Morgunblaðið - 12.12.1990, Blaðsíða 33
32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1990
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1990
33
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Walesa tekur
við af hershöfðingja
Lech Walesaer ótvíræður sig-
urvegari forsetakosning-
anna í Póllandi. Með kosningun-
um hafa Pólverjar skipað sér á
bekk með lýðræðisþjóðum. Til
marks um frelsið sem ríkti í
pólsku forsetakosningunum
nægir að nefna að Walesa keppti
við einskonar huldumann, Stan-
islaw Tyminski, kaupsýslumann
af pólskum ættum sem búsettur
er í Kanada og sagðist kominn
til að breyta Pólverjum í auð-
jöfra á skammri stundu. Skaust
Tyminski upp á milli þeirra
Walesa og Tadeusz Mazowieck-
is, forsætisráðherra og frammá-
manns Samstöðu, í fyrri umferð
forsetakosninganna.
Walesa gerði sér yonir um að
vera kjörinn með yfirgnæfandi
stuðningi þjóðarinnar allrar. Þær
vonir brugðust. Hann hlaut að
vísu glæsilegan stuðning 74%
kjósenda í baráttunni við Tym-
inski í síðari umferðinni, en þá
var kjörsókn ekki nema 53,4%.
Verður hin dræma kjörsókn túlk-
uð Walesa í óhag og sem vatn
á myllu þeirra afla í Póllandi,
sem vilja veg hans sem minnst-
an. Þótt kommúnismanum hafi
verið hafnað leynast kommúnist-
ar enn víða og vilja koma fram
hefndum gegn þeim, er veltu
þeim úr sessi.
Pólverjar hafa á ýmsan hátt
verið brautryðjendur í frelsisbar-
áttu þjóðanna í leppríkjum Sov-
étríkjanna. Walesa tekur við for-
setaembættinu af Wojciech
Jaruzelski hershöfðingja, sem
setti herlögin í Póllandi fyrir
réttum níu árum eða 13. des-
ember 1981. Jaruzelski segir nú,
að hefði hann ekki sett herlögin
hefði hann borið ábyrgð á afleið-
ingum aðgerðarleysisins, hörm-
ungum sem hefðu meðal annars
tafið um árabil að maður á borð
við Mikhaíl Gorbatsjov kæmist
til æðstu valda í Kreml. í þessum
orðum felst, að Sovétstjórnin
hafi verið undir það búin að grípa
til hervalds í Póllandi veturinn
1981 í því skyni að sporna gegn
baráttu Samstöðu á þeim tíma,
þar sem Walesa var í forystu.
Jaruzelski segir að með herlög-
unum hafi verið lagður grunnur
að breytingunum innan sovéska
áhrifasvæðisins í Evrópu og
áréttar fullyrðingu sína með því
að Gorbatsjov hafi tekið undir
þá skoðun.
Framvinda sögunnar er oft
önnur en menn ætla þegar at-
burðir gerast. Fæstir áttu líklega
von á því fyrir níu árum að setn-
ing herlaga í Póllandi væri for-
senda þess, að Walesa tæki við
af Jaruzelski eftir fijálsar kosn-
ingar níu árum síðar. Við erum
því enn minnt á það með pólsku
forsetakosningunum, hve erfítt
er að ráða í niðurstöðurnar við
hrun kommúnismans.
Samstaða klofnaði í fyrri um-
ferð kosninganna þegar tveir
forystumenn hennar, Mazowi-
ecki og Walesa, börðust um for-
setaembættið. Forsætisráðherr-
ann leiðir ríkisstjórn sem hefur
beitt mjög hörðum úrræðum til
að snúa efnahagsstjórninni frá
miðstýringu .og áætlunarbúskap
til markaðsbúskapar. Pólska
þjóðin gengur í gegnum miklar
þrengingar á þessari erfiðu leið.
Andstæðingum Walesa finnst
málflutningur hans um þennan
vanda bera keim af lýðskrumi.
í augum þjóða heims er Walesa
hins vegar holdtekja pólsku
frelsisbaráttunnar. Honum hefur
með einstæðum hætti tekist að
halda forystu sinni. Nú reynir
fyrst á eftir að honum hefur
verið treyst fyrir æðsta embætti
þjóðarinnar.
Þingkosningar verða í Pól-
landi í vor. Þá verður ekki kosið
með sömu skilmálum og síðast,
en þeir áttu að tryggja kommún-
istum oddaaðstöðu. Þau áform
urðu að engu þegar í ljós kom,
að stuðningur almennings við
frambjóðendur Samstöðu var
mun meiri en kommúnistastjórn-
in ætlaði. Forsetaframboð Tym-
inskis sýnir að hinum ólíklegustu
aðilum kann að detta I hug að
láta að sér kveða í stjórnmálalífi
hinna nýfijálsu evrópsku þjóða.
Fylgi Tyminskis var mest utan
Varsjár sem rennir stoðum undir
þá skoðun, að hann hafi fært sér
fávisku og fátækt landsbyggðar-
fólks í nyt.
Við sem búum við lýðræðis-
lega stjórnarhætti og höfum
þroskast með þeim eigum erfitt
með að setja okkur í spor fólks-
ins, sem nú stendur í fyrsta sinn
í áratugi frammi fyrir því að
þurfa að taka ákvarðanir um
framtíð sína. Að sjálfsögðu sæk-
ir ótti að mörgum við þær að-
stæður. Tyminski sigldi inn í
slíkt andrúmsloft í Póllandi og
fleiri eiga eftir að koma í kjölfar-
ið.
Þróunin í Póllandi hefur verið
tiltölulega friðsamleg, þrátt fyrir
herlög og óblíð tök stjórnar-
herra. Lech Walesa tekur við
forsetaembættinu af hershöfð-
ingja. Hinum trúaða verkalýðs-
foringja fylgja góðar óskir um
að honum takist að veita þjóð
sinni trausta forystu, styrkja
efnahag hennar og frelsi.
Ráðstefna BHMR og BHM um siðferði sljórnvalda:
Islensk stjórnmál ein-
kennast af siðferðiskreppu
- sagði Eiríkur Tómasson hrl.
SIÐFERÐI stjórnvalda, var yfírskrift rástefnu sem Bandalag háskóla-
menntaðra ríkisstarfsmanna og Bandalag háskólamanna stóðu fyrir
á mánudag, Mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna, 10. desember.
Háskólamenn minntust með þessum hætti Mannréttindasáttmála Sam-
einuðu þjóðanna en tilefnið var einkum bráðabirgðalög ríkisstjórnar-
innar á samninga BHMR. Framsöguerindi á ráðstefnunni fluttu Atli
Harðarson, heimspekingur, Eiríkur Tómasson, hæstaréttarlögmaður,
Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og Guðrún Agnars-
dóttir, læknir. Fundarstjóri var séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir.
Atli Harðarson fjallaði í erindi
sínu um skilgreiningu mannréttinda
og hvað lægi þeim til grundvallar.
Lagði hann áherslu á að félagsleg
mannréttindi legðu verknaðarskyld-
ur á ríkisvaldið.
„Gróft dæmi“
Eiríkur Tómasson sagði að
íslensk stjórnmál einkenndust af
siðferðiskreppu og væru bráða-
birgðalögin á BHMR gróft dæmi
um það.
Eiríkur sagði að eitt einkenni
vestræns lýðræðis væri skipting
valds í þjóðfélaginu með það fyrir
augum að engin einn maður eða
valdastofnun næði alræðisvöldum.
Hann sagði að verulegur misbrestur
væri á að farið væri að reglum sem
að þessu snúa á íslandi. „Hér hefur
það fæst í vöxt að ríkisstjórn og
embættismenn hennar semji lögin,
leggi lagafrumvörp svo til fullbúin
fyrir alþingi og yfirleitt gera þing-
menn ekki beytingar á þeim. Niður-
staðan verður sú, að ríkisstjórnin
fer með framkvæmd veigamikilla
þátta löggjafarvaldsins og þá er
ekki skrítið þótt ráðherrar dragi þá
ályktun, að það skipti litlu máli
hvort frumvörp eru lögð fyrir al-
þingi til staðfestingar eða ekki.
Þeir geti allt eins sett lögin sjálfir
ef þeir ganga einungis úr skugga
um að tiltekinn meirihluti þing-
manna sé þeim ekki andvígur,"
sagði Eríkur.
„Ótti við reglur“
Hann setti fram þá spurningu
hvers vegna stjórnvöld gerðu sér
ekki grein fyrir efni þeirrar réttar-
reglna sem þeim væri ætlað að
starfa eftir. „Ég held að a.m.k.
hluta skýringarinnar sé að finna í
eðlislægri andúð eða ótta íslendinga
við reglur hveiju nafni sem þær
nefnast. Slík andúð getur beinlínis
grafið undan réttarskipun í landinu
og siðferði í þjóðfélaginu," sagði
hann.
Eiríkur sagði, að sú staðreynd
að stjómvöld umgengjust réttar-
reglur, sem þeim væri ætlað að
starfa eftir, með léttúð, drægi úr
ábyrgðartilfinningu þeirra. „Um
leið er það ofur skiljanlegt að hér
hafa ekki þróast pólitískar siðferðis-
reglur á sama hátt og við þekkjum
í öðrum lýðræðisríkjum. Ur því að
ríkisstjórnir hafa komist upp með
að gefa út bráðabirgðalög í tímans
rás, sem augljóslega bijóta gegn
markmiði þess ákvæðis stjórnar-
skrárinnar sem fjallar um br'aða-
birðgalög, hversvegna skyldu þá
ráðherrar hafa áhyggjur af ein-
hveijum óskráðum siðferðisreglum,
á borð við að siðlaust sé að breyta
samningum sem menn hafa sjálfir
gert eftir að dómstólar hafi skýrt
þessa samninga þeim í óhag,“ sagði
Eiríkur.
„Svindla í tafli“
Hann sagðist telja að siðferðis-
kreppan væri ekki eingöngu á
ábyrgð stjórnmálamanna. Hugar-
farsbreytingar væri þörf í þjóðfé-
laginu til að fá henni breytt. „Menn
þúrfa að gera mun skýrari greinar-
mun á leikreglunum í þjóðfélaginu
og markmiðum á borð við efnahags-
markmið stjómvalda. Þessu tvennu
má með engu móti blanda saman.
Ég held að þessi mikla skákþjóð
þurfi að skilja að það er ósköp auð-
velt að vinna eina skák með því áð
fara ekki eftir mannganginum. En
ef brugðið er út af leikreglunum
er hætt viðað tafl eins og við þekkj-
um það í dag muni líða undir lok,
því þá muni andstæðingurinn ekki
virða mannganginn heldur,“ sagði
Eiríkur.
„Forðuðust
lögfræðiskýringar"
Jón Steinar Gunnlaugsson rakti
ýmis dæmi um stjórnvaldsaðgerðir
og lagasetningu sem hann sagði
bijóta í bága við stjómarskrá. Tók
hann sem dæmi breytingu á grund-
velli lánskjaravísitölu árið 1989.
„Þá urðu um það deilur hvort breyt-
ingarnar stæðust lög. Mér er kunn-
ugt um að af hálfu stjórnvalda var
allt gert til að koma í veg fyrir að
fengið hlutlaust lögfræðilegt svar
við því hvort farið væri að lögum
eða ekki. Stjórnvöld vildu koma
breytingunni á vitandi að það kynnu
að líða ár og dagar áður en dómstól-
ar kvæðu upp úrskurð ef málið yrði
kært,“ sagði Jón Steinar.
Hann sagði augljóst að efnislega
hefðu skilyrði stjórnarskrár um
brýna nauðsyn ekki verið uppfyllt
þegar bráðabirgðalögin voru sett á
BHMR í sumar. „Öll þau atvik sem
talin voru réttlæta setningu lag-
anna lágu fyrir löngu áður en al-
þingi var slitið. Það fær aldrei stað-
ist að það sé nægilegt að bíða eftir
að þingið fari heim og setja þá
bráðabirgðalög," sagði hann.
„Alþingi kúgað“
„Úrskurðarvald dómstóla þarf að
vera til staðar, annars virða menn
ekki reglurnar. Svo er önnur hlið á
málinu sem snýr að því hvernig
alþingi hefur ævinlega látið kúgast
til að staðfesta misnotkunina eftir
á,“ sagði hann. „Það bendir því
miður allt til þess að meirihluti
íslenskra þingmanna muni fórna
meginreglunum," sagði hann um
framgang bráðabirgðalaganna á
BHMR í þinginu. „Saga þessa máls
er sennilega eitt hörmulegasta
dæmið um langa hríð um siðlausa
framgöngu stjórnmálamanna,“
sagði hann. Minnti hann á „sjö
syndir Gandhis." „Þar er efst á blaði
sú höfuðsynd ef stjórnmálastarf-
semi lýtur engum lífsreglum. Sumir
íslenskir stjórnmálamenn eru ber-
syndugir," sagði hann.
„Kunningjaþjóðfélagið"
Guðrún Agnarsdóttir benti á að
erfitt reyndist að takast á við sið-
spillingu í kunningjaþjóðfélagi.
„Stjórnmálin eru hvorki spilltari eða
verri en þeir sem stunda þau,“ sagði
Guðrún. Sagði hún starf þingmanna
krefjandi og áhugavert og hveijum
stjórnmálamanni væri nauðsyn að
finna það jafnvægi sem þurfi til að
halda heilindum við málstað sinn.
Aðhald frá þegnunum væri stjórn-
málamnönnum nauðsyn. Benti hún
jafnframt á að íslensk stjórnvöld
notuðu lög á kjarasamninga í meira
mæli en þekktist í öllum nágranna-
löndum.
Morgunblaðið/Sverrir
Hátt í tvöhundruð manns sátu ráðstefnu háskólamanna um siðferði stjórnvallda í Hskólabíói á mánudag.
Rauðakrosshúsið fimm ára:
Yfir þrjú þúsund símtöl
til símaþjónustunnar í ár
Á MORGUN eru fimm ár liðin frá því Rauði kross íslands hóf rekst-
ur Rauðakrosshússins, en þar er starfrækt neyðarathvarf fyrir
börn og unglinga. Á þessum fimm árum hafa 540 ungmenni gist
í Rauðakrosshúsinu og gistir hver einstaklingur að meðaltali um
tíu nætur.
Það er í rauninni þrennskonar
þjónusta sem veitt er í Rauða-
krosshúsinu. Börn og unglingar
geta fengið þar inni næturlangt
og eins lengi og nauðsyn krefur.
Þessi þjónusta er fyrir 18 ára og
yngri. Einnig koma margir dag-
gestir í Rauðakrosshúsið og eru
það bæði börn og foreldrar þeirra.
Auk þess er starfrækt þarna síma-
þjónusta, en henni var komið á í
janúar 1987. Þangað geta allir
hringt án þess að þurfa að gefa
upp nafn. Síminn er 91-622266
og þangað hafa rúmlega 3.000
símtöl borist það sem af er árinu,
en í fyrra voru símtölin 1.491 tals-
ins.
Hans Henttinen, forstöðumaður
Rauðakrosshússins, segir að
símtölum hafi fjölgað geysilega.
„Það eru Iang mest unglingar sem
hringja, en fullorðið fólk er þó um
12% og stærstur hluti þess eru
Skýrsla Seðlabankans
„Enginn örugg merki almenns afturbata“
Verðbólga minni en næstliðna tvo áratugi
Verðbólga verður 7,8% frá upphafi til loka árs 1990. Utgjöld ríkis-
sjóðs verða um 29% af landsframleiðslu og halli hans um 5 milljarðar
króna. Stærstur hluti lánsfjáröfíunar ríkissjóðs er í formi ríkisvíxla
og spariskírteina. Brýnt er talið að draga úr lánsfjárþörf hins opin-
bera svo „að rúm skapizt fyrir lánsfjármiðlun til atvinnulífsins á ný“.
Tekjur ríkissjóðs eru nú taldar
stefna í 92,6 milljarða króna 1990,
eða 27,6% af VLF (verg landsfram-
leiðsla) en útgjöld í 97,5 milljarða
eða 29,1% af VLF, að því er segir
í nýlega útkominni greinargerð
Seðlabanka um þróun og horfur í
peninga- gjaldeyris- og gengismál-
um. I heild hafa útgjöld ríkissjóðs
aukizt úr 25% af VLF á árunum
1981-87 í um 29% hin síðustu árin.
„Veruleg hækkun hefur orðið á al-
mennum útgjöldum, sem einkum
varða æðstu stjórn ríkisins og aðal-
skrifstofur ráðuneyta, ásamt þeim
málum sem nú heyra undir um-
hverfisráðuneytið“.
í skýrslunni segir að þróun efna-
hagsmála á þessu ári hafi ein-
kennzt annars vegar af stöðnun í
framleiðslu, en hins vegar af jafn-
vægi milli framboðs og eftirspurnar
og hjöðnun verðbólgu. „Bendir flest
til þess, að botni þeirrar efnahags-
lægðar, sem þjóðarbúskapurinn
hefur gengið í gegnum undanfarin
tvö ár, sé náð, þótt engin örugg
merki almenns afturbata séu enn
farin að koma fram“.
í skýrslunni segir að „að mjög
hafí dregið úr lánsfjáreftirspurn
fyrirtækja í kjölfar efnahagssam-
dráttar undanfarinna tveggja ára“.
A þessu ári hafi hins vegar veruleg-
ur hluti lánsfjáröflunar ríkissjóðs
átt sér stað hjá innlánsstofnunum,
bæði með sölu ríkisvíxla og spari-
skírteina. Skýrslan gerir því skóna
að lánsfjáreftirspurn atvinnulífsins
„geti breytzt skyndilega þegar.
efnahagslífið kemst upp úr lægð-
inni. Því er afar brýnt að dregið
verði úr lansfjárþörf hins opinbera
og einnig heimila, svo að rúm
skapizt fyrir óhjákvæmilega láns-
fjármiðlun til atvinnulífsins á ný“.
„Eitt af því athyglisverðasta við
þróunina að undanförnu er stórauk-
in útgáfa hlutabréfa og vaxandi
viðskipti á hlutabréfamarkaði".
Annað er opnun íslenzka fjár-
magnsmarkaðarins fyrir erlendri
samkeppni „en reglur hafa nú verið
settar um verulega rýmkun fjár-
magnsflutninga milli Islands og
annarra landa, og stefnt er að svo
til algeru frelsi í þeim efnum frá
byijun árs 1993“.
Skýrslan segir að nafnvextir hafi
lækkað á árinu í takt við lækkandi
verðbólgu. Raunvextir hafi hins
vegar hækkað lítið eitt. „Þannig
hafa raunvextir á stærstum hluta
þeirra spariskírteina, sem seld hafa
verið, verið um 7% samanborið við
6% í upphafi ársins“.
Gert er ráð fyrir því að fram-
færsluvísitala hækki um 7,8% frá
upphafi til loka ársins, sem er
minnsta árshækkun í tvo áratugi.
„Setja þarf markið enn hærra“,
segir í skýrslunni, „því jafnvel 7-9%
verðbóga er meiri en að jafnaði í
nágrannalöndunum“.
Meðalgengi krónunnar hefur
haldizt stöðugt á þessu ári en á sl.
ári lækkað gengi hennar um 23,6%.
Verðhækkanir sjávarvöru hafa enn
sem komið er vegið upp aflasam-
drátt (botnfiskur 8,2%, þar af
þroskur 12,4%). Vinnslan hefur á
hinn bóginn liðið fyrir þessar verð-
hækkanir og er hún rekin með halla
þótt hann sé minni en á næstliðnu
• ári.
foreldrar. Umræðuefnið er ótrú-
lega fjölbreytt en ungingarnir tala
mest um samskipti við foreldra
og við gagnstæða kynið. Spurn-
ingar um getnaðarvarnir, fóstu-
reyðingar og það að sofa hjá eru
mjög algengar. Við reynum eftir
bestu getu að leiðbeina fólki um
hvað það geti gert og hvert best
sé að snúa sér.“
Hans sagði að símtölin dreifðust
nokkuð jafnt yfir sólarhringinn,
en þó væri mest álag á daginn
milli klukkan 13 og 16. Þetta er
sá tími þegar krakkarnir eru kom-
in heim úr skólanum og mamma
og pabbi eru ekki enn komin heim
úr vinnunni. Þá nota krakkarnir
tækifærið og hringja.
Á þeim fímm árum sem athvarf-
ið hefur verið starfrækt hafa
gestakomur verið 540 talsins. í
athvarfinu eru sjö rúm í fimm
herbergjum og sagði Hans að nýt-
ingin væri um 50%. Að meðaltali
dvelja gestir í tíu nætur og hefur
dvalartíminn lengst með árunum.
Árið 1986 dvöldu menn í athvarf-
inu í 6-7 daga að meðaltali. í fyrra
vóru' næturnar níu og í ár dvelja
menn í 11-12 nætur að meðaltali.
Hvað viðkemur daggestum þá
eru þeir orðnir 1.250 það sem af
er árinu en voru 1.003 í fyrra.
Búast má við að í lok ársins verði
daggestakomur orðnar 1.400, því
mjög mikið hefur verið að gera í
desember.
í Rauðakrosshúsinu eru nú sex
starfsmenn í fimm og hálfu stöðu-
gildi en eftir áramótin verður fjölg-
að í sjö stöðugildi. „Við höfum
verið að skoða það núna í heilt
ár að nýta þær miklu upplýsingar,
sem við fáum í gegnum símaþjón-
ustu okkar, og fara meira út í
fræðslu. Við höfum farið talsvert
í skóla með fræðslu og fyrirbyggj-
andi störf. Ætlunin er að gera
meira af þessu.
Við fáum mjög miklar upplýs-
ingar um ástandið á heimilunum
og hvað krakkarnir eru að hugsa.
Við fréttum til dæmis strax af því
ef það kemur stór sending af hassi
inn á einhvern fjörð úti á landi.
Við teljum að við verðum að nýta
þessar upplýsingar og reyna að
gera eitthvað," sagði Hans Hentt-
inen forstöðumaður Rauðakross-
hússins.
Ölgerðin og Sól hf.
í sigtinu hjá Pepsi
DAVÍÐ Scheving Thorsteinsson, forstjóri Sólar hf., segir að fulltrúar
frá Pepsi-cola séu væntanlegir til frekari viðræðna í næstu viku eða
strax eftir áramót um yfirtöku Sólar á umboði fyrir gosdrykki fyrirtæk-
isins. Fulltrúarnir hafa einnig átt viðræður við forsvarsmenn Ölgerðar
Egils Skallagrimssonar og munu frekari viðræður við þá jafnframt vera
á döfinni.
Davíð sagði að fulltrúar Pepsi
hefðu haft orð á því þegar þeir voru
hér á landi fyrir skemmstu að Sól
hf. tæki við umboði til skamms tíma,
meðan málefni Sanitas hf. væru enn
óleyst. „Ég. sagði þeim strax að ég
hefði engan áhuga á því að taka við
þessu nema það yrði til frambúðar.
Þeir eru væntanlegir hingað í næstu
viku eða strax eftir áramót til frek-
ari viðræðna. Þá ætla þeir að hafa
með sér tæknimenn til að skoða verk-
smiðjuna en mér er meinilla við að
leyfa þeim að skoða hana áður en
samningar takast. Ætli ég verði ekki
á endanum að breiða yfir eitthvað
af tækjunum meðan þeir skoða sig
um,“ sagði Davíð.
Hann sagði að mikið væri í húfi'
þar sem Sól hf., eitt fyrirtækja í
gosdrykkjaframleiðslu, hefði tekist
að framleiða plastdósir undir gos-
drykki og gæti væntanleg heimsókn
tæknimanna í verksmiðju fyrirtækis-
ins flokkast undir iðnaðamjósnir.
Allir þessir atburð-
ir gætu hafa gerst
-segir Sigrún Birna Birnisdóttir sem
gefur nú út sína fyrstu bók.
MEÐAL þeirra bóka sem út
koma um þessi jól er lítið kver
eftir unga skáidkonu sem ættuð
er frá Höfn í Hornafirði. Kverið
heitir í hillingum og höfundur
þess er Sigrún Birna Birnisdótt-
ir, tuttugu og fjögurra ára forn-
leifafræðinemi í Dublin á Irl-
andi. í hillingum fylgir lesandinn
ungri stúlku um íslenskan veru-
leika. Hann kynnist sjálfsimynd
hennar og tilfinningum liennar
til tilverunnar og ekki síst til
hins kynsins í gegnum stuttar
frásagnir í ljóðrænum stíl.
Sigrún Birna brosir og hristir
höfuðið þegar spurst er fyrir um
sannleiksgildi frásagnanna. „Ég hef
oft verið spurð að því hvort hinn
eða þessi atburðurinn, sem ég segi
frá, sé sannur eða ekki. Vinir mínir
hafa jafnvel komið til mín og spurt
mig af hveiju ég sagði þeim ekki
frá hinu eða þessu, hvenær eitthvað
gerðist og hvar en ég vil hvorki
neita né játa neinu um sannleiks-
gildi þess sem ég skrifa.
Að brjóta rúðu
Eina svarið sem ég get gefið er
að allir þessir atburðir gætu hafa
gerst jafnvel þó svo liafi ekki verið
í raunveruleikanum. Sem dæmi um
þetta má nefna að í einni frásögn-
inni brýtur „hún“ glugga. Ég braut
sjálf ekki glugga en ég velti því
töluvert fyrir mér hvort ég myndi
bijóta glugga ef sá gállinn væri á
mér. Meðal annars talaði ég við
bróðir minn og við fórum að velta
fyrir okkur atriðum eins og hve
fast maður þyrfti að sparka í rúðu
til að hún brotnaði og bróðir minn
spúrði mig í hvaða skóm ég myndi
vera. Þessum, sagði ég, en skömmu
seinna þegar ég hafði gleymt þessu
atviki fór í skóna sem ég hafði tal-
að um. Bróðir minn sá þetta og
kallaði á mig vegna þess að hann
hélt að nú ætlaði ég að brjóta rúð-
una.“
Sigrún Birna Birnisdóttir.
Skrifa yfirleitt á nóttunni
Sigrún Birna segist hafa byijað
að skrífa fyrir þónokkrum árum en
frásagnirnar í bókinni eru allar
skrifaðar á síðustu tveimur til þrem-
ur árum.„Ég ætlaði aldrei að gefa
neitt af þessu út,“ segir Sigrún
Birna„en vinir mínir hvöttu mig til
að gefa út bók og smátt og smátt
fór mig að langa til þess. Annars
verður að segjast eins og er að
mamma hefur að mestu séð um
vafstur í kringum bókina á meðan
ég hef verið út en eftir að ég kom
heim hef ég verið að dreifa henni
í bókabúðir í Reykjavík.
Aðspurð segist Sigrún Birna yfir-
leitt skrifa á nóttunni. „Þá líður
mér vel enda er ég ein í heimin-
um,“ segir hún. „Yfirleitt hef ég
líka mikið að gera á daginn og
kemst ekki til að skrifa.“ Hvað
framtíðina varðar segir skáldkonan
ekki fráleitt að hún skrifi aðra bók
en miðað við að hún hafi verið þrjú
ár að skrifa þetta litla kver séu að
minnsta kosti tuttugu ár í skáld-
sögu.
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfálaga:
Varað við hugmyndum
um umdæmisstj órn-
ir húsnæðismála
STJÓRN Sambands íslenskra sveitarfélaga varar við hugmyndinni um
sérstakar umdæmisstjórnir húsnæðismála í landshlutum, eins og gert
er ráð fyrir að verði stofnsettar í frumvarpi til breytinga á lögum um
Húsnæðisstofnun ríkisins, sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Stjórnin
samþykkti þessa umsögn á fundi þann 23. nóvember síðastliðinn. Enn-
fremur vill stjórnin að áfram verði húsnæðismálastjórn skipuð 10 mönn-
um, en tveir verði kosnir af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Félagsmálaráðuneytið leitaði um-
sagnar Sambands íslenskra sveitar-
félaga um frumvarp, sem félagæ
málaráðherra hefur lagt fram um
breytta stjórnsýslulega stöðu hús-
næðismálastjórnar og breytt skipu-
lag Húsnæðisstofnunar. Stjórn sam-
bandsins mælir með því að starfsemi
Húsnæðisstofnunar verði færð út í
landshlutana til þess að bæta sam-
skipti stofnunarinnar við sveitar-
stjórnir og húsbyggjendur. Hins veg-
ar mótmælir stjórnin því, að slík
kerfisbreyting verði notuð til þess
að færa reksturskostnað Húsnæðis-
stofnunar yfir á sveitarfélögin eða
samtök þeirra.
í umsögn stjórnarinnar segir:
„Jafnframt varar stjórnin við hug-
myndinni um sérstakar umdæmis-
stjómir í landshlutunum og þeim
mikla kostnaði sem þær hefðu í för
með sér eins og lagt er til í frumvarp-
inu.“
Sérstök athygli er vakin á því að
með setningu laga á síðasta þingi,
meðal annars með stofnun húsnæðis-
nefnda sveitarfélaga, séu gerðar
stórauknar kröfur til sveitarfélaga
um fjárhagslega ábyrgð og fram-
kvæmd á félagslega íbúðakerfinu.
„í stað þess að koma á fót umdæm s-
stjórnum með þeim mikla tilkostnaði
sem því fylgir telur stjóm sambands-
ins eðlilegt, að samskipti sveitar-
stjórna og húsnæðismálastjórnar
verði milliliðalaus og þannig stuðlað
að beinum tengslum við sveitar-
stjórnir og aukinni skilvirkni félags-
íbúðakerfisins," segir í umsögninni.
Þá mælir stjórnin með því að fjöldi
stjórnarmanna í húsnæðismálastjórn
verði óbreyttur, en skipan stjómar-
innar verði breytt þannig, að í stað
þess að Alþingi kjósi sjö menn, verði
fimm kosnir af Alþingi og tveir
stjórnamienn kosnir af stjórn Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga „Eðli-
legt verður að telja að Samband
íslenskra sveitarfélaga hafi beina
aðild að stjórninni vegna aukinnar
ábyrgðar sveitarfélaga á fram-
kvæmd félagsíbúðarkerfisins,“ segir
í umsögninni.