Morgunblaðið - 12.12.1990, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 12.12.1990, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1990 ^KEPPNIN ÍSLENSKI HANDBOLTINN 16. UMFERÐ Miðvikudagur 12. 12. Stjarnan - Fram Kl. 20:00 Ásgarðurv Garðabæ Miðvikudagur 12.12. KR-FH Kl. 20:00 Laugardalshöll Miðvikudagur 12.12. Haukar - Grótta Kl. 20:00 Strandgata, Hafnarfirði Miðvikudagur 12.12. ÍBV - ÍR Kl. 20:00 Vestmannaeyjar Miðvikudagur 12.12. KA - Valur Kl. 20:30 íþróttahöllin, Akureyri „Nú hef ég sýnt og sannað að æfingarnar í sumar hafa skilað árangri," sagði Alberto Tomba eftir sigurinn í gær. „Sprengjan“ sýndi á sér klærnar Tomba hefur misst nokkur aukakíló ALBERTO Tombafrá Ítalíkunni vel við sig á heimavelli, í Sestri- ere, þar sem hann vann fyrsta sigur sinn í heimsbikarnum fyr- ir þremur árum. Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði í svigkeppn- inni sem fram fór í gær, eftir að hafa náð langbesta tíman- um ísíðari umferð. Norðmað- urinn Ole Christian Furuseth varð annar og Rudolf Nierlich, Austurríki, þriðji. Toma, sem hefur misst nokkur aukakíló.(5 kg) frá því síðasta vetur, var mjög ánægður með sigur- inn. „Þetta er einn stærsti sigurinn á ferlinum. Nú hef ég sýnt og sann- að að æfingarnar í sumar hafa skil- að árangri," sagði Tomba. Hann vildi einnig koma á framfæri þakk- læti til þjálfara síns, Gustav Thöni, sem var einn besti skíðamaður heims í kringum 1970. Tomba var vel fagnað af samlöndum sínum sem fjölmenntu í skíðabrekkuna til að fylgjast með átrúnaðargoði sína. Tomba „La bomba“ eða „sprengj- an“ var með þriðja besta tímann eftir fyrri ferð, á eftir Ole Christian Furuseth og Bernhard Gstrein. í síðari umferðinni sýndi ítalska sprengjan allar sínar bestu hliðar og náði frábærum tíma. Hann skaut Furuseth og Gstrein aftur fyrir sig og stóð uppi sem sigurvegari. Hann er nú efstur 1 stigakeppninni með 47 stig, hefur fímm stiga forskot á Franck Piccard frá Frakklandi. Marc Girardelli frá Luxemborg náði besta árangri sínum á þessu keppnistímabili, en hann hafnaði í 4. sæti. „Þetta voru mjög góð úr- slit fyrir mig. Aðstæður voru ekki góðar og ég bjóst ekki við að ná þetta langt. Ég er að finna taktinn í sviginu, en ég þarf að ná upp meiri hraða í bruninu," sagði Girar- dellí. Næsta heimsbikarmót verður í Val Gardena á Ítalíu um helgina og verður þá keppt tvívegis í bruni. ÚRSLIT Heimsbikarinn Sestriére, Ítalíu Svig karla: Alberto Tomba, Ítalíu ...............2:07.41 (1:04.85/1:02.56) Ole Christian Furuseth, Noregi ...............2:07.96 (1:03.85/1:04.11) Rudolf Nierlich, Austurríki ...............2:09.18(1:05.10/1:04.08) Mare Girardelli, Luxemborg ...............2:09.30 (1:05.65/1:03.65) Armin Bittner, Þýskalandi ...............2:09.78(1:06.17/1:03.61) Tomas Fogdoe, Svíþjóð ...............2:10.11 (1:06.40/1:03.71) Peter Roth, Þýskalandi ...............2:10.23(1:06.30/1:03.93) Lasse Kjus, Noregi ...............2:10.69(1:06.16/1:04.53) Bernhard Gstrein, Austurriki ...............2:10.81 (1:04.84/1:05.97) Konrad Ladstaetter, ítaliu ...............2:11.12(1:05.03/1:06.09) Giinther Mader, Austurríki ................2:11.95(1:06.42/1:05.53) IMFL-deildin Úrslit í NFL-deildinni í gær: Los Angeles Raiders—Detroit Lions ....38:31 Staðan: (Sigrar, töp, jafntefli og stigatala. * táknar aö liðið er öruggt í úrslitakeppnina). Ameríkudeild Austurriðill: * Buffalo Bills 11 2 0 373:207 Miami Dolphins 10 3 0 275:184 Indianapolis Colts 5 8 0 200:281 New York Jets 4 9 0 216:295 New England Patr 1 12 0 154:366 Miðriðill: Cincinnati Bengais.... 7 6 0 292:294 Pittsburgh Steelers... 7 6 0 234:200 Houston Oilers 7 6 0 324:243 Cleveland Browns 2 11 0 201:396 VesturriðiII: Kansas City Chiefs.... 9 4 0 314:199 Los Angeles Raiders.. 9 4 0 268:225 Seattle Seahawks , 7 6 0 242:240 San Diego Chargers.. , 6 7 0 272:220 Denver Broncos , 3 10 0 277:334 Landsdeildin AusturriðiII: * NewYorkGiants...ll 2 0 285:163 Washington Redskins ; 8 5 0 299:242 Philadelphia Eagles... , 7 6 0 325:275 Dallas Cowboys . 6 7, 0 193:255 Phoenix Cardinals . 5 8 0 206:303 Miðriðill: * ChicagoBears .10 3 0 290:207 GreenBayPackers..., , 6 7 0 241:270 Minnesota Vikings.... , 6 7 0 297:252 Tampa Bay Buccþ . 5 8 0 210:311 Detroit Lions . 4 9 0 308:338 Vesturriðill: * SanFrancisco .12 1 0 297:199 New Orleans Saints.., . 6 7 0 235:239 Los Angeles Rams..... . 5 8 0 305:346 Atlanta Falcons . 3 10 0 292:332 Leiðrétting í blaðinu í gær var staðan í 2. deild kvenna röng. Úrslit í leik ÍBK og KR sner- ust við en hið rétta var að ÍBK sigraði í leiknum 26:24. Ikvöld HANDBOLTI 1. deild karla: Akureyri, KA—Valur.20:30 Garðabær, Stjarnan—Fram20 Höllin, KR-FH........20 Strandgv Haukar—Grótta..20 Vestm., IBV-ÍR........20 SKIÐI / HEIMSBIKARINN BÆKUR LEIKIR SEM ÁÐURVAR SK0TIÐ Á FREST Föstudagur 14.12. Fram - KA Ítalía’90 — 60ára saga HM í knattspymu Kl. 20:00 Laugardalshöll Laugardagur 15.12. Haukar - ÍBV Kl. 16:30 Strandgata, Hafnarfirði Mr vAtryggiivgafélag íslands hf fc $ Sérstakir kaflarfjalla um þátt- töku og frammistöðu íslands í HM Sigmundur Ó. Steinarsson, íþróttafréttamaður á Morg- unblaðinu, hefur skrifað sögu Heimsmeistarakeppninnar í knatt- spyrnu, sem nefnist Ítalía ’90 — 60 ára saga HM í knattspyrnu. Þetta er fimmta bók höfundar, en Fróði h.f. gefur hana út. Heimsmeistarakeppnin í knatt- spyrnu var fyrst haldin í Uruguay árið 1930. Rakin er saga keppn- innar frá byijun, greint frá öllum úrslitum, sagt frá merkilegum at- burðum og leikjum og leikmönn- um, sem hafa komið við sögu, en • auk l'rásagna eru 694 fróðleiks- punktar í bókinni. Ljósmyndir, skýringateikningar og töflur skipa stóran sess á síðum bókarinnar. Sérstök áhersla er lögð _á keppnina í Mexíkó 1986 og á Ítalíu, sem haldin var í sumar. Sérstakir kaflar fjalla um þátt- töku og frammistöðu íslands í keppninni og getið er um alla leik- menn Islands og þjálfara,_ sem komið hafa við sögu, en Asgeir Sigurvinsson, ritar formála. Bókin, sem er 144 bls., er prent- uð og unnin hjá Prentsmiðjunni Odda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.