Morgunblaðið - 12.12.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.12.1990, Blaðsíða 12
Almenna aufllýsmgastiSÍA 12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1990 Fjallagrasapaté m/vínberjum Reyktur lax m/eggjahlaupi Marineruð síld og kryddsíld m/rúgbrauði Rauðsprettuflök m/rernolaði Danskar kjötbollur m/kartöflusalati Nautagúllas m/kartöflumauki Þýsk bjórpylsa m/paprikukartöflurn ítalskur pastaréttur (Lasagna) Londonlamb m/sveppasðsu Rifjasteik m/rauðkáli Léttsaltað uxabrjóst m/piparrótarsósu FYRIR AÐEINS 980 KR Nýi Askur býður starfsfólk stórra og smárra fyrirtækja velkomið í hadeginu! Ef þið viljið vera út af fyrirykkur höfum við lítinn sal sem rúmar 10 -15 manns - en þá verðurað panta með fyrirvara. XSKUR. Suðurlandsbraut 4 • Sími 38550 „Hugur og hönd“ List og hönnun Bragi Asgeirsson Á hveiju ári, nánar tiltekið er hður að jólum, kemur út vandað rit um heimilisiðnað og listiðnir á vegum Heimilisiðnaðarfélags Is- lands, er ber nafnið Hugur og hönd. Listrýnirinn hefur árlega vakið athygli á þessari framtakssemi, enda er heimilisiðnaður um margt hið sama fyrir sjónina og þjóðlög- in fyrir eyrað, nema að notagildið er meira. En góður og notadijúg- ur heimilisiðnaður hefur í sér óumdeilanlegt fegurðargildi, er einhvers konar æðra stig föndurs. Hefur það jafnvel komið fyrir að ég hafi verið stöðvaður á götu eftir að umsögn um ritið birtist og ég spurður hví ég skrifaði um jafn lítilsiglt efni, en hef ég að sjálfsögðu ekki viljað kannast við það. Nú bregður svo við að mynd- verk, sem hafa svip af föndri, eru komin í móð og hefur þess séð stað á listsýningum hér í borg svo sem Hannesar Lárussonar og Svövu Björnsdóttur, sem er núver- andi Borgarlistamaður! Jafnframt hafa listsögufræðingar skrifað lærðar greinar um listrænt inntak föndurs og jafnvel tengt það hug- myndafræði fornaldar og goða- fræðinni! Auðvitað er til æðra stig fönd- urs ekki síður en lítilsvert, svona eins og til eru bæði góð og vond málverk og ekki er allt sem heyr- ir undir gildan heimilisiðnað ásamt því að sumt af því er nefn- ist „hemslöjd“ eða heimilisfegurð, eins og sumir hafa viljað nefna hugtakið er hreint hnoð. Þannig hafði ég lítinn áhuga á að skrifa um samnorræna heimilisiðnaðar- sýningu í Þjóðminjasafninu í sum- ar fyrir það hve rislág hún var. Þetta hefti flytur að venju ýms- an fróðleik um list- og heimilisiðn- að og ber sérstaklega að geta greinar Rúnu Gísladóttur um ull- arlist Önnu Þóru Karlsdóttur og myndaröð af ausum Hannesar Lárussonar, en sýning hans sl. vor á ýmsum gerðum þeirra í núlistar- legri útfærslu vakti drjúga at- hygli. Þá er Grænlendingum gerð nokkur skil í tveim greinum eftir Rúnu Gísladóttur og Sigríður Halldórsdóttir heimsótti Færeyjar og segir í stuttu máli frá ýmsu markverðu sem hún sá. Elsa E. Guðjónsson birtir ritsmfðar, sem eru hluti af rannsóknum hennar um íslenzka textíliðju og víkur að heitinu Vefstaður — vefstóll og íslenzkri hannyrðakonu á 17. öld, Ragnheiði Jónsdóttur prófasts- dóttur af Vestfjörðum og freyju tveggja biskupa á Hólum þeirra Gísla Þorlákssonar og Einars Þor- steinssonar. Þórir Sigurðsson gerir grein fyrir grunnskólaverkefni í leik- brúðugerð og brúðuleikhúsi og Jakobína Guðmundsdóttir skrifar um heimilisiðnaðarsýninguna 1921 og tréskurð Sigurðar Jóns- sonar frá Harðbak á Melrakka- sléttu. Vikið er að Heimilisiðnaðar- skólanum og ýmis nytsamur fróð- leikur er í ritinu að venju, sem er í vönduðum búningi og prýtt ijölda ljósmynda, sem eru margar í lit. Þykir mér ritið ótvírætt vera í sókn og vera öllum þeim sem lögðu hönd að til mikils sóma. ■ ALÞJÓÐLEG kvikmynda- hátíð Rauða kross Búlgaríu verð- ur haldin í 14. skipti dagana 25. maí til 1. júní nk. í Varna. Kjörorð hátíðarinnar sem nú er orðin vinsæl um heim allan eru Með mannúð til friðar. Á síðustu kvikmyndahátíð tóku 55 lönd þátt í hátíðinni og 6 alþjóðasamtök. Alls bárust 353 myndir og þar af voru valdar 141 mynd til sýningar. Myndirnar á hátíðinni þurfa að vera framleiddar eftir 1. janúar 1990. Þær eiga að fjalla um Rauða kross-starf, heil- brigði, vistfræði eða mannúðarmál. íslendingum býðst að taka þátt í hátíðinni og þurfa þátttökutilkynn- ingar að berast til The Festival Directorate í Sofia eigi síðar en 1. febrúar nk. Allar nánari upplýsing- ar eru gefnar á skrifstofu Rauða kross Islands, Rauðarárstíg 18, Reykjavík, s. 91-26722. Hér sést hluti af úrvalinu, sem við bjóðum af BLOMBERG kæliskápunum. BLOMBERG er vestur- evrópsk gæðaframleiðsla á verði, sem fáir geta keppt við. Biðjið um nýja íslenska 60 síðna litprentaða BLOMBERG heimilistækjabæklinginn. Einar Farestveit &Co.hf. Borgartúni 28 ? 1 622901 og 622900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.