Morgunblaðið - 12.12.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.12.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1990 Jón Óttar skýrir __________Bækur_______________ Björn Bjarnason A bak við a'vintýrið Höfundur: Jón Óttar Ragnars- son. Utgefandi: Iðunn, Reykjavík 1990. 211 blaðsíður með ljósmyndum. Undanfarin ár hefur það tíðkast, að einstaklingar sem staðið hafa í stórræðum í fjölmiðlum eða fjár- máium hafa ritað bækur að loknum þáttaskilum á ferli sínum og gert upp við ákveðna stóratburði og ein- staklinga sem þeim tengjast. Árið 1986 gaf Helgi Magnússon, endur- skoðandi og ritstjóri, út bók um Hafskipsmálið. 1988 kom út bók eftir Ingva Hrafn Jónsson, fyrrum fréttastjóra á ríkissjónvarpinu, þar sem hann lýsti fréttastjórastörfum sínum og brotthvarfi frá sjónvarp- ipu. Nú kemur út bók eftir Jón Óttar Ragnarsson, fyrrum sjón- varpsstjóra og einn af aðaleigend- um Stöðvar 2, þar sem hann segir frá aðdraganda þess að sjónvarps- stöðin var stofnuð, fyrstu starfs- árum hennar og eigendaskiptunum. Þótt fæðing og fyrstu spor Stöðv- ar 2 séu kjarninn í bók Jóns Óttars er hún að öðrum þræði sjálfsævi- saga. Hann lýsir æsku sinni og uppvaxtarárum og • staldrar við kynni sín af konum, en hann á nú þijú hjónabönd að baki. Jón Óttar hefur tvinnað einkalíf sitt og opinbert líf saman með þeim hætti, að fáir samtímamanna feta í fótspor hans. Þegar hann kvænt- ist í þriðja sinn, fékk hann einkabíl-' stjóra Jóns Baldvins Hannibalsson- ar utanríkisráðherra, Kristin T. Haraldsson, til að skipuleggja brúð- kaupið. „Kristinn fékk þá ágætu hugmynd að sviðsetja brúðkaup uppi í Skíðaskála og tókst að gera allt ævintýrið að eins konar auglýs- ingaherferð fyrir Stöð 2 í leiðinni," segir Jón Óttar. Hann lýsir því einn- ig hvernig eigendur og forráðamenn Stöðvar 2 komust að þeirri niður- stöðu, að ekki væri sérstaklega hagstætt fyrir hagsmuni þeirra eða fyrirtækisins að bjóða viðsemjend- um eða viðskiptavinum í laxveiði, jafnvel þótt Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra virðist jafnan hafa gert svo lítið að vera þar einn- ig við veiðar á sama tíma. I stað laxveiða vildi Jón Óttar gleðja gesti sína og viðmælendur með því að bjóða þeim í sumarbústað sinn eða fjölskyldur sinnar og réðst þess vegna í mikiar endurbætur þar í þágu Stöðvar 2 og fyrir reikning hennar. Á meðan á Stöðvar-ævin- týrinu stóð var Jón Óttar í því af lífi og sál, ástir hans og eignir tengdust stöðinni eins og allt annað. Lesandinn hlýtur að hrífast af áræði þeirra Jóns Óttars og Hans Kristjáns Árnasonar þegar þeir ásamst Eyjólfi K. Siguijónssyni endurskoðanda -ráðast í að stofna einkasjónvarpsstöð. Réttilega er bent á að öflugir aðilar höfðu sam- einast um fyrirtækið Isfilm hf. „Það eina jákvæða við stofnun Isfilm var að samstarf Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokksins var forsenda þess að útvarpslögin voru samþykkt," segir Jón Óttar en þeir Hans Krist- ján óttuðust í árslok 1984, að vegna samkeppni við ísfilm væru sáralitlar líkur á að þeir fengju nokkru sinni tækifæri til að reisa fyrstu einka- sjónvarpsstöðina á íslandi. Vegna þess að þeir voru tveir einstaklingar sem börðust fyrir áhugamáli sínu af ósérhlífni og eldmóði tókst þeim Jóni Óttari og Hans Kristjáni að stofna Stöð 2 á meðan hinir stóru sína hlið eigendur ísfilm veltu málum fyrir sér, misstu frumkvæðið og klofnuðu með þeim afleiðingum að nú hefur félagið verið lýst gjaldþrota. Frásögn Jóns Ottars ber hins vegar með sér að stofnendur Stöðv- ar 2 hefðu mátt staldra oftar við bæði til að meta eigin gerðir og einnig til að leggja á ráðin um framtíðina. Hraðinn á öllu var gífur- legur. Fjármálalegar ákvarðanir voru teknar án þess að áætlanir lægju fyrir og upplýsingar um fjár- hagslega stöðu voru óljósar. Raunar gerir Jón Óttar aldrei glögga grein fyrir fjármálahlið Stöðvar 2. Þeir félagar lögðu þó af stað með 5 milljóna króna hlutafé og mikið lánstraust í Verslunarbankanum eftir að hafa verið hafnað í Iðnaðar- bankanum. í sviptingunum við eig- endaskiptin var rætt um að auka þyrfti hlutaféð í 800 milljónir, sem gefur vísbendingu um stöðu fyrir- tækisins en rætt hefur verið um að skuldir þess hafi verið orðnar tölu- vert á annan milljarð, þegar við- skiptabankanum varð nóg boðið. Á öllum stigum málsins eru þeir félagar á höttunum eftir samvinnu við útlendinga. Reyna þeir fyrir sér víða um lönd meðal annars í Sov- étríkjunUm. Má skilja frásögnina á þann veg, að oftar en einu sinni' hafí aðeins vantað herslumuninn til að koma á mikilvægum alþjóðlegum samböndum eða til að tryggt væri, að útlend fyrirtæki legðu fé í Stöð 2. Alltaf gerðist þó eitthvað sem hindraði að áform þeirra félaga næðu fram að ganga. Oftast eru ástæðurnar næsta óljósar og hlýtur að hvarfla að lesandanum að von- irnar um samvinnu hafi verið byggðar á of mikilli bjartsýni. Seg- ir Jón Óttar þó afdráttarlaust að Iokatilraunin til að ná í erlent áhættufjármagn hafi misheppnast [1KAUPSTAÐUR ÍMJÓDD ffíújíi í|pj JsJ mij Jón Óttar Ragnarsson vegna þess að Stöð 2 hafi verið rægð við forráðamenn NBC-sjón- varpsfyrirtækisins bandaríska og hafi Arnar Páll Hauksson, frétta- maður á Ríkisútvarpinu, í slagtogi við Jón Ólafsson í Skífunni átt þar hlut að máli. Finnst mérþetta alvar- legasta ásökunin í bókinni. Bók þessi lýsir sviptingunum í kringum Stöð 2 frá sjónarhóli Jóns Óttars Ragnarssonar. Hún segir hins vegar ekki söguna alla. Mér fínnst Jón Óttar almennt tala af velvild og hlýhug um samstarfsfólk sitt. Hann lýsir eiginkonum sínum og vinkonum af nærgætni og hrifn- ingu. Bókin er lipurlega skrifuð og auðlæsileg. Frágangur af hálfu út- gefanda hefði mátt vera betri svo sem með efnisyfirliti og nafna- og atriðisorðaskrá. Á nokkrum stöðum er sagt að „sjá sína sæng út- breidda" en rétt mál er að „sjá sína sæng uppreidda". Þeirra manna sem stóðu að því að stofna Stöð 2 verður minnst sem brautryðjenda er börðust af eldleg- um áhuga og náðu langt á bjart- sýni og ótrúlega miklu lánstrausti. í bókarlok segist Jón Óttar vera því fegnastur að geta horfið af vett- vangi Stöðvar 2 til annarra og áhugaverðari starfa. Lesandinn hlýtur að spyija sjálfan sig að því, hvar eldhuginn ætli að láta næst að sér kveða og með hveijum, því að Jón Óttar sýnist nú standa einn á vegamótum eftir sjónvarpsævin- týrið. Horft inní víðáttuna ___________Bækur__________________ Kjartan Árnason Njörður P. Njarðvík: Leitin að fjarskanum. Ljóð, 55 bls. Iðunn 1990. Leitin að fjarskanum er kyrrlát bók. Ljóð hennar eru lygnar djúpar tjamir — og slík vötn spegla jafnan best. Orðafar og framsetning ljóð- anna er hvort tveggja fágað og agað. Fyrri hluti bókarinnar ber heitið Gegnum hugann liggur leiðin. Þijú fyrstu ljóðin eru ort í minningu tveggja látinna skálda, þau tvö fyrstu til Jóns Helgasonar og hið þriðjatil Snorra Hjartarsonar. Nirði tekst að laða fram þann andblæ sem einkennir ljóð Jóns og Snorra — það fer jafnvel ékki hjá því að maður heyri rödd Jóns Helgasonar hljóma undir lestri fyrstu ljóðanna. í Vegin- um heim er vísað til ljóðs Snorra Hjartarsonar, Ferðar, þar sem standa hin fleygu orð „Hver vegur að heiman/ er vegur heim“. Og í raun er þetta stefið sem þessi bók snýst um í einni eða annarri mynd; það hljómar t.a.m. í Hvenær sem þú vilt: Þótt þú farir langt getur leitin að Ijarskanum lokað augum þínum Þú skalt hika við hreyfínguna en horfa þess í stað inn í víðáttuna sjálfa og vita að þú umlykur hana hvenær sem þú vilt Ljósið er áberandi afl í þessum hluta bókarinnar, ljósið sem allir leita og leita oft langt yfir skammt því: „I þér er það ljós sem lýsir/ langt inn í dýpstu myrkur// í þér er sá vega vísir/ er verður oss öllum styrkur /.../“ (Úr / þér). Ljósið streymir óhindrað úr hugskoti þínu þegar skilningur vaknar (Dagarnir sofa) og birtan opnar nýja sýn: Hvaðan kemur þessi veika birta sem vekur augun? hægt hikandi leggst hún á augnalokin og lýkur upp nýrri veröld (Birta) Mörg þeirra Ijóða þar sem ljó- sið kemur við sögu — og fleiri, t.d. Steinn („Af rótum hans/ skal hús þitt rísa“), hafa trúarlegan hljóm og í bland er bæði að finna heim- speki og mannspeki í langflestum ljóðum kaflans. Aðeins eitt ljóð, Emmaus, er þó beinlínis um trúar- legt efni; Emmaus var staðurinn þar sem Jesú birtist lærisveinum sínum eftir upprisuna — lítið þorp skammt frá Jerúsalem, einskonar Hveragerði, enda mun nafnið þýða „hver“. Njörður bregður bæði fyrir sig Njörður P. Njarðvík bundnu formi og óbundnu í þessum hluta bókarinnar og lætur hvort- tveggja að jafnaði vel. Rím verður ekki ágengt og stuðlun, sem allvíða er í ljóðum Njarðar, er hógværlega fram sett og ekki allsráðandi. Að- eins í Er til — ? fannst mér stuðlun- in verða full stríð og gera ljóðið svolítið tilgerðarlegt. Seinni hluti bókarinnar heitir Fjörður milli fjalla og er endurbirfur með breytingum og viðbót úr fyrri ljóðabók Njarðar, Lestinni til Lund- ar, sem út kom fyrir 17 árum. Fjörð- urinn er Skutulsfjörður, bernsku- slóðir skáldsins: „Eins og vatn í lófa/ er veröld mín// fjörður milli fjalla/ fjara sem birtist og hverfur /.../“ Þar hafa reyndar fleiri verk hans gerst, / flæðarmálinu sem út kom í hittifyrra og Dauðamenn frá 1982. Þótt hér sé á ferð ljóðabálkur er sérhvert ljóð sjálfstætt. Heildar- blærinn er engu síður afar sterkur, enda fylgja ljóðin gangi sólarinnar frá morgni til nætur og árstíðunum. Þannig verða öll litbrigði áberandi skörp og sömuleiðis skil milli ljóss og skugga. Fjörðurinn á sterk ítök í skáldinu enda oft persónugerður í bland við sterkar náttúrumyndir, hefur kenndir og mannlega eigin- leika. Myndmál er oft glettilega lif- andi: „Úti á firðinum/ eru andvaka fiskar/ þeir ijúfa lögmál/ lofts og hafs/ með örlítilli snertingu/ upp- undir þak tilveru sinnar". Síðan sjást hringirnir berast út yfir Fjörð- inn, fiskarnir knýja dyra. Bókin í heild er þannig leit að veginum heim — ekki aðeins í land- fræðilegum skilningi heldur er hún ferð inn á við, inn í djúp sjálfsins. E.t.v. kann einhverjum að þykja ljóð Njarðar fáguð og öguð um of. En á það ber að líta að hér er ekki rúm fyrir frumkrafta og hráa fram- setningu, hér ríkja kyrrð og friður og hugrænar hæðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.