Morgunblaðið - 12.12.1990, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.12.1990, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1990 Skothríðinni var beint að flugslj ómarklefanum Kafli úr bókinni Fimmtíu flogin ár Nýlega er komið út seinna bindi atvinnuflugsögu íslendinga, Fimmtíu flogin ár, eftir Steinar J. Lúðviksson og Svein Sæmunds- son. Fyrra bindi bókarinnar kom út í fyrra. Það er Fróði hf. sem gefur bókina út í samvinnu við Flugleiðir hf. I seinna bindinu er fjallað um sameiningu Flugfélags Islands og Loftleiða árið 1973 og sögu Flugleiða fram til dagsins í dag, en sú saga var mjög stormasöm um tima. Þá er ítarlegur kafli um ýmis sérverkefni íslensku flugfélaganna, kafli er um öll íslensk flugfélög sem hafa fengið leyfi til áætlunarflugs, auk þess sem í bókinni er að finna tölulegar upplýsingar, myndir og skrá um flugvélar og stjórnendatal. I þeim kafla bókarinnar sem fjallar um leiguflug og sérverkefni er m.a. greint frá Grænlandsfluginu sem var mjög umfangsmikið um tíma og jafnframt ævintýralegt, frá pílagrímafluginu og hjálpar- flugi í Biafra. Hér birtist brot úr þessum kafla, þar sem fjallað er um Biafraflugið. Á Sáo Tomé Geir Gíslason flugmaður kom til Sáo Tomé nokkru eftir að Þorsteinn tók við stjóm Flughjálpar. Hann flaug flestar nætur til Uli-flugvall- ar. Einn starfsmanna kirkjusam- takanna, bauð honum að dvelja hjá sér þar sem hann hafði samastað skammt frá Uli-flugvelli. Geir þáði boðið og á næsta frídegi tók hann sér far með flutningavél frá Biafra. Hann ætlaði aðeins að dvelja sólar- hring, en nóttina sem hann kom voru hatrammar árásir á flugvöllinn og ekkert flogið næstu nótt. Geir átti þess kost að fara nokkuð um nágrennið. Hörmungar vegna mat- arskortsins blöstu hvarvetna við. Skinhoruð börnin, starandi augun, sollinn maginn. Allt þetta vitnaði um hungursneyðina. Hjálparstofn- anir unnu frábært starf. Þetta fólk lagði nótt við dag og án þessa starfs alls hefði fólkið stráfallið. En hvernig var umhorfs á Sáo Tomé? Geir segir svo frá: „Þetta virtist mjög rólegt og laust við streitu. Starfsmenn bjuggu fyrst í tjöldum, sem var slæmt, einkanlega þar sem þeir unnu á nætumar eins og flugliðarnir og urðu að sofa á daginn. Þá varð óbærilega heitt í tjöldunum. Svo voru það stóru krabbarnir — þessir svokölluðu landkrabbar. Þeir skriðu á land á næturnar og nöguðu rætur. I birt- ingu fóm þeir aftur niður að strönd- inni og fyrir kom að tjaldið fylltist af þessum ófögnuði. Þeir voru mein- lausir, en mjög ljótir og litlir aufúsu- gestir. Stundum á morgnana eftir flugin til Uli-flugvallar ókum við yfír breiður af þessum kvikindum. Svo kom að því að við fengum inni í húsum í þorpunum og var maður feginn því að tjaldvistinni var lokið. Allt var mjög ódýrt þegar við komum fyrst til Sáo Tomé. Svo komu Ameríkanamir og þá rauk ' verðlagið upp. Það er eins og Kan- amir hafí lag á að spilla öllu slíku. Þeir höfðu miklu hærri laun en við, slógu um sig, borguðu með stórum seðlum og sögðu viðkomandi kaup- manni eða þeim sem veitti þjón- ustuna að eiga afganginn." Þegar Þorsteinn Jónsson flug- stjóri og Katrín Þórðardóttir kona hans, sem starfræktu skrifstofu í sambandi við hjálparfiugið, fóru í frí til íslands fór Jón Hákon Magn- ússon blaða- og fréttamaður til Sáo Tomé og tók við skipulagningunni. Stuttu eftir að þau Þorsteinn og Katrín snéru aftur, kom að því að brúðkaup var haldið á Sáo Tomé, eða öllu heldur í 10 þúsund feta hæð þar yfir. Ómar Tómasson flug- stjóri og Eya Mrietta Erikson ákváðu að gifta sig og Þorsteinn kom fram með hugmynd um að gera þetta að virkilegu flugbrúð- kaupi. Ein flugvél Flughjálpar var fengin að láni, Jóhannes Markússon flugstjóri og áhöfn flaug henni upp í 10 þúsund feta hæð yfir miðbaug og þar fór hjónavígslan fram og var Þorsteijjiti svaramaður brúðarinnai'. Nokkru fyrir jól 1969 urðu árás- ir stjórnarhersins ákafar, flugvélar urðu fyrir skemmdum og menn slös- uðust. Flugið lagðist niður í nokkra daga. Ekkert samband var við Bi- aframenn og ekki vitað hvað væri á seyði. Á jólanótt fór ein flugvél Flughjálpar í einskonar könnunar- flug til Uli-flugvallar með fullfermi af skreið. Eins og venjulega þegar hætta eða óvissa var á ferðum var Þorsteinn E. Jónsson fremstur í flokki. Hann var flugstjóri í ferð- inni, Geir Gíslason flugmaður og Gunnar H. Valdemarsson flugvél- stjóri. Ferðin gekk vel og hjálpar- flugið komst aftur af stað. Mikilsvert var að koma matnum til Uli-flugvallar, en ekki síður að hann kæmist inn í land til þeirra sem verst voru staddir. Til þess þurfti eldsneyti á bíla hjálparstofn- ananna í Biafra. Að flytja bensín- tunnurnar, sem oftast láku, 'rar ekki vinsælt starf. Þorsteinn E. Jónsson flaug því ávallt sjálfur með bensínið. Þeir voru á leið til Uli með berisínfarm. Óvenjumikil bénsíngufa var í flugvélinni. Þor- steinn bað Geir Gíslason að fara aftur í og athuga málið. Hann sá þá bensínbunu standa upp úr einni tunnunni, sem hafði verið illa lek og ekki þolað þrýstinginn. Meðan Geir var aftur í varð albjart í flug- vélinni. Eldingar leiftruðu allt um kring. Þeir voru að fljúga inn í ofsa- legt þrumuveður. Utlitið var allt annað en gott, flugvélin eins og bensínsprengja og ef elding hitti hana var sagan öll. Það var þá sem Þorsteinn flugstjóri ákvað að snúa við til Sao Tomé. Síðustu flug til Biafra Einn íslensku flugstjóranna, sem fiaug til Biafra síðustu vikumar, var Jóhannes Markússon. I ársbyij- un 1970 tókst sprengjuflugvél sam- bandsstjórnarinnar að stórskemma flugbrautina á UIi. Sprengjum var varpað á flugvöllinn og eyðilögðu þær helming brautarljósanna og skildu eftir djúpar holur í braut- inni. Eina nóttina, sem Jóhannes var með flugvél á Uli-flugvelli, kom sprengjuflugvélin, vaipaði fyrst út blysum, sem lýstu völlinn upp, og síðan sprengjum. Þær hittu braut- ina þeim megin sem flugvél Jóhann- esar var, en það langt frá henni að áhöfnin og flugvélin sluppu. Þegar hér var komið sögu hafði stórsókn sambandshersins inn í Biafra staðið lengi og hann rofið ýmsar samgönguleiðir. Hann nálg- aðist Uli-flugvöll og stór landsvæði höfðu þegar fallið. Flóttamanna- straumurinn jókst að sama skapi. Biaframenn hófu flugvallargerð innar í landinu, í um 20 km fjar- lægð frá Uli. Þorsteinn E. Jónsson fór ásamt majór Krum-Hansen, sem var yfirmaður allrar flugstarfsemi á Sáo Tomé, til að kanna hvort völlurinn væri nothæfur fyrir hjálp- arvélarnar. Þeir fóru sem farþegar með flutningavél og komust næsta Ljósmynd/Geir Gíslason Islendingar sem mjög komu við sögu í hjálparfluginu. Frá vinstri: Kristján Gunnlaugsson, Katrín Þórðardóttir, Þorsteinn E. Jónsson og Geir Gíslason. Eftir síðasta flugið til Biafra. Hurð skall nærri hælum í því flugi og flugvélin var sundurskotin er hún lenti á flugvellinum í Sao Tomé. Flugstjórinn, Þorsteinn E. Jónsson er fyrir miðri-mynd, en myndin er úr myndasafni hans. Á flugvélinni má sjá hvernig kúlnaregn hefur lent á henni. Fyrir framan vélina standa þeir Einar Guðlaugsson, Þorsteinn E. Jónsson og Runólfur Sigurðsson sem voru í áliöfn vélarinnar í síðustu ferð- inni til Biafra. Myndin er úr myndasafni Þorsteins E. Jónssonar. dag til Uga, en svo nefndist nýi flugvöllurinn. Þrátt fyrir stríðið var hann næstum tilbúinn og með nokk- urri viðbót og auknum tæknibúnaði var völlurinn vel nothæfur. Á leið- inni til Uli þetta kvöld sáu þeir fyrstu merki uppgjafar Biafra. Mik- il óvissa ríkti og þegar þeir komu til Uli var búið að loka flugvellinum fyrir allri umferð. Fréttir bárust um að sambandsherinn væri í harðri sókn inn á þetta svæði og að þá og þegar mætti búast við fallbyssu- skothríð á flugvöllinn. Sprengjuþota sambandsstjórnarinnar flaug yfír völlinn í lítilli hæð og varpaði sprengjum. Hvítir karlar og konur, sem unnið höfðu að líknarstörfum, komu á skrifstofu við flugvöllinn þar sem brottfararleyfí voru gefin út, því þótt óvinaher sækti að varð ekkert lát á skriffinnsku og stimpla- gleði innfæddra embættismanna sem létu hvem og einn sækja skrif- lega um brottfararleyfi, en það fékkst ekki fyrr en öllum formsat- riðum var fullnægt. Þar sem Þorsteinn var eini flug- maðurinn sem hafði séð nýja flug- völlinn og þekkti þar aðstæður var bráðnauðsynlegt að hann kæmist til Sáo Tomé. Þegar hér var komið sögu svéimuðu Flughjálparvélar, og aðrar sem fluttu mat og lyf, yfír í nágrenni Uli, en fengu ekki lending- arleyfi. Flugmenn náðu sambandi við Þorstein þar sem hann var í aðalstöðvum flughersins.-ífeyí tali lauk þannig að Þorsteinn og Krum-Hansen komu sér saman um að þeir færu að skoða skemmdir á Uli og létu síðan flugflotann vita hvort þar væri lendandi eða ekki. Þetta gekk eftir. Þorsteinn áleit völlinn nothæfan ef varúðar væri gætt. Ekki var yfirmaður flughers- ins á staðnum sáttur við þessa nið- urstöðu, en féllst þó á hana og leyfði að ein til tvær flugvélar mættu lenda, en alla ábyrgð yrðu aðrir að taka. Það var Super Con- stellation-flugvél frá Canairelief sem lenti, „og aldrei hefur mér þótt þessi flugvélategund eins falleg og þegar hún kom þarna eftir braut- inni“, sagði Þorsteinn síðar. Flug- stjóri á þessari flugvél var Pete Knox, kanadískur maður sem áður hafði flogið hjá Þorsteini. Allir við- staddir hjálpuðust við að losa mat- vælin úr flugvélinni, flóttafólk var drifið um borð og síðan var farið í loftið. Önnur flugvél, sem flutti matvæli, fékk lendingarleyfi, en þegar hún hafði losað farminn var vellinum lokað. Á leiðinni til Sao Tomé ræddi Þorsteinn við flóttafólkið sem sagði að fjöldi fólks sem unnið hefði við hjúkrun, matarúthlutun og að öðr- um líknarmálum væri á leið til Uli og myndi ná þangað um nóttina. Þorsteinn sendi þá skilaboð til Sáo Tomé þess efnis að hafa flugvél tilbúna og sjálfboðaliða, flugmann og flugvélstjóra, þegar hann kæmi. Þeir mundu fara strax af stað og freista þess að bjarga þessu fólki. Ekki stóð á sjálfboðaliðum, allir vildu fara, en með Þorsteini fóru belgískur flugmaður, LeDent, og Skúli Theodórsson flugvélstjóri. Flugvélin var tilbúin og strax lagt af stað til Biafra. Sambandsherinn hafði náð nokkru af hjálparfólkinu. Það var farið vel með suma, en aðrir voru skotnir á staðnum. Þótt Uli-flugvöllur væri lokaður tókst Þorsteini að fá leyfí til að lenda þar. Þarna var kominn allstór hópur fólks, flest starfsfólk í hjálparsveit- um frá Norðurlöndum, sem varð komu flugvélarinnar feginn. Álitið var að þetta yrði síðasta flug frá Uli, en svo varð þó ekki. Daginn eftir var ástandið eins og ákveðið var að þijár flugvélar frá Sáo Tomé færu til Biafra. Flugstjór- ar yrðu að meta hvort þeir gætu lent, er þeir væru yfir staðnum. Þorsteinn fór fyrstur og með honum Björn Guðmundsson flugstjóri 'og Baldur Þorvaldsson flugvélstjóri. Allar fluttu flugvélarnar matvæli, en aðeins hálffermi vegna ástands flugbrautarinnar og eins til að geta komist í loftið með flóttafólk ef ekki reyndist unnt að losa farminn. Þeir Þorsteinn lentu, losuðu farminn í snarheitum, tóku tvær konur og börn um borð og fóru í loftið. Bandarísk Stratocruiser-flugvél lenti einnig, en hún var þannig út- búin að geta sturtað farminum og það gerðu flugmenn í þessu tilfelli. Þeir höfðu aðeins þriggja mínútna viðdvöl og fóru síðan í loftið. Þetta mátti ekki tæpara standa því nú hófst fallbyssuskothríð á völlinn og varð hann fyrir miklum skemmdum. Vitað var að enn voru Evrópu- menn í landinu og að líf þeirra væri í hættu er sambandsherinn næði yfírhöndinni. Líkur voru á að Uga- flugvöllur, sem enn hafði ekki verið notaður, væri á valdi Biafra-hers. Á Sáo Tomé þótti því sjálfsagt að reyna björgun þeirra þótt sam- bandslaust væri við Biafra. Ákveðið var að senda tvær flugvélar, aðra sem átti að lenda á Uga, en hina til að halda radíósambandi og fylgj- ast með hinni. Þar sem Þorsteinn var eini flugmaðurinn sem hafði séð Uga-flugvöll var sjálfgefið að hann færi. Enn var beðið uimsjálfboðaliða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.