Morgunblaðið - 12.12.1990, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 12.12.1990, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDÁGUR 12. DÉSÉMBÉR 1990 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu .. . Óhugnanlegar fréttir Guðrún Skúladóttir hringdi: „Mér finnst það til skammar fyrir Stöð 2 að sagt var frá flug- slysinu sem varð á dögunum svo skömmu eftir að það varð. Vélin fannst kl. 17.35 en sagt er frá slysinu í fréttunum klukkan hálf átta, þegar ekki voru liðnir nema tveir tímar. Mér finnst að frétta- mennirnir hefðu átt að leyfa að- standendum að jafna sig á þessu - það er mjög ómekklegt að flytja fréttina'svona skömmu eftir sly- sið.“ Veski Lítið seðlaveski með skilríkjum tapaðist við Hagkaup í Skeifunni. Pinnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 681884. Fundar- laun. Slæm umgengni Björn Guðmundsson hringdi: „Mig langar til að spyija hvort nokkuð sé búið að opna útibú frá sorphaugunum á auðri bygginalóð við Brúarás þar sem mikið drasl hefur safnast upp. Því var lofað fyrir borgarstjórnarkosningarnar I vor að þarna yrði tekið til hend- inni en þarna hefur verið alls kon- ar drasl síðustu 10 árin.“ Ákeyrsla Keyrt var á grænan Mercedes Bens fyrir utan fjölbrautarskólan í Breiðholti milli kl. 5 og 6 síðdeg- is á þriðjudag. Vitni eru vinsam- legst beðin að hafa samband við Andrés í síma 657464. Úr Flik flak barnaúr fannst í Skip- holti fyrir nokkru. Upplýsingar í síma 681101. Flugbjörgunarsveitarmenn Geir Þormar hringdi: „Ég er að leita eftir nöfnum á mönnum sem gengu í Flugbjörg- unarsveitina þann 19. desember 1950 vegna verks sem ég vinn að. Bið ég viðkomandi að hafa samband við mig í síma 30057 eða Flugbjörngunarsveitina í síma 694550. Barnagleraugu Barnagleraugu í bleikri niálm- umgjörð töpðust í Miðbænum ná- lægt Kolaportinu sl. sunnudag. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 32735. Góðþjónusta Árný hringdi: „Eg vil þakka fyrir afbragðs þjónustu hjá B.V. búsáhöldum í Hólagarði. Ég keypti þar aðventu- kross rétt fyrir lokun en þegar heim var komið kom í ljós að ekki var hægt að láta kvikna á honum. Ég hafði samband við búðina og þeir brugðu strax við og keyrðu nýjan til okkar. Þetta kalla ég frábæra þjónustu." Dúkaborð Björg Eiríksdóttir hringdi: „Fyrir nokkuð löngu rakst ég á auglýsingu um dúkaborð í Morgunblaðinu en týndi auglýs- ingunni. Óska ég eftir upplýsing- um um hvar þessi borð fást keypt.“ Lyklar Húslyklar fundust við strætis- vagnabiðskýlið við Laugarnesveg hinn 1. desember. Upplýsingar í síma 37480. Sólgleraugu . Sólgleraugu töpuðust í leigubíl aðfaranótt sl. sunnudags. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 679327. Sokkar Ásdís hringdi: „Hver er framleiðandi karl- mannasokka sem merktir eru G. Helgason og framleiddir undir vöruheitinu „Plagg". Síminn hjá mér er 98-21555. Rangt nafn Hanna Jónsdóttir hringdi: „í þætti Bryndísar Schram og Jónasar Jónassonar, Veistu svar- ið, var útvarpað rödd fösður míns, Jóns Kristóferssonar, en stjórn- endur sögðu að það væri rödd Jóns Kristófers kadetts. Vil ég hérmeð koma hinu rétta á fram- . færi.“ Plötur Plötur töpuðust í strætisvagni fyrir skömmu. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 676866. Úr Gullúr með gullspöng tapaðist við Laugarveg eða í Hólahverfi. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 71424. Keflavík heitir nú Keflavík Til Velvakanda. Yfirskrift fréttar blaðsins 6. þ.m. um að Miðneshreppur hafi orðið að Sandgerðisbæ var „Sandgerði heitir nú Sandgerðisbær“. í því kemur fram sá þráláti misskilningur, að heiti sveitarfélags sé heiti byggðar- lags. Slíkur misskilningur varð þó ekki þegar Keflavíkurhreppur varð að Keflavíkurbæ fyrir rúmum 40 árum, svo að tekið sé nálægt dæmi, því að Keflavík heitir nú Keflavík. Sömuleiðis heitir Borgarnes enn Borgarnes, þótt Borgarneshreppur hafi nýlega orðið að Borgarnesbæ, og Stykkishóimur heitir enn svo, þótt nafn sveitarfélagsins sé Stykk- ishólmsbær. Elzta dæmið í þéttbýli um að ekki sé gerður greinarmunur á nafni sveitarfélags og byggðarlags ætla ég að sé frá Norðfirði. Þegar Neshreppur varð að bæjarfélagi, var það illu heilli nefnt Neskaup- staður. Sem betur fer viðhafa Seyð- firðingar eða Eskfirðingar ekki þessa vitleysu. Þeir eiga heima á Seyðisfirði og Eskifirði, og sveitar- félögin þar eru Seyðisfjarðarbær og Eskifjarðarbær. Síðan sitja Norðfirðingar uppi með það í munni ýmissa fréttamanna og annarra sem í útvarp tala að vera sagðir eiga heima á Neskaupstað. Björn S. Stefánsson Glæsilegt úrval af badmottu settum og stökum mottum Pana V-Þýskalandi Baðvogir Mottur í sturtubotna Mottur í baðker Eldhúsmottur Ath.: Greitt er fyrir viðskiptavini i bifreiðageymslu, Vesturgötu 7 fsíB ei. Ævisaga hugmynda Helgispjall Matthías Johannessen Engin hálfvelgja, enginn hörgull á skoðunum, stundum reitt hátt til höggs og kveðið fast að orði. Bók sem fræðir, gleður, reitir þig til reiði og agar hugsun, mál og mennsku. Meitlaðar greinar og leiftrandi hug- renningar skálds sem er hvort tveggja í senn, sjáandi og rýnandi. lnnlönd Hannes Pétursson Ein af fegurstu Ijóðabókum höfuðskálds á okkar dögum. Hér er túlkuð sú skynjun sem dýpst og innst stendur f persónu- leikanum. Endurútgáfa ljóða eftir skáld sem hefur varðveitt „upprunalegt eðli sitt og tilfinningalíf í heimi nútímans sem er margt betur gefið en að þyrma slíku að fyrra bragði“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.