Morgunblaðið - 12.12.1990, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 12.12.1990, Blaðsíða 64
PC MAGAZINE UM IBM OS/2: „ÞETTA ER FRAMTÍÐIN" Atvinn ureks I ra rtrygging /RE :\Tryggðu öruggan /'NE-'Tyyg' \ atvinnurekstur sjówGiSalmemab MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1990 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Ríkisstjómin ræðir afnám verðtryggingar: Ríkisskuldabréf á nafnvöxtum í byrjun næsta árs? ÚTGÁFA ríkisskuldabréfa á nafnvöxtum i upphafi næsta árs gæti orð- ið fyrsta skrefið í afnámi verðtryggingar á lánamarkaðnum hérlendis, samkvæmt upplýsingum Jóns Sigurðssonar bankaráðherra, sem kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær hugmyndir sínar um afnám verðtryggingar í áföngum, sem, miðað við lága verðbólgu og stöðugleika í efnahagsmál- um, yrði að veruleika á næstu tveimur til þremur árum. „Þetta er að því tilskildu að verðbólga sé varanlega komin niður fyrir tíu af hundr- aði,“ sagði Jón í samtali við Morgunblaðið. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagði i samtali við Morgunblaðið í gær að hann væri hlynntur þessum hugmyndum bankaráðherrans. Jólasveinarnir til byggða Morgunblaðið/RAX Fyrsti jólasveinninn, Stekkjarstaur, kom til byggða í dag, en þessa mynd tók Ragnar Axelsson ljósmynd- ari Morgunblaðsins af nokkrum jólasveinum uppi á Esju þar sem þeir voru á leið til byggða og að sögn voru þeir í óða önn að búa sig undir jólin og allt sem þeim fylgir. Ráðherra sagði að hann viidi helst að afnám verðtryggingar yrði með frjálsu vali á markaðnum, en ekki lögþvingunum. „Það sem helst hefur vantað í umræðurnar um verðtrygg- mgu og nafnvaxtakjör er að menn eru alltaf að bera saman mismun- andi lánsskilmála hjá ólíkum lántak- endum. Það þarf að fá samanburð þar sem lántakandinn er jafngóður í báðum tilfellum. Þess vegna þarf ríkið að gefa út við hliðina á verð- tryggðum spariskírteinum nafn- vaxtabréf til eins og hálfs til þriggja ára. Þannig gæti myndast markaður og ef við náum stöðugleika, þá myndu fleiri og fleiri velja nafn- vexti,“ sagði Jón. Jón sagðist vilja tengja þetta við þá opnun sem væri framundan á íjár- magnsmarkaðnum og hæfist nú þann 15. desember. „Á þeim tíma sem framundan er fyndist mér eðlilegt að ekki væri nein lögbundin stefna um verðtryggingu, heldur að mark- Ofsetnir framhaldsskólar í Reykjavík: Hugsanlega þörf á leiguhúsnæði fyrir framhaldsskóla næsta haust - segir Svavar Gestsson menntamálaráðherra SVAVAR Gestsson menntamálaráðherra segir að vandamál vegna ofset- inna framhaldsskóla í Reykjavík sé stærra en við hafi verið búist. Þó séu í gangi framkvæmdir við stækkun nokkurra framhaldsskóla en meira þurfi til og hugsanlega verði að taka húsnæði á leigu næsta haust fyrir starfsemi framhaldsskóla í borginni. Þá segist hann hafa átt viðræður við borgarsljóra um þörf fyrir nýbyggingu framhalds- skóla í Grafarvogi en það piál sé á frumstigi. Svavar segir að ástæður vandans í dag séu tvær. „Árið 1988 voru sett lög um að allir sem lokið hafa grunn- skólanámi eigi aðgang að framhalds- skólum án þess að gerðar væru nein- ar ráðstafanir til að breyta fram- haldsskólunum svo nemendur geti farið hraðar í gegn en nú er,“ sagði Svavar. Sagði hann að yfitvöld menntamála væru að taka á þessu máli í dag með skipulagsbreytingum á framhaldsskólunum þar sem gert væri ráð fyrir að nemendur geti lok- ið námi á styttri tíma en áður. „Við erum með svokallaðar „stutt- ar atvinnulífsbrautir" í þremur fram- Auðbjörg SH fékk 30 tonn í fjórum togum Ólafsvík. ÞAÐ þykir orðið í frásögur færandi þegar bátar „reka í hann“ eins og sagt er. Nú á það við um Auðbjörgu SH 197, 70 lesta bát sem fór I róður klukkan átta í gærmorgun og reri suður að Lóndröngum en það er þriggja klukkustunda sigling. Tekin voru fjögur tog með dragnót og gáfu þrjú þeirra afla. Klukkan 18/ var verið að landa um 30 tonnum af vænum þorski. Að sögn Ottars Guðlaugssonar ’skipstjóra eru þeir búnir að fá um 900 tonn á árinu, þar af 60 það sem af er þessum mánuði. Þess má geta að í síðasta haiinu sem báturinn tók fengust um 14 tonn. Helgi haldsskólum til að gera ákveðna til- raun í þessum efnum,“ sagði hann. Svavar sagði að önnur ástæða væri vaxandi þréngingar á vinnu- markaði. „Fólk kemur meira aftur til náms í skólunum en áður var. Þeir sem hafa hætt eftir grunnskóla og farið út á vinnumarkaðinn eru núna í mjög stórum mæli að koma aftur inn í skólana og það er auðvit- að ánægjulegt," sagði Svavar. Hann sagði að veruiegar fram- kvæmdir væru í gangi við stækkun nokkurra skóla á höfuðborgarsvæð- inu. „Það á við um Fjölbrautaskól- annn í Breiðholti og Fjölbrautaskól- ann við Ármúla. Farið verður af stað með framkvæmdir við Menntaskól- ann í Kópavogi á næsta ári. Við höfum stækkað kennslurými í Menntaskólanum við Hamrahlíð og keypt viðbótarhúsnæði fyrir Mennta- skólann í Reykjavík. Það hefur því mikið verið gert en þetta er þó ekki nóg,“ sagði hann. Ráðherra benti einnig . á að Reykjavíkurborg á að greiða 40% af kostnaðþ við byggingar framhalds- skóla. „Ég hef rætt það lauslega við borgarstjóra að kannað verði hvort eigi að reisa framhaldsskóla í Grafar- vogi og það mál er á frumstigi en á því verður tekið. Auk þessa alls get- ur verið að þurfi að gera sérstakar ráðstafanir nsésta haust með því að taka húsnæði á leigu fyrir framhalds- skólastarfsemi. Við fáum betri upp- lýsingar um áramót því verið er að vinna skýrslur um þessi mál og þeg- ar þær niðurstöður liggja fyrir gerum við nauðsynlegar ráðstafanir," sagði Svavar Gestsson. aðurinn velji hana eða hafni. Hugs- anlega má eftir því sem árangur næst lengja þann lágmarksbinditíma sem gildir um verðtryggð útlán í bönkunum úr tveimur árum í þijú ár og verðtryggingu innlána mætti lengja um sama hlutfall, en þar er þetta dálítið vandasamt, því verð- tryggð spariskírteini ganga kaupum og sölum,“ sagði ráðherra. „Ég hef nú ekki síst verið hvetj- andi til afnáms verðtryggingar og tel að á fundinum í morgun höfum við náð vissu samkomulagi um það hvernig unnið skuli að þessu. En við eigum eftir að fá nánari útfærslu á þessu í samráði við Seðlabanka og viðskiptabanka," sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. IFPL í Grimsby: 18 milljóna kr. hagnaður HAGNAÐUR var á rekstri Ice- landic Freezing Plants Ltd., dótt- urfyrirtækis Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Grimsby, fyrstu ellefu mánuði ársins. í lok nóvember var hagnaður orðinn 18 milljónir kr., en á sama tíma á síðasta ári var 160 milljóna króna tap af rekstrinum. Nóvembermánuður var mesti sölumánuður frá upphafi hjá IFPL í söiu verksmiðjuframleiddra fisk- rétta. Þá var selt fyrir 260 milljón- ir kr. sem er 67% meira en í sama mánuði árið áður. Sjá „Úr verinu" á bls B 1. Erling KE að sökkva austan Hornafjarðaróss: Allir þrettán skip- verjar björgnðust ALLIR þrettán skipverjar á Erl- ing KE 45, 328 lesta stálskipi sem gert er út frá Njarðvík, komust heilu og höldnu yfir í Þorstein GK 16, um kl. 18.30 í gær, hálftíma eftir að skip þeirra steytti á skeri á Borgar- boða, fáeinum mílum vestan Hornafjarðaróss. Þorsteinn GK var í grenndinni þegar óhappið varð. Skipveijar á Erling fóru í flotgalia, komust í gúmmíbáta og voru dregnir í þeim yfir í Þorstein. Engum varð meint af. Síðast þegar fréttist maraði Erl- ing í kafi um þijá kílómetra frá strönd. Aðeins stefnið var upp úr, og líklegt talið að afturendinn sæti Morgunblaðið/Snorri Snorrason á botninum, svo grunnt er þarna. Varðskip kom á staðinn seint í gærkvöldi, síðan átti Þorsteinn að halda inn á Hornafjörð með skip- veija af Erling. Érling var smíðaður í Noregi árið 1969. Hann er í eigu Saltvers hf. í Ytri-Njarðvík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.