Morgunblaðið - 12.12.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.12.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1990 37 Friðrik Sophusson í umræðum um bráðabirgðalög: Rfldsstjónun er versti and- stæðingnr þjóðarsáttar Bráðabirgðalög og þjóðarsátt óaðskiljanleg, sagði forsætisráðherra FRUMVARP til staðfestingar á bráðabirgðalögum sem kennd eru við BHMR var 8. og siðasta mál á dagskrá neðri deildar í gær og var það framhald 2. umræðu frá síðastliðnum fimmtudegi. Líklegt þótti að ræðuhöld myndu dragast nokkuð á langinn og gekk það eftir. Þegar þingmannafjöldi hafði skráð sig á mælendaskrá, sá Arni Gunnarsson deildarforseti þann kost vænstan að boða kvöld- fund og fresta atkvæðagreiðslu til næsta fundar sem haldinn verður síðdegis í dag. Friðrik Sophusson (S-Rv) hélt áfram framsögu þar sem frá var horfið síðastliðinn fimmtudag. Frið- rik reifaði flesta ef ekki alla þætti þessa máls og þótti flestir haldlitlir fyrir ríkisstjórnina. M.a. gagnrýndi hann að meirihluti fjárhags- og við- skiptanefndar bæri fyrir sig grein- argerð ríkislögmanns sem álitsgerð væri. Lögmaður reyndi að gæta hlutlægni og sanngirni dómara í álitsgerð en greinargerð lögmanna væri plagg til sóknar og varnar. Einnig benti Friðrik á að þjóðhags- stofnun slægi nokkra varnagla í sínu áliti. Friðrik taldi einnig að ráðherrar hefðu haft óeðlileg af- skipti af störfum starfsmanna Seðlabankans með símhringingum og pöntun á nýju áliti, sannleikurinn væri að ríkisstjórnin þyldi ekki að fá álit sem byggðist á öðrum for- sendum en hún sjálf vildi gefa. Hún virti ekki sjálfstæði Seðlabankans og bankinn hefði beðist afsökunar og skrifað nýtt álit, „blessuð sé minning sjálfstæðis hans“. Friðrik sagði ríkisstjórnina vera stærstan fjanda „þjóðarsáttarinn- ar“ _með ráðslagi sínu og tíndi margt til. í lok ræðunnar krafði hann ráð- herra um svör við nokkrum spurn- ingum um tildrög, framvindu og framtíð þessa máls og um túlkun á kjarasamningum í þjóðarsátt og hvað ríkisstjórnin hugsaði sér að við tæki. Þorsteinn Pálsson (S-Sl) sagði að ríkisstjórnin hefði staðið fyrir einstöku pólitísku upphlaupi í tengslum við þetta mál. Þegar hennar eigin liðsmenn hefðu verið að hlaupast á brott hefði hún fyrir- hugað að ijúfa þing og setja önnur bráðabirgðalög í stað þeirra sem hún hefði ekki haft fylgi fyrir. Slíkt væri gerræði gegn stjórnskipun landsins. Þorsteinn sagði ásakanir á hendur sjálfstæðismönnum um að þeir vildu ekki beijast við verð- bólguna, vegna þess að þeir vildu ekki styðja bráðabirgðalögin, vera alveg makalausar. Ríkisstjórnin græfi undan þjóðarsáttinni með skattahækkunum og safnaði vanda- málum fyrir bæði í launa- og efna- hagsmálum. Forsenda árangurs væri að stjórnvöld færu að lögum og virtu almennt siðferði og sið- gæði. Þorsteinn rakti m.a. í nokkru máli það sem hann nefndi „hrak- fallabálk"; sögu þessa máls og gjöminga ríkisstjórnarinnar, sér- staklega forsætisráðherra og fjár- málaráðherra. Ræðumaður sagði að stjórnarliðar hefðu á orði að verðbólgueldar kviknuðu ef bráða- birgðalögin yrðu felld og samningar BHMR tækju gildi. Þorsteinn spurði hver væri brennuvargur annar en sá sem hefði undirritað þennan samning. Getur það skapað trúnað og traust að sá sé slökkviliðsstjóri? Upphlaup Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði upphlaupin í þessu máli vera sjálfstæðismanna. Menn gætu deilt um sögu þessa ■máls en forsætisráðherra taldi sig hafa fært fyrir því rök að vinnu- brögð hefðu verið eðlileg og eins og málum hafi verið komið hafi þjóðarsátt og nauðsyn bráðabirgða- laganna verið óaðskiljanleg. Steingrímur sagði að ef eitthvað jákvætt væri hægt að segja um álitið frá hagdeild Seðlabankans væri það að þar væri gert ráð fyrir að kjarsamningum væri sagt upp og spurði hvort lausir kjarasamn- ingar og óvissa þætti gott ástand. Forsætisráðherra sagði að ef þing hefði verið rofið hefðu bráðabirgða- lögin ekki verið endurnýjuð heldur sett á almenn lög um launa- og verðstöðvun sem gilt hefðu í 3 mánuði. Forsætisráðherra taldi líkur benda til að fijálshyggjumenn innan sjálfstæðisflokks væru and- stæðir þjóðarsátt, hann vonaði að annað en fijálshyggja tæki við eftir að samningum um þjóðarsátt lyki. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra vísaði því á bug að hann hefði haft óeðlileg afskipti af störfum FRAMTÍÐ og árangur af hinum alþjóðlegu viðræðunum um tolla og viðskipti, GATT, eru nú í mik- illi óvissu. Þar af leiðandi eru af- drif þess tilboðs sem íslendingar hafa gert í þessum viðræðum einn- ig óviss. En ýmislegt varðandi til- boðið sjálft virðist sumum ekki fullkomlega ljóst. Að hve miklu leyti eru varnargarðar gegn þeirri hættu sem felst í innflutningi er- lendra landbúnaðarvara brostnir? Óvissan hefur endurspeglast í umræðum, t.a.m. þeim sem áttu sér stað i síðasta fyrirspurnatíma í sameinuðu þingi á fimmtudag- itin. Egill Jónsson (S-Al) spurði ut- anríkisráðherra um hvað fælist í til- boði ríkisstjórnarinnar í GATT-við- ræðunum fyrir Islands hönd um verslun með landbúnaðarvörur. Hann óskaði sérstaklega eftir upplýsingum um: 1. Breytingar á innra stuðningi við landbúnaðinn. 2. Breytingar á landamæravernd vegna verslunar með landbúnaðai’vörur. 3. Breytingar á útflutningsbótum. 4. Hve mikil hlutdeild innfluttra landbúnaðarvara yrði samkvæmt'tillögum ríkisstjórn- arinnar í þeim markaði sem innlend framleiðsla hefði fram til þessa full- nægt, þegar aðlögunartíma lyki. Egil sagði að svör við þremur fyrstu spurningunum hefðu að nokkru leyti komið fram í umræðum, en minna hefði farið fyrir því hver áform væru um innflutning landbún- aðarafurða. Það væri grundvallarat- riði að fá það á hreint. Þótt ríkis- stjórnin og sérstaklega forsætisráð- herrann reyndu að gera sem minnst úr tilboðinu, fælust í því mikil tíma- mót. Minni heildarstuðningur Jón Baldvin Ilannibalsson utanrík- isráðherra sagði að í tilboðinu fælist Seðlabanka íslands, það hefði verið eðlilegt að leita álits, þegar vinnu- plögg einstakra starfsmanna væru kynnt sem álit stofnunarinnar. Jón að stjórnvöld væru reiðubúin til að draga úr hömlum á unnum kjöt- og mjólkurvörum. Dregið yrði úr út- flutningsbótum og stuðningur við landbúnað lækkaður á fjárlögum. Hins vegar yrðu áfram hömlur á inn- flutningi lifandi dýra og hráu kjöti af heilbrigðisástæðum. Einnig væri tekið fram að tilboðið væri háð tilboð- um annarra þátttakenda í viðræðun- um. Utanríkisráðherra sagði m.a. að ef viðræðurnar bæru árangur myndi af tilboðinu leiða minni byrðar skatt- greiðenda vegna stuðnings við land- búnaðinn í heild. Eiiinig leiddi tilboð- ið til aukinnar samkeppni sem mundi knúa innlendar vinnslustöðvar til aukinnar hagræðingar, neytendum til hagsbóta. Utanríkisráðherra sagði íslend- inga skuldbinda sig til að draga úr stuðningi við landbúnað innanlands að raungildi allt að 25% miðað við árið 1988, í árlegum áföngum fram til 1996. Islendingar lýsa sig reiðu- búna til að íýmka og draga úr magn- takmörkunum á unnum mjólkur- og kjötafurðum. Islendingar gerðu til- lögu um að leggja breytilegt innflutn- ingsgjald á þann innflutning sem leyfður verður til að jafna muninn á verði innlends landbúnaðarhráefnis og heimsmarkaðsverðs. ísland lýsir sig reiðubúið til að draga úr útflutn- ingsbótum um allt að 65% til ársins 1996 í jöfnum árlegum áföngum, miðað við meðaltal áranna 1989-90. Eftir 1996 er ísland reiðubúið til að halda áfram að draga úr útflutnings- bótunum með það að markmiði að þær verði felldar niður að fullu. Utanríkisráðherra sagði ekki unnt að svara því hver hlutdeild innfluttra vara yrði, fyrr enn samningaviðræð- um væri lokið. Hann benti þó á að gæði íslenskra landbúnaðarvara væru almennt talin mjög mikil. Stefán Valgeirsson (SFH-Ne) sagði þetta tilboð vera alveg furðu- sagði einnig m.a. að afstaða og framganga sjálfstæðismanna í mál- inu einkenndist af tvískinnungi og hræsni. legt og ástæða væri til að framfylga betur reglum um heilbrigðiseftirlit með innflutningi. Pálmi Jónsson (S-Nv) sagði að með því að bjóða rýmkun á innflutningi unnra kjöt- og mjólkurvara væri „rofið skarð í þann varnargarð" sem íslensk stjórn- völd vildu halda. Ríkisstjómin bæri ábyrgð á að hann væri nú brostinn. Einnig væri boðið upp á niðurskurð á markaðs- og framleiðslutengdum framlögum um 25-65% Pálmi taldi það vafasaman málflutning að halda því fram að unnt væri að veita þessi framlög í öðru formi. Ennfremur sagði hann tilboðið vera „rýmilegra" af hálfu íslands og ýmissa EFTA- landa en EB-þjóðanna. Skynsemi og þjóðhollusta Páll Pétursson (F-Ne) sagðist líta svo á að GATT-tilboðið væri „sak- laust í sjálfu sér“; tilboð um lítilshátt- ar skipulagsbreytingu. Nægir fyrir- varar fylgdu þessu tilboði til þess að það „væri hættulaust“. Við yrðum að treysta því að í ríkisstjórn sætu „skynsamir og þjóðhollir menn sem opnuðu ekki allt upp á gátt af óvita- skap eða fólsku". Páll sagði utanrík- isráðherra gera allt of mikið úr þeirri skipulagsbreytingu sem boðið væri uppi. Páll benti á að árangur GATT- viðræðnanna væri óviss og hefði hann trú á því að þær rynnu út í sandinn. Svavar Gestsson menntamálaráð- herra er starfandi landbúnaðarráð- herra í fjarveru Steingríms J. Sigfús- sonar,- Ilann sagði landbúnarráð- herra hafa reynt að leita jafnvægis og taldi hann að það hefði tekist miðað við allar aðstæður. Sum um- mæli utanríkisráðherra hefðu þó ýtt undir misskilning sem hefði verið leiðréttur. Egill Jónsson um Gatt-tilboð: Stærra mál en stjórn- arliðar vilja vera láta Olafur Ragnar: Túlka Pálmi Jónsson og Egill Jónsson skoðanir Sjálfstæðisflokksins? Breytt afstaða Hjörleifur Guttormsson gerði grein fyrir því hvers vegna hann hefði breytt sinni afstöðu, reyndar hefði hann aldrei lýst ótvírætt yfir afstöðu sinni þótt fjölmiðlar hefðu eðlilega dregið þá ályktun að hann, greiddi atkvæði gegn staðfestingu bráðbirgðalaganna. Hann væri enn efnislega andvígur þessum lögum þótt hann myndi sitja hjá, m.a. til að koma í veg fyrir að ríkisstjórnin efndi til skyndikosninga og setti á ný bráðabirgðalög. Hjörleifur taldi ýmsa lærdóma mega draga af þessu máli, t.d. að afnema bæri deilda- skiptingu Alþingis og tryggja yrði að stofnanir fengju að starfa án þess að vera beittar óeðlilegum þrýstingi og afskiptum. Hjörleifur sagði stöðu Sjálfstæð- isflokksins raunalega og hörmulegt að sjá sundrungu hans þegar hann gerði upp afstöðu sína fyrir sjálfum sér og þjóðinni. En hann mæti allan stuðning — hvaðan sem hann kæmi — við það að haldnar yrðu eðlilegar leikreglur í samfélaginu. Stefán Valgeirsson (SFJ-Ne) taldi m.a. að reisa yrði skorður við að mál gætu farið með svo ófarsæl- um hætti og hér hefði reynst. Einn- ig kom fram í hans máli að hann væri andvígur kosningum um miðj- an vetur og hefði haft í hyggju að sitja hjá við afgreiðslu þessa máls en breytt þeirri afstöðu eftir yfirlýs- ingu Hjörleifs Guttormssonar. Geir Gunnarsson (Ab-Rn) gerði grein fyrir sinni andstöðu við þessa lágasetningu, grundvallarleikreglur lýðræðis og mannréttinda yrði að virða. Nánar er sagt frá ræðu þing- mannsins í frétt á blaðsíðu 2 í blað- inu í dag. Hver á að ráða? Egill Jónsson (S-Al) sagði, óháð því hvort viðræðurnar væru í strandi, aðalatriðið vera ljóst: Leyfður yrði innflutningur á landbúnaðarvörum. Það kæmi fram í ummælum utanrík- isráðherrans sem færi með forræði þessara mála. Egil dró enga dul á, að þessu væri hann andvígur og þætti óskiljanlegt. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra þótti það nauðsynlegt að skýrt kæmi fram að landbúnaðar- ráðherrann sæi um stefnumótun í landbúnaðarmálum. Hins vegar ann- aðist utanríkisráðherrann samninga við erlend ríki á þessum sviðum sem og öðrum. Ólafur Ragnar spurði hver væri stefna Sjálfstæðisflokksins í þessu máli, hvort Pálmi Jónsson og Egill Jónsson hefðu túlkað skoðanir flokksins. Pálmi Jónsson (S-Ne) benti Ólafi Ragnari á að lesa stefnuyfirlýsingar landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Pálmi áréttaði að ríkisstjómin hefði rofið þann varnargarð sem við vildum halda varðandi innflutning á búvör- um og yrði það erfíðara fyrir aðra að fylla það skarð og halda uppi þeim vörnum sém meirihluti flestra flokka hefði viljað halda uppi. Jón Baldvin Hannibalssyni þótti ástæða til að árétta að hið alþjóðlega samkomulag um tolla og viðskipti heyrði undir utanríkisráðuneyti, um það væru engar deilur. Tilboð ríkis- stjórnarinnar væri skýrt hvað varð- andi samdrátt í útflutningsbótum og heildarstuðningi við landbúnað. Hann áréttaði að jafnframt væri um að ræða heimildir til að mæta inn- flutningi með því að leggja á breyti- leg jöfnunargjöld sem vægu upp muninn á hráefniskostnaði innan- lands og erlendis. Stórar ákvarðanir eða brotabrot Egill Jónsson (S-Al) sagði að tekn- ar hefðu verið miklu stærri ákvarð- anir en stjórnarliðar vildu vera láta. Svavar Gestsson vildi undirstrika að landbúnarráðuneytið færi með þessi mál — svo og innflutning landbúnað- arvara. — Og ef um innflutning land- búnaðarafurða yrði að ræða yrði um brot eða brotabrot að ræða, „eitt, tvö eða þijú prósent, eitthvað þvíumlíkt". Ræðumaður sagði að endingu að til- boð það sem hefði verið gert undir forystu landbúnaðarráðherra væri góður samnefnari fyrir þau viðhorf sem væru á Alþingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.