Morgunblaðið - 12.12.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.12.1990, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1990 Aðventutón- leikar kórs Rangæinga KÓR Rangæingafélagsins í Reykjavík heidur aðventutón- leika í kvöld, miðvikudaginn 12. desember, kl. 20.30 í Seljakirkju. Stjórnandi kórsins er Elín Osk Óskarsdóttir. Einsöngvarar á tón- leikunum eru Elín Ósk Óskarsdóttir og Kjartan Ólafsson. Hljóðfæraleik annast þau Þóra Fríða Sæmunds- dóttir, Ingibjörg Lárusdóttir, Mar- íanna Másdóttir og Kjartan Ólafs- son. mmm &SAMBANDSINS HOLTAGÖFfÐUM SlMI 68 55 50 VIÐ MIKLAGARÐ • & KAUPFÉLQGIN Kór Rangæingafélagsins í Reykjavík. V erðlaunasam- keppni Samvinnu- ferða-Landsýnar SAMVINNUFERÐIR-Landsýn efna til verðlaunasamkeppni fyr- ir alla farþega ferðaskrifstof- unnar. Keppnin heitir Sprelllif- andi minningar og byggist á því að farþegar, ungir sem aldnir, sendi inn hugleiðingar með minngarbrot úr ferðalagi sínu með Samvinnuferðum-Landsýn. Til dæmis er lýst eftir teikningum eða teiknimyndasögum, ljósmynd- um, vísum eða ljóðum, smásögum, stuttum myndböndum eða kvik- myndum, lagstúf eða hljóðsnæld- Stykkishólmur: Sjálfsbjörg minnist 20 ára áfanga Stvkkishólmi. SJÁLFSBJÖRG, félag lamaðra og fatlaðra, í Stykkishólmi, efndi til fundar um málefni fé- lagsins í Grunnskólanum 1. des- ember sl. Þar var rætt um framtíðarverkefni félagsins og eins það sem áunnist hefur sl. ár. Félagið hér í Hólminum er nú 20 ára gamalt og eru nú 25 félag- ar í samtökunum. Gestir fundarins voru Jóhann Pétur Sveinsson for- maður aðalsamtakanna, Ólöf Ríkharðsdóttir, Lilja Þorgeirsdóttir og Tryggvi Friðjónsson, öll frá Reykjavík. Þá var og mættur Sturla Böðvarsson bæjarstjóri í Stykkishólmi. Lárus Kr. Jónsson formaður félagsins bauð fundar- menn velkomna og ,þá sérstaklega þá sem að voru komnir, lýsti tíma- mótum samtakanna hér og helstu viðfangsefnum. En þau felast aðal- lega í merkjasölu, happdrættissölu og bókasölu og kvað hann að mjög vel hefði gengið undanfarin ár enda væri skilnings og velvilja bæjarbúa að mæta. Þá fluttu að- komumenn erindi og svöruðu fyrir- spurnum. Mest ræddu þau um fer- limálin og byggingar til að gera fötluðum sem bestan aðgang að þeim. Væri unnið að bótum um allt land og sveitárfélögin hefðu sýnt mikinn skilning á þeim hlut- um. Sturla Böðvarsson ræddi um hversu mikið hefði unnist í þessum efnum hér í Stykkishólmi bæði hvað opinberar byggingar og ann- að áhrærði og margt stæði til bóta. Allar nýbyggingar væru byggðar þannig að allir hefðu sem greiðast- an aðgang að þeim og margar eldri byggingar hefðu verið bættar. Það er talsvert eftir, sagði Sturla. Það kemur ekki allt á sama degi, en þetta vinnst. Aðkomumönnum var síðan boðið að skoða nýju kirkjuna og sjúkrahúsbygginguna og hafði séra Gísli H. Kolbeins forgöngu um það. Margar fyrirspurnir komu fram og ræddu menn mál Sjálfsbjargar Tónlistarunnendur á Kirkju- bæjarklaustri fengu góða heim- sókn um daginn þegar lúðrasveit barna og unglinga úr Vík kom og hélt tónleika. Nemendur tónlistarskólans í Vík, þ.e.a.s. þau sem eru í lúðrasveit skólans ásamt stjórnanda sínum, Kristjáni skólastjóra, voru í nokkurs konar æfingabúðum á Klaustri frá föstudegi til sunnudags og luku verunni með því að halda tónleika. Hluta af tímanum notuðu þau til að kynnast jafnöldrum sínum á staðnum, sérstaklega þeim sem fram og aftur. Stjórn Sjálfsbjargar í Stykkis- hólmi skipa Lárus Kr. Jónsson, Bjarni Lárusson og Árni Helgason. - Árni skipa barnakór Prestbakkakirkju, en á tónleikunum léku þau og sungu saman og vita menn ekki til að áður hafi barnakór sungið við undir- leik lúðrasveitar. Þá komu einnig fram á tónleikunum nokkrir nem- endur tónlistarskólans á Klaustri. Stjórnandi barnakórsins er Guð- mundur Óli Sigurgeirsson og skóla- stjóri tónlistarskólans á Klaustri er Ari Agnarsson. Mæltist þessi heimsókn vel fyrir hjá báðum aðilum og hyggja á nán- ara samstarf í framtíðinni. - HSH. Sérstök dómnefnd velur 7 athygl- isverðustu verkin sem berast og þeir sem þau gerðu fá að launum utanlandsferð fyrir alla fjölskyld- una. Síðan verða þrír aukavinnings- hafar dregnir úr nöfnum allra sem senda inn efni og fá þeir einnig í verðlaun utanlandsferð fyrir alla fjölskylduna. Skilafesturertil lö.janúar 1991. ■ NÝALDARBÆKUR HF. er nýtt bókaútgáfufyrirtæki og eru tvær fyrstu bækur útgáfunnar komn- ar út. Sú fyrri er Lifðu í gleði eftir Sanaya Roman. í kynningu útgáf- unnar segir m.a.: „Sanaya Roman er miðill sem árið 1977 komst í sam- band við Ljósveru sem kallar sig Orin. Hann vill vinna að því að um- breyta ríkjandi hugsunarhætti í heiminum með því að hjálpa fólki til að skilja eigin hug og tilfinningar og meðþví að efla kærleikann í heim- inum. I hveijum kafla bókarinnar tekur Orin fyrir eitt ákveðið mál- efni. Hann bendir á ríkjandi venjur og hvernig unnt sé að breyta þeim. Hann bendir okkur á að lifa í gleði, breyta neikvæði í jákvæði, biðja um hjálp því ekki sé hægt að veita eitt- hvað sem ekki sé beðið um, auðsýna þakklæti bæði fyrir það sem við höf- um nú þegar, sem og það sem okkur áskotnast dag hvern." Hin bókin er Bók Emmanúels eftir Pat Rodeg- ast og Judith Stanton. í kynningu útgáfunnar segir m.a.: „Pat Rodeg- ast er miðill sem komst í samband við Emmanúel í hugleiðslu upp úr 1970. Með hveiju árinu sem leið í samstarfi þeirra safnaðist meira og meira efni sem á endanum varð uppi- staðan í þessari bók. Emmanúel kem- ur víða við í leiðbeiningum sínum okkur til handa. Hann tekur á já- kvæðan hátt á málum og útskýrir lífið og dauðann, óttann sem virðist fylgja manninum, myrkrið og hið neikvæða, hið illa og syndina. Hann ræðir um lífsreynslu okkar og ábyrgð á því lífi sem við höfum valið að lifa í þessari jarðvist. Hann hvetur okkur til þess að líta á mannlegt eðli okkar (langanir, vináttu o.s.frv.) sem vísbendingu um sannleika Guðs og varar okkur við að leita æðri sann- leika annars staðar en í lífinu sjálfu." Frá tónleikunum. Morgunblaðið/Hanna Hjartardóttir Kirkjubæjarklaustur: Heimsókn lúðra- sveitar frá Vík Kirkjubæjarklaustri. GONGU PAKKI UNGLINGA PAKKI Atomic skíði Koflac skór Salomon bindingar Atomic stafir VERÐ FRÁ KR. 13.995,- VERÐ FRÁ KR. 19.990, Atomic skíði Saiomon skór Salomon bindingar Atomic stafir Atomic skíði Salomon skór Salomon bindingar Atomic stafir VERÐ FRA KR. 14.400.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.