Hún lést árið 1981. Sig- urrós, en eiginmaður hennar er Eyjólfur Magnússon; Erna, gift Theódór Jónssyni, og Gerða, sem gift er Sveini Hálfdánarsyni. Jón átti auk þess soninn Leif með Kristínu Finnbogadóttur. Hann er nú hafnarstjóri á Rifi. Frá því ég var lítill pjakkur man ég glöggt eftir Joni. Hann var þá fulltíða maður og í hópi þeirra karla sem ég leit upp til með hvað mestri lotningu — formaður á eigin báti — hafði reyndar verið formaður frá sautján ára aldri. Því miður var ég heldur seint á ferðinni til að geta kynnst smábáta- útgerð þessara kappa af eigin raun. Þó sá ég sitthvað af tiltektum þeirra og vinnubrögðum, og nóg til þess að þeir hafa ætíð síðan skipað heið- urssess í huga mínum. Sannarlega virtist ekki árenni- legt að sækja sjó við aðstæðurnar sem þeim voru búnar — þá þessum litlu veikburða fleytum: Hafnlaus og löngum brimgirt ströndin — og þetta stóra opna haf. En gifta þeirra var í því fólgin að þar í byggðinni var landlæg sú menning, sú þekking á umhverfinu, landi, lofti og sjó, sem útheimtist til að íifa við þennan fjörð án þess lífsbjörgin kostaði fleiri eða færri mannslíf. Þeir fískuðu oft mikið þessir karl- ar, enda fóru þeir ekki í grafgötur um hvar hann hélt sig „sá guli“, auk þess sem þá var ekki enn farið að draga nót tortímingarinnar um Flóa og Rif, né heldur telja mönnum út aflafeng þeirra á reykvískum kontórum. Kappið var líka mikið og ríkur metnaðurinn. Stundum slettist upp á vinskapinn — þ> sagði skapið til sín og hækkaði rómurinn. En þetta voru einungis trausta- brestir í innviðum annars innilegrar sambúðar — og krydd í lífsins sósu! Og metnaðurinn elti þá í land. Ég sá þá spiia „lomber" og tók eftir hvernig þorskarígurinn var með í hverju einasta spili! Það þótti mér skemmtilegt. Annars hef ég aldrei kynnst elskulegri og dagfarsprúðari mönn- um né skemmtilegri. I landi var fjör- ugt mannlíf; heimilin mannmörg, störfín fjölbreytt og óþijótandi. Líka voru skemmtanir, og er ein allra fyrsta minning mín bundin við eina slíka, en þá var ég látinn í poka og borinn ásamt öðru hafurtaski til jólafagnaðar að Bakka í frosti og snjó! Þá var ekki búið að fínna upp kynslóðabilið en talið sjálfsagt að allir aldursflokkar fæiyi saman út að skemmta sér, ef ekki gangandi þá í pokum ef illa viðraði. Kirkja var að Stóra-Laugardal og mér fannst mikið sport að fara þangað. Var kirkja þessi vandað hús og. fallegt, en hana hafði ein- mitt afí Jóns, Guðmundur bóndi Jonsson, látið byggja fyrir eigið fé, eftir að kirkjusjóðurinn, sem til byggingarinnar skyldi ganga, var „farinn á flakk“. Jón tók miklu ástfóstri við þessa kirkju og stofn- aði m.a. sjóð henni til halds og trausts — í minningu Halldóru, sinnar yndislegu eiginkonu. Ég hef freistað þessa að lýsa í örfáum dráttum umhverfi því sem fóstraði Jón Guðmundsson, mótaði skaphöfn hans, efldi manndóm hans og metnað, grundvallaði lífsviðhorf hans og farsæld í störfum — og sem einnig var starfsvettvangur hans á blómaskeiði ævinnar. Tel ég mig enda fara nærri um að ekki hafi annað umhverfi né tímaskeið verið honum hugstæðara eða kærara. Vissulega var hann vel undirbúinn þegar hann hlaut mannaforráð á sjónum, enda farnaðist honum vel. Áldrei vissi ég til að nokkuð sér- stakt kæmi fyrir hjá honum, eins og sagt var — hann var m.ö.o. ekki rómaður af hrakföllum né brotlend- ingum. Aftur á móti aflaði hann ætíð vel og stundum með ólíkindum. Mikið kapp með forsjá — og vel hefðu getað verið einkunnarorð hans — glöggskyggni hans og síðast en ekki síst valinn maður í hveiju rúmi —’ skipaði honum í fremstu röð fiskimanna við fjörðinn og þótt víðar væri horft. Hann mun fyrstur manna á þessum slóðum hafa sett vél í bát sinn, en það jafngilti bylt- ingu í aðbúð og möguleikum, því auk þess að létfa af stritinu við árarnar, gerði það kleift að færa sig úr návíginu við brimið og fjölga róðrardögunum. Á Patreksfjarðarárunum stund- aði Jon enn útgerðina af kappi. Þá var ýmislegt orðið breytt, bátamir stærri og allar aðstæður í landi að ýmsu leyti hagfelldari. Eftir að til Reykjavíkur kom fékkst Jon við fiskverslun og sinnti henni eins og öðru af elju og áhuga meðan heilsa og kraftar leyfðu. Ég hafði tækifæri til að fylgjast með Jóni árin sem hann rak físk- verslun hér í borginni — hvernig hann valdist til forustu í samtökum fisksala og hvemig hann rækti þann trúnað af einbeitni, þrautseigju og hreinlyndi eins og allt annað sem hann lagði hug og hönd að. Einnig vissi ég hvern hlut hann átti í fram- farasporum sem stigin voru í mál- efnum stéttar hans á þeim ámm. Og enda þótt áframhaldið yrði því miður öðruvísi en hann hugsaði sér og hefði kosið, mun síst við hann að sakast um það. Margháttaðrar hamingju fékk Jon notið um ævina og ber þar auðvitað hæst samfylgdina með Halldóm, og mikið barnalán. Óvenjulegt þrek og heilbrigði gerði athafnaþrá hans kleift að njóta sín allt til hárrar elli. Og enda þótt hann hlyti að lokum að láta undan síga fyrir ofurvaldi áranna sinna allra, þá bognaði hann aldrei, en hélt með aðdáunarverðum hætti geðró sinni og andlegri reisn allt þar til líkamskraftana þraut skyndi- lega og hann var allur. Margir munu minnast Jons Guð- mundssonar með þakklæti og virð- ingu. Vammleysi hans, glaðværð og rík þörf fyrir að blanda geði við fólk aflaði honum virðingar og vin- sælda meðal margra samferða- manna. Hann var mikil kempa og drengur góður. Ég og fjölskylda mín þökkum löng kynni og mikla tryggð. Við sendum börnunum og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðj- ur. Krislján Gíslason t Ástkær móðir okkar, KRISTÍN EYSTEINSDÓTTIR bóndi, Snóksdal, Miðdölum, Dalasýslu, lést í Landspítalanum 10. desember. Börnin. t Móðir mín, STEINUNN SIGMUNDSDÓTTIR, sjúkraþjálfari, er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ragnheiður Eggertsdóttir. t Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU BÖÐVARSDÓTTUR AÐILS, er lést 26. nóvember, hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sif Aðils, JónAðils, Borghildur Aðils. Inga Aðils, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.